Fylgiskjöl með ættartölum
Hálfdan
hvítbeinn Ólafsson
var
konungur ríkur. Hálfdan var alinn upp í Sóleyjum af Sölva, móðurbróður sínum
Hann var konungur í Sóleyjum eftir Sölva konung. Hálfdan eignaðist mikið
af Heiðmörk og Þótn og Haðaland og mikið af Vestfold. Hann varð gamall maður.
Hann varð sóttdauður á Þótni og var síðan fluttur út á Vestfold og heygður þar
sem heitir Skæreið í Skíringssal.
Sölva Hálfdansdóttir drottning. Ekki eru allir sammála um ættir hennar eins
og sjá má á þessum tveimur sítötum úr mismunandi sögum. ”Ólafur fékk þeirrar
konu er Sölveig hét eða Sölva dóttir Hálfdanar gulltannar vestan af Sóleyjum.
Hálfdan var sonur Sölva Sölvarssonar Sölvasonar hins gamla er fyrstur ruddi
Sóleyjar. Móðir Ólafs trételgju hét Gauthildur en hennar móðir Ólöf dóttir
Ólafs hins skyggna konungs af Næríki. Ólafur og Sölva áttu tvo sonu, Ingjald og
Hálfdan. Hálfdan var upp fæddur í Sóleyjum með Sölva móðurbróður sínum. Hann
var kallaður Hálfdan hvítbeinn”(Hákonar saga herðibreiðs)
”En þá er Ívarr víðfaðmi hafði lagt undir sik
allt Danaveldi ok Svíaríki, þá flýði Óláfr ok mikill fjöldi þeira manna, er
útlaga urðu fyrir Ívari konungi. Þeir fara norðr um Væni ok ruddu þar markir ok
byggðu þar stór heruð ok kölluðu þat Vermaland, ok kölluðu Svíar því Óláf
trételgju, ok var hann þar konungr til elli. Kona hans hét Sölva. Hún var
systir Sölva ins gamla, er fyrstr ruddi Sóleyjar.”(Af Upplendingakonungum)
Avaldsnes í Karmey kommúnu í Rogalandi, Noregi
er Noregs elsta konungssæti því þar hafði Haraldur ”hárfagri” konungsgarð sinn
eftir bardagann við Hafursfjörð, en staðurinn er nefndur eftir hinum þjóðkunna
”folkevandringskonge” Augvald. Karmey hefur verið central í mörg þúsund ár
vegna stöðu sinnar á kortinu og þar er víkingabærinn Bukkey og er mikið af fornminjum
í Karmey.
Dauði
Eysteins konungs
Eysteinn, son Hálfdanar hvítbeins, var konungr
eptir hann á Raumaríki ok á Vestfold; hann átti Hildi, dóttur Eiríks
Agnarssonar, er konungr var á Vestfold. Agnarr, faðir Eiríks, var son Sigtryggs
konungs af Vindli. Eiríkr konungr átti engan son; hann dó þá er Hálfdan konungr
hvítbeinn lifði. Tóku þeir feðgar Hálfdan ok Eysteinn þá undir sik alla
Vestfold; réð Eysteinn Vestfold, meðan hann lifði. Þá var sá konungr á Vörnu,
er Skjöldr hét, hann var allmjök fjölkunnigr. Eysteinn konungr fór með herskip
nökkur yfir á Vörnu ok herjaði þar, tók slíkt er fyrir varð, klæði ok aðra
gripi ok gögn búanda, ok hjoggu strandhögg; fóru í brott síðan. Skjöldr konungr
kom til strandar með her sinn; var Eysteinn konungr þá í brottu ok kominn yfir
fjörðinn, ok sá Skjöldr segl þeirra; þá tók hann möttul sinn ok veifði, ok blés
við. Þá er þeir sigldu inn um Jarlsey, sat Eysteinn konungr við stýri; skip
annat sigldi nær þeim; báruskot nökkut var í, ok aust beitiásinn af öðru skipi
konung fyrir borð; þat var hans bani. Menn hans náðu líkinu; var þat flutt inn
á Borró, ok orpinn haugr eptir á röðinni út við sjá við Vöðlu. Svá segir
Þjóðólfr:
En Eysteinn
fyrir ási fór
til Byleists
bróður meyjar.
Ok nú liggr
und lagar beinum
rekks löðuðr
á raðar broddi,
þar er élkaldr
hjá jöfr gauzkum
Vöðlu straumr
at vági kemr.
Heimild: Ynglinga Saga
Ólafur
“trételgja
Ólafr, son Ingjalds konungs, þá er hann spurði fráfall föðr síns, þá fór hann með þat lið er honum vildi fylgja; því at allr múgr Svía hljóp upp með einu samþykki, at rækja ætt Ingjalds konungs ok alla hans vini. Ólafr fór fyrst upp á Næríki; en er Svíar spurðu til hans, þá mátti hann ekki þar vera; fór hann þá vestr markleiði til ár þeirrar, er norðan fellr í Væni ok Elfr heitir. Þar dveljast þeir, taka þar at ryðja mörkina ok brenna, ok byggja síðan. Urðu þar brátt stór heruð, ok kölluðu þeir þat Vermaland; þar váru góðir landskostir. En er spurðist til Ólafs í Svíþjóð, at hann ryðr markir, kölluðu þeir hann trételgju, ok þótti hæðiligt hans ráð. Ólafr fékk konu þeirrar, er Sölveig hét eða Sölva, dóttir Hálfdanar gulltannar vestan af Sóleyjum. Hálfdan var son Sölva, Sölvarssonar, Sölvasonar hins gamla, er fyrstr ruddi Sóleyjar. Móðir Ólafs trételgju hét Gauthildr, en hennar moðir Ólöf, dóttir Ólafs hins skyggna, konungs af Næríki. Ólafr ok Sölva áttu tvá sonu, Ingjald ok Hálfdan; Hálfdan var uppfæddr í Sóleyjum með Sölva, móðrbróðr sínum; hann var kallaðr Hálfdan hvítbeinn.
Þat var mikill mannfjöldi, er útlagi fór or Svíþjóð fyrir Ívari
konungi. Spurðu þeir, at Ólafr trételgja hafði landskosti góða á
Vermalandi, ok dreif þannug til hans svá mikill mannfjöldi, at landit fékk eigi
borið; gerðist þar hallæri mikit ok sultr. Kendu þeir þat konungi sínum, svá
sem Svíar eru vanir at kenna konungi bæði ár ok hallæri. Ólafr konungr var
lítill blótmaðr; þat líkaði Svíum illa, ok þótti þaðan mundu standa hallærit;
drógu Svíar þá her saman, gerðu för at Ólafi konungi ok tóku hús á honum ok
brendu hann inni ok gáfu hann Óðni ok blétu honum til árs sér. Þat var við
Væni. Svá segir Þjóðólfr:
Ok við vág,
viðar (telgju)
hræ Ólafs
hofgyldir svalg,
ok glóðfjálgr
gervar leysti
son Fornjóts
af Svía jöfri.
Sá áttkonr
frá Uppsölum
Lofða kyns
fyrir löngu hvarf.
Foreldrar Steinvarar Sighvatsdóttur frh. frá
bls. ca. 77 og foreldrar bróður Steinvarar
Sturla Sighvatssonar frh. frá bls. ca. 50 voru
Sighvatur
Sturluson
fæddur um 1170, hann lést í Örlygsstaðarbardaga 21. ágúst 1238. Hann var
Goðorðsmaður og bjó á Staðarfelli, í Hjarðarholti, á Sauðafelli og síðast á
Grund í Eyjafirði og móðir Steinvarar Sighvatsdóttur var
Halldóra
Tumadóttir
fædd
um 1180, dóttir
Tuma Kolbeinssonar
fæddur um 1125, látinn 1184, hann var Goðorðsmaður og bjó á Ási í
Hegranesi, hann var óskilgetinn sonur
Kolbeins Arnórssonar
fæddur um 1090-1166, Goðorðsmaður og móðir
Halldóru Tumadóttur var
Þuríður Gissurardóttir
fædd um 1154-1235, húsfreyja í Svínafelli,
síðast nunna, í Annálum, segir að Þuríður hafi dáið 1225, dóttir
Gissurar
Hallssonar
fæddur um 1125, látinn 27. júlí 1206, stallari, goðorðsmaður, djákn,
rithöfundur og lögsögumaður í Haukadal og
Álfhildar Þorvaldsdóttur
fædd um 1125, húsfreyja í Haukadal. Foreldrar
Sighvats Sturlusonar voru Sturla Þórðarson fæddur um 1115 og látinn í júli
1183, höfðingi í Hvammi “Hvamm-Sturla”, sonur
Þórðar Gilssonar
fæddur um 1075-um 1150 Goðorðsmaður. Bjó á
Staðarfelli. Landnáma nefnir móður hans á einum stað Þorkötlu Másdóttur. Guðni
Jónsson segir á einum stað að móðir Þórðar hafi verið Gunnlaugsdóttir og
Vigdísar
Svertingsdóttur
fædd
um 1090 frh. á ættfærslu þeirra hjóna á bls. ca. 81 og móðir Sighvats
Sturlusonar var
Guðný Böðvarsdóttir
fædd um 1147, látin 7. nóvember 1221, dóttir
Böðvars Þórðarsonar
fæddur um 1116-1187, hann bjó í Görðum í
Akranesi og
Helgu Þórðardóttur
fædd um 1125. Frh. af ættartölu þeirra hjóna má finna á bls. ca.
110-111
Foreldrar Kolbeins Arnórssonar
voru
Arnór
Ásbjarnarson
fæddur um 1060, sonur
Ásbjörns Arnórssonar
fæddur um 1020 forfaðir Ásbirninga og
Ingunnar
Þorsteinsdóttur
fædd
um 1025 og móðir Kolbeins Arnórssonar var
Guðrún
Daðadóttir
fædd
um 1060 “....vitr kona”, segir í Sturlungu, dóttir
Daða
Starkaðarsonar
fæddur um 1020, getið 1083, getið í vottorði um rétt Íslendinga í Noregi, sonur
Starkaðar Kolbeinssonar
fæddur um 990 og
Rannveigar Marðardóttur
fædd um 995. Foreldrar Ásbjörns
Arnórssonar voru
Arnór Arngeirsson
fæddur um 990, sonur
Arngeirs Böðvarssonar
fæddur um 950, sonur
Spak-Böðvars
Öndóttssonar
fæddur um 915, sonur
Öndótts “kráka” Erlingssonar
fæddur um 870, landnámsmaður í Viðvík og móðir
Arngeirs Böðvarssonar var
Arnfríður Bjarnardóttir
fædd um 915, dóttir
Sléttu-Björns
Hróarssonar
fæddur um 865, landnámsmaður í Skagafirði,
svo í Saurbæ í Dölum, sonur
Hróars
og
Gróu Herfinnsdóttur
.
Foreldrar Ingunnar Þorsteinsdóttur
konu Ásbjörns Arnórssonar voru
Þorsteinn
“þorskabítur” Snorrason
fæddur um
Foreldrar Einars Sigmundarsonar
voru
Sigmundur Ketilsson
fæddur um 910, landnámsmaður og bjó á
Laugabrekku, sonur
Ketils “þistill”
fæddur um 880, landnámsmaður í Þistilfirði og móðir Sigmundar
Ketilssonar var
Hildigunnur Beinisdóttir
fædd um 920, dóttir
Beinis
Mássonar
fæddur um 900, sonur
Más
Naddoddssonar
fæddur
um 865, bjó á Másstöðum sonur
Jórunnar Ölvisdóttur
fædd um 840, dóttir
Ölvis
Einarssonar “barnakarls”
fæddur um 810.
Foreldrar Þóru Ólafsdóttur
konu Þorsteins “þorskabítur” Þórólfssonar
voru
Ólafur “feilan” Þorsteinsson
fæddur um 870, landnámsmaður í Hvammi í Dölum, hann var í
föruneyti Auðar “djúpúðgu” föðurömmu sinni, sonur
Þorsteins
“rauði” Ólafssonar
fæddur um 850 Skotakonungur og
Þuríðar Eyvindardóttur
fædd um 850, dóttir
Eyvindar
“austmaður” Bjarnarsonar
fæddur um 810 og móðir Þóru Ólafsdóttur var
Álfdís
Konálsdóttir
fædd
um 875, hún var frá Barreyjum dóttir
Konáls Steinmóðssonar
fæddur um 855, sonur
Steinmóðs
Ölvissonar
fæddur um 830, sonur
Ölvis Einarssonar
“barnakarls”
fæddur um 810.
Þorsteinn “rauði” Ólafsson
var sonur
Ólafs “hvíta” Ingjaldssonar
fæddur um 830, herkonugnur í Dyflinni, sonur
Ingjalds
Helgasonar
fæddur um 800, sonur
Álofar Sigurðardóttur
fædd um 780, dóttir
Sigurðar ormur-í-auga
Rangarssonar
, hún
var köllu Þóra í Njálssögu og móðir Þorsteins “rauði” var Auður
“djúpúðga” Ketilsdóttir fædd um 830, landnámskona í Hvammi í Hvammssveit einnig
nefnd Unnur, dóttir
Ketils “flatnefur” Bjarnarsonar
fæddur um 810, sonur
Björns
“buna” Grímssonar
fæddur um 770, hersir í Noregi, sonur
Veðra-Gríms
, sonur
Hjaldurs Vatnarssonar
og
Hervarar Þorgerðardóttur
,
Eylaugsdóttur
og móðir Ketils “flatnefur” var
Vélaug
Víkingsdóttir
fædd
um 770, en móðir Auðar “djúpúðga” Ketilsdóttur var
Ingveldur
Ketilsdóttir
fædd
um 810, dóttir
Ketils “vefur”
hersis í Hringaríki.
Foreldrar Gissurar Hallssonar (frh. frá bls.
ca. 84)
voru
Hallur
Teitsson
fæddur um 1090, hann
lést í Treckt í Hollandi árið 1150. Prestur, biskupsefni í Haukadal, frá því
fyrir 1143 til dauðadags. Andaðist í Hollandi á heimleið frá Róm. Einnig
nefndur Orknhöfði í Sturlungu. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar segir að Gróa
Síðu-Hallsdóttir sé móðir Halls, en það er líklega rangt. Nefndur í skrá Ara
fróða Þorgilssonar um nokkra kynborna íslenska presta 1143 og móðir Gissurar
Hallssonar var
Þuríður Þorgeirsdóttir
fædd um 1090 Þess hefur verið getið til að
hún hafi verið dóttir
Þorgeirs Snorrasonar
, Þorfinnssonar, en engin áreiðanleg rök eru fyrir því. Haukdæla
þáttur segir hana dóttur Þorgeirs á Mýri, en föðurnafn hans er ókunnugt. Hún er
ekki kona Gissurar eins og segir í ÍÆ.II.189, heldur móðir hans, en Ísl.bók
segir hana bara dóttur
Þorgeirs
fæddur um 1050 og að hann hafi búið á Mýri, ætt ekki rakin lengra
þar.
Hallur Teitsson
var sonur
Teits “margláti” Ísleifssonar
fæddur um 1040-1111, Prestur í Haukadal.
Fóstri og heimildarmaður Ara fróða. Sagður Hallsson í Annálum, en Guðni Jónsson
segir að hér sé um sama mann að ræða. Frá honum er komin Haukdælaætt og móðir
Halls Teitssonar var
Jórunn Einarsdóttir
fædd um 1045, Sturlunga nefnir hana Jóreiði, hún var húsfreyja í
Haukadal, dóttir
Einars Halldórssonar
fæddur um 1010, sonur
Halldórs Arnljótssonar
fæddur um 970, sonur
Arnljóts
Þóroddssonar
fæddur um 935. Teitur “margláti” Ísleifsson var sonur
Ísleifs
Gissurarsonar
fæddur 1006, hann lést í Skálholti 5. júlí 1080, Prestur í Skálholti og biskup
þar frá 1056. "Ísleifr var vænn maðr at áliti ok vinsæll við alþýðu ok
alla ævi réttlátr ok ráðvandr, gjöfull ok góðgjarn, en aldri auðugr",
segir í Byskupa sögum og móðir Teits “margláti” Ísleifssonar var
Dalla
Þorvaldsdóttir
fædd
um 1006, biskupsfrú í Skálholti , dóttir
Þorvalds Ásgeirssonar
fæddur um
970, hann bjó í Ásí í Vatnsdal og
Kolfinnu Þorgeirsdóttur
fædd um 984, Í Biskupaættum í útgáfu
Fornritafélagsins frá 1998 er Kolfinna talin systir Þorgeirs Galtasonar en ekki
dóttir hans. Óvíst er hvort úr því verður skorið svo óyggjandi sé hvort er
réttara, en Ísl.bók telur hana dóttur
Þorgeirs Galtasonar
fæddur um 952, sonur
Galta
Arnmóðssonar
fæddur um 920, sonur
Arnmóðs
“skjálgi” Þorkelssonar
fæddur um 890, sonur
Þorkels “vingnir” Atlasonar
fæddur um 870, landnámsmaður, sonur
Atla
Skíðasonar
fæddur um 840 og móðir Þorgeirs Galtasonar var
Valdís
Þorbrandsdóttir
fædd
um 920.
Foreldrar
Arnljóts Þóroddssonar voru
Þóroddur
“hjálmur”
fæddur
um 890, hann var sagður heita Þóroddur Hjálmsson í Víga-Glúms sögu og
Yngvildur
Auðólfsdóttir
fædd
um 905, dóttur
Auðólfs
fæddur um 870, landnámsmaður í Hörgárdal og bjó að Bægisá og
Þórhildar
Helgadóttur
fædd
um 880, dóttir
Helga “magri” Eyvindarsonar
fæddur um 835, landnámsmaður í Kristnesi í
Eyjafirði, sonur
Eyvindar “austmaður”
Bjarnarsonar
fæddur um 810, en hann var sonur
Björns “gautski” Hróflssonar
fæddur um 780, sonur
Hrófls
fæddur um 750 frá Ám á Gautlandi og móðir
Helga “magri”Eyvindarsonar var
Raförtu Kjarvalsdóttur
(
Rafertac Maccrhall Kjarvaldóttir
)fædd um 810, dóttir
Kjarvals
Írakonungs og móðir
Þórhildar Helgadóttur var
Þórunn “hyrna”
Ketilsdóttir
fædd um 848, dóttir
Ketils
“flatnefur” Bjarnarsonar
fæddur um 810, sonur
Björns “buna” Grímssonar
fæddur um 770, sonur
Veðra-Gríms
, sonur
Hjaldurs
Vatnarssonar
konungs og
Hervarar Þorgerðardóttur
,
Eylaugsdóttur
og móðir Ketils“flatnefur” var
Vélaug Víkingsdóttir
fædd um 770, dóttir
Víkings “Skálneyjarskelmir”
Vífilssonar
fæddur um 740, hersir í Noregi, hann bjó í
Sogni í Noregi
Foreldrar Ísleifs Gissurarsonar
voru
Gissur “hvíti” Teitsson
fæddur um 952, hann bjó í Skálholti, síðar á
Höfða. Forystumaður þeirra er tóku Gunnar á Hlíðarenda af lífi um 990. Gissur
og Þórdís áttu "margt barna", skv. Byskupa sögum, sonur
Teits
Ketilbjarnarsonar
fæddur
um 909, hann byggði fyrstur bæ í Skálholti og
Ólafar Böðvarsdóttur
fædd um 910, dóttir
Böðvars
Sigurðssonar
fæddur um 880, sonur
Sigurðar “bjóðaskalli” Eiríkssonar
fæddur um 850 og móðir Ísleifs
Gissurarsonar var
Þórdís Þóroddsdóttir
fædd um 960, hún var þriðja kona Gissurar. Skv. Biskupasögum áttu
Gissur og Þórdís margt barna, en í Ísl.bók er aðeins getið tveggja sona þeirra
Ísleifs og Ketils, Þórdís var dóttir
Þórodds “spaki” Eyvindarsonar
fæddur um 935 og látinn um 1030, hann var
Goði í Ölfusi, bjó á Hjalla í Ölfusi og
Rannveigar Gnúpsdóttur
fædd um 935. Foreldrar Teits
Ketilbjarnarsonar voru
Ketibjörn “gamli” Ketilsson
fæddur um 870, hann var landnámsmaður á
Mosfelli í Grímsnesi, frá Ketilbirni og Helgu eru Mosfellingar komnir “Úr því
minnst er á Mosfell í Grímsnesi má geta þess að þar bjó Ketilbjörn hinn gamli
Ketilsson. Hann átti mikið silfur og bað sonu sína um að
Foreldrar Þórodds “spaki” Eyvindarsonar voru Eyvindur Þorgrímsson fæddur um 895, sonur Þorgríms Grímólfssonar fæddur um 865, bróðursonur Álfs “egðska” og móðir Þórodds “spaki” var Þórvör Þormóðardóttir fædd um 915, dóttir Þormóðs “skapti” Óleifssonar fæddur um 870, landnámsmaður og bjó í Skaftaholti, sonur Óleifs “breiður” Einarssonar fæddur um 850, sonur Einars Ölvissonar fæddur um 830, sonur Ölvis Einarssonar “barnakarls” fæddur um 810, Í Landnámabok V segir ma: “Ölvir barnakarl hét maður ágætur í Noregi; hann var víkingur mikill. Hann lét eigi henda börn á spjótaoddum, sem þá var víkingum títt; því var hann barnakarl kallaður” og móðir Þorvarar Þormóðardóttur var Helga Þrándardóttir fædd um 880, dóttir Þránds “mjögsiglandi” Bjarnarsonar fæddur um 850. en hann var sonur Björns “gautski” Hrólfssonar fæddur um 780, sonur Hrófls fæddur um 750 frá Ám á Gautlandi. Í Landnámabók V segir m.a.: “Þrándur mjögsiglandi Bjarnarson, bróðir Eyvindar austmanns, er fyrr er getið, hann var í Hafursfirði mót Haraldi konungi og varð síðan landflótti og kom til Íslands síð landnámatíðar; hann nam land milli Þjórsár og Laxár og upp til Kálfár og til Sandlækjar; hann bjó í Þrándarholti. Hans dóttir var Helga, er Þormóður skafti átti.”
Foreldrar Rannveigar Gnúpsdóttur eiginkonu
Þórodds “spaki”
voru
Gnúpur Molda-Gnúpssonar
fæddur um 900, sonur
Molda-Gnúps Hrólfssonar
fæddur um 860, landnámsmaður, hann nam land
milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt, þar var þá vatn mikið og
álftveiðar á , en hann varð að flýja undan jarðeldum, en þá flýði hann vestur
að Höfðabrekku og gerðu tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli, sonur
Hrólfs
“höggvandi”
, sem
bjó á Norðurmæri, þar sem heitir Moldatún og móðir Rannveigar Gnúspdóttur
var
Arnbjörg Ráðormsdóttir
fædd um 900, dóttir
Ráðorms
fæddur um 860, landnámsmaður, bjó í
Vetleifsholti.
Foreldrar Ketilbjarnar “gamli” Ketilssonar
voru
Ketill
fæddur um 850 í Nonnadal og
Æsa
Grjótgarðsdóttir
fædd
um 840, dóttir
Grjótgarðs
Herlaugssonar
fæddur um 810, hann var jarl á Hálogalandi,
sonur
Herlaugs Haraldssonar
fæddur um 790-825, jarl á Hálogalandi, sonur
Haralds
Þrándarsonar
fæddur um 760-800, Naumdælajarl, sonur
Þrándar Haraldssonar
fæddur um 730-775, Háleygjarjarl, sonur
Haraldar
Hávarssonar
fæddur um 700-750, Háleygjarjarl, sonur
Hávars Hergilssonar
fæddur um 670-735, Háleygjarjarl, sonur
Hergils
Bárðarsonar
fæddur um 640-700, Háleygjarjarl, sonur
Bárðar Brynjólfssonar
fæddur um 610-675, Háleygjarjarl, sonur
Brynjólfs
Brandssonar
fæddur um 580-650, Háleygjarlar, sonur
Brands Hersissonar
fæddur um 550-625, Háleygjarjarl, sonur
Hersis
Mundilssonar
fæddur um 538 í Noregi, sonur
Mundill Gyllaugssonar
fæddur um 513 í Noregi, sonur
Gyllaugs
Gudlaugssonar
fæddur um 488 í Noregi, sonur
Gudlaugs Hemgestssonar
fæddur um 463, sonur
Hemgests
Godgestssonar
fæddur um 438 i Noregi, sonur
Godgests Hávardssonar
fæddur um 413, sonur
Hávards
Vedurhálssonar
fæddur um 388 í Noregi, sonur
Vedurháls Himileigssonar
fæddur um 363 í Noregi, sonur
Himileigs
Höbroddssonar
fæddur um 339 í Noregi, sonur
Höbrodds Sverdhjaltasonar
fæddur um 324 í Noregi, sonur
Sverdhjalta
Godhjaltssonar
fæddur um 289 í Noregi, sonur
Godhjalta Sæmingssonar
fæddur um 264 í Noregi, sonur
Sæmings
fæddur um 239, konungur Norðmanna, sonur
Óðins(Wotan),
fæddur um 215, guð víkinginna, hann bjó í
Ásgarður í Asíu eða Austur-Evrópu og móðir Sæmings var
Skadi
fædd um 220. Óðinn var sonur
Frithuwald
fæddur um 190, bjó í Ásgarði
og
Beltesa of Asgard
fædd um 194. Frithuwald var sonur
Frealaf(Freothalaf)
fæddur um 160, sonur
Frithuwulf
fæddur um 130, sonur
Finnur
fæddur um 100, sonur
Flochwald
, sonur
Gudólfur(Godwulf),
sonur
Ját
, sonur
Taetwa
, sonur
Bjáf(Beaf),
sonur
Skjöld(Skjaldin)
, sonur
Hermódur
, sonur
Itermon
, sonur
Hathra
, sonur
Hwala(Atra)
, sonur
Bedwig
, sonur
Dan I(Seskef)
, fyrsti stjórnandi Danmerkur(1040-
Foreldrar Álfheiðar Þorvaldsdóttur eiginkonu Gissurar Teitssonar (frh. frá bls.84) voru Þorvaldur “auðgi” Guðmundsson fæddur um 1100-1161, hann var rændur árið 1143, hann er trúlega sá sem Jón Sigurðsson nefnir Þorvarð í Íslensku Fornbréfasafni, sonur Guðmundar Guðmundssonar fæddur um 1050, sonur Guðmundar Eyjólfssonar fæddur um 1026, sonur Eyjólfs “halti” Guðmundssonar fæddur um 995, látinn um 1060, hann var hirðmaður Ólafs konungs og móðir Guðmundar Eyjólfssonar var Yngvildur Síðu-Hallsdóttir fædd um 1005, dóttir Síðu-Halls Þorsteinssonar fæddur um 945, hann var Goðorðsmaður og bjó á Þváttá í Álftafirði, Suður-Múlasýslu og Jóreiðar Þiðrandadóttur fædd um 960.
Foreldrar Eyjólfs “halti” Guðmundssonar
(frh.frá m.a.bls. ca.47) voru
Guðmundur
“ríki”
Eyjólfsson
fæddur um 950-1025, hann bjó á Möðruvöllum í
Eyjafirði og var hirðmaður Ólafs konungs um tíma, sonur
Eyjólfs
Valgerðarsonar
fæddur um 922, skáld og bóndi á Möðruvöllum í Eyjafirðim hann druknaði í
Gnúpufellsá og
Hallberu Þóroddsdóttur
fædd um 922, hún bjó á Hanakambi. Guðmundur
“ríki” var bróðir Einars “þveræings” og má sjá meira um ættir þeirra á ca. bls.
92.
Foreldrar Síðu-Halls Þorsteinssonar
voru
Þorsteinn Böðvarsson
fæddur um 900, sonur
Böðvars
“hvíta” Þorleifssonar
fæddur um 870, hann var landnámsmaður í Álftafirði og bjó að Hofi, sonur
Þorleifs
“miðlungur” Böðvarssonar
í
Noregi og móðir Síðu-Halls Þorsteinssonar var
Þórdís
Össurardóttir
fædd
um 920, dóttir
Össurar “keiliselgur” Hrollaugssonar
fæddur um 887, sonur
Hrollaugs
Rögnvaldssonar
fæddur um 860, landnámsmaður,hann bjó undir Skarðsbrekku, ættfaðir Síðumanna,
sonur
Rögnvalds “mærajarls” Eysteinssonar
fæddur um 810-894, hann var Jarl á Mæri,
sonur
Eysteins konungs glumru
á Englandi. Móðir Þórdísar Össurardóttur var
Gró
Þórðardóttir
fædd
um 900, dóttir
Þórðar Illuga Eyvindarsonar
fæddur um 870, hann bjó undir Felli við
Breiðá. Hrollaugur gaf honum land milli Jökulsár og Kvíár. Hann var nefndur
“Fellsgoði” og hafði goðorð um austurhluta Ingólfshverfis, sonur
Eyvindar
Helgasonar
fæddur um 845, sonur
Helga Helgasonar
fæddur um 810, sonur
Helga Bjarnarsonar
fæddur um 790, sonur
Björns
“buna” Grímssonar
fæddur um 770, sonur
Veðra-Gríms
, sonur
Hjaldurs Vatnarssonar
konungs og
Hervarar Þorgerðardóttur
,
Eylaugsdóttur
og móðir Helga Bjarnarsonar var
Vélaug
Víkingsdóttir
fædd
um 770.
Hjaldur Vatnarsson
var konungur í Svíþjóð en fæddur í Sogni í Noregi um 720, hann
lést 750, sonur
Vatnars Vikarssonar
fæddur um 665 í Noregi, hann lést í Bergen í Noregi, sonur
Vikars
Alrekssonar
fæddur um 618 í Noregi, sonur
Alreks Eiríkssonar
fæddur um 580 í Hörðalandi í Noregi og
Geirhildar
Driftsdóttur
fædd
um 585 í Noregi. Alrekur Eiríksson var sonur
Eiríks
“frækni”
Skjoldssonar
fæddur um 544 í Noregi, sonur
Skjolds Skelfissonar
fæddur um 516 í Noregi, sonur
Skelfis Hálfdánarsonar
fæddur um 480 í Hringaríki, Buskerud, Noregi,
sonur
Hálfdáns “gamla” Hringssonar
fæddur um 450 í Hringaríki, Buskerud, Noregi og
Almveigar
Eymundsdóttur
prinsessu fædd um 455 í Holmgarth, Novgorod í Rússlandi, dóttir
Eymundar
konungs af Holmgarth
fæddur um 439 í Holmgarth, Novgorod í Rússlandi. Hálfdán “gamli” var
sonur
Hrings Raumssonar
fæddur um 406 í Hringaríki í Noregi, sonur
Raums
“gamla” Norssonar
fæddur um 370 á Ögðum, Raumsdal í Noregi og
Hildar Gudraudsdóttur
fædd um 371 í Raumsdal í Noregi. Raum
“gamli” var sonur
Norrs Þorrasonar
fæddur um 345 í Raumsdal í Noregi, konungur af Alfheim, sonur
Þorra
Snæssonar
fæddur um 320 í Raumsdal í Noregi, konungur í Kvenlandi(Finnlandi), sonur
Snæs
Svaer
i Kvenlandi, hann var
fæddur um 275 í Finnlandi, sonur
Jökuls Frostasonar
fæddur um 240 í Finnlandi, sonur
Frosta
Kárasonar
konungs
í Finnlandi, fæddur um 210, sonur
Kára Fornjótssonar
konungs í Kvenlandi, fæddur um 165 í
Finnlandi, sonur
Fornjóts
konungs í Kvenlandi, fæddur um 160 í Finnlandi.
Seneste kommentarer
Sigurður Nikulásson
Fæddur í Kirkjuvogssókn V-Skaft. 1793 (fæddur í Garðhúsumí Höfnum segir í Blanda, Sögufélag ritað af dr. Jóni Þorkelssyni) - Ath. Kirkjuvogssókn er í Höfnum, ekki í V-Skaft.
Frábærar síður þetta er æðislegt. Takk fyrir.
Frábær síða en ég þekki mikið til í Rangárvalla og Árnessýslu og hafði mikið gaman af að fara yfir þetta.
Það er strax í upphafs grein um mömmu þar er sagt að hún sé á Þikkvabæjarklaustri II og það er víðar