Jörundur og Margrét
Morgunblaðið 24. júlí 1949
Foreldrar Litlalandssystkinanna voru þau Jörundur Sveinsson og Margrét Einarsdóttir
Í Morgunblaðinu 24. júlí 1949 er tilkynning um brúðkaup Jörundar og Margrétar:
“22. þ.m. voru gefin saman í hjónaband að Mosfelli í Mosfellsveit ungfrú Margrjet Einarsdóttir, Litlalandi og Jörundur Sveinsson loftskeytamaður, Freyjugötu 28, Reykjavík.- Sjera Hálfdán Helgason prófastur gaf brúðhjónin saman.”
Jörundur Sveinsson
Fæddur 2. september 1919 á Borgarfelli í Skaftártungu, V-Skaft. Látinn 29. september 1968 á Siglufirði. Var í Þykkvabæjarklaustri I, Þykkvabæjarklaustursókn, V-Skaft. Áríð 1941 fór Jörundur í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og lauk þaðan prófi árið 1943. Eftir gagnfræðapróf var hann í vinnu á Skriðuklaustri og hjá Bjarna á Laugavatni. Árið 1945 fór hann í Lofskeytaskólann og lauk þaðan prófi 1946. Starfsferill Jörundar sem loftskeytamaður hófst á Rjúpnahæð og á lofskeytastöðinni á Gufunesi, síðan fór hann á togara og var á togurum í nær 20 ár lengst af á Fylki gamla og Fylki nýja. Hann var á togaranum Víkingi frá Akranesi, þegar hann lést af slysförum. Árið 1949 giftist hann Margréti Einarsdóttur f. 10. ágúst 1922 og settust þau að á Litlalandi í Mosfellssveit, þar sem þau keyptu helming hússins af foreldrum Margrétar og bjuggu þau þar í tvíbýli. Jörundur og Margrét eignuðust fimm börn:
Hildur 1949,
Helga 1952,
Halla 1959,
Sveinn 1963,
Einar 1963.
Margrét Einarsdóttir
Fædd fimmtudaginn 10. ágúst 1922 í Lambhaga í Mosfellssveit. Hún ólst upp með foreldrum sínum, bróður og fósturbróður að Laxnesi í Mosfellssveit. Þar bjó fjölskyldan í 14. ár. Í kringum 1946 fluttist fjölskyldan að Litlalandi í Mosfellssveit, þar sem Margrét bjó í um það bil 40 ár. Margrét var starfsmaður hjá Landsímanum í Reykjavík, sem ung kona, síðar á símstöðinn í Brúarlandi í Mosfellssveit og síðustu mörg starfsárin sín hjá Pósti og Síma í Mosfellsbæ. Margrét fluttist 1985 frá Litlalandi að Urðarholti 3 í Mosfellsbæ og var er hún lést 7. september 2005 nýflutt að Leirutanga 33 í sama bæ. Bjó þar í fjóra mánuði. Margrét Einarsdóttir var gift Jörundi Sveinssyni fæddur 2. sept. 1919 og áttu þau fimm börn:
- Hildur fædd 26. maí 1949,
- Helga fædd 7. mars 1952,
- Halla fædd 30. júni 1959,
- Sveinn fæddur 10. febrúar 1963,
- Einar fæddur 10. febrúar 1963.
Seneste kommentarer
Sigurður Nikulásson
Fæddur í Kirkjuvogssókn V-Skaft. 1793 (fæddur í Garðhúsumí Höfnum segir í Blanda, Sögufélag ritað af dr. Jóni Þorkelssyni) - Ath. Kirkjuvogssókn er í Höfnum, ekki í V-Skaft.
Frábærar síður þetta er æðislegt. Takk fyrir.
Frábær síða en ég þekki mikið til í Rangárvalla og Árnessýslu og hafði mikið gaman af að fara yfir þetta.
Það er strax í upphafs grein um mömmu þar er sagt að hún sé á Þikkvabæjarklaustri II og það er víðar