Ættir Sveins í beinan kvenlegg
Sveinn Jónsson
Fæddur á Eystri-Ásum V-Skaft. 5. apríl 1880. Látinn 23. desember 1959. Vinnumaður í Hlið, Grafarsókn Skaft. 1910, bóndi í Þykkvabæjarklaustri I, Þykkvabæjarklausturssókn, V-Skaft. 1930, bóndi á Þykkvabæjarklaustri 1914-1916 og 1920-1945, húsmaður þar 1913-1914, húsmaður í Hlíð, V-Skaft. 1916-1919 og á Borgarfelli 1919-1920, flutti að Skeggjastöðum í Mosfellssveit 1945, var í Pétursborg þar í sveit 1950. Hann var giftur Hildi Jónsdóttur ljósmóður 1890, þau giftu sig 28.05 1912. Sveinn og Hildur áttu sjö börn:
Sigríður Sóley 1913,
Signý 1918-2005,
Jörundur
1919-1968,
Sigurður 1922-1994,
Jón 1925, Einar 1928,
Steinunn 1931.
Sjá nánar um börn Sveins og Hildar framar í skjali.
Móðir Sveins Jónssonar var:
Guðný Jónsdóttir
Fædd í Heiðarseli 18.nóvember 1840. Látin í Þykkvabæjarklaustri 16. nóvember 1929, húsfreyja í Hlíð í Grafarsókn, V-Skaft. 1910. Hún var gift Jóni Eiríkssyni 1839-1911, bónda í Hlíð í Skaftártungu. Þau giftu sig 3.ágúst 1867. Þau eignuðust fimm börn:
Eiríkur
1869, bóndi í Óseyrarnesi, virðist hafa dáið fyrir 1910. Hans kona var Margrét Sigurðardóttir 1866-1961. Þau giftu sig 1896. Þau eignuðust einn son: Sigurjón 1899-1992, var í Reykjavík 1910. Verkamaður í Reykjavík 1945, vitaeftirlitsmaður í Rvík.
Steinunn
fædd 20. maí 1875, látin 23. desember 1956, kaupakona í Reykjavík,
Guðjón
fæddur í Eystri-Ásum 27. október 1876, látinn 22. apríl 1915, húsmaður í Hlíð í Grafarsókn 1910 “rekur landbúnað”. Hann var giftur Valgerði Gunnarsdóttur 1874-1940. Þau giftust 1902 og einguðust þrjú börn: Eygrét 1903-1913, var í Hlíð, Grafarsókn 1910, Sigríður 1905-2004, var í Hlíð í Grafarsókn 1910 og 1930, Gunnheiður 1907-1984, var í Hlíð 1910 og 1930, húsfreyja í Reykjavík og síðar í Hlið og Úthlíð í Skaftártungu, V-Skaft.
Í
endurminningum Gunnars Ólafssonar minnist Gunnar aðeins á Guðjón í kafla þar
sem hann er að lýsa vertíðarmönnum í Vík í Mýrdal og voru nokkrir menn honum
sérstaklega minnisstæðir og þar á meðal er Guðjón. Um hann segir Gunnar:“Guðjón
Jónsson, bónda í Hlíð Eiríkssonar. Hann giftist Valgerði Gunnarsdóttur frá
Flögu og tók við föðurleifð sinni, Hlíð í Skaftártungu. Guðjón var prýðilega
vel gefinn maður og prúðmenni hið mesta. Hann dó eftir fárra ára búskap Ekkjan
lét ekki hugfallast og hélt búinu áfram með alveg einstökum dugnaði og
myndarskap í tugi ára og varð stórefnuð. Mér þótti mikill mannskaði í Guðjóni,
en um slíkt tjáir aldrei að tala. Helkkirnir bresta í keðjunni og aðrir koma í
staðinn, ýmist veikari eða sterkari, rétt svona, að því er manni sýnist af
handahófi, en ekki er þó víst að svo sé. Hver veit?“
Sveinn
1880,
Ólöf
fædd í Hlíð 10. janúar 1884. látin 5. ágúst 1938, var í Hlíð í Grafarsókn, Skaft. 1910, húsfreyja á Skúmsstöðum, Akureyjarsókn, Rang. 1930. Hún var gift Þorvaldi Jónssyni 1885-1962. Þau eignuðust átta börn: Hildur 1912-1933, var á Skúmsstöðum, Akureyjarsókn 1930, Sigríður Lóa 1913-1985, Var á Skúsmsstöðum Akureyjarsókn 1930, síðast búsett í Vestur-Landeyjarhreppi, Tryggvi 1917-1994, var á Skúmsstöðum, Akureyjarsókn, 1930, bifreiðarstjóri, síðast búsettur í Rvík., Helga 1919, var á Skúmsstöðum 1930, Sigurður 1921, var á Skúmsstöðum 1930, Hrefna 1923, var á Skúsmsstöðum 1930, Þórunn 1925, var á Skúmsstöðum 1930, Sveinn 1926-2005, var á Skúmsstöðum 1930.
Prjónapeysa.
Í viðtali í “Hugur og hönd” frá 1978 við tengdadóttur Guðnýjar, Hildi Jónsdóttur(1890-1981), um ullarvinnu hennar, er hún spurð hvort ekki hafa tíðkast á þessum tíma að prjóna peysur úr ullinni. Því svarar Hildur á þessa leið:”Jú, líkleg áður fyrr, ég man að Guðný Jónsdóttir, tengdamóðir mín, frá Hlíð í Skaftártungu átti ljómandi fallega og alveg óskemmda peysu prjónaða eftir hana sjálfa, og fór sú á forngripasafnið og er þar. En ég man ekki eftir að nokkur manneskja í minni sveit ætti prjónapeysu.”
Guðný Jónsdóttir, tilkynning um andlát hennar í Morgunblaðinu 17.nóv. 1929 hljómar svo
:
Guðný Jónsdóttir frá Hlíð í Skaftártungum andaðist í gærmorgun(laugardaginn), að Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri hjá Sveini syni sínum, 89 ára gömul, f. 18.nóv.1840. Guðný var ekkja Jóns bónda Eiríkssonar í Hlíð, er ljest 1911 og voru þau hjón bræðrabörn. Eignuðust þau Jón seks börn, er upp komust: Eirík(drukknaði á Ísafirði fyrir mörgum árum), Steinunni kaupakonu hjer í bæ(Fatabúðinni), Guðjón bónda í Hlíð(dáinn fyrir allmörgum árum), Jón(dó ungur), Svein bónda í Þykkvabæjarklaustri og Ólöfu húsfreyju á Skúmsstöðum í Landeyjum.
Guðný var mesta tápkona, svo sem hún átti kyn til, og vel ern fram að síðustu; hafði legið fáa daga áður hún ljest. Bjó hún mestan sinn búskap í Hlíð, en var allmörg undanfarin ár hjá Sveini syni sínum.
Hjónin í Hlíð í Skaftártungu
Tempest Anderson tók þessa mynd árið 1890 og undir henni stendur “Hjónin í Hlíð í Skaftártungum framan við bæinn sinn”(Ljósmyndavefur Rvíkur), silunganet hangir á vegg, orf ljá og hrífa til vinstri. Hjónin eru Jón Eiríksson og Guðný Jónsdóttir og mun þessa mynd vera að finna víða um land. Hjólbörurnar fyrir framan hjónin smíðaði Jón og hef ég það fyrir víst að þetta séu fyrstu hjólbörur, sem teknar voru í brúk(munnleg heimild: Steinunn Sveinsdóttir, sonardóttir Jóns og Guðnýjar)
Um Hlíð segir , í fasteignamati og lýsingar árið 1919 eftir Kötlugosið 1918(“Undur yfir dundu” eftir Lilju Oddsdóttur), m.a.
- Sandfannir eru allmiklar í öllum lautum í túninu, sem fokið hefir og runnið af því, sem hálendara er. Útlit er fyrir að meiri hluti þess verði sláandi undir eins í sumar.
- Af útengjum er askan mikið farin að renna, einkum þar sem brattlent er. Er þegar eigi annað sjáanlegt, en að mikið af engjum jarðarinnar verði sláandi í ár. Í gyljum er þá víða svo þykkar sandfannir, að eigi er útlit fyrir að gras komi upp úr þeim fyrst um sinn.
- Beitilandið er mjög skemt(svo), einkum gil og lautir, en mikið farið að fjúka af hálendi.
Móðir Guðnýjar Jónsdóttur var:
Ólöf Sveinsdóttir
Fædd í Heiðarseli 13. mars 1802, látin þar 22. febrúar 1865. Húsfreyja í Sandaseli og á Heiðarseli á Síðu, húsfreyja á Heiði, Kirkjubæjarsklausturssókn, V-Skaft. 1845. Hún var gift Jóni Jónssyni 1802-1863. Þau giftu sig 21.08 1823, bóndi í Sandaseli og Heiðarseli á Síðu, bóndi á Heiðarseli 1835. Þau eignuðust 11 börn: Sveinn 1824-1861, Jón 1826-1909, Ragnhildur 1828-1828, Steingrímur 1829-1923, Ragnhildur 1831-1831, Guðlaug 1832-1877, Ragnhildur 1835-1900, Jón 1837-1908, Steinunn 1839-1875, Guðný 1840, Ólöf 1845-1845.
Móðir Ólafar Sveinsdóttur var:
Ragnhildur Oddsdóttir
Fædd 1777. Látin á Mosunum 16. mars 1855, húsfreyja á Heiði Kirkjubæjarklausturssókn, Skaft. 1801. Hún var gift Sveini Steingrímssyni fæddur 1775, látin í Hrunasókn Árn. 31. desember 1843, bóndi á Heiði Kirkjubæjarklausturssókn 1801, bóndi í Heiðarseli. Þau eignuðust 11 börn: Halldóra 1799-1860, Ólöf 1802, Guðlaug 1804-1885, Steingrímur 1805, Agnes 1806-1894, Steinunn 1810-1842, Davíð 1814-1873, Guðrún 1815-1897, Guðný 1819, Oddur 1821-1859, Jón 1823-1883.
Min farmor og farfar
Guðlaug Björnsdóttir
Fædd 1750. Látin í Kirkjubæjarklausturssókn, V-Skaft. 24. maí 1803. Húsfreyja á Hrauni, Kirkjubæjarklausturssókn, V-Skaft. 1801. Espólín nefnir hana Guðnýju. Hún var þrígift, fyrsti maður hennar var Oddur Bjarnason og sá eini, sem hún átti börn með, fæddur 1741, látin í Eystra-Hrauni 14. október 1797, bóndi í Hörgsdal 1783 eða fyrir 1784, í Seglbúðum 1784-1793, í Eystra-Hrauni 1793 til dauðadags, með hjálpari og hreppsstjóri.Þau eignuðust 13 börn: Guðríður 1772-1860( sjá skrif hér fyrir neðan) Þórunn 1773, Anna 1776-1829, Ragnhildur 1777, Anna 1780-1862, Guðrún 1783-1858, Guðlaug 1786-1877, Björn 1788-1855, Þóra 1789-1885, Halldóra 1790-1843, Bjarni 1791, Steinunn 1793, Sigurður 1798-1867.
Annar maður Guðlaugar var Ásgrímur Guðnason 1777-1799, þau giftu sig 29.09 1798.
Þriðji maður hennar var Jón Arason 1765-1846, þau giftu sig 10.09 1801.
Guðlaug lést 53 ára, var þá yngsta barn hennar 7 ára. Síðasti maður hennar Jón Arason hélt heimilinu áfram saman með stjúpdóttur sinni Önnu þá 23 ára gamalli í 21 ár. Þá giftist hann Ingveldi Gísladóttur og átti með henni 8 börn.
Móðir Guðlaugar Björnsdóttur var:
Ragnhildur Salómonsdóttir
Fædd 1716. Látin í Kirkjubæjarklausturssókn, V-Skaft. 30. desember 1798. Húsfreyja í Hörgsdal. Síðast húskona í Eystra-Hrauni. Hennar maður var Björn Jónsson fæddur 1719 látinn 20. febrúar 1801, bóndi í Hörgsdal, var á Hrauni, Kirkjubæjarklausturssókn 1801. Þau eignuðust eina dóttur: Guðlaug 1750.
Móðir Ragnhildar Salómonsdóttur var:
Ingibjörg Pálsdóttir
Fædd 1685. Vinnukona í Seljalandi, Kleifahreppi, V-Skaft. 1703, síðar húsfreyja á sama stað. Hennar maður var Salómon Oddsson fæddur 1671, látinn 1735, vinnumaður á Höfðabrekku, Dyrhólahreppi, V-Skaft. 1703, bóndi á Seljalandi í Fljótshverfi, síðar i Mörk á Síðu, faðir hans gæti verið Oddur í Mörk, (Salómon tengist okkur einnig í föðurætt afa Sveins Jónssonar). Þau eignuðust níu börn: Hildur 1708, Þórunn 1709-eftir 1762, húsfreyja á Efri-Steinsmýri fyrir 1750 og enn 1762(eiginmaður Þórunnar, Þorsteinn Þorsteinsson er náskyldur Sveini Jónssyni í föðurætt), Páll um 1710-1758, Þorbjörg 1711, Ragnhildur 1716, Þorvarður um 1720-1758, bóndi á Hofi í Öræfum 1750-1758, drukknaði, Steinunn um 1720, Magnús um 1720-1784, Hjalti 1723.
Móðir Ingibjargar Pálsdóttur var:
Hildur Þorvarðardóttir
Fædd 1662. Húsfreyja í Seljalandi, Kleifahreppi, V-Skaft. 1703. Í ýmsum heimildum sögð barnlaus, væntanlega seinni kona Páls. Hún var gift Páli Jónssyni, fæddur 1637, búandi í Seljalandi 1703. Fyrir hjónaband sitt með Hildi átti Páll þrjú börn, en Hildur og Páll áttu samkvæmt heimildum eina dóttur: Ingibjörg 1685.
Móðir Hildar Þorvarðardóttur var:
Þorbjörg Jónsdóttir
Fædd 1620. Hennar maður var Þorvarður Gunnarsson, Espólín nefnir hann einnig Gunnsteinsson. Þau áttu eina dóttur: Hildur 1662.
Móðir Þorbjargar Jónsdóttur var:
Þórunn Sigvaldadóttir
Fædd um 1590. Húsfreyja á Brekkum í Mýrdal.Hennar maður var Jón Jónsson fæddur um 1590, bóndi á Brekkum í Mýrdal. Jón var fyrri maður Þórunnar og áttu þau fjögur börn: Halldór um 1615, bóndi á Flögu í Skaftártungu, hyllti konung á Kleifarþingi á Síðu 1649, Þorbjörg um 1620, Daði um 1620, bóndi á Brekkum í Mýrdal, Ingveldur um 1620.
Seinni maður Þórunnar var Jón Sigurðsson fæddur um 1590, þau áttu þrjá syni: Finnur um 1625, barnlaus, Sigurður um 1625, Hallur um 1625, barnlaus.
Móðir Þórunnar Sigvaldadóttur var:
Elín Jónsdóttir
Fædd um 1565. Látin 1609. Húsfreyja á Búlandi. Hennar maður var Sigvaldi Halldórsson fæddur um 1555, lögsagnari á Búlandi á Síðu. Á lífi 1607. Þau áttu fimm börn: Guðrún “eldri” um 1590, Eiríkur um 1590-1661, lögréttumaður á Búlandi getið 1623-1661, hyllti konung á Kleifarþingi 1649, Halldóra um 1590, Guðrún “yngri” um 1590, Þórunn um 1590.
Móðir Elínar Jónsdóttur var:
Guðrún Árnadóttir
Fædd um 1540. Húsfreyja á Svarfhóli í Laxárdal og Galtardalstungu á Fellsströnd. Hún var gift Jóni “sterka” Ólafssyni fæddur um 1530, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal og Galtardalstungu á Fellsströnd, hann lofaði að selja Árna Oddssyni hálfa jörðina Svarfhól 1578. Guðrún var seinni kona Jóns, fyrri kona hans var Þóra Þorsteinsdóttir, en á milli hjónabanda átti Jón þrjú börn: Ólöf um 1550, húsfreyja í Ljárskógum í Laxárdal, hún var barnlaus og laundóttir Jóns, Jón “páski” um 1560, “Frábært hraustmenni, jafn föður sínum” segir Espólín, launsonur Jóns, bóndi á Vesturlandi, Ingveldur um1560, húsfreyja í Bjarnarhöfða.
Guðrún og Jón áttu saman seks börn: Gísli um 1565-1647, bóndi á Staðarfelli á Fellsströnd,bjó einnig í Glatardalstungu, Elín um 1565-1609, húsfreyja á Búlandi, Daði um 1565, silfursmiður á Staðarfelli á Fellsströnd, lögréttumaður getið 1595-1603, Guðrún um 1570, húsfreyja á Eiðum á Eiðaþinghá, Ólafur “sterki” um 1570, bóndi á Svarfhóli í Laxárdal, nefndur “lilli-Láfi”, Ingibjörg um 1550-eftir 1639, húsfreyja á Görðum, Borg.
Jón “sterki” Ólafsson
var sonur séra Ólafs Guðmundssonar, sem hélt Hjarðarholt í Laxárdal
Úr Skarðsannál vi árið 1572 segir m.a:
“Laungetin dóttir Árna Gíslasonar, Guðrún, átti Jón Ólafsson, systurson Daða í Snóksdal. Þessarri sinni kenningardóttur gaf Árni, með samþykki sinnar kvinnu, 80 hundruð í föstu og lausu, helming hvort. Var þeirra brúðkaup haldið á Þingeyrum anno 1559; þeirra börn: Gísli, Daði, Ólafur, Elín, Guðrún og Ingibjörg”.
Móðir Guðrúnar Árnadóttur var:
Helga Tómasdóttir
Fædd um 1520. Helga er talin hafa átt Drumba-Svein í Málmey eftir hún og Árni slitu samvistum, en samkvæmt ÍÆ, er það þó alls óvíst. Helga átti eina dóttur með Árna Gíslasyni fæddur um 1520, látinn 1587, sýslumaður á Hlíðarenda í Fljótshlíð, varð klausturhaldari á Þingeyrarklaustri 1559, “Óbilgjarn og harðlyndur, fjáraflamaður mikill og ágengur”, segir í Menn og menntir. Helga og Árni eignuðust dótturina: Guðrún um 1540. Sjá málsgrein hér neðar um Árna Gíslason föður Guðrúnar.
Hér endar þessi ætt í beinan kvenlegg, en ég tek hér næst föður Guðrúnar Árnadóttur, en hann var:
Árni Gíslason
Fæddur 1520. Látinn 29. maí 1587. Sýslumaður á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Varð klausturhaldari á Þingeyrarklaustri 1559. ”Mannaðist vel á unga aldri bæði utanlands og innan og gerðist brátt einhver hinn mesti höfðingi á Íslandi á 16. öld. Í Eyrarannál segir að árið 1554 hafi 12 manna dómur gengið um mál Eggerts Hannessonar og Árna Gíslasonar hver eð vænist mörgum konungsbréfum aðskiljanlegum, sem þessir báðir Birnir(Björn Þorleifsson og Björn Guðnason)skyldu fengið hafa og varð þó aldrei forlíkt. Átt er hér trúlega við Alþingisdóm frá 30. júní 1554 í Ísl. fornbréfasafni, en þar er skýrsla Eggerts um þessi margflæktu mál. Hvaða mál nákvæmlega þetta eru hef ég ekki getað fundið enn(hj), en í Eyrarannál segir enn fremur að 1561(1560 segir í Sýslumannaævum) hafði verið gerðar sættir milli Árna og Eggerts og fyrir því stóð Páll Stígsson, biskuparnir báðir herra Gísli og Ólafur og Páll Vigfússon lögmaður. Skyldi Árni samkvæmt sátt þessari fá 60 hndr(40hndr mun vera réttara) af Eggert. Hann fór einatt utan og náði í einni slíkri för Ísafjarðarsýslu undan Eggert lögmanni Hannessyni. Hélt hann þá sýslu frá 1556-1558 og mun hafa búið að Hóli í Bolungarvík. Um þetta leyti fékk hann Húnavatnssýslu. Á þessum næstu árum mun hann hafa samið “Hinn reformeraða kirkjurétt” ásamt Ólafi biskupi Hjaltasyni. Í Stóradómi var hann talinn fyrstur dómsmanna 1564. Hann var lærður maður, skarpur og lögvitur,héraðsríkur og ófyrirleitinn, “enda skorti hvorki vit, harðfylgi eða auð”. Með Guðrúnu konu sinni fékk hann mikinn auð.
“Óbilgjarn og harðlyndur, fjáraflamaður mikill og ágengur”, segir í Menn og Menntir. Árið 1572 segir svo í Stebergsannál: ”Gekk dómur á Kirkjulæk um hreppstjórakjör, í hverjum dómi Árni Gíslason dæmdist skyldugur hreppstjóri í sveitinn að vera, því almúginn hann þar til kaus, en ef hann ei vildi, sekan fjórum mörkum við konung, en sveitinni eftir lagadómi”. Hann átti eina dóttur utan hjónabands: Guðrún um 1540, barnsmóður er ekki getið(ekki alveg rétt, því móðir Guðrúnar var Helga Tómasdóttir f.um 1520, sem getið er um hér rétt framar í skjali). Hann var giftur Guðrúnu Sæmundsdóttur,(í Skarðsannál segir að Guðrúnu hafi verið talinn til heimanmundar 22 hndr.hndr. í föstu og lausu og er þaða afarmikill auður, ef satt er) sem er nokkuð skyld Litlalandssystkynunum í ætt Sveins Jónssonar, afa, hún var fædd um 1520 og lést eftir 1596, húsfreyja á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Árni og Guðrún eignuðuast 11 börn: Gísli um 1545-1612, sýslumaður á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Halldóra 1547-1585, biskupsfrú á Hólum, Guðrún um 1550-1603, húsfreyja á Grund í Eyjafirði, Hákon um 1550-1608, sýslumaður í Klofa, bjó síðast á Reyni í Mýrdal, Hólmfríður um 1550-eftir 1634, prestfrú í Holti undir Eyjafjöllum, var kirkjuhaldari í Gunnarsholti 1634, Ingibjörg um 1550-1633, húsfreyja í Innra-Hólmi á Akranesi, Sólveig um 1550, húsfreyja á Reyðarvatni í Rangárþingi, Sæmundur um 1555-1632, Sigríður um 1555-eftir 1611, húsfreyja á Grýtubakka, Páll um 1555, “hjárænumaður, visinn og vanvita” segir Espólín, Anna um 1570, húsfreyja í Deildartungu og Varmalæk í Borgarfirði.
Í Skarðsannál segir m.a. við árið 1572:
“Giptist herra Guðbrandur biskup Halldóru dóttur Árna bónda Gíslasonar að Hlíðarenda. Þar var þá mikið hóf haldið. Árni var í þann tíma einhver mestur höfðingi á Íslandi. Hann gaf gjafir öllum norðanmönnum, er með herra Guðbrandi í hans brúðkaup riðu. Árni bóndi og Guðrún Sæmundsdóttir áttu fjölda barna, og er frá þeim komið margt göfugt og virðulegra manna. Þrír voru synir þeirra, er giptumála og barna auðið varð. Hákon átti Þorbjörgu Vigfúsdóttur, Þorsteinssonar, Finnbogasonar lögmanns Jónssonar, þeirra son Gísli lögmaður, Einar og Bjarni. Sæmundur var og sonur Árna átti Elínu dóttur Magnúsar bónda Jónssonar af Vestfjörðum; þau áttu mörg börn. Gísli var 3. sonur Árna bónda . Hann átti dóttur Guðmundar Helgasonar vestra frá Eyri. Sjö voru dætur Árna bónda og Guðrúnar: Halldóra, Ingibjörg, Guðrún, Anna, Hólmfríður, Sólveig og Sigríður, og voru það flestir höfðingsmenn, er þær áttu, sérdeilis herra Guðbrandur, Gísli lögmaður Þórðarson, er átti Ingibjörgu, og Jón bóndi Björnsson er Guðrún átti.” Neðanmáls segir auk þessa(hj) : “Laungetin dóttir Árna Gíslasonar, Guðrún, átti Jón Ólafsson, systurson Daða í Snóksdal. Þessarri sinni kenningardóttur gaf Árni, með samþykki sinnar kvinnu, 80 hundruð í föstu og lausu, helming hvort. Var þeirra brúðkaup haldið á Þingeyrum anno 1559; þeirra börn: Gísli, Daði, Ólafur, Elín, Guðrún og Ingibjörg”.
Skarðsannáll við árið 1581 bls.166 segir svo:
“Svo bar við að óvildar rígur féll á milli þeirra Árna bónda Gíslasonar að Hlíðarenda og bóndans Magnúsar að Ögri, og þeir sinntu í orðakasti á alþingi, að Magnús sagði við Árna, að ekki þyrftu þeir þannig að láta, milli þeirra og þeirra niðja mundu mestar tengdir verða á Íslandi. Þetta hefur í margan máta fram komið. Sonur Árna, Sæmundur átti Elínu, dóttur Magnúsar. Sonarsynir Árna, Einar og Bjarni Hákonarsynir, áttu dætur Magnúsar. Dóttursonur Árna Hinrik átti Guðrúnu Magnúsdóttur. Ari og Jón eldri, synir Magnúsar, áttu dætradætur Árna. Þorleifur átti sonardóttur Árna. Björn átti bróðurdótturdóttur Árna í síðara sinni og hverninn þær ættir eru margfaldelga samantengdar, kemst ekki í lítið mál.
Faðir Árna Gíslasonar var:
Gísli Hákonarson
Fæddur um 1490. Látinn eftir 1560. Lögréttumaður og bóndi á Hafgrímsstöðum í Tungusveit í Skagafirði, getið 1521-1540. Hét réttu nafni Þorgils, en um þetta leyti var algengt að stytta það nafn. Önnur ættfærsla er um Gísla í Fitjaannáll. Gísli átti eina laundóttur: Herdís um 1510, húsfreyja á Æsustöðum, móður er ekki geti. Hann var giftur Ingibjörgu Grímsdóttur um 1500 og áttu þau fimm börn: Hákon um 1520-1555, prestur á Hólum í Hjaltadal frá því fyrir 1546 1552, Melstað í Miðfirði frá 1552-1554, og á Þingeyrarklaustri frá 1554 til dauðadags, dó barnlaus, ráðsmaður Þingeryrarklausturs, “Snilldarmaður” segir Sýslumannsævir, Árni um 1520-1587, sýslumaður á Hlíðarenda í Fljótshlíð, varð klausturhaldari á Þingeyrarklaustri 1559, “óbilgjarn og harðlyndur, fjáraflamaður mikill og ágengur”, segir í Menn og Menntir, Björn 1521-um 1600, prestur á Hólum í Hjaltadal 1544-1546, prestur í Miklabæ í Blönduhlíð og loks í Saurbæ í Eyjafirði 1582-1590, prófastur í Saurbæ frá 1582 og til dauðadags, “Lengi officialis og mesti merkisprestur”, segir í Blöndu, yfirmaður og umboðsmaður Hóladómkirkju, Gunnar 1528-1605, klausturhaldari og bóndi á Víðivöllum í Blönduhlið, lengi ráðsmaður á Hólum, lögréttumaður, Helga um 1530-1597, húsfreyja á Vindheimum, Reynistað og Þingeyrum, Espólín segir hana laundóttir Gísla, barnlaus.
Faðir Gísla Hákonarsonar var:
Hákon Hallsson
Fæddur um 1440. Látinn eftir 1512. Bóndi, fyrst á Höskuldsstöðum í Reykjadal, síðan í Eyjafirði og loks í Skagafirði. Lögréttumaður getið 1495 og 1507. Hann var tvígiftur. Fyrri kona hans var Þorbjörg Þorkelsdóttir um 1440, þau áttu engin börn. Seinni kona hans var Ingunn Halldórsdóttir um 1440, húsfreyja á Vindheimum, Espólín nefnir hana einnig Ingvildi. Þau eignuðust einn son: Gísli um 1490- eftir 1560, lögréttumaður og bóndi á Hafgrímsstöðum. Auk þess átti Hákon einn son:Björn um 1480, móðir ótengd í Íslendingabók.
Faðir Hákonar Hallssonar var:
Hallur Finnbogason
Fæddur um 1400. Bóndi á Vindheimum á Þelamörk, Eyjafirði. Á sumum stöðum er hann ranglega talinn bróðir Finnboga ”gamla”, sagður óskilgetinn ÍÆ.
Hann átti einn son: Hákon um 1440, móðir er ótengd í Íslendingabók.
Faðir Halls Finnbogasonar var:
Finnbogi “gamli” Jónsson
Fæddur um 1360. Látinn 1441. Bóndi í Ási í Kelduhverfi. Longætt segir vafa leika á faðerni Finnboga. Espólin telur Odd meðal barna hans, en sá Oddur er Arnfinnsson, Jónssonar, Finnbogasonar. Kona Finnboga var Margrét Höskuldsdóttir um 1365, húsfreyja á Ási í Kelduhverfi, í ‘IÆ segir að Margrét sé ekki dóttir Höskuldar Hákonarsonar heldur Höskuldar Runólfssonar. Finnbogi og Margrét áttu tvö börn: Hallur um 1400, Þórunn um 1410, fylgikona Jóns Pálssonar prests.
Í Skarðsannál segir svo á bls.54 í 1. hefti:”Árið 1430 Úrskurðar Ari prestur Þorbjarnarson oficialis á milli þeirra Jóns biskups og Finnboga Jónssonar í Ási í Kelduhverfi um biskupsreið og kostnað gistingar þar í Ási. Dómur þessi var uppkveðinn á Hólum 30. ágúst 130. Jón þessi biskup var Gerreksson sænskur að ætt, settur sem biskup að Skálholti, hann hafði 30 írska sveina, mjög ómilda, svo sjálfur biskup réð litlu eða engu við þá og gerðu þeir mörgum óskunda".
Faðir Finnboga "gamli" Jónssonar var:
Jón “langur” Sveinsson
Fæddur um 1330. Látinn í Grundarbardaga 1361. Ríkishöfðingi á Stóruvöllum á Landi, svo á Myrká í Hörgárdal. Margt hefur verið ritað um ætt Jóns “langa” og hafa sumir talið hann Björnsson, en það sem hér er skráði virðist sennilegra. Jón var giftur Þorgerði um 1330 og áttu þau einn son: Finnboga “gamla”. Þar að auki átti Jón “langur” tvo syni, móður er ekki getið: Sveinn um 1360, Jón um 1360, “sumar ættartölur sleppa honum” segir í Sýsl.
Faðir Jóns "langur" Sveinssonar var:
Sveinn “langur” Jónsson
Fæddur um 1280. Hann átti einn son: Jón “langur” um 1330.
Faðir Sveinn "langur" Jónssonar var:
Jón “korpur” Hrafnsson
Fæddur um 1255. Bjó í Glaumbæ í Skagafirði. Kona hans var Ingigerður Kolbeinsdóttir um 1255, Sýsl. Geta þess til að kona Jóns hafi verið dóttir Kolbeins Auðkýlings, en byggir það á túlkun á bréfi frá 1373. Þau áttu engin börn, en Jón “korpur” átti aftur á móti tvö börn, þar sem móður er ekki getið: Hrafn um 1270-1342 bóndi í Glaumbæ, drukknaði í Þjórsá, Sveinn “langur” um 1280.
Jón “korpur” , korpur þýðir hrafn og er ætlað að Jón hafi haft hrafn í innsigli sínu.
Faðir Jón "korpur" Hrafnssonar var:
Hrafn Oddsson
Fæddur um 1225. Látinn í Noregi 22. nóvember 1289. Goðorðsmaður, síðar hirðstjóri og riddari. Bjó á Eyri í Arnarfirði. Bjó einnig á Sauðafelli, í Stafholti og í Glaumbæ í Skagafirði. Kona Hrafns var Þuríður Sturludóttir um 1228-1288, dóttir Sturla Sighvatssonar 1199, húsfreyja í Stafholti. Hrafn og Þuríður eignuðust fimm börn: Hallkatla um 1250, Jón “korpur” um 1255, Valgerður um 1255, Þorgerður um 1255, Sturla um 1255-eftir 1288, riddari.
Þuríður kona Hrafns átti aftur í ættum ættingja sem Gretti “sterka” Ásmundsson. Móðir Þuríðar var Sólveig Sæmundsdóttir, Jónssonar höfðingja í Odda, Loftssonar höfðingja í Odda, Sæmundssonar prestur í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum. Móðir Lofst Sæmundssonar var Guðrún Kolbeinsdóttir, Flosasonar lögsögumanns, Flosa Vallar-Brandssonar. Flosi Vallar-Brandsson og Grettir voru þrímenningar og áttu sameiginlega ættfeður Ófeig “gretti” Einarsson(860) og Ásnýju Vestarsdóttur(890). Vísa sú, sem hér fer á eftir hefur verið húsgangur nyðra.
Grettir át í málið eitt
Nautsmagál og kletti feitt,
Flotfjórðung og fiska tólf,
Fjóra limi og endikólf
.
“Árið 1261 tók konungur Borgarfjarðarhérað af Sturlu og veitti Hrafni Oddssyni, en Sturla hafði átt í útistöðum við hrafn um þetta hérað , því Hrafn ætlaði sér það sama. Með þessu var Sturla sviptur völdum án þess að nokkrar bætur kæmu fyrir. Varð af þessu ófriður á milli Sturlu og Hrafns. Að lögum var Hrafn í fullum rétti enda hafði hann héraðið í léni hjá konungi. Sturla reyndi að ná Hrafni á sitt vald 1263 og hefur ef til vill ætlað að drepa hann en aðförin fór út um þufur. Hrafn gerði um málið og dæmdi Sturlu til að fara á konungsfund. Brot Sturlu var býsna alvarlegt , hefur líkast til jafngilt landráðum eða því sem næst(Sturlunga: Atli Harðarson.).
“
Geldingarholtsbardagi: Bardaginn varð 14. janúar 1255. Voru það Hrafn Oddssonog Eyjólfur Þorsteinsson sem komu ríðandi úr Eyjafirði með þeim ásetningi að drepa Odd Þórarinsson, sem hafði hernumið staðinn í þessum sama bardaga kemur kirkjan að Seylu við sögu , því þeim Hrafni og Eyjólfi tókst að drepa Odd Þorarinsson eins og þeir ætluðu sér.
“Var Sturla metnaðargjarn og hafði pólitíska sérhagsmuni að leiðarljósi en náði aldrei því marki að hafa óskoruð völd á stóru svæði og verða héraðshöfðingi í þeim skilningi. Hrafn Oddsson var honum einkum til trafala og átök þeirr 1262-1263, eftir að Hrafn var orðinn annar helsti forkólfur konungsmanna, munu hafa verið meginástæða þess að Strula var hrakinn úr landi.(Heimild: Helgi Þorláksson:Sturla Þórðarson, minni og vald)íslenska söguþingið 30.maí-1.juni 2002).
Faðir Hrafns Oddssonar var:
Oddur Álason
Fæddur um 1180. Látinn 1234. Bóndi á Söndum. Var veginn. Hann var giftur Steinunni Hrafnsdóttur fædd um 1190, ún var dóttir Hrafns Sveinbjarnarsonar um 1160, goðorðsmanns og læknis og frú Hallkötlu Einarsdóttur. Steinunn og Oddur eignuðust seks börn: Herdís um 1220, Ólafur um 1220, getið 1264, Guðlaugur um 1233, Hrafn um 1225, Halla um 1225, Oddur um 1233.
Faðir Odds Álasonar var:
Áli “auðgi” Oddsson
Fæddur um 1140. Bjó á Eyri. Kona hans var Vigdís Guðlaugsdóttir um 1140. Þau eignuðust einn son: Oddur um 1180.
Faðir Ála "auðgi" Oddssonar var:
Oddur Þorvarðarson
Fæddur um 1105. Hann átti einn son, móðir ekki tengd í Íslendingabók: Áli “auðgi” um 1140.
Faðir Odds Þorvarðarsonar var:
Þorvarður Ólafsson
Fæddur um 1070. Hann átti einn son, móður ekki getið: Oddur um 1105.
Faðir Þorvarðar Ólafssonar var:
Óafur Helgason
Fæddur um 1035. Hann átti einn son: Þorvarður um 1070.
Faðir Ólafs Helgasonar var:
Helgi Eyjólfsson
Fæddur um 1000. Hann átti tvö börn, móður ekki getið: Ólafur um 1035, Guðleif um 1035.
Faðir Helga Eyjólfssonar var:
Eyjólfur Þorkelsson
Fæddur um 950. Hann átti tvo syni, móður ekki getið: Gísli um 1000, Helgi um 1000.
Faðir Eyjólfs Þorkelssonar var:
Þorkell “alvirðukappi” Þórðarson
Fæddur um 905. Nefndur “hinn auðgi”. Hann átti þrjá syni, móður ekki getið: Þórður “örvönd” um 935, Þorkell “skúma” um 950, Eyjólfur um 950.
“Eitthvert haust eða vor átti Þorkell hinn auðgi Þórðarson Víkingssonar för suður til Þórsnesþings og fylgdu honum Súrssynir. Þorkell lauk málum sínum á þinginu. En eftir þingið bauð Þorsteinn heim Þorkeli “auðga” og Súrssonum og gaf þeim góðar gjafir að skilnaði en þeir buðu heim Þorsteinssonum vestur þangað annað vor til þings. Og nú fara þeir heim”(Gíslasaga Súrssonar)
Faðir Þorkels "alviðrukappi" Þórðarsonar var:
Þórður Víkingsson
Fæddur um 860. Sagður sonur Haraldar hárfagra. Landnámsmaður í Alviðru í Dýrafirði. Kona hans var Þjóðhildur Úlfsdóttir um 870, ranglega talin dóttir Eyvindar “austmanns” var dóttir Úlfs “skjálga” Högnasonar um 845, landnámsmanns á Reykjanesi bjó sennilega á Reykhólum og Bjargar dóttur Eyvindar “austmanns”. Þau áttu einn son Þorkell “alviðrukappi” um 905. Þar að auki átti Þórður annan son, móður ekki getið: Þorvaldur “hvíti” um 920.
“Þórður hét maður Víkingsson eða son Haralds “hárfagra” , hann fór til Íslands og nam land milli Þúfu á Hjallanesi og Jarðfallsgils; hann bjó í Alviðru.”
Ætt Haraldar “hárfagra” rekin aftur til
Haraldur “hárfagri
”, móðir hans var Ragnhildur, dóttir Sigurðar hjarta, sonur Áslaugar, dóttur Sigurðar “ormur-í-auga”, sonur Ragnars “loðbrók”, sonur Sigurðar “hringur”, sonur Randvers, sonur Auðar “hin djúpúðga”, dóttir Ívars “víðfami”, sonur Hálfdans“snjalla”, sonur Haraldar “gamla”, sonur Valdarr “hinn mildi”, sonur Hróarr, sonur Hálfdans, sonur Fróða “hinn frækni”, sonur Friðleifr, sonur Fróða “hins friðsama”, sonur Ólafar, dóttir Vémundar “hins vitra”, sonur Fróða, sonur Hávarr “hinn handrammi”, sonur Herleifrs, sonur Friðfróða, sonur Friðleifr, sonur Skjaldar, sonur Vodin, er vér köllum Óðin, hann var Tyrkjakonungur, sonur Frjáláfr, er vér köllum Borr, sonur Burri, er vér köllum Finn, sonur Goðólfr, sonur Beaf, er vér köllum Bjár, sonur Skjaldin, er vér köllum Skjöld, sonur Heremoth, er vér köllum Hermóð, sonur Trinaan, sonur Atra, sonur Beduigg, sonur Seseph, sonur Maagi, er vér köllum Magna, sonur Móða, sonur Vinginger, sonur Vingiþórr, sonur Eredei, er vér köllum Eindriða, sonur Loricha, er vér köllum Hlóriða, sonur Tror, er vér köllum Þór, sonur Munnon eða Mennon, konungur í Tróju, hans kona var Troaanam, dóttir Priams konungs, Munnon var sonur Priamus höfuðkonungs, sonur Lamidons, sonur Ilus, sonur Troeg, sonur Erichonius, sonur Dariusar, sonur Jupiter, sonur Saturnus í Krít, sonur Cretusar eða Celiusar, sonur Ciprusar, sonur Zechim, sonur Japhan, sonur Japhet, sonur Nóa, er örkina smíðaði, sonur Laamech, sonur Mathusalems hins gamla, sonur Enochs, sonur Pharetts, sonur Malaleel, sonur Kaynaan, sonur Enos, sonur Seth, sonur Adams, sem Guð skapaði fyrstan allra manna.
Þjóðhildur Úlfsdóttir eiginkona Þórðar Víkingssonar var dóttir Bjargar Eyvindardóttur og Úlfs "skjálgi" Högnasonar.
Björg Eyvindardóttir
Fædd um 850. Hún var gift Úlfi “skjálgi” Högnasyni um 845, landnámsmaður á Reykjanesi, bjó líklega á Reykhólum. Björg og Úlfur áttu fjögur börn: Atli “rauði” um 870, Valgerður um 870, líka nefnd Salgerður, Jörundur um 870, Þjóðhildur um 870.
Ættir Úlfs”skjálgi” Högnasonar eiginmaður Bjargar var sonur:
Högna “hvíta” Ótryggssonar
fæddur um 820, sonur Ótryggs Óblauðssonar fæddur um 800, sonur Óblauðs Hjörleifssonar fæddur um 760, sonur Hjörleifs “kvensama” Hjörssonar fæddur um 740 og Æsu “hin ljósa” Eysteinsdóttur fædd um 740. Hjörleifur “kvensami” Hjörsson var sonur Hjörs Jössurarsonar fæddur um 660, sonur Jössurar Ingjaldssonar fæddur um 600, sonur Ingjalds Ögvaldssonar fæddur um 550, sonur Ögvalds Rögnvaldssonar fæddur um 530, sonur Rögnvalds Rögnvaldssonar fæddur um 490, sonur Rögnvalds Gardssonar fæddur um 445, sonur Gardur Norsson fæddur um 400.
Foreldrar Æsu “hin-ljósa” Eysteinsdóttur
voru Eysteinn Hálfdánarson fæddur um 720 og Hildur Eiríksdóttir fædd um 725, dóttir Eireks Álfssonar fæddur um 700, sonur Álfs Agnarssonar fæddur um 670. Foreldrar Eysteins Hálfdánarsonar voru Hálfdán “hvítbeinn” Ólafsson fæddur um 710-um 750 og Ása Eysteinsdóttir fædd um 680, dóttir Eysteins Guðröðursonar fæddur um 650. Hálfdán “hvítbeinn” Ólafsson var sonur Ólafs “trételgja” Ingjaldssonar fæddur um 680, sonur Ingjalds “illráða”Önundarsonar fæddur um 650 og Grauthildur Algrautsdóttir fædd um 610, dóttir Algrauts Gautrekssonar fæddur um 570 og móðir Hálfdáns“hvítbeinn” var Sölva af Solisles Hálfdánardóttir fædd um 650, dóttir Hálfdáns fæddur um 620. Ingjaldur “illráði” Önundarson var sonur Önundar “brautönundar”Ingvarssonar fæddur um 620, sonur Ingvars “hái” Eysteinssonar fæddur um 590, sonur Eysteins Aðilssonar fæddur um 560, sonur Aðils “ríka” Óttarssonar fæddur um 530 og Yrsu Helgadóttur fædd um 500, dóttir Helga Hálfdánarsonar fæddur um 470. Aðils “ríki” Óttarson var sonur Óttars “vendilkráku” Angantýssonar fæddur um 470, sonur Angantýs “skilfingur” Egilssonar fæddur um 450, sonur Egils “tunnudóldur”Aunssonar fæddur um430, sonur Auns “hinngamli” Jörundssonar fæddur um 400, sonur Jörundar Yngvasonar fæddur um 380, sonur Ingva Alrekssonar fæddur um 350, sonur Alreks Agnessonar fæddur um 330, sonur Agne Dagssonar fæddur um 300 og Skjaalv Frostedatter fædd um 300, dóttir Froste. Agne Dagsson var sonur Dags Dyggveson fæddur um 270, sonur Dyggve Domarsson fæddur um 240, sonur Domars Domaldesson fæddur um 210 og Drótt Dnapsdottir fædd um 210, dóttir Dnap Rigsson fæddur um 180, sonur Rigs. Domar Domaldesson var sonur Domalde Visbursson fæddur um 180, sonur Visbur Vanlandisson fæddur um 150 og NN Audesdottir, dóttir Aude hins ríka. Visbur Vanlandisson var sonurVanlande Sveigdesson fæddur um 120 og Drífu Snæsdóttur fædd um 120, dóttir Snæs “hins gamla”.Vanlande Sveigdesson var sonur Sveigde Fjölnisson fæddur um 100 og Vönu. Sveigde Fjölnisson var sonur Fjölnis Freyssonar fæddur um 80 og Gerðar Grípsdóttur fædd um 80,. Fjölnir Freysson var sonur Yngva FreysNjarðarsonar fæddur um 60 og Gerðar Gymesdóttur, dóttur Gyme.Yngvi Freyr Njarðarson var sonur Njarðar “auðga” Yngvasonar fæddur um 40 og Skade. Njörður “auðgi” Yngvason var sonur Yngva Hálfdánarsonar fæddur um 20.
Faðir Bjargar Eyvindardóttur var:
Fæddur um 810. Hann eignaðist þrjú börn með konu, sem ekki er tengd í Íslendingabók: Snæbjörn um 840, Landnámsmaður í Vatnsfirði, Þuríður um 850, Björg um 850. Eiginkona Eyvindar var Rafarta Kjarvalsdóttir um 810, dóttir Kjarvals Írakonungs og því systir Fjölgerðar og Kormlaðar. Eyvindur og Rafarta áttu einn son: Helgi “magri” um 835, landnámsmaður á Kristnesi í Eyjafirði. “Frá þeim Helga ok Þórunni er komið Eyjafjarðarkyn”, segir í Laxdælu.(Kona Helga “magra” var Þórunn “hyrna” Ketilsdóttir dóttir Ketils “flatnefur” Bjarnasonar “bunu” Grímssonar (um 770), hersis í Noregi.
Seneste kommentarer
Sigurður Nikulásson
Fæddur í Kirkjuvogssókn V-Skaft. 1793 (fæddur í Garðhúsumí Höfnum segir í Blanda, Sögufélag ritað af dr. Jóni Þorkelssyni) - Ath. Kirkjuvogssókn er í Höfnum, ekki í V-Skaft.
Frábærar síður þetta er æðislegt. Takk fyrir.
Frábær síða en ég þekki mikið til í Rangárvalla og Árnessýslu og hafði mikið gaman af að fara yfir þetta.
Það er strax í upphafs grein um mömmu þar er sagt að hún sé á Þikkvabæjarklaustri II og það er víðar