Fylgiskjöl með ættartölum

Foreldrar Gísla Sæmundssonar 1590 voru Sæmundur Eyjólfsson fæddur um 1550, sonur Eyjólfs Guðmundssonar fæddur um 1520, sonur Guðmundar Þórarinssonar fæddur um 1490, sonur  Þórarins Áskelssonar fæddur um 1440, bóndi á Leirubakka í Landssveit, á lífi í janúar 1472, sonur Áskels Höskuldssonar fæddur um 1410, bóndi á Leirubakka í Landsveit á lífi í janúar 1472(talað um í Ísl.bók, að feðgarnir hafi báðir verið á lífi í jan. 1472), sonur Höskuldar Hrafnssonar fæddur um 1370, bóndi á Leirubakka í Landsveit 1391-1397 og mögulega lengur, sonur Hrafns Magnússonar fæddur um 1330-1391, bjó á Leirubakka, sonur Magnúsar Árnasonar fæddur um 1300-1391, bóndi á Leirubakka í Landsviet, sonur Árna Ólafssonar fæddur um 1275-1339, bóndi og sýslumaður á Leirubakka í Landsveit(sjá grein um Leirubakka hér fyrir ofan), sonur Ólafs Magnússonar fæddur um 1245, látinn í Noregi 11. apríl 1285, prestur í Görðum á Álftanesi fyrir 1284, missti staðinn til Narfa og Skúms, sonur Magnúsar Árnasonar fæddur 1224-1310, bjó í Saurbæ, óvíst er hver móðir hans var.

Móðir Gísla Sæmundssonar og eiginkona Sæmundar Eyjólfssonar var Margrét Gísladóttir fædd um 1550, dóttir Gísla Ólafssonar fæddur um 1520, ættir hans eru ekki raktar lengra í Íslendingabók

Móðir Sæmundar Eyjólfssonar og eiginkona Eyjólfs Guðmundssonar var Gróa Þorleifsdóttir fædd um 1520, dóttir Þorleifs Eiríkssonar fæddur um 1480 og látinn um 1551, prestur á Stað á Reykjanesi, Barðastrandasýslu um og eftir 1500 og á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Rangárvallarsýslu frá því fyrir 1518 og til dauðadags og móðir Gróu Þorleifsdóttur var Katrín Pétursdóttir fædd um 1490, dóttir Péturs Arasonar fæddur um 1475, virðist hafa búið á Sólheimum í Mýrdal, sennilega lögréttumaður, getið 1500-1533, sagður Arasonar, Kálfssonar, Pálssonar í Hjarðarholti, Ásbjarnarsonar í ÍÆ.V.564, það er allsendis óvíst að ætt Katrínar sé rétt rakin hér. Þorleifur Eiríksson var sonur Eiríks Bjarnasonar fæddur um 1458, umboðsmaður biskups í Vantsfirði, sonur Bjarna Sumarliðasonar fæddur um 1430, sonur Sumarliða Eiríkssonar fæddur um 1400, sonur Eiríks Sumarliðasonar fæddur um 1370 og Guðrúnar Árnadóttur fædd um 1370, ættir þeirra hjóna eru ekki raktar lengra aftur í Íslendingabók.

 

Foreldrar Ónefndar Ólafsdóttur 1590 konu Gísla Sæmundssonar í Hvammi í Holtum voru Ólafur Björnsson fæddur um 1550-um 1623, bóndi og lögréttumaður í Marteinstungu í Holtum, getið 1584-1621, sonur Björns Þorleifssonar fæddur um 1510, bóndi á Keldum á Rangárvöllum og Katrínar Eyjólfsdóttur fædd um 1525, húsfreyja á Keldum frh á ættfærslu á bls. ca. 24 og móðir Ónefndar Ólafsdóttur var Agnes Halldórsdóttir fædd um 1550, húsfreyja í Marteinstungu, Espólín segir hana laundóttur Halldórs með Guðríði “sól”, en Íslendingabók segir móður hennar hafa verið Ingveldur Jónsdóttir fædd um 1525, húsfreyja á Þykkvabæjarklaustri, “kvenna minnst og ófríðust”, segir Espólín, hann rekur ættir hennar ekki á sama hátt og gert er hér í Íslendingabók, en faðir Agnesar Halldórsdóttur og eiginmaður Ingveldar var Halldór Skúlason fæddur um 1520, látinn eftir 1593, lögréttumaður, getið 1562-1566, sýslumaður og klausturhaldari á Þykkvabæjarklaustri frá 1566, í Fornbréfasafni kemur fram að honum var veitt Þykkvabæjarklaustur 1554. Eitthvað rugl er með barnsmóður Halldórs, því við ættartölu Halldórs er hún kölluð Guðrún “sól” en ekki Guðríður “sól” eins og hún er nefnd við Agnesi. Espólín telur þessa “sól” vera móður bæði Agnesar og Skúla Halldórsbörn, en Íslendingabók telur þau bæði börn Ingveldar, en Halldór og Ingveldur hafa skv. Ísl.bók átt seks börn saman en hins vegar segir Ísl.bók Halldór hafa átt son er Guðbrandur hét með Guðrúnu “sól”. frh á bls. ca.24

 

Eiríkur Torfason um 1490 var sonur Torfa “ríka Jónssonar fæddur um 1460-1504, sýslumaður í Hvammi í Dölum og síðar í Klofa á Landi, mikill höfðingi á sinni tíð, hann lét drepa Lénharð fógeta árið 1502 og móðir Eiríks Torfasonar var Helga Guðnadóttir fædd um 1465-1544, sýslumannsfrú í Klofa, Torfi og Helga eignuðust 11 börn

Torfi “ríki” Jónsson var sonur Jóns Ólafssonar fæddur um 1427, látinn eftir 1471, bóndi og sýslumaður í Klofa á Landi nefndur 1457-1471. Hann keypti árið 1471 alla Ásgautsstaði og hálfa Stokkseyri, átti áður helming Stokkseyrarjarðarinnar, “Auðugur maður, stórbrotinn og fégjarn” skv. Longætt og móðir Torfa “ríka” Jónssonar var Ingibjörg Eiríksdóttir fædd um1438, sýslumannsfrú í Klofa, hún fékk páfaleyfi til að giftast síðari manni sínum, sem var fjórmenningur við þann fyrri, en seinni maður hennar hét Ormur Jónsson sýslumaður í Snæfellssýslu og áttu þau þrjú börn saman, en Ingibjörg átti aðeins einn son með Torfa “ríka”. Helga Guðnadóttir kona Torfa “ríka” var dóttir Guðna Jónssonar fæddur um 1430-1507, sýslumaður, bjó fyrst í Hvammi í Hvammssveit, en síðan á Kirkjubóli í Langadal, lögréttumaður getið 1484, sonur Jóns Ásgeirssonar fæddur um 1405-1478, sýslumaður í Hvammi í Hvammssveit í Dölum, síðar í Ögri við Ísafjarðardjúp og Kristínar Guðnadóttur fædd um 1410 og látin eftir 1490, húsfreyja í Hvammi í Hvammssveit og móðir Helgu Guðnadóttur var Þóra Björnsdóttir fædd um 1430, sýslumannsfrú á Kirkjubóli, einnig nefnd Þórunn, hún var laundóttir Björns “ríka” Þorleifssonar fæddur um 1408-1467, hirðstjóri og bóndi á Skarði á Skarðsströnd. Hann var veginn á Rifi undir Jökli af Englendingum. Hann átti tvö önnur börn á laun en með eiginkonu sinni Ólöfu Loftsdóttur, Lofts “ríka” átti hann þrjá syni og móðir Þóru Björnsdóttur er ekki getið, en Björn “ríki” Þorleifsson var sonur Þorleifs Árnasonar fæddur um 1370-1433, sýslumaður á Auðbrekku í Hörgárdal, i Glaumbæ í Skagafirði og í Vatnsfirði og móðir Björns “ríka” Þorleifssonar var Kristín Björnsdóttir fædd um 1374-1468, húsfreyja í Hvammi í Dölum og síðar í Auðbrekku í Hörgárdal, hún var nefnd “Vatnsfjarðar-Kristín”. Þorleifur var seinni maður Kristínar en áður var hún gift Jóni Guttormssyni, bónda í Hvammi í Dölum og áttu þau einn son, sem dó ungur. Þorleifur og Kristín áttu hins vegar seks börn.

Ingigerður Tómasdóttir um 1490 eiginkona Eiríks Torfasonar var dóttir Tómasar Jónssonar fæddur um 1470, lögréttumaður í Rangárþingi, getið 1504-1534, hugsanlega sá sem bjó í Gunnarsholti 1497, sonur Jóns Snorrasonar fæddur um 1430, prestur í Saurbæ á Rauðasandi, Barðastrandasýslu fyrir 1474 og í Gaulverjabæ í Flóa, Árnessýslu frá því fyrir 1482 og fram yfir 1489, sonur Snorra Jónssonar fæddur um 1360, bóndi í Gunnarsholti 1388 og 1397, hugsanlega sá sem var lögréttumaður og getið er 1436 og móðir Ingigerðar Tómasdóttur var Ónefnd Loftsdóttir fædd um 1470, húsfreyja í Gunnarsholti, dóttir Lofts Þorsteinssonar fæddur um 1440, sonur Þorsteins Árnasonar fæddur um 1420 lögréttumaður, getið 1480, hann bjó í Gunnarsholti og eru ættir hans ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók en móðir Lofts Þorsteinssonar var Ónefnd Snorradóttir fædd um 1420, húsfreyja í Gunnarsholti, dóttir Snorra Jónssonar fæddur um 1360, bóndi í Gunnarsholti 1388 og 1397, hugsanlega sá sem var lögréttumaður, getið 1436, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók, (Ég get ekki betur séð en að Snorri Jónsson 1360 sé langafi Ingigerðar Tómasdóttur í föðurætt og langalangafi hennar í móðurætt. hj) en móðir Ónefndar Snorradóttur var Ingveldur Pétursdóttir fædd um 1370, húsfreyja í Gunnarsholti, dóttir Péturs Þorsteinssonar fæddur um 1335, bjó í Gunnarsholti eftir föður sinn til 1388, sonur Þorsteins Nikulássonar fæddur um 1300-1342, bóndi í Gunnarsholti 1332-1342, í Rangv. segir “Flateyjarannáll skýrir frá því að 1342 var Arnór Þórðarson aflimaður...við Seljalandsfoss að ráði Þorsteins Nikulássonar Gunnhyltings,...sama ár var Þorsteinn Gynnhyltingur veginn” og móðir Péturs Þorsteinssonar var Valgerður fædd um 1300 húsfreyja í Gunnarsholti, ættir þeirra hjóna eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Ónefndar Loftsdóttur var Ingigerður Guðmundsdóttir fædd um 1450, húsfreyja í Gunnarsholti, dóttir Guðmundar Jónssonar fæddur um 1415, lögréttumaður á Reyðarvatni 1445 og lögréttumaður í Rangárþingi, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók.

Gísli Jónsson biskup í Skálholti fæddur um 1513  var sonur Jóns Gíslasonar fæddur um 1480-1537,  prestur í Hraungerði í Flóa frá því fyrir 1522-1529 og í Gaulverjabæ í Flóa frá 1529, sonur Gísla Arnbjarnarsonar fæddur um 1440, heimilsiprestir á Skarði á Skarðsströnd hjá Ólöfu “ríku” 1467-1470, síðar í Gaulverjabæ frá því um 1470-1480, sonur Arnbjörns Salómonssonar fæddur um1400, talinn hafa verið prestur í Gaulverjabæ og á Hvanneyri, en deildar meiningar eru um framætt hans og einnig um það hvort hann var prestur yfirleit. Hann er nefndur í Jarðeignarbréfum Odds Eiríkssonar á Fitjum frá 1703 í Jarðabók Árna Magnússonar XIII, í þessu nefnda bréfi er Arnbjörn talinn að norðan, ætt hans er ekki rakin lengra í Ísl.bók og móðir Gísla Jónssonar var Vilborg Þórðardóttir fædd um 1485, dóttir Þórðar fæddur um 1450, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók.

 

Kristín Eyjólfsdóttir um 1515 , biskupsfrú eiginkona Gísla Jónssonar dóttir Eyjólfs “mókollur” Gíslasonar fæddur um 1462-1522, bóndi í Haga á Barðaströnd frá 1504, lögréttumaður, getið 1517, sonur Gísla Filippussonar fæddur um 1435-1503, bóndi í Haga á Barðaströnd, lögréttumaður getið 1478-1501 og Ingibjargar Eyjólfsdóttur fædd um 1435, látin eftir 1483, húsfreyja í Haga og móðir Kristínar Eyjólfsdóttur var Helga Þorleifsdóttir fædd um 1470, húsfreyja í Haga frá 1504, dóttir Þorleifs Björnssonar fæddur um 1430-um 1486, hirðstjóri á Reykhólum, fékk páfaleyfi til að eiga Ingveldi, en þau voru fjórmenningar frá Eiríki Magnússyni og móðir Helgu Þorleifsdóttur var Ingveldur Helgadóttir fædd um 1430, húsfreyja á Reykhólum.

Foreldrar Gunnars Gíslasonar 1528 voru Gísli Hákonarson fæddur um 1490, látinn eftir 1560, lögréttumaður og bóndi á Hafgrímsstöðum í Tungusveit í Skagafirði, getið 1521-1540, hann hét réttu nafni Þorgils, en um þetta leyti var algengt að stytta það nafn, önnur ættfærsla en hér er í Fitjaannál, en skv. Ísl. bók var Gísli sonur Hákonar Hallssonar fæddur um 1440, látinn eftir 1512, bóndi fyrst á Höskuldsstöðum í Reykjadal, síðan í Eyjafirði og loks í Skagafirði. lögrétumaður, getið 1495-1507 og móðir er sögð Ingunn Halldórsdóttir fædd um 1400, dóttir Halldórs fæddur um 1410 og er sú ætt ekki rakin lengra aftur í Ísl.bók, en maður hennar Hákon Hallsson var sonur Halls Finnbogasonar fæddur um 1400, bóndi á Vindheimum á Þelamörk í Eyjafirði, ætt hans er rakin áfram á bls. Ca. 51 en móður er ekki getið. Nú komum  að móður Gunnars Gíslasonar, sem var Ingibjörg Grímsdóttir fædd um 1500, húsfreyja á Hafgrímsstöðum í Tungusveit, dóttir Gríms Pálssonar fæddur fyrir 1460-1526, lögréttumaður, getið 1491-1501, sýslumaður á Möðruvöllum um 1511, móðir ókunn, en hann var launsonur Páls Brandssonar fæddur um 1440-1494, sýslumaður í Vaðlaþingi, bjó á Hofi á Höfðaströnd 1465-1472 og síðar á Möðruvöllum í Eyjafirði, frh á ættartölu Páls er á bls. Ca. 52. Móðir Ingibjargar Grímsdóttur var Helga Narfadóttir fædd um 1465, sýslumannsfrú á Möðruvöllum í Hörgárdal, dóttir Narfa Þorvaldssonar fæddur um 1425, látinn um 1485, hann var lögrétumaður á Narfeyri í Álftafirði og móðir Helgu Narfadóttur var Þuríður Björnsdóttir fædd um 1430, húsfreyja á Narfeyri, laundóttir Björns “ríka” Þorleifssonar fæddur um 1408-1467, hirðstjóri og bóndi á Skarði á Skarðsströnd, veginn á Rifi undir Jökli. Móður Þuríðar er ekki getið en ættir Björns “ríka” föður hennar verða raktar hér áfram sameiginlega fyrir Þuríði og hálfbróður hennar Þorleif Björnsson, sem getið er hér framar.

Foreldrar Illuga Gunnarssonar fæddur um 1230 voru Gunnar Klængsson um 1200, bjó á Þorkelshóli, síðar á Geitaskarði, sonur Klængs Kleppjárnssonar fæddur um 1160-1219, hann drukknaði og Guðrúnar Þorvarðardóttur fædd um 1170 og móðir IllugaGunnarssonar var Ónefnd Illugadóttir fædd um 1200, dóttir Illuga Bergþórssonar fæddur um 1170, bjó á Þorkelshóli, missti annan fót sinn í bardaga, sonur Bergþórs Þórðarsonar fæddur um 1140-1189, fórst þegar skipið Stangarfoli týndist í óbyggðum Grænlands, Stangarfoli var á leið frá Bergen til Íslands, en týndist á austurströnd Grænlands. Árið 1200 fundu veiðimenn restarnar af skipinu og sjö lík. Bergþór Þórðarson var sonur Þórðar Ívarssonar fæddur um 1120, bóndi á Þorkelshóli, sonur Ívars Þórðarsonar fæddur um 1105-1175. Foreldrar Klængs Kleppjárnssonar voru Kleppjárn Klængsson fæddur um 1130-1194, Goðorðsmaður, bjó á Hrafnagili í Eyjafirði, sonur Klængs Hallssonar fæddur um 1100-1149, sagður Hallason í nafnaskrá Guðna Jónssonar en Hallsson í Annálum, ættir hans eru ekki raktar lengra í Ísl.bók, en skv. Torb.K. var hann sonur Halls Eldjárnssonar fæddur um 1020, sonur Eldjárns Arnórssonar fæddur um 980 og látinn um 1056 en móðir Klængs Kleppjárnssonar var Ingigerður Styrkársdóttir fædd um 1130, ranglega nefnd Ingibjörg í ÍÆ, dóttir Styrkárs Oddasonar fæddur um 1110, látinn 1180 eða 1181, lögsögumaður 1171-1180, sumar heimildir telja Styrkár vera son Stjörnu-Odda Helgasonar , Múla í Reykjadal. ættir ekki raktar lengra. Um Stjörnu-Odda segir í Íslendingasögu Jóns Jóhannessonar bindi I:”Hann gerði svo merkar athuganir um sólarganginn, að fróðir menn telja hann með helstu stjarnfræðingum á sínum tíma í Norðurálfunni, en Oddur gat varla nokkurs staðar aflað þeirrar þekkingar, er til athuganna þurfti, nema í Hólaskóla...” Foreldrar GuðrúnarÞorvarðardóttur konu Klængs Kleppjárnssonar voru  Þorvarður Þorgeirsson   fæddur um 1140-1207, Goðorðsmaður og hirðmaður, síðast munkur, bjó í Hvassaleiti, á oLjósavatni, á Hálsi og á Möðruvöllum í Hörgárdal og móðir Guðrúnar Þorvarðardóttur var Herdís Sighvatsdóttir fædd um 1140 og eru ættir hennar ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók. Foreldrar Þorvarðar Þorgeirssonar voru Þorgeir Hallason fæddur um 1095, látinn að Munkaþverá 1169, bóndi í Krossanesi í Eyjafirði, síðan munkur á Munkaþverá, sonur Halla Ormssonar fæddur um 1055, nefndur Hallur í Sturlungu, sonur Orms Gellissonar fæddur um 1020, sonur Gellis Ormssonar fæddur um 985, sonur Orms Hallssonar fæddur um 955, bjó í Torfufelli í Eyjafirði, sonur Halla “hvíta” Þorbjarnarsonar fæddur um 925, bjó í Saurbæ og á Jórunnarstöðum í Eyjafirði, sonur Þorbjarnar fæddur um 885 og Vigdísar Auðunardóttur fædd um 985, dóttir Auðuns ”rotna” Þórólfssonar fæddur um 865, landnámsmaður á Saurbæ í Eyjafirði, sonur Þórófls “smjör” Þorsteinssonar fæddur um 835, kom út með Hrafna-Flóka, sonur Þorsteins “skrofa” Grímssonar kambans og móðir Vigdísar Auðunardóttur var Helga Helgadóttir fædd um 870, bjó í Saurbæ í Eyjafirði og móðir Þorvarðar Þorgeirssonar var Hallbera Einarsdóttir fædd um 1102-1179, dóttir Einars Arasonar fæddur um 1045, bjó á Reykjanesi.

Foreldrar Einars Sigurðssonar 1538 voru Sigurður Þorsteinsson fæddur um 1502-1562, prestur á Möðruvöllum í Hörgárdal 1524, aðstoðarprestur á Grenjaðarstað fyrir 1538 og bjó á Hruani í Aðaldal um 1538, þá í Möðruvallarklaustursókn, síðar á Þóroddsstað í Köldukinn frá því fyrir 1551-1552 og loks í Grímsey, skipaður þar 1552 og var þar til æviloka “Frómur og guðhræddur maður og vellátinn af öllum”, segir í Annálum, sonur Þorsteins Nikulássonar fæddur um 1470, bóndi á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, talinn af sumum prestur á Völlum í Svarfaðardal og móðir Sigurðar Þorsteinssonar var Guðrún Sigurðardóttir fædd um 1470 húsfreyja á Hallgilsstöðum, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Einars Sigurðssonar var Guðrún Finnbogadóttir fædd um 1510, húsfreyja á Möðruvöllum í Hörgárdal, Stað í Kinn og Grímsey, Guðrún var ekki kona Einars heldur var hún fylgikona hans og móðir barna hans, , dóttir Finnboga Einarssonar fæddur um 1570-1532, kemur við skjöl sem prestur 1495, prestur á Hólum í Hjaltadal frá því fyrir 1502-1507 og á Grenjaðarstað í Aðaldal frá 1507-1528. Ábóti á Munkaþverá í Eyjafirði 1525-1529, hélt skóla á Munkaþverá, Espólín segir hann son Einars Ísleifssonar p.5007, en í Íslendingabók er hann sagður sonur Einars Benediktssonar fæddur um 1440-1524, prestur á Hólum í Hjaltadal 1466, á Grenjaðarstað 1471-1476 og á Skinnastað 1496, síðar ábóti og skólahaldari á Munkaþverá í Eyjafirði. Hann fékk veitingu fyrir Hrafnagili, Kaupangi og Illugastöðum frá 1497 samhliða ábótadæminu. Um föður hans er óvissa, Espólín og ÆT.MK/SK segir hann Ísleifsson “beltislausa” og konu hans Oddnýjar Steinþórsdóttur, en það er rangt, Longætt segir föður hans vera Benedikt Jónsson, “Maríuskálds” Pálssonar. ÍÆ segir að alveg ókunnugt sé um faðerni hans og að engar líkur séu á því að faðir hans hafi verið bróðir Brands lögmanns Jónssonar. Í ÁRb.Þing.64.158 er auk tilgátunnar um Benedikt Jónsson Pálssonar getið tilgátu Steins Dofra um að hann hafi verið sonur Benedikts Ásgrímssonar  að Þverá, en Íslendingabók nefnir föður hans bara Benedikt fæddan um 1410 og eru ættir hans ekki raktar lengra aftur, trúlega vegna þessarrar miklu óvissu um faðernið, en móðir Finnboga Einarssonar er í Ísl.bók sögð vera Guðrún Torfadóttir fædd um 1450, en hún var fylgikona ábótans á Munkaþverá, dóttir Torfa Arasonar fæddur um 1405, látinn erlendis 1459, hirðstjóri norðan og vestan, bóndi og riddari á Ökrum í Blönduhlíð, sonur Ara “Dalaskalla” Daðasonar fæddur um 1390, látinn 1442, bóndi, sýslumaður og lögréttumaður í Snóksdal, óvíst er hver faðir hans var og er það eingöngu ágiskun að það hafi verið Daði í Ásbjarnarnesi Oddsson, Ketilssonar hriðstjóra Þorlákssonar, þessi ætt er ekki rakin lengra aftur í Ísl.bók og móðir Guðrúnar Torfadóttur var Kristín Þorsteinsdóttir fædd um 1410-1490, húsfreyja á Ökrum í Blönduhlíð, kölluð “Akra-Kristín”.

Þorsteinn Nikulásson um 1470 , sonur Nikuláss Þormóðssonar fæddur um 1440, látinn 28. október 1521, kirkjuprestur á Hólum í Hjaltadal um og eftir 1467, prestur á Uppsölum í Svarfvaðardal 1480-1491, príor á Möðruvöllum frá 1501 til æviloka. Þess hefur verið getið til m.a. af Indriða, að hann hafi verið sonur Þormóðar prests á Helgastöðum í Reykjadal Ólafssonar, en engin haldbær rök eru fyrir því og rekur Ísl.bók ættir hans ekki lengra en móðir Þorsteins Nikulássonar var Þórey Jónsdóttir fædd um 1445 “Fátæk stúlka” segir Espólín, stúlka sem Nikulás príor tók heim á klaustrið á Möðruvöllum, almennt var talið að Nikulás væri faðir sona hennar, en hinn var Þorbjörn, bóndi á Hvarfi í Svarfaðardal. Ættir Þóreyjar eru ei heldur raktar lengra aftur í Ísl.bók.

Foreldrar Margrétar Helgadóttur 1523 eiginkonu Einars Sigurðssonar voru Helgi Eyjólfsson fæddur um 1500, bóndi í Lönguhlíð í Hörgárdal og líklega líka á Hrauni í Öxnadal, börn Helga og Sigríðar urðu alls 18 eða 19, Helgi var sonur Eyjólfs Böðvarssonar fæddur um 1450, sonur Böðvars Finnssonar fæddur um 1420, látinn eftir 1493, lögréttumaður í Hegranesþingi, mæðra þessarra tveggja ættliða er ekki getið en Böðvar var sonur Finns Gamlasonar fæddur um 1390, látinn fyrir 1469, lögréttumaður á Ysta-Mói í Fljótum, getið í bréfi dagsettu 3.6.1469 og er hann þá látinn og móðir Böðvars Finnssonar var Valgerður Vilhjálmsdóttir fædd um 1380, álitin barnabarnabarn Þorvalds vasa í Kristnesi, Ögmundssonar, en ættir hennar ekki raktar að öðru leyti. Móðir Margrétar Helgadóttur og eiginkona Helga Eyjólfsonar var Sigríður Ólafsdóttir fædd um 1505, einnig nefnd Steinvör, foreldrar samkvæmt Holtamannabók voru Ólafur Gunnarsson bóndi í Hörgárdal og k.h. Steinvör Aradóttir, en Ísl.bók skrifar hana dóttur Ólafs “gamla” Gunnlaugssonar fæddur um 1450, Espólín segir hann hafa verið 94 ára eða 84 ára, hann nefnir þriðju konu hans Steinvöru , en það sem hann segir um ætt hennar stenst ekki tímans vegna, skv. Ísl.bók var Ólafur “gamli” tvígiftur en átti ekki börn með þeim konum, hins vegar er hann sagður eiga Jórunni og Sigríðu hér umtöluðu, en móður þeirra er ekki getið. Þessar ættir eru ekki raktar lengra aftur. Foreldrar Finns Gamlasonar voru Gamli  Marteinsson fæddur um 1360, látinn eftir 1432, bóndi og lögréttumaður í Lögmannshlíð í Eyjafirði. Hann var líklega líka sýslumaður á Ljósavatni í Suður-Þingeyjarsýslu, en allt er óvíst um foreldra hans og móðir Finns Gamlasonar var Valgerður Þorvaldsdóttir fædd um 1360, húsfreyja í Lögmannshlíð og er hennar ætt ei heldur rakin lengra aftur í Ísl.bók, en einn sona þeirra var Jón ábóti á Þingeyrum.