Fylgiskjöl með ættartölum
Hér á næstu síðum rek ég ættir maka þeirra, sem eru í aðalættartölunni. Þessi rakning á ættum er í öðru formi eða í belg og bíðu, ef svo má að orði komast. Verða settar inn hér líka aðrar upplýsingar, sem ég tel áhugaverðar.
Síða þessi er enn í vinnslu.
Fylgiskjöl með ættartölu Helgu Magnúsdóttur.
Fyligskjal nr. 1 – Ættir Péturs Magnússonar 1801, eiginmanns Oddnýjar Eyjófsdóttur. Sjá lið nr. 9 í ættartölu Helgu Magnúsdóttur.
Pétur Magnússon 1801
var sonur
Magnúsar Jónssonar
fæddur í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, Rangárvallarsýslu 1763, látinn á Kirkjulandi, Austur-Landeyjarhreppi, Rangárvallarsýslu 26. júní 1839, hann var bóndi á Lágafelli, Krossókn, Rangárvallarsýslu 1801, síðar bóndi á Búðarhóli og Búðarhóls-Norðurhjáleigu, Austur-Landeyjarhreppi, Rangárvallarsýslu og móðir Péturs Magnússonar var
Elín Þorsteinsdóttir
fædd 1774, látin í Krossókn, Rangárvallarssýlsu 1801, húsfreyja á Lágafelli, Krosssókn, síðar húsfreyja á Búðarhóli og Búðarhóls-Norðurhjáleigu, dóttir
Þorsteins Guðmundssonar
fæddur 1724, látinn á Lágafelli 28. október 1803, bóndi í Oddakoti í Austur-Landeyjum, í Syðri-Úlfsstaðahjáleigu, á Bryggjum, Ljótarstöðum og síðast á Lágafelli, Krosssókn, Rangárvallarsýslu árið 1801. Hann var tvíkvæntur skv.(hér vantar í heimildina skv. hverju) 1801 og seinni kona hans hét
Guðný Jónsdóttir
og var hún móðir Elínar Þorsteinsdóttur , Guðný var fædd 1737, látin á Lágafelli 28, október 1804, húsfreyja á Bryggjum, Ljótarstöðum og Lágafelli. Hún var á Lágafelli 1801. Ættir Guðnýjar eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók.
Magnús Jónsson var
sonur
Jóns Magnússonar
fæddur um 1730, bóndi í Vatnsdalshjáleigu í Fljótshlíð, var sonur
Magnúsar Péturssonar
fæddur 1693, var í Miðey, Austur-Landeyjarhreppi, Rangárvallarsýslu 1703 og bóndi í Miðey 1729, móður Jóns er ekki getið, en móðir Manúsar Jónssonar var
Signý Brandsdóttir
fædd um 1734, látin 1. maí 1811, húsfreyja í Vatnsdalskoti og húsfreyja í Forsæti , Skúmsstaðasókn, Rangárvallarsýslu 1801, Jón var fyrri maður Signýjar, en með seinni manni sínum Ólafi Einarssyni 1752 átti hún tvo syni er báðir hétu Jón. Signý var dóttir
Brands Halldórssonar
fæddur 1694 og látinn fyrir 1753, hann var bóndi í Vatnsdalskoti í Fljótshlíð, hann var bóndi þar 1729, hann var í Stóra-Kollalbæ, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallarsýslu árið 1703 og móðir Signýjar Brandsdóttur var
Guðleif Bergþórsdóttir
fædd 1694, látin í Breiðabólsstaðarsókn í Fljótshlíð 7. mars 1763. Hún var í Vatnsdal í Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallarsýslu 1703 og húsfreyja í Vatnsdalskoti 1729.
Foreldrar Þorsteins Guðmundssonar
1724 voru
Guðmundur Diðriksson
fæddur 1685, vinnumaður í Odda í Rangárvallarhreppi 1703, bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíð, Rangárvallarsýslu 1729, sonur
Diðriks Ásgeirssonar
fæddur 1643-um 1706, bóndi í Oddahverfi á Rangárvöllum, bóndi í Odda í Rangárvallarhreppi 1703, hann var látinn 1709, því þá bjó ekkja hans á Bergvaði í Hvolhreppi, Rangárvallarsýslu og móðir Gumundar Diðrikssonar var
Margrét Gísladóttir
fædd 1651, húsfreyja í Odda 1703 og búandi á Bergvaði, Hvolhreppi 1709, ættir þeirra hjóna Diðriks og Margrétar Gíslad. eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Þorsteins Guðmundssonar var
Margrét Þorleifsdóttir
fædd 1682, var í Odda í Rangárvallarhreppi 1703 og húsfreyja á Kirkjulæk 1729, hún var dóttir
Þorleifs Þorgautssonar
fæddur 1659, bóndi í Oddhól, Rangárvöllum, bóndi í Odda í Rangárvallarhreppi 1703 og bóndi á Oddhól um 1711, sonur
Þorgauts Jónssonar
fæddur um 1630, ættir ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móður Margrétar er ekki getið.
Foreldrar Eiríks Guðnasonar
1570 voru
Guðni Eiríksson
fæddur um 1530 og látinn eftir 1582, bóndi í Klofa á Landi, sonur
Eiríks Torfasonar
fæddur um 1490- um 1545, bóndi og lögréttumaður í Klofa á Landi. Umboðsmaður konungs milli Hvítár og Hítarár, átti bók, sem síðar komst í hendur Árna Magnússonar handritasafnara og móðir Guðna Eiríkssonar var
Ingigerður Tómasdóttir
fædd um 1490, húsfreyja í Klofa og móðir Eiríks Guðnasonar var
Oddbjörg Jónsdóttir
fædd um 1540, húsfreyja á Klofa, Espólín nefnir hana einnig Oddnýju, dóttir
Jóns Bjarnasonar
fæddur um 1514-1576, ráðsmaður í Skálholti allt fram til 1574 og prestur í Skálholti til 1541, prestur, officialis og skáld í Hruna í Hrunamannahreppi um 1541-1551, á Odda á Rangárvöllum frá 1551-1554 og síðast á Breiðabólastað í Fljótshlíð frá 1554 allt til dauðadags. Nefndur Jón Bjarnason stöðlaskáld. Hann kemur allnokkuð við sögu siðaskiptanna. Var geðbilaður um tíma, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Íslendingabók og móðir Oddbjaragar Jónsdóttur var
Sigríður Bjarnadóttir
fædd um 1510, dóttir
Bjarna Þorleifssonar
fæddur um 1470, móður Sigríðar er ekki getið og ættir Bjarna Þorleifssonar eru ekki ratkar lengra aftur í Íslendingabók.
Sér Jóns Bjarnasonar getið
:
Hinn seinasti pápiski prestur á Breiðabólstað hét Þorleifur Eiríksson. Var hann skipherra fyrir skútu Skálholtsstaðar á dögum Ögmundar biskups Að vísu undirgekkst hann að taka Gizur biskup Einarsson fyrir formann sinn og réttan biskup. En eftir hrakninga Ögmunds biskups og þann hluta sem Gizur fóstri hans þótti hafa átt að því máli fór honum ekki að lítast á blikuna, og á Miðdalsprestastefnu 1542 skoraðist hann alveg undan að undirgangast annan kennimannsskap en hann hefði gjört í fyrstu; varð hann þá að sleppa staðnum.
Þótti það þá eins og endrarnær fádæmi að nokkur léti embætti og atvinnu í sölurnar fyrir trú sína og vakti bæði meðaumkvun og virðingu fyrir hinum aldurhnigna öldungi. Enda hafa umskiptin orðið snögg því eftirmaður hans var séra
Jón Bjarnason
einhver hinn öruggasti forgöngumaður hins nýja siðs og hinn harðfengasti mótstöðumaður Jóns biskups Arasonar sem kunnugt er.
Þá er mælt að séra Þorleifur hafi lagt það á Breiðabólstað að hann skyldi aldrei verða prestum að góðum þrifum þaðan í frá. Sumir segja hann hafi þó bætt því við að þessi ummæli skyldu missa kraft sinn þegar einhver af hans ætt fengi staðinn svo sá óréttur væri bættur sem honum hefði verið gjörður.
Foreldrar Kristínar Gísladóttur
1570 konu Eiríks Guðnasonar voru
Gísli Sveinsson
fæddur um 1525, látinn 10. apríl 1577, sýslumaður og lögréttumaður á Miðfelli í Hrunamannahreppi, getið 1552-1576, ráðsmaður Skálholtsstaðar 1564-1577 og móðir Kristínar Gísladóttur var
Guðrún Gísladóttir
fædd um 1540-1583, húsfreyja í Miðfelli og á Oddgeirshólum. Gísli og Guðrún eignuðust sjö börn saman en Guðrún giftist 1580, eða þremur árum eftir dauða Gísla, seinni manni sínum Stefáni Gunnarssyni, skólameistara í Oddgeirshólum og Skálholti og eignuðust þau tvö börn. Guðrún Gísladóttir var dóttir
Gísla Jónssonar
fæddur um1513-3. sept. 1587, prestur í Skálholti 1538-1539 og í Selárdal í Anrarfjarðardölum 1547-1557, biskup í Skálholti frá 1557 og
Kristínar Eyjólfsdóttur
fædd um 1515 biskupsfrú í Skálholti.
Foreldrar Jóns Jónssonar
1603 voru
Jón Stefánsson
fæddur um 1570, látinn 1636, prestur í Rangárþingi, síðar á Mosfelli í Grímsnesi, prestur þar frá 1603-1635. Skv. Prestatali var hann einungis prestur þar og ekki ber heimildum saman um hvort að Jón var skilgetinn eður ei, sonur
Stefáns Gunnarssonar
fæddur um 1550 og látinn eftir 1624, skólameistari í Oddgeirshólum, skólameistari í Skálholti frá 1575-1578 og síðar ráðsmaður Skálholtsstaðar frá 1579-1619, launsonur Gunnars segir í Íslendingabók, sonur
Gunnars Gíslasonar
fæddur 1528- 8. ágúst 1605, klausturhaldari og bóndi á Víðivöllum í Blönduhlíð, lengi ráðsmaður á Hólum, lögréttumaður getið 1562. Mæður þeirra feðga Jóns Stefánssonar og Stefáns Gunnarssonar eru ekki nefndar og móðir Jóns Jónssonar var
Þorgerður Jónsdóttir
fædd um 1560, húsfreyja á Mosfelli, dóttir
Jóns “yngri” Ormssonar
fæddur um 1520, látinn um eða fyrir 1584, bóndi og lögréttumaður á Draftastöðum í Fnjóksdal og Einarsstöðum í Reykjadal, Þingeyjarsýslu og móðir Þorgerðar Jónsdóttur var
Þórunn Gísladóttir
fædd um 1530, húsfreyja á Einarsstöðum, getið í jarðarbréfi dags. 20.9 1585, dóttir
Gísla Jónssonar
fæddur um 1500, látinn eftir 1559, bóndi á Marðarnúpi í Vatnsdal, lögréttumaður getið 1535-1542, sonur
Jóns Sigurðssonar
fæddur um 1470- um 1520, bóndi á Undirfelli í Vatnsdal, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Íslendingabók. Móðir Þórunnar Gísladóttur var
Sigríður Brandsdóttir
fædd um 1500, húsfreyja á Marðarnúpi í Vatnsdal, dóttir
Brands Ólafssonar
fæddur um 1475, bóndi í Sölvatungu, lögréttumaður getið 1497-1540, í lögrétumannatali er konu hans ekki getið og ætt hans sögð ókunn, en í Íslendingabók er hann sagður sonur
Ólafs Sölvasonar
fæddur um 1445, bónda í Finnstungu, sonur
Sölva
fæddur um 1415 “Bjó í Sölvatungu eða Finnstungu skömmu eftir pláguna fyrri”, segir Espólín. Móðir Sigríðar Brandsdóttur var
Þorgerður Þórðardóttir
fædd um 1477, húsfreyja í Sölvatungu, dóttir
Þórðar “tindaskrjóður”
fæddur um 1445, sonur
Þórðar Hróbjartssonar
fæddur um 1406-1465, prestur á Hólum í Hjaltadal, Skagafirði 1439-1432 og á Felli í Sléttuhlíð, Skagafirði 1443-1465, skv. ÍÆ var Þórður prestur á Felli frá 1439 til æviloka. Hann var “Dæmdur til Rómferðar sem pílagrímur 19. júni 1431 fyrir barneign með Þóru nunnu á Reynistað Illugadóttur, ættir Þóðrðar eru ekki raktar lengra aftur í Íslendingabók en móðir Þórðar “tindaskrjóður” var
Þóra Illugadóttir
fædd um 1410, nunna á Reynistað, en Þóra og Þórður Hróbjartsson eignuðust tvo drengi hinn hét Illugi, Þóra var dóttir
Illuga Björgólfssonar
fæddur um 1380, sonur
Björgólfs Illugasonar
fæddur um 1350, prestur í Hvammi í Laxárdal frá því um 1386-1394, ráðsmaður í Reynisstaðaklaustri eftir 1394-1408, varð mögulega prestur eftir það á Hrafnagili í Eyjafirði frá því um 1420 og fram til 1425, sonur
Illuga Þorsteinssonar
fæddur um 1320, bjó á Laxamýri í Þingeyjarsýslu, sonur
Þorsteins “skarðsteinn”
Illugasonar
fæddur um 1275-1334, vígður 1307 og varð krikuprestur að Hólum í Hjaltadal, Skagafjarðarsýslu, prestur í Breiðabólsstað í Vesturhópi, Húnavatnssýslu 1322-1331 og Grenjaðarstað í Aðaldal, Þingeyjarsýslu frá 1331 til æviloka. Prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi frá 1331, “Talinn var séra Þorsteinn hinn mesti nytsemdarmaður í bókagerð.....”, segir í Árbók Þingeyinga, hann var sonur
Illuga Gunnarssonar
fæddur um 1230, einn þeirra er sóru Noregskonungi skatt, bjó á Geitaskarði í Langadal í Húnavatnsþingi, gerðist heimamaður Þorgils skarða eftir að Þorgils hafði tekið Guðrúnu systur hans frillutaki. Mæðra er ekki getið í þessum fimm síðustu ættliðum, sem hér eru raktir.
Leirubakki í Landsveit
Leirubakki á Landi er gömul jörð og höfuðból að fornu og nýju. Staðarins getur víða í fornum sögum, svo sem Byskupasögum og Sturlungu og á bænum var kirkja í sex aldir. Leirubakki er landstór jörð, eða hartnær þúsund hektarar og áður fyrr heyrðu undir jörðina hjáleigurnar Leirubakkahóll, Leirubakkahjáleiga, Réttarnes og Vatnagarður.
Fyrsta ritaða heimild sem fundist hefur um Leirubakka er kirknaskrá Páls Skálholtsbiskups frá því 1200. Kirkja hefur verið á Leirubakka að minnsta kosti frá því um 1180, en þá kemur bærinn við sögu í deilum Jóns Loftssonar í Odda og Þorláks helga Skálholtsbiskups svo sem sagt er frá í Oddaverjaþætti Byskupasagna. Þá gerði Jón Loftsson Þorláki meðal annars fyrirsát er hann fór frá Leirubakka eftir að hafa verið “um nóttina í góðum fagnaði” eins og segir í Þorlákssögu.
Kirkja var á Leirubakka allt til ársins 1766 og framan af var þar prestur heimilisfastur. Í kaþólskum sið var kirkjan helguð Pétri postula. Kirkjugarðurinn er enn til og munir úr Leirubakkakirkju hafa varðveist.
Fyrsti þekkti eigandi Leirubakka er Kolskeggur hinn auðgi Dalverjagoði, sem lést 1223. Næst er vitað að Snorri Sturluson sagnaritari átti jörðina, en Hallveig kona hans var systurdóttir Kolskeggs. Á 14. og 15. öld voru margir þekktir eigendur og bændur á Leirubakka, svo sem Árni Ólafsson og síðar Björn Þorleifsson hirðstjóri og að honum látnum ekkja hans, Ólöf ríka. Á 17. öld voru eigendur staðarins Bjarni Sigurðsson, einn auðugasti maður landsins og síðar sonur hans Magnús Bjarnason sýslumaður. Í föðurætt var Magnús afkomandi Torfa hirðstjóra Jónssonar og hann var einnig fjórði maður frá Jóni Arasyni Hólabiskupi.
Leirubakka er víða getið í fornum skjölum, sögum og þjóðsögum. Til dæmis eru til fleiri en ein skrá yfir allar eigur Leirubakkakirkju. Þá má nefna að Álfatún og Álfaþúfa eru örnefni heima við bæinn og er athyglisverða frásögn tengda þeim meðal annars að finna í Sagnaþáttum Guðna Jónssonar. Þá var Leirubakkadraugurinn svonefndi víða kunnur og alræmdur allt fram á 20. öld, en frá ýmsum uppátækjum hans eru til margar skráðar frásagnir. (www.leirubakki.is)
Seneste kommentarer
Sigurður Nikulásson
Fæddur í Kirkjuvogssókn V-Skaft. 1793 (fæddur í Garðhúsumí Höfnum segir í Blanda, Sögufélag ritað af dr. Jóni Þorkelssyni) - Ath. Kirkjuvogssókn er í Höfnum, ekki í V-Skaft.
Frábærar síður þetta er æðislegt. Takk fyrir.
Frábær síða en ég þekki mikið til í Rangárvalla og Árnessýslu og hafði mikið gaman af að fara yfir þetta.
Það er strax í upphafs grein um mömmu þar er sagt að hún sé á Þikkvabæjarklaustri II og það er víðar