Ég hef hvað eftir annað endað inni á heimasíðu, sem heitir “Asernes æt”, þegar ég hef verið að leita upplýsinga um Óðinn og hans gengi. Ég hef nýtt mér glefsur úr þessari síðu, en nú um áramót gaf ég mér tíma til að lesa þessi skrif Flemming Rickfors orð fyrir orð og þótti mér æði áhugavert, hvernig hann hefur farið í þetta efni og önnur frá þessum tímum.

 

Það sem mér finnst ekki síður spennandi er að hann byrjar þessar rannsóknir sínar á sömu forsendu og ég fer að garfast í ættarsögunni okkar. Hann giftist til Brasilíu og þegar hann eignast börn vill hann geta kynnt þeim dönsku söguna og uppruna þeirra. Hann fer hins vegar miklu nákvæmara í þetta efni og allt að því vísindalega, sem sést m.a. á því hversu mikið af ritum hann hefur verið með nefið niður í, eins og t.d. Riga Veda(Ráð og Vitneskja) frá 1700-1000 fyrir Krist. Vangaveltur hans markast náttúrlega af hans eigin persónu og skoðunum, en út frá þeim upplýsingum, sem hann kemur með getur maður auðveldlega myndað sér sína eigin skoðun.

 

Hann byrjar kaflann um Óðinn með þeim skoðunum, sem ríkjandi eru í dag að Óðinn og Ásarnir hafi verið sögupersónur (ekki raunverulegar) frá sagnaheiminum(goðasögunni), en hann hefur aðrar skýringar á þessarri ætt og færir fyrir sínum skoðunum ýmis rök byggð á stúderingum á ýmsum ritum. Han vill hins vegar meina það sama og undirrituð(án þó svo nákvæmra rannsókna eins og þessi maður hefur gert) að þetta byggist allt á raunverulegum persónum.

 

Höfundur “Asernes æt” hefur þá skoðun, að þær heimildir, sem við almennt höfum aðgang að séu undir sterkum áhrifum frá katþólska kristindómnum á Norðurlöndum í kringum 1200 og mikið fyrr á Englandi og hafi markvisst reynt að útrýma og gera lítið úr gömlum heiðnum siðum og að úrtilbiðjunin af gömlum guðum ætti að fjarlægja úr sögunni. Þess vegna sé það almenn skoðun, einnig meðal fagmanna, að Óðinn og Ásarnir séu fiktivar guðamyndir frá löngu horfnum sagnaheimi. Höfundur telur ekkert fjarri sannleikanum.

Hann hefur því í sínum mjög löngu greinum að leiðarljósi málsháttinn: “Du triller ej æblet saa langt (bort), at det ej smager af roden). Það er sú niðurstaða, sem ég hef einnig komist að í gegnum þann lestur og upplýsingar, sem ég hef aflað mér í sambandi við mína ættarsögu, þó ekki geti ég líkt því við vinnubrögð höfundar heimasíðu þeirrar er ég vitna í hér.

 

 

Hann byrjar á útskýringum á nafninu Óðinn með því að fara í orðið Guð. Hann segir  m.a. að nafnið Óðinn, sem hefur um 169 nöfn á ýmsum tungumálum, sé notað yfir persónur, sem ættbálkar litu upp til, hinn stjórnandi maður og byrjar með því að útskýra orðið Goð/God, sem kemur frá indóevrópska orðinu “ghut-“ “ sá sem er ákallaður” eða “ghu-to” “hellt út”. “Herran” er sólin í Gamla testamentinu og að emytologiska orðabókin útskýrir orðið “Guð”  hjá Dönum, Englurum og Söksum þýddi það “Andinn í “gravhöjen””, að orðið sé hlutlaust og hafi verið notað yfir bæði menn og konur. “Guð” var fyrir okkur minning fortíðarinnar, virðing og heiður gagnvart forfeðrum okkar m/k og ættingjum.

 

Þetta finnst mér svolítið skemmtilegt sjónarmið, því eins og hann segir á öðrum stað eru það þeir, sem líta á fortíðina sem einskis virði og sýna henni algjört áhugaleysi, byggt á því, að lífið sé ekki hringur, þú ferð ekki í hring, heldur hafi lífið upphaf og endi. Höfundur “Asernes æt” vill hins vegar meina að með því að kynnast fortíðinni, virða hana og heiðra og læra af henni skapist einskonar hringrás.

 

Með góðfúslegu leyfi höfundar af síðunni “Asernes æt”, sem ég hef átt bréfasamskipti við birti ég hér nokkrar glefsur úr kaflanaum um Odin:

 

“At Odin blev ophøjet til en gud, og således trådte ind i den allerede eksisterende gudeverden, blev bevist ved en epokegørende doktorafhandling i 1876 af Karl Nikolai Henry Pedersen (1849-1896). K.N.H. Pedersen, der var ærkeolog, viser i sin afhandling iflg. Georges Dumézil i bogen ”Gods of the Ancient Northmen” (side 31) helt overbevisende at Odin er en ny gud i nordisk filosofi.
 


Dette er dog langt fra hela forklaringen om Odin. Odin, Óðinn, Vodin, Woden, Wodan, Woðan, Wotan, Wuotan, Zalmoxis (græsk), Godan (Longobarderne og Vandalerne) og Yodhin, Yodha (sanskrit). De fleste er klar over de forskellige stavemåder for Odin som vi dagligt ser gennem  onsdag (odensdagpåolddansk) og Wednesday.
 
Da vi kan følge begrebet Odin tilbage til sanskrit, dvs. medens vi var bosatte i Asien, kan Odin ikke have været et fornavn på en bestemt konge eller høvding. Samtidigt er det også klart at begrebet "Odin", som en sen-nordisk abstrakt gud, skåret i træ og af nogle ætter opfattet som Den Hedenske Høje, er slut-resultatet af en omfattende evolution af begrebet.”(“Asernes æt” af Flemming Rickfors)

 

Odin har derfor på et tidspunkt opnået betydningen "den øverste", "lederen", "den første", "den vise", og har været et tilnavn givet til, eller en betegnelse for, alle høvdinger og konger af Ver Asir/Danir-folket, lig de græske titler "Tyrannos" (herre, leder, overhoved, jvf. også etruskisk "Turan" (førstedame)), "Diktator" (overtaget af romerne som "dictator"), de romerske titler "Rex Romanorum" og "Caesar" (indføres år 68-69 e.Kr.), Det Østlige Romerriges brug af "kaisar" (Kejser, ?a ? sa?), de persiske titler "Shaonano Shao" (kongernes konge) og "Mithradates" (Givet af (den persiske solgud) Mithras), og Kushan kongetitlen "Soter Megas" (Store Frelser). Det er således jeg mener vi bør opfatte begrebet "Odin" op til Troskiftet år 600-630 e.Kr. Dette kan også forklare, hvorfor der var tabu mod brugen af Odin som navn, hvilket tabu er forsvundet i 1100 tallet e.Kr. (Flemming Rickfors).

Hér er aðeins lítið eitt tekið út úr vangaveltum þessa manns, lesenda  til skemmtunar og umhugsunar, en þeir sem hafa áhuga og vilja kynna sér nánar skrif þessa leikmanns bendi ég á síðuna hans http://www.verasir.dk/.

Ástæðan fyrir að ég yfirhöfuð vek athygli á þessu er að ég hef sjálf setið tíma eftir tíma og dag eftir dag og reynt að finna út úr því, hvernig þessu er háttað með blessaðan karlinn/goðinn Óðinn. Eins og fram kemur hér hefur því á síðustu tímum verið haldið fram að hér sé um sögupersónu að ræða, tilbúning, en í ættartölum er Óðinn talinn raunveruleg persóna. Hvernig svo sem þessu öllu líður og þó ég komist kannski aldrei að sannleikanum, þá finnst mér spennandi að velta þessu fyrir mér.