Ættir Einars í beinan kvenlegg
Tekið saman hey í Laxnestúninu.
Ein lítil óþarfa upplýsing á vef
Örnefnastofnunnar Íslands segir, að ekki sé kunnugt um nafnið á bænum Laxnes, nema á mörkum Finnmerkur og Finnlands(í Lapplandsléni) en þar stendur bóndabær við ána
Tana, sem að heitir Laksnes.
Ein lítil saga af Laxnesi í Mosfellsveit:
Ofarlega í Mosfellsdal í Kjalarnesþingi stendur bær sá, sem Laxnes heitir. Hann stendur á nyrðri bakka Köldukvíslar, en það er aðaláin í dalnum. Neðar og allskammt frá sjó stendur sá bær á nyrðri bakka sömu ár, sem heitir Leirvogstunga. Á báðum þessum bæjum var í fyrndinni laxveiði mikil í Köldukvísl, en nú er hún aðeins í Leirvogstungu, en alls engin í Laxnesi og er sú orsök til þess sem nú segir:
Í fornöld bjó sín kerling á hvorum bænum, Laxnesi og Leirvogstungu, þær voru fornar í skapi og fjölkunnugar báðar. Ann hvorug þeirra annari veiðinnar í Köldukvísl og seiddu laxinn hvor frá annari. Á endanum heituðust þær út af veiðinni og varð Leirvogstungukerlingin þeim mun drjúgari að hún gat séð svo um að enginn lax gengi framar upp fyrir Leirvogstunguland í Köldukvísl. Þessi álög hennar haldast enn í dag svo að enginn laxveiði er ofar í Köldukvísl en fyrir Leirvogstungulandi. (Jónas Árnason I bindi bls.461)
Í bók
Eyjólfs Guðmundssonar “Lengi man til lítilla stunda” segir m.a., en fjölskylda hans fluttist úr Mýrdal að Laxnesi í Mosfellssveit 1888 og flytja þau inn á
sama ári eða mánuðum eftir að foreldrar Einars Björnssonar fluttu þaðan, en Laxnesið var einnig á þeim tíma tvíbýli. Lýsing Eyjólfs á því vel við
um hverngi hjónin Margrét og Björn bjuggu á þeim tíma og um fæðingarstað Einars Björnssonar. Samkvæmt frásögn Eyjólfs hafa Margrét og Björn búið í
Austurbænum, en Eyjólfur nefnir þau ekki með nöfnum og lýsir hann Vesturbænum og högunum, en varla hefur verið stór munur á þessum tveimur hýbýlum.
“Í Mosfellsdal fannst mér þröngt eftir að hafa notið útsýnis frá Felli og Eyjarhólum. Fjöllin lág og kúrúleg móts við Mýrdalsfjöllin. En Esjan bar þó af öllum fjöllum af hæð og lögun, en hún var öll grýtt og graslítil að sjá. Heima í Laxnesi var næsta óbyggilegt, túnraninn kargi einn og heimreiðin nær ófær hestum. Bærinn stóð á hæð í mýrarsvakka og mógrafir norðan við, ljótar og illa hirtar. Hvergi sást til sjós nema um lítið bil á milli fjalla, þar sem kallað var um Ásana og vegurinn til Reykjavíkur lá.
Baðstofan þeirra Snorra og Guðrúnar(svo hétu hjónin í vesturhluta Laxnes) var þröng og líkust jarðgrónum hól og baðstofuglugginn eins og í vindauga svo moldarkampar voru í seilingarlengd inn að rúðum utan frá. Aðeins eitt lítið þil var fyrir bæjardyrunum. Öll bæjarhús önnur voru torfbygging ein. Austurbærinn(trúlega Margrétar og Björns hýbýli) var skárri til að sjá. Talið var að reimt væri í Austurbænum.”
Síðar í sömu bók segir Eyjólfur og eru þau þá búin að búa nokkuð mörg ár að Laxnesi:
“Það gekk slitrótt með búskapinn í Laxnesi, framleiðslan nægði ekki fyrir búsþörfum og faðir minn skuldaði. Útþrá greip okkur systkynin og fundum við að einugnis strit var þar í Laxnesi, sem ekki var lífvænlegt að búa við. Í nágrenni voru litlir fjörsprettir, en friðsamlegt og gott fólk. Litli fossinn í gilinu við Bringurnar var þar einn til að gera manni hugbreytingu. Hann kvað og kvað lágværan óð og minnti á algengt kvæði, sem þá var á hvers manns munni: Ein fögur eik hjá fossi stóð osfrv.”
Ýmsar lýsingar eru á fólkinu í Mosfellsdalnum og staðháttum og siðum og er bókin hans vel þess virði að lesa, vilji maður kynnast lífi fólks þar um 1900 betur.
Einar Björnsson
Fæddur í Kjós 9. september 1887. Látinn að Reykjalundi í Mosfellssveit 8. ágúst 1988. Samkvæmt viðtali við Einar, sem að hér fer á eftir er hann fæddur að Laxnesi í Mosfellsdal, þaðan flutti hann með foreldrum sínum á fyrsta ári. Bóndi í Laxnesi í Mosfellsdal og bjó síðan á Litlalandi í Mosfellssveit. Einar var giftur Helgu Magnúsdóttur ljósmóður 1891-1962. Þau eignuðust tvö börn: Magnús fæddur á Eiði í Mosellshr.KJós 25. júní 1916- 28. mars 1995, var í Laxnesi Lágafellssókn, Kjós 1930, kennari í Reykjavík, Margrét 1922-2005. Sjá má meira um þau sytkini Magnús og Margréti undir liðnum “Helga Magnúsdóttir”.
Úr hestamannablaðinu Hörður 1970
“-Ég hef nú alltaf sezt snemma að á kvöldin, en verið aftur á móti snemma uppi á morgnana, og það veit enginn, sem ekki hefur reynt það sjálfur, hvað náttúran er dásamleg í morgunsárið, fuglasöngur kveður í lofti og að sjá sólina rísa í fögru veðri, það er opinberun. Hinu neita ég ekki að vornótt í skjóli Esjunnar er ungum manni á hestbaki mikil freisting.”
Úr "Hörður" 1970
Á öðrum stað í sama blaði, “Hörður”
mars 1970, segir spyrjandi:
“Nú hlær Einar, og sá,
sem aldrei hefur heyrt Einar hlæja, hann þekkir ekki einn kröftugasta hlátur Íslands.”
Og einnig í afmælisriti Harðar í mars 1970, félag hestamnna í Kjalarnesþingi, stendur m.a.:
“Nefna má það, að á árunum eftir stríðið heyrði það
til undantekninga, ef hestur var járnaður til annars en að koma mjólkinni í veg fyrir bílinn, á klakk ellegar í vagni. Þó er einn félagsmaður, sem aldrei lét undir höfuð
leggjast að járna sinn reiðhest að vetrinum til þess að bregða sér á bak í frístundum. Þessi maður er Einar Björnsson, er þá bjó á Laxnesi í Mosfellssveit,
en hann mun ávallt hafa stundað tamningar og reiðmennsku frá unglingsárum og fram á þennan dag. Í vetur ríður hann út og temur eins og hinir yngri, en er þó á áttugasta
og þriðja aldursári. Samfleytt hefur hann í 65 ár stundað reiðmennsku óslitið og telur það sína mestu heilsubót. Kona hans, frú Helga Magnúsdóttir, ásamt
þeim Bryndísi í Grafarholti og Bjarnveigu í Seljabrekku, eiga sinn þátt í þessum málum. Þessar forystukonur stofnuðu til svonefndrar húsráðendaskemmtunar árunum
um 1930. Var þetta samkoma, sem ætluð var eingöngu húsráðendum og stálpuðum börnum þeirra. Var skemmtun þessi mjög vinsæl og er enn við lýði og fastur liður í
lífinu hér í Mosfellssveit. Fljótlega ákváðu þessar konur að vel væri til fallið að efna til skemmtiferðar á hestum með þessu sama fólki, og tókst það
með prýði og betur en á horfðist í fyrstu. Þessar ferðir voru farnar árlega allt þar til félag hestamanna fór að standa fyrir reiðtúrum. Skemmtiferð þessi gekk almennt
undir nafninu “hjónareið” og þótti ómissandi og góð skemmtun”
Einar Björnsson, tekið við Laxnes.
Hér á eftir fara svo glefsur úr viðtali og upplýsingarnar allar í þessum kafla byggjast á sama viðtali, við Einar Björnsson, sem að Sigurður A. Magnússon
tók við hann í kringum 1979:
“Svo voru þau á flakki, svo lenntu þau upp undir Sjávarhólum og svo inn á Morastöðum í Kjós og þar dó faðir minn heitinn, þá var ég eitthvað um tveggja ára.” Eftir dauða föður síns bjuggu Eyjólfur og Einar með móður sinni og stjúpa í Norður-Grö á Kjalarnesi. Einar fór ungur af heimilinu og fór að vinna fyrir sér. Var hann lausamaður þangað til hann sjálfur fór að búa. “ Ég var í vegavinnu á sumrin sko, á vorin og sumrin og svo bara í kaupavinnu um sláttinn og svona hingað og þangað eftir því sem verkast vildi, því ekki var ég sjómaður, og svona skrallaði ég sko þangað til ég giftist, en þá var ég orðinn 28 ára” , segir Einar annars sta ðar í þessu sama viðtali. “Ég um það leyti, er ég gifti mig og svo var nú tómur flækingur á mér fyst sko lengi vel.” Einar byrjaði bú sitt á Mosfelli og þar var hægt að lifa, segir Einar, en presturinn, sem þá var séra Magnús sá hversu vel Einar komst af á jörðinni vildi hann slíkt hið sama, en þá flutti Einar. Þá fór Einar í kot, sem að var í eyði og hét Eiði hjá Gufunesi, afleitt kot, segir Einar sjálfur.Þegar Einar hafði búið á Eiði í eitt ár var það selt og hann varð að flytja. Þá var enga jörð að fá og Einar fór í húsmennsku í Norður-Gröf og síðan komst hann í Lambhaga það var einnig eyðibýli en þar bjó Einar með fjölskyldu sína í 7 ár og leið þar vel. Þá kom Thor Jensen til sögunnar og Einar og fjölskylda neyddust til að flytja eina ferðina enn og fóru þá að Skeggjastöðum í Mosfellssveit og keypti það býli. Þetta var fjallakot og leiðindakot segir Einar í viðtalinu við Sig. En mátti vel búa þar og mætti vel komast þar áfram. Á Skeggjastöðum bjuggu Einar og fjölskylda í 3 ár. Eftir Skeggjastaði fluttist Einar að Laxnesi í Mosfellsdal og keypti það með bróður sínum Eyjólfi. Þeir bjuggu þar með sínum fjölskyldum í tvíbýli. Þar bjuggu þeir bræður báðir í 14 ár eða þar til Eyjólfur fórst með togaranum Jarli og hætti Einar þá búskap. Þetta var í stríðslok um 1945. Eitt sumar bjó Einar með fjölskyldu sína í kjallaranum á Brúarlandi í Mosfellssveit. Um þetta leyti var Einar mjög heilsuveill með magasár og gat ekki unnið . Um það segir Einar m.a.:” ....ég var heilsulaus um það leyti, ég var með magasár og gat ekki unnið og þá byggði konan mín eiginlega bústað yfir okkur, það hús stendur í horninu á Laxnestúninu, þar vorum við í eitt ár”. Þetta hús stendur reyndar enn sem sumarbústaður.(HJ). Þá var Einar vaktmaður yfir braggahverfinu á Ásunum í Mosfellsveit og keypti síðan Litlalandið í Mosfellssveit, sem að herinn hafði byggt.
Einar segist muna eftir jarðskjálftunum 1896 og um það segir hann m.s. : “ .. ég man eftir að þá lék allt á reiðiskjálfi og bæirnir duttu hér fyrir austan fjall mikið, ég man eftir þessum jarðskjálftum og svo man ég eftir, þegar jarðskjálftarnir gengu hérna að þá gekk nú það mikið á að fólk flúði úr bæjunum.”
Þinghúsið að Lágafelli í Mosfellssveit.
Þinghúsið
er húsið með flata þakinu í íbúðarhúsaþyrpingunni.
“Á Íslandi var farið að iðka frjálsar skömmu eftir 1900 og fyrst keppt 1909. Á páskadag
1909 var stofnfundur Ungemannafélagsins Aftureldingar í Lágafellssókn, haldin í Þinghúsi (lestrarfélagshúsinu) á Lágafelli í Mosfellssveit.
Fyrsta íþróttamót Aftureldingar var háð á Kollafjarðareyrum 30. júní árið 1912. Þetta mót verður að teljast einhver merkasti viðburðurinn í sögu íþróttanna í héraðinu. Þáttakendur voru 14 og gengu þeir til keppni undir hvítbláa fánanum. Keppt var í fimm greinum og voru þessi fremstir:
Einar Björnsson frá Norður-Gröf(nú á Litlalandi í Mosfellssveit) í glímu og fjögur hundruð metra hlaupi, Björn Björnsson frá Grafarholti í hástökki, Jóhann Guðlaugsson frá Grafarholti í langstökki og Guðbjörn Gíslason frá miðdal í 50 metra sundi. Á næstu árum voru mót haldin í Gufunesi og við Hafravatn og árið 1915 hófst þáttur langhlaupara í héraðinu með hlaupi frá Leirvogstungu að Grafarholti.
“ Einar Björnsson var sigursæll á mótinu. Löngu síðar lýsti hann kepnninni með þessum orðum: “Þeir voru svo helvíti kaldir í glímunni á æfingum. Ég lá í glímunni og þá sögðu strákarnir: “Hann vinnur allt, hann vinnur allt”, en ég vann ekki allt. Svo var það hérna 400 m hlaup niður allar eyrar, og þar var ég fyrstur. Svo var synt og þá var ég sá þriðji og það var rétt að ég komst lifandi í land. Við syntum í Naustanesi í Kollafirði.”( þetta innskot hér er tekið úr bókinni Mosfellsbær )alltaf sko, en var alltaf með samt. Jæja, já, ég var þó fyrstur í 100 m hlaupinu í Kollafirði og svo lagði ég alla.
Á fundi Aftureldingar 25. apríl 1909, þegar félagið var tveggja vikna var samþykkt að stofna sundflokk innan þess og á mótum þess áður fyrr var alltaf keppt í sundi. Fyrst um sinn munu sundmenn félagsins hafa æft einkum í Varmárkrókum við Leirvog, en upp úr 1920 lét Sigurjón Pétursson byggja útisundlaug að Álafossi, og árið 1934 var tekið í notkun yfirbyggð laug að Álafossi. Helstu frumkvöðlar íslenskrar glímu innan Aftureldingar voru Kolbeinn í Kollafirði, Magnús á Völlum, Einar á Norður-Gröf, Jónas Magnússon í Stardal, Sveinn Árnasson á Álafossi, Björn Björnsson og Pétur Eyvindsson í Grafarholti. Siðar komu Varmadalsbræður til skjalanna, þeir Ágúst, Björgvin, Jon og Þorgeri Jónssynir, og Álfsnesbræður, frændur þeirra, Benedikt, Þorkell og Þorlákur Kristjánssynir. En síðar bættust í hópinn Hjalti Þórðarson á Æsustöðum og Grímur S. Nordal á Úlfarsfelli, sem hefur lengst allra verið formaður Aftureldingar. Árið 1918 var háð fyrsta íþróttakeppni Aftureldingar og U.M.F. Árið 1950 varð lið Aftureldingar númer 3 í meistaraflokki Alexandra.
Þegar U.M.F. Afturelding varð 70 ára árið 1979 voru fjórir af stofnendum enn á líf og það voru þau: Einar Björnsson á Litlalandi, Kjartan Magnússon á Hraðastöðum, Jórunn Halldórsdóttir frá Bringum og Guðmundur Þorláksson í Seljabrekku. Höfðu þau öll verið gerð að heiðursfélögum.(mosfellsbaer.is)
Móðir Einars Björnssonar, sem
myndin er af var:
Margrét Jónsdóttir
Fædd á Þorláksstöðum, Kjósahr. Kjós 23. september 1852. Látin 30. ágúst 1930. Hún bjó með Birni manni sínum í Laxnesi í Mosfellsdal fyrstu tvö hjúskaparárin. Þau fluttu þaðan upp undir Sjávarhóla á Kjalarnesi og síðan að Morastöðum þar sem Björn dó. Húsfreyja á Morastöðum í Kjós og síðar í Norðurgröf á Kjalarnesi. Margrét Jónsdóttir giftist 25.10 1879 Birni Kaprasíusarsyni 1849-1891, var í Reykjavík Gull. 1860, bóndi á Morastöðum í Kjós. Björn og Margrét bjuggu í Laxnesi í Mosfellsdal í nokkur ár. Þau fluttu þaðan upp undir Sjávarhóla á Kjalarnesi í kringum 1888 og síðan að Morastöðum þar sem Björn dó. Björn dó úr lungnabólgu. Samkv. viðtali við Einar Björnsson tekið um 1982, þá bjó Margrét áfram í um 2-3 ár ásamt tveimur af systkinum hennar. Einn bróðir og ein systir voru hjá Margréti. Margrét og Björn eignuðust þrjá syni:
1. Óskírður drengur 1881-1881
2. Eyjólfur Björnsson 1882-1941, hann hvarf með togaranum Jarlinum á stríðsárunum. Hann var giftur Guðrúnu Guðmundsdóttur 1895-1973. Eyjólfur og Guðrún áttu þrjú börn.
3. Einar Björnsson 1887-1988, sjá meira um Einar hér fyrir ofan.
Seinni maður Margrétar var Einar Jónsson 1853-1924 og eignuðust Margrét og
Einar tvær dætur saman:
Jórunn Jóhanna Einarsdóttir 1894-1966, hún var gift Sigurði Kristni Pálssyni 1886-1950.
Bjarnfríður Einarsdóttir 1897-1973, ljósmóðir,
ógift og barnlaus
Um Einar stjúpa sinn segir Einar Björnsson sonur Margrétar í viðtali árið 1979:”Hann var voðalega dulgegur karl og mikill orkumaður og fyrirferðarmaður. Mikill skapmaður, svoleiðis, að hann réði ekkert við skapið, hann lamdi fullorðna menn eins og fisk, ef honum líkaði ekki við þá, en allra manna duglegastur og mátti náttúrlega ýmislegt gott af honum læra”. Á öðrum stað segir Einar Björnsson um stjúpa sinn: “Hann var svoleiðis saman settur þessi karl, að hann var afskaplega góður við smákrakka en svo þegar þau fóru að fá sjálfstæðar skoðanir á mönnum og málefnum, ja þá breyttist viðhorfið”. “Hann var framfaramaður hann stjúpi minn og ég held að það sé ábyggilegt, að hann var fyrsti maður á Kjalarnesi, sem keypti hestvagn. Hann setti einnig upp fyrstu vatnsdæluna við íbúðarhús”.
Móðir Margrétar Jónsdóttur var:
Jórunn Þorsteinsdóttir
Fædd á Þorláksstöðum, Kjósahreppi, Kjós. 26. september 1830. Látin 4. febrúar 1884. Húsfreyja á Írafelli í Kjós. Hún giftist 11.07. 1852 Jóni Jónssyni 1823-1891. Þau eignuðust níu börn: Margrét 1852, Helga 1856, Eyjólfur 1858-1877, Ólafur 1859-1859, Guðbjörg 1861-1947, Ólafur 1864-1948, Jón 1858-1959, Guðmundur 1872-1883, Jóhann 1874-1907.
Írafellsmóri: Langalangafi Jórunnar í föðurætt hét Þorvarður Einarsson 1691, hann átti m.a. tvo syni Snæbjörn 1720, sem var langafi Jórunnar og Kort 1760, sem er sá maður sem Írafellsmóri var vakinn upp til að angra.
Móðir Jórunnar Þorsteinsdóttur var:
Margrét Guðmundsdóttir
Fædd á Þorláksstöðum 15. desember 1802. Látin á Þorláksstöðum 3. júní 1858. Húsfreyja á Þorláksstöðum í Kjós 1845. Maður Margrétar var Þorsteinn Torfason fæddur 1790, hann var fæddur á Gullberastöðum, Lundareykjadalshreppi, Borg., bóndi á Þorláksstöðum í Kjós, vinnumaður á Sigmundarstöðum, Stóraássókn, Borg. 1801. Þorsteinn lést á Þorláksstöðum 7. júlí 1882. Þau giftu sig 22.10 1823. Þau eignuðust seks börn:
1. Guðrún 1824-1889, Guðmundur 1826-1827, Katrín 1829-1833, Jórunn 1830, Katrín 1837-1879, Þórður 1844-1899.
Úr Kjósverjar : (Ég fékk bókin Kjósverja lánaða, hef hana ekki við hendina, en sé að hér inn á milli eru mjög sérkennilegar setningar, sem ég þarf að komast til botns í t.d. næst, þegar ég fer til Íslands.)
Guðmundur Guðmundsson faðir Margrétar fæddur 1749, dáinn 1. okt. 1816 bjó á Þorláksstöðum í Kjós. Foreldrar hans voru þau Guðmundur Magnússon bóndi í Eilífsdal f.1713, dáinn 1781 í Eilífsdal(foreldrar Guðmundar Magnússonar: Magnús Eyjólfsson bóndi í Eilífsdal og Valgerður Þórarinsdóttir****) og Guðrún Bárðadóttir f. 1714 og d. 1779 í Eilífsdal(foreldrar Guðrúnar: Bárður Þorleifsson bóndi í Bæ og Málhildur Gísladóttir). Guðmundur Guðmundsson bjó í Eilífsdal frá 1781-1801, en á þeim árum eignaðist hann Þorláksstaðina og bjó þar frá 1801 og til æviloka. Hygginn búmaður, og trúverðugur, hreppstjóri var hann lengi. Hann var þríkvæntur og var fyrsta kona hans Kristrún Ólafsdóttir, d. um 1785 og áttu þau engin börn. Móðuharðindin voru þá nýafstaðin , en þau gerðu flesta bændur nær öreiga, nema fasteignir kæmu til, því að lifandi peningur féll mjög. ((Þeir feðgar Guðmundur Magnússon og Magnús Eyjólfsson voru dugnaðarmenn og búmenn góðir, en höfðu landþrengsli. Lögðu þeir því Elífsdalhjáleiguna undir heimajörðina.) Hér er eitthvað rugl á nöfnum)) önnur kona Guðmundar Guðmundssonar var Agatha Þorvarðardóttir f.1762, d. 1788 26 ára gömul og jarðsett 26. september. Agatha þessi var dóttir Þorvarðar Einarssonar(Þorvarður þessi var langalangafi Jórunnar móðurömmu afa Einars Björnssonar, svo að önnur kona Guðmundar var einnig skyld okkur), bónda og lögréttumanns á Kiðafelli og Brautarholti og síðari konu hans Sólveigar Kortsdóttur. Með Agöthu fékk Guðmundur allmiklar eigur. Þar á meðal 10 hundruð í Tindsstöðum, 16 hundruð í Saurbæ á Kjalarnesi og 50 ríkisdali í Innréttingarhlutabréfum í Reykjavík. Einkadóttir Guðmundar og Agöthu var Kristrún f. 5.okt.1787, kona Guðmundar Eyjólfssonar óðalsbónda á Sandi*. Þriðja kona Guðmundar á Þorláksstöðum var Guðbjörg Halldórsdóttir (ættmóðir Litlalandssystkyna og má sjá nánar um hana aftar í skjali), hún bjó eftir lát manns síns á Þorláksstöðum. Börn þeirra voru: Vigdís fædd í mars 1790 kona Ólafs Bjarnasonar í Flekkudal, Halldór fæddur í janúr 1802, dó sama ár, Agatha f. Í janúar 1802 dó sama ár, Margrét f. 16. des 1802, Magnús fæddur 12. nóvember 1806, bónadaefni, dáinn 23. nóvember 1826 á Þorláksstöðum 20 ára gamall.
*Sonur Kristrúnar og Guðmundar Eyjólfssonar, Gísli Guðmundsson f. 11. júlí 1817, dáinn 13. apríl 1899 á Kiðafelli, bjó í Eyrar-Útkoti. Gísli setti saman bú þar og bjó þar frá 1845-1882, en brá þá búi fyrir tengdason sinn Gest er hafði búið þar nokkur ár í tvíbýli með vaxandi fjölskyldu. Árið 1885 fluttist Gísli frá Eyrar-Útkoti að Kiðafelli með Guðrúnu dóttur sinni sem þá var orðin ekkja og þar átti hann heima til æviloka. Kona Gísla var Sesselja Kortsdóttir (gift 24. okt 1844), hún var fædd 21. ágúst 1822, dáin 11. júní 1911 í Bæ, Kortsdóttir bónda í Eyrar-Uppkoti, Kortssonar og konu hans Guðrúnar Ólafsdóttur.(Sesselja var nátengd í föðurætt Jórunnar móður Margrétar Guðmundsd)
****Móðursystir Valgerðar, Ingibjörg Vigfúsdóttir f. 1636, átti m.a. son er Hjálmur Jónsson hét 1659 og bjó hann á Valdastöðum í Kjós. Um hann stendur í Kjósverjar:
“Hjálmur Jónsson f. 1659. Dáinn 1725 á Valdastöðum.Foreldrar: Jón Ásmundsson bóndi í Hvítanesi og kona hans Ingibjörg Vigfúsdóttir. Hjálmur bjó allan sinn búskap á Valdastöðum, frá 1696 til æviloka, hann tók jörðina næstur eftir Odd Hallvarðsson. Hjálmur var góður bóndi og vel við efni. Í jarðabókinni frá 1705 er hann talinn eiga þriðjung í Hvítanesi, en kona hans átti deil í Hvammi og annan í Möðruvöllum. Hreppsstjóri var hann í sveit sinni til æviloka. Kona hans var Málhildur Ólafsdóttir, er bjó eftir mann sinn á Valdastöðum. Hún var fædd 1660. Dáin 1747 í Káraneskoti. Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson bóndi í Hvammi og Valgerður Ólafsdóttir. Málhildur var tvígift fyrri maður hennar var Snorri Þórðarson frá Möðruvöllu, Ormssonar og konu hans Ingibjargar Guðmundsdóttur. Snorri þessi dó nýlega kvæntur og lét ekki eftir sig börn. Málhildi konu sinni gaf hann í tilgjöf þrjú og hálft hundrað úr óðalsjörð sinni Möðruvöllum, síðan giftust Málhildur Hjálmi en missti hann eins og áður er getið 1725, hún bjó svo framvegis ekkja á Valdastöðum og vegnaði vel í sambýli við Jón son sinn, sem hafði til ábúðar hálfa hálflenduna til 1741. Það ár makaskipti Málhildur eignahlut sínum í Hvammi(4 hundruðum) og eignarhluta sínum í Möðruvöllum (þrjú og hálft hundra) við Þorðvarð lögréttumann Einarsson(sjá meira um hann á öðrum stað í skjali hann var systursonur Málhildar, sonur Sesselju Ólafsdóttur, og var Þorvarður langalangafi langömmu Margrétar Jónsdóttur í móðurætt, svo að sjá má að Málhildur kona Hjálms var tengd okkur á þann veginn) fyrir Káraneskotið 10 hundruð, með hæfilegu millilagi af hennar hendi. Fluttist Málhildur að Káraneskoti með börnum sínum, en lét algerlega af búskap enda komin yfir áttrætt. Málhildur var atgerviskona og mikilsmetin ljósmóðir. Það varð hlutverk hennar eftir skipun sýslumanns að rannsaka ásigkomu lag Guðlaugar Ólafsdóttur í Sogni, er grunur féll á að hafa alið barn á laun 1727.
Hjálmur og Málhildur eignuðust m.a. börnin: Jón f.1796 bjó á Valdastöðum og í Káraneskoti, Guðríður f. 1698,d.1774 giftist ekki og var lengi bústýra hjá Ólafi bróður sínum, Ólafur f. 1699 bóndi í Káraneskoti.”
Móðir Margrétar Guðmundsdóttur var:
Guðbjörg Halldórsdóttir
Fædd 1768. Látin á Þorláksstöðum 4. mars 1845. Dóttir Halldórs óðalsbónda á Tindsstöðum Eyjólfsson(bónda á Meðalfelli og Tindsstöðum Halldórssonar) og móðir hennar var Jódís Þórðardóttir(bónda að Meðalholtum í Flóa, Þorsteinssonar) húsfreyja á Þorláksstöðum í Kjós. húsfreyja í Eilífsdal, Saurbæjarsókn á Kjalarnesi, KJós 1801. Espólín nefnir Tómas og Ólöfu meðal barna hennar, en þau munu vera systkini hennar. Hún var gift Guðmundi Guðmundssyni frá Eilífsdal í Kjós fæddur 1749 og lést Þorláksstöðum í Reynivallasókn 1. október 1816. Ætt Guðmundar bjó í marga ættliði í Elífsdal. Eins og getið er framar í skjali var Guðbjörg þriðja kona Guðmundar og missti hún hann 1816. Hann lét eftir sig mikil efni, gott bú og jarðirnar Þorláksstaði, 10 hundruð í Melum á Kjalarnesi og hluta úr Auðsholti í Biskupstungum, sem var föðurarfur Guðbjargar. Börn þeirra hjóna voru ekki fullveðja er faðir þeirra féll frá hélt Guðbjörg því áfram búskap og bjó á hálfri jörðinni Þorláksstöðum frá 1816-1830, brá hún þá búi og lifði á eigum sínum í skjóli dætra sinna það sem eftir var ævi.Guðbjörg og Guðmundur eignuðust fimm börn: Vigdís 1790-1820, Halldór 1802-1802, Agatha 1802-1802, Margrét 1802, Magnús 1806-1826.
Móðir Guðbjargar Halldórsdótur var:
Jódís Þórðardóttir
Fædd 1727, ættuð frá Meðalholtum. Var í Meðalholti, Gaulverjabæjarhreppi, Árn. 1729. Hún var gift Halldóri Eyjólfssyni fæddur 1729 og var Kjósverji í marga ættliði, hann lést 1802., bóndi á Tidnstöðum í Kjós. Þau eignuðust fjögur börn: Bjarni 1765-1819, Guðbjörg 1768, Eyjólfur 1769-1769, Ólöf 1771-1847.
Móðir Jódísar Þórðardóttur var:
Steinunn Eyjólfsdóttir
Fædd í Gaulverjabæjarsókn, Árn. 1692, var á Ragnastöðum, Bæjarhreppi, Árn. 1703. Hún giftist Þórði Þorsteinssyni 1667, bóndi í Meðalholtum eystir, Bæjarhreppi, Árn. 1703, bóndi í Mið-Meðalholtum 1708, bóndi í Meðalholti 1729. Þau eignuðust fjögur börn: Vorumur 1725(nafnið Vorumer er sagt vera það sama og Ormur), Jón 1726-1809, Jódís 1727, Jörgen 1731-eftir 1807.
Móðir Steinunnar Eyjólfsdóttur var:
Hallgríma Guðmundsdóttir
Fædd 1669, húsfreyja á Ragnastöðum Bæjarhreppi, Árnessýslu 1703. Hún var gift Eyjólfi Narfasyni 1663, var á Ragnastöðum 1703, bóndi i Vestri-Hrútsstaðarhjáleigu, Bæjarhreppi 1708, bóndi í Austur-Meðalholti, Gaulverjarbæjarhreppi, Árn. 1729. Þau eignuðust fjögur börn: Steinunn 1692, Páll 1698, Narfi 1700, Þuríður 1701.
Við hæfi kannski að setja inn hér vísu, sem m.a. viðkemur Flóanum, en svo ku Brynjólfur biskup í Skálholti hafa sagt um sveitir þar nálægar:
Grímsnes hið góða
og Gullhreppar.
Sultar Tungur
og Svarti Flói.
Móðir Hallgrímu Guðmundsdóttur var:
Guðrún Sigvaldadóttir
Fædd 1638. Húsfreyja á Rútsstöðum, Bæjarhreppi, Árn. 1703. E.t.v. systir Margrétar Sigvaldadóttur. Búandi ekkja á Rútsstöðum 1708. Guðrún var gift Guðmundi Guðmundssyni 1626-fyrir 1780, bóndi og hreppstjóri á Leiðólfsstöðum í Stokkseyrarhreppi, Árn., síðar á Rútsstöðum í Bæjarhreppi, Árn. 1703. Þau eignuðust sjö börn: Ástríður 1665, var á Rútsstöðum 1703, Ísólfur 1666, bóndi á Urriðafossi, Villingarholtshreppi, Árn. 1703, virðist vera sá sem var bóndi á Rútsstöðum 1708, bóndi í hjáleigu á Rútsstöðum, Gaulverjabæjarhreppi, Árn. 1729, Hallgríma 1669, Valdís 1671, Auðbjörg 1673, Jón 1678 og Gunnhildur 1680, þessi fjögur síðast töldu voru á Rútsstöðum 1703.
Grímsstaðaannáll: árið 1702 brann hjáleiga hjá Rútsstöðum. “Köfnuðu naut öll, menn skaðaði ekki” segir í Setbergsannál.
Fitjaannáll og fleiri annálar segja frá atburði er átti sér stað á Rútsstöðum árið 1666, en ekki get ég vitað hvort að atburður sá hefur nokkuð með okkar ættingja að gera, né er kona þessi nefnd á nafn, en svo segir:”Öndverðlega á þessum vetri kom upp óbótamál. Austur í Flóa, á Rútsstöðum, hafði kona borið út barn sitt, sem hún hafði átt í einföldu frillulífi. Og af því að konungleg befalning var innkomin í landið, að enginn sýslumaður skyldi dæma um þau stórmæli, sem áhrærðu líf eður æru, þá var lögmaðurinn Sigurður Jónsson til kvaddur af sýslumanninum Jóni Vigfússyni eldra á Hvoli,. austur að ríða. Konan var dæmd á Vælugerðisþingi og réttuð. (Í öðrum annál er hún sögð dæmd til dauða).”
---------------------------------
Lengra aftur kemst ég, því miður ekki, að svo stöddu, með móðurætt Einars Björnssonar í kvenlegg, en við vindum okkur í föðurætt Margrétar Jónsdóttur, móður Einars Björnssonar, föður Margrétar Einarsdóttur, móður Hildar Jörundsdóttur
------------------------------------------
Jón Jónsson
Fæddur á Fremar-Hálsi, Kjósahr.Kjós 7. ágúst 1823. Látinn 22. janúar 1891 á Blikastöðum. Bóndi á Írafelli í Kjós.
Var á Fremra-Hálsi, Reynivallasókn, Kjós 1845. Hann var giftur Jórunni Þorsteinsdóttur 1830-1884, Þau giftu sig 11.07. 1852. Þau eignuðust níu börn: Margrét
1852, kona Björns Kaprasíussonar á Morastöðum, síðar giftist hún Einari Jónssyni í Norður-Gröf, Helga fædd 22. okt. 1856, kona Bjarna Jónssonar í Lágholti í
Reykjavík, Eyjólfur fæddur 27.jan. 1858, dáinn 29. nóv. 1877, vinnupiltur á Fremra-Hálsi, Ólafur fæddur 31. maí 1859-1859, Guðbjörg fædd 13. mars 1861-1847 vinnukona í
Norður-Gröf, Ólafur fæddur 10. júní 1864-1948, ökumaður og húseigandi í Reykjavík, Jón fæddur 17. mars 1868-1959, verkamaður og húseigandi í Reykjavík,
synir hans eru Árni kaupmaður og Guðrmundur sjómaður, búsettir í Reykjavík, Guðmundur fæddur 12. mai 1872, dó hjá foreldrum sínum á Skálabrekku 8. júlí
1883, Jóhann fæddur 17. nóv. 1874, skipstjóri í Hafnarfirði, drukknaði 21. mars 1907 af þilskipinu “Kjartan”, dætur Jóhanns eru Sigríður kona Guðjóns Halldórssonar
húsgagnasmiðs í Reykjavík og Guðfinna kona Einars Ermerekssonar múrarameistara í Reykjavík.(heimildir: Íslbók og Kjósarmenn).
Í “Kjósarmenn” segir um Jón : “Jón var í húsmennsku á Þorláksstöðum frá 1853-1854, bjó á Minna-Mosfelli 1854-56, fluttist þaðan að Írafelli og bjó þar frá 1856-81, brá þá búi um sinn, en bjó á Skálabrekku í Þingvallasveit 1883-85 , missti þar konu sína er varð úti í kafabyl. Þá fluttist hann vestur yfir heiði og átti heima í Mosfellssveit og Kjalarnesi til æviloka og dó hjá Guðrúnu systur sinni”. Guðrún þessi var gift Snorra Ólafssyni og bjuggu þau á Blikastöðum í Mosfellssveit. Jón bróðir Guðrúnar og sonur Jóns bónda var vinnumaður á Blikastöðum árið 1890. Vinnukona á Blikastöðum þetta ár var Kristín Sæmundsdóttir bróðurdóttir Jóns Jónssonar bónda og voru Guðrún húsfreyja og Kristín því bræðradætur. Jón Jónsson var orðinn ekkill eins og fram kemur hér framar og lifði hann á eignum sínum.
Írafell er þekkt á nokkruðm stöðum á Íslandi, meðal annars í Kjós, þar sem bæði fell og bær bera þetta nafn. Bærinn er þekktur í rituðum heimildum allt frá 16. öld, en nafn hans kemur fyrst fyrir í fógetareikningum frá 1547-1548(íslensk fonrbréfasafn XII:107)
Ekkert er vitað hve gamalt bæjarnafnið Írafell í Kjós er né heldur hvort það er kennt við þá Íra, sem taldir eru hafa verið hér við upphaf landnáms eða Íra sem hingað komu í verslunarerindum á 15. öld. Hermann Pálsson fjallaði um Íra-örnefni í grein í Skírni 1953(bls.105-111) en hann ræðir ekki Írafell sérstaklega.
Írafell er næsti bær austan við Möðruvelli, sem stendur undir samnefndu felli norðan bæjarins, 260 metra háu. Írafell er kannski þekktast fyrir drauginn Írafellsmóra, sem frá er sagt í þjóðsögunum.
Faðir Jóns Jónssonar var:
Jón Eyjólfsson
Fæddur í Reynivallasókn, Kjós. 17. apríl 1793. Látinn á Fremra-Hálsi í Reynivallasókn, Kjós. 20.mars 1863. Bóndi á Fremra-Hálsi í Kjós. Foreldrar: Eyjólfur Magnússon bóndi á Írafelli og kona hans Ragnhildur Sigurðardóttir. Jón bjó á Fremra-Hálsi 1822- 1863. Hann tók við góðum efnum með konu sinni, sem var einbirni og hélt þeim vel við, var hann oft með gjaldarhærri bændum til sveitarframfærslu en hafði þó sjálfur stóran hóp barna á framfæri. Var á Írafelli í Reynivallasókn, Kjós. 1801. Jón var giftur Agöthu Einarsdóttur 1802(Agatha þessi var dóttir Einars Björnssonar 1776-1822, bónda á Fremra-Hálsi í Kjós**), þau giftust 09.10 1822. Þau eignuðust 16 börn: Jón 7. ágúst 1823 bóndi á Írafelli, Margrét 7. ágúst 1824-1915 kona Eyjólfs Þorsteinssonar á Írafelli, Sólveig 13. sept. 1825-1859 kona Sigurðar Kortssonar á Litla Hólmi í Leiru, dætur þeirra voru Kristín og Sólveig er báðar ólust upp hjá náungum sínum í Kjós, Ingibjörg 26. sept. 1826 dó ungabarn, Sæmundur 13. júní 1829-1906 bóndi í Hvammi, Úrsúla
4. sept.1830-1830, Ingibjörg 15. des.1831-1928 kona Magnúsar Guðmundssonar í Digranesi þeirra sonur var Jón faðir Guðgeirs bókbindara í Reykjavík, Einar* 10. feb. 1833-1914 bóndi á Fremra-Hálsi, Þórður 3. sept 1834-18. júlí 1836, Ragnheiður(Ragnhildur í Kjósverjar og í Kjósarmenn)26. sept, 1836-1911 vinnukona á Fremra-Hálsi 1870, Þórður 7. júlí 1838 vinnumaður í Reynivallasali (Seljadal)1870, Guðrún 17. okt. 1839-1892 kona Gísla Daníelssonar bónda og sýslunefndarmanns í Stíflisdal, Agatha 26. apríl 1841-25. júlí 1843, Guðrún 1843, Guðrún 7. mars 1843-1932 kona Snorra Ólafssonar á Blikastöðum, Ragnhildur 17. janúar 1847-13. nóv.1849.
Agatha eiginkona Jóns lifði mann sinn , en hún hélt áfram búskap á Fremra-Hálsi til æviloka og var jörðin í ábyrgð dánarbús hennar til fardaga 1868, en þá tók við Einar sonur Agöthu og Jóns.(Ísl.bók og Kjósverjar)
*Einar sonur Jóns og Agöthu tók við búskap á Fremra-Hálsi eins og áður segir og um hann segir m.a.í Kjósverjar:
“Einar tók við búi á Fremra-Hálsi 1868 eftir að hafa verið ráðsmaður þar frá 1863(er faðir hans dó Hj)og bjó þar til 1897, brá hann þá búi og var heimilsmaður hjá Einari syni sínum á Fremra-Hálsi og fluttsist síðan með honum að Skeggjastöðum í Mosfellssveit þar sem hann lést árið 1814. Hann naut trausts sveitunga sinna, var maður vel greindur, upplýstur í betra lagi og skrifaði góða rithönd. Hann var fyrstur kosinn hreppsnefndaroddviti í sveit sinni, þegar hreppsnefndir voru settar til að annast sveitastjórn. Því embætti afsalaði hann sér að ári liðnu, en sat í hreppsnefnd öll sín búskaparár. Einar sonur hans tók við búinu 1897 og bjó þar til 1908, er hann fluttist búferlum að Skeggjastöðum í Mosfellssveit.”
**Um Einar Björnsson föður Agöthu segir í Kjósverjum:
“Einar Björnsson fæddur 1775. Dáinn 5. mars 1822 á Fremra-Hálsi. Foreldrar: Björn Stefánsson bóndi á Írafelli og kona hans Úrsúla Jónsdóttir. Einar bjó á Fremra-Hálsi 1804-1822, fyrstu þrjú árin í sambýli við Guðmund Jónsson. Einar var vel efnaður og talinn með best stæðu bændum í sveit sinni. Kona hans var Margrét f. 1774 d. 14. júní 1859, Jónsdóttir bónda á Reykjum í Lundarreykjadal, Helgasonar og konu hans Guðrúnar Þórðardóttur frá Morastöðum, Gissurarsonar. Margrét var alsystir Guðrúnar konu Guðmundar Ólafssonar í Hækingsdal. Einkadóttir Einars og Margrétar var Agatha f. 1802 kona Jóns Eyjólfssonar á Fremra-Hálsi”
Faðir Jóns Eyjólfssonar var:
Eyjólfur Magnússon
Fæddur 1750. Látinn í Reynivallasókn, Kjós. 22. mars 1833 á Fremra-Hálsi. Eyjólfur bjó á Fossá í skjóli móður sinnar 1780-1781, fluttist þá að Mýrarholti á Kjalarnesi, en á Írafelli bjó hann frá 1784-1816, þá brá hann búi og var síðustu æviár sín hjá syni sínum Jóni á Fremra-Hálsi. “Velgreindur og forstöndugur” sbr. Sálnaregistur Reynivalla 1790. Hann var giftur Ragnheiði (Ragnhildi)Sigurðardóttur bónda í Skorradal , Einarssonar á Englandi( hún var nefnd Ragnhildur í Borgfirskum) hún er fædd 1752 í Fitjum í Skorradal. Ragnheiður og Eyjólfur eignuðust fjögur börn: Þóranna 17. mars 1782-1861 kona Gísla Gíslasonar á Sogni, Sighvatur 1783(1784 segir í Kjósverjum), Magnús 1785-um 1828 bóndi á Írafelli, Jón 17. apríl 1793 bóndi á Fremra-Hálsi.
Í handriti Jósafats Jónassonar eftir sögnum á Hvalfjarðarströnd segir um Eyjólf:” hann var líkur föður sínum í flestu, gáfaður og vel að sér sem hann, en hið mesta illmenni og ekki frómur. Meðan Eyjólfur bjó á Fossá, er sagt að hann hafi valdið því, að nokkrar sauðkindur hurfu skyndilega frá einum eða fleir af nábúum hans. Var Eyjólfur grunaður um stuld þennan, og átti því að leita þjófaleit á bæ hans. En er hann frétti, hvað í ráði var. lét hann hið stolna fé í gryfju eina dimma, er var undir baðstofugólfi á Fossá, og mátti þar ekki sjá það, nema fjalirnar í gólfinu væru upp teknar. Og til þess að ekki heyrðist jarmur kindanna, tók hann það ráð að skera úr þeim tungurnar. Má af þessu marka innræti hans, og hefur honum þar svipað til föður síns. Þó að hið stolna fé fyndist ekki að þessu sinni hjá Eyjólfi, höfðu menn þó stöðugt grun á honum, enda komst síðar upp, að hann hafði ekki verið grunaður ástæðulaust, og er sagt, að Eyjólfur hafi þá verið dæmdur á manntalsþingi.”
Um Magnús Eyjólfsson
son Eyjólfs og Ragnheiðar og þá bróður Jóns Eyjólfssonar ættföður okkar segir m.a. í Kjósverjum:
“Magnús bjó félagsbúi við foreldra sína á Írafelli frá 1809-1816, en tók þá við jörðinni og bjó þar til æviloka. Hann var maður ekki vinsæll, drykkfelldur, stórlyndur og ekki við alþýðuskap, hann bjó ósnoturt og var þó bjargálna. Á hann sannaðist sauðaþjófnaður, var hann af þeim sökum dæmdur í Landsyfirrétti 1827 í 60 vandarhagga refsingu og kona hans hlaut 10 vandarhögg fyrir vitund og nautn þýfisins. Magnús mun þó aldrei hafa tekið út refsinguna því hann mun hafa verið dáinn áður en til þess kom. Ekki hefur tekist að finna dánardag hans, en að skipun sýslumanns var dánarbú hans skrifað upp 12. júní 1828 og selt við opinbert uppboð á Írafelli 11. júlí sama ár, en skipti þess milli erfingja fóru fram 29. sept um haustið næsta eftir. Kona Magnúsar var Katrín f.1781 d. 22. júni 1845 í Sogni, Nikulásdóttir, bónda í Vesturkoti í Leiru, Bjarnasonar og konu hans Ragnhildar Jónsdóttur. Katrín fékk gott orð þó hún af umkomuleysi flæktist í afbrot bónda síns. Hún varð um skeið, eftir lát manns síns, bústýra hjá Markúsi Guðmudnssyni á Þrándarstöðum, en þegar hann eignaðist barn við Þorbjörgu Þórðardóttur vinnukonu á Fossá , lét Katrín henni eftir bústýrusætið. Katrín dó hjá Kristínu dóttur sinni á Sogni.”
Einnig segir í Kjósverjum, sem að segir kannski svolítið um þessa menn, sem hér hefur verið skrifað um:
Við Fossánni tekur maður er hét Bjarni Jónsson og er alsendis óskyldur ætt þessarri en var efna- og dugnaðarmaður og sagt er um bæ þennan, þegar hann tekur við:
“Hafði Fossáin áður en Bjarni tók við henni lengi verið í niðurniðslu(Magnús bjó þar til 1816, Bjarni tekur við 1817) og stundum verið setin tveimur fátæklingum samtímis, staðnæmdust því efnilegri bændur þar ekki þótt þangað flyttust í bili”
Faðir Eyjólfs Magnússonar var:
Magnús Sighvatsson
Fæddur 9. júní 1704(Í “Kjósverjum” er hann sagður skírður 9. júni 1704 en fæðingardags ekki getið, á öðrum stað í Kjósverjum við bæinn Hurðabak er hann sagður f. 9. júni). Látinn á Fossá í Kjós 1779. Bóndi á Fossá í Kjós. Hann var giftur Þuríði Magnúsdóttur 1703, hún lést á Írafelli í Rynivallasókn 1780. Magnús og Þuríður eignuðust sjö börn: Guðrún 1728-1805, Oddný um 1730-1805, Kristín 1733-1809. Jón 1735-1805, Ingigerður 1736, Málhildur um 1741-1790, Eyjólfur 1750.
“Magnús bjó á Fossá frá 1728 til æviloka. Um hann hefur margt misjafnt verið sagt og ritað, enda var hann óvinsæll og sagður
misindismaður, en ekki sést af dómabókum sýslunnar, að hann hafi sætt opinberum ákærum eða verið dæmdur til refsingar, má því telja víst að ýmsar af
sögum þeim er af Magnúsi gengu hafi fremur verið sprottnar af óvinsældum hans en illverkum. T.d. segir ein sagan þannig frá að Magnús hafi verið á ferð með síra Einari Illugasyni
á Reynivöllum (d.1758) hafi Magnús ráðist á prestinn, drepið hann og síðan rænt líkið miklu fé. Hið sanna um dauða prests er, að hann var í kaupsstaðarferð
og reið kófdrukkinn frá lest sinni og samferðarmönnum, síðan hafi hann fallið af baki í Svínaskarði og annar fótur hans orðið fastur í ístaði hnakksins og hestur dregið
prest áfram. Þannig leikinn fannst prestur dauður.(sjá ennfremur annál Sæmundar lögrm. Gissurarsonar). Um peningahvarf af líki síra Einars geta hvorki annállinn né aðrar samtímaheimildir.
(Grímsstaðaannáll segir svo um þetta mál við árið 1758, að séra Einar Torfason á Reynivöllum í Kjós(bjó á Vindási) að hann hafi verið
á leið suður á nes í gegnum Svínaskarð, þar fannst hann blár og blóðrisa um alla bringuna og um andlitið og jafnvel laskað höfðuð, sumir segja með hnífsáverka
á hálsinum, meinast af mönnum gerðan.l Segja sumir að maður hafi honum samferða orðið og hann í burtu þá fannst, ásamt peningar,sem á honum vera áttu,
eitthvð undir tuttugu(líklega ríkisdalir). (Neðanmáls stendur svo það var 25. júlí sunnan undir Svínaskarði, sem prestur fannst. Ætluðu sumir, að Magnús
Sighvatsson á Fossá, alræmdur misindismaður, mundi valdur að dauða hans, en aldrei varð það uppvíst. HJ)
Kona Magnúsar var Þuríður Magnúsdóttir fædd 1703 dáin 1780 á Írafelli. Foreldrar hennar voru: Magnús Gunnlaugsson bóndi í Lambhúsum og kona hans Oddný Guðmundsdóttir. Þuríður bjó eitt ár á Fossá, eftir Magnús látinn 1779-1780, að líkindum til að Eyjólfur sonur hennar hefði jarðnæði, en hann var kvæntur í hennar skjóli. Börn Magnúsar og Þuríðar voru: Guðrún f.um 1728 giftist ekki, en var vinnukona foreldra sinna meðan þau lifðu d. 18.sept 1805(í Kjósarmenn er hún sögð hafa látist 11. sept.1805) á Írafelli, Oddný f. 1730, barnsmóðir Halldórs Eyjólfssonar á Tindsstöðum(sonur þeirra var Páll bjó í Ártúnum á Kjalarnesi), síðan giftist hún Vigfúsi Hinrikssyni á Morastöðum, Kristín f. 1734 giftist ekki hún var lengi vinnukona í Miðdal d. 21. júlí 1809 á Írafelli, Jón f. 1735 hann bjó ekki en var oft viðloðandi á Írafelli og dó þar 25.des 1805 ógiftur þurfamaður(sonur hans var Magnús barnsfaðir Guðrúnar Pálsdóttur í Bæ, þeirra dóttir var Guðrún kona Jóns Þórðarsonar á Morastöðum), Ingigerður f. Um 1740 giftist ekki, var barnsmóðir Odds Sigurðssonar í Sogni, Málhildur f. Um 1741, kona Jóns Guðmundssonar í Blönduholti, Eyjólfur f. 1750 bóndi á Írafelli.” (Úr Kjósverjar).
Í handriti Jósafats Jónassonar eftir sögnum á Hvalfjarðarströnd segir m.a. um Magnús Sighvatsson: “Hann var forn í skapi og talinn fjölkunnugur. Fremur var hann illa þokkaður meðal nábúa sinna, þó er mælt, að fáir hafi þorað á hann að leita. Magnús var mikill maður og sterkur og illur viðureignar, ef því var að skipta. Hann var allvel efnum búinn og héldu sumir menn, að auður hans væri miður vel fenginn.” segir enn fremur, mjög nákvæmlega frá mannvígi því er hér segir að framan. Magnús er sagður hafa gengið aftur og var lík hans grafið upp og við það jókst draugagangurinn til muna, svo heimafólk á Reynivöllum þorði ekki að fara ferða sinna eða sinna störfum sínum, þegar kvölda tók. Þetta var í tíð séra Sigurðar Sigurðssonar , sem var prestur á Reynivöllum frá 1830-1843 og var hann beðinn um að gera eitthvað í málinu. Hann vígði ýmsa staði þar sem reimleikans varð vart og vígði einnig ýsma staði í kirkjugarðinum og þá einkum þar sem órotnaða líkið hafði fundist(sem talið var Magnús Sighvatsson, þar sem glæpamenn, sem ekki guldu glæpa sinna rotnuðu ekki, segir sagan) og varð reimleika ekki vart eftir það, svo segir í handriti þessu. Svo karlanginn hann Magnús frændi vor hefur gert óskunda bæði lifandi og dauður.
Úr Vallaannál 1703
Haustið gott hvarvetna. ... Vetur til jóla góður hvarvetna, 5 vikur hinar fyrstu, en laugardag hinn 6. (24. Nov.) kom fjúk með snjófergju um flestar sveitir meðal Hafnarfjalls og Ölfusár; hróflaðist af fé sumstaðar um Kjós og Kjalarnes og Mosfellssveit, fannst misjafnt aptur; bar það til þess, að það var hátt í fjöllum, en snögglega kom á. Hélzt fjúkið nokkra daga eptir með norðanrenningum. Varð þá úti Magnús Sveinbjörnsson bóndi á Reynivöllum ... og kona gipt á Æsustöðum í Mosfellssveit er Sigríður hét Tómasdóttir ...
Faðir Magnúsar Sighvatssonar var:
Sighvatur Halldórsson
Fæddur 1662, bóndi að Hurðabaki, Kjósahreppi, Kjós, 1703. Sighvatur bjó á Hurðabaki eftir föður sinn frá um 1700, fyrstu árin í tvíbýli við móður sína. hans kona var Kristín Erlingsdóttir 1664 , bónda og lögréttumanns í Blönduholti Eyjólfssonar og fyrri konu hans Ingibjargar Pálsdóttur. Þau eignuðust seks börn: Margrét “eldri” 1701-1776 kona Gísla Jónssonar á Írafelli, Guðrún 1702, Margrét “yngri” 1702 síðari kona Halldórs stúdents og lögréttumanns í Oddgeirshólum í Flóa, síðar í Saurbæ á Kjalarnesi, Þórðarsonar, sonur þeirr var Sighvatur bóndi í Sogni, Magnús f. 9. júní bóndi á Fossá 1704, Ásbjörn 1705, Einar 1705.
Faðir Sighvats Halldórssonar var:
Halldór Sighvatsson
Fæddur um 1635, bóndi að Hurðabaki í Kjós. Hans kona var HildurJónsdóttir 1638, dóttir Jóns Oddssonar prests á Skrauthólum í Kjós, sonur séra Odds Oddssonar á Reynivöllum, móðir Hildar var Jórunn Ormsdóttir, dóttir Orms Vigfússonar sýslumanns í Eyjum í Kjós, og í móðurætt af prestaslekt á Suðurlandi. hún var orðin ekkja 1703(í Kjósarmenn er hann sagður hafa látist um 1700) og búsett þá að Hurðabaki. Hún hélt búskap áfram þar með börnum sínum í sambýli við Sighvat son sinn a.m.k. til 1705. Þau eignuðust 14 börn: Sighvatur 1662 bóndi á Hurðabaki, Hallgerður um 1667, fyrri maður hennar var Steinólfur Torfason á Þrándarstöðum, síðan giftist hún Semingi Gíslasyni í Hrísakoti, húsfreyja á Þrándarstöðum í Kjós. 1703, en síðar í Hrísakoti í Kjós, Snjólaug um 1670, Halldóra um 1670, Þorkell um 1670, Guðmundur um 1670, giftist ekki ljóst hvar/hvort hann er í manntali 1703, (Guðmundur um 1670(ekki nefndur nema einn Guðmundur í Ísl.bók), Guðríður um 1670, kons Ólafs Jónssonar bartskera, Jón um 1670, Jón um 1670, ekki ljóst hvar/hvort þessi þrjú síðast töldu eru í manntali 1703, Una 1673-1707, vinnukona á Hurðabaki 1703 hjá bróður sínum “Átti tvö launbörn” segir Espólín, dó ógiftu úr bólusóttinni 1707, Oddný 1678-1707, vinnukona á Hurðabaki 1703 varð síðan fyrri kona Þorleifs Jónssonar í Flekkudal(Þessi Oddný er nefnd í Kjósarmenn og Kjósverjar en ekki í Ísl.bók), Oddný 1678-1707, húsfreyja í Neðri-Flekkudal í Kjósm var á Hurðabaki 1703(Þessi Oddný er nefnd í ísl.bók, en ekki Kjósarmenn), Ásbjörn 1681, vinnumaður á Skálholti Biskupstungum, Árn. 1703, Jón 1682, vinnumaður á Hurðabaki 1703, Hallgrímur 1684-1707,hjá móður sinni á Hurðabaki 1703.(Heimildum ber ekki alveg saman um börnin, td. hversu marga Guðmundur hjónin áttu eða Oddnýju)
Faðir Halldórs Sighvatssonar var:
Sighvatur Halldórsson
Fæddur um 1600, ætt hans er ókunn, bóndi í Hækingsdal í Kjós. 1635-1660 eða lengur, segir í Kjósarmenn. Enn fremur segir þar m.a.:” Hann hafði á hendi sveitarstjórn og var maður skilríkur. Hans er getið í dómi á Reynivöllum 1635, er gekk vegna hvarfs 11 ára barns Jóns nokkurs Ólafssonar. Týndis barnið í sendiför fram á Svínadal um sumar. Á manntalsþingi á Reynivöllum 10. maí 1637 var Sighvatur meðal dómsmanna um fjárvörzlu bræðranna Guðmundar og Eyjólfs Narfasona(bræðurHallgerðar,hj) vegna frænda þeirra Teits Guðmundssonar er þá stóð á tvítugu, en hafði ekki öðlast fullt vit.(Sbr.Alþ.b). Árið 1649 var Sighvatur meðal álitsmanna í þrætumáli um Seljadal, milli eiganda Fossár og prestsins á Reynivöllum. Loks var Sighvatur tilnefndur með öðrum að skipta Hvammsvík úr Hvammi 1659”. Hans kona var Hallgerður Narfadóttir 1590, hún var Kjósverji í marga ættliði aftur bæði í móður og föðurætt. Þau eignuðust tvö börn:
- Guðný 1635, húsfreyja á Efra Skarði , Strandahreppi, Borg.1703, kona Bárðar Ólafssonar á Eyri og
- Halldór um 1635, bóndi á Hurðarbaki
Sighvatur var seinni maður Hallgerðar en hún var áður gift Sighvati Sæmundssyni um 1575, bóndi að talið er í Hækingsdal í Kjós, hann varð ekki gamall. Hallgerður og Sighvatur þessi eignuðust tvö börn: Ásbjörn um 1620, bóndi í Gröf í Grafningi, hugsanlega sá, sem að var á Hólum Grímsneshr.Árn.1681 og Guðrún 1621, húsfreyja í Eyjum, Kjósahreppi 1703.
Um Narfa Guðmundsson föður Hallgerðar segir í Kjósarmenn :
Narfi Guðmundsson var fæddur nál.1555. Faðir: Guðmundur Snorrason bóndi á Þorláksstöðum. Narfi bjó á Neðra-Hálsi 1580-1620 eða litlu lengur. Þótt hann byggi allan sinn búskap á leigujörð var hann vel efnaður og jarðeigandi. Hann tók hálfa Þorláksstaði í arf eftir föður sinn, en keypti hina hálflenduna af Jóni bróður sínum. Var kaupbréfið gert að Sogni 28. febr. 1594 oog staðfest með vitnisburði Teits prests Helgasonar að Neðra-Hálsi 9, ágúst 1596, Er fram tekið í kaupbréfinu að jörðin hafi verið óðalseign föður þeirra bræðra. Kona Narfa var Guðríðurf.nál.1563 Teitsdóttir prests á Reynivöllum Helgasonar. Börn þeirra munu vera fædd á árunum 1580-1600.
Móðurætt Jóns Jónssonar, föður Margrétar Jónsdóttur, móður Einars Björnssonar, föður Margrétar Einarsdóttur, móður Hildar Jörundsdóttur verður rakin hér:
Móðir Jóns Jónssonar var:
Agatha Einarsdóttir
Fædd í Raynivallasókn 1802, hún lést 23. júlí 1867 á Fremra-Hálsihúsfreyja á Fremra-Hálsi í Kjós. 1845. Hún var gift Jóni Eyjólfssyni 1793-1863, bóndi á Fremra-Hálsi í Kjós, var á Írafelli Reynivallasókn, Kjós.1801.Hann getur einnig rakið ættir sínar langt aftur í Kjósinni. Agatha hélt búskap áfram á Fremra-Hálsi eftir andlát manns síns og var jörðin í ábyrgð dánarbús hennar til fardaga 1868, en þá tók við Einar sonur Agöthu. Agatha og Jón eignuðust 16 börn:
- Jón 1823
- Margrét 1824-1915
- Sólveig 1825-1859
- Ingibjörg 1826
- Sæmundur 1829
- Úrsúla 1830
- Ingibjörg 1831
- Einar 1833
- Þórður 1834
- Ragnheiður 1836
- Þórður 1838
- Guðrún 1839
- Agatha 1841
- Guðrún 1843
- Guðrún 1843-1932
- Ragnhildur 1847.
Fremri-Hálsættin:
Fremri-Hálsættin í Kjós er rakin í Kjósverjum eins og á öðrum bæjum í Kjós. Þar er byrjað að rekja frá langalangafa Agöthu, sem hét “Árni “eldri”(Íslendigabók nefnir hann, sem “eldri) Ketilsson fæddur 1671. Dáinn 1725. Foreldrar hans voru: síra Ketill prestur að Ásum í Skaftártungu Halldórsson(prests á Kálfafellsstað, í Suðursveit, Ketilssonar) og kona hans Guðrún Vigfúsdóttir, bónda á Herjólfsstöðum í Veri, Jónssonar. Árni var í allmörg ár yfirbryti í Skálholti. Hann bjó í Sölvaholti í Flóa 1703-9, á eignarjörð sinni Laxárnesi í Kjós 1720, en síðast bjó hann á Fremra-Hálsi ? einnig, og mun hafa dáið þar, og þar bjó síðari kona hans eftir hann. Á Alþingi 1720 lét Árni lesa mótmæli sín við sölu eða pantsetningu á eftirlátnum fasteignum Odds sál. Eiríkssonar(afi Sveins Pálssonar, læknis, sem að er náskyldur okkur í ætt afa Sveins Jónssonar) og bauð vegna Vigfúsar sonar síns en dóttursonar Odds sál. fram peninga þeim fasteignum til lausnar er annars færu úr ætt. Bréfið er dags. Í Laxárnesi 15. júlí 1720. Árna er einkum getið á vorþingum í Kjós 1720-25. Fyrri kona var Valgerður f.1678 d.um 1710, Oddsdóttir stúdents á Fitjum í Skorradal, Eiríkssonar á Fitjum, Oddssonar, Skálholtsbiskups, Einarssonar og konu hans Sesselju Halldórsdóttur í Arnarholti í Stafholtstungum, Helgasonar. Hafði Valgerður fyrst átt barn í lausaleik við Jóni Thorlacius sýslumanni í Múlasýslu, það var Ólafur prestur í Stóra-Dal(bjó í Mörk), síðan var hún gefin Árna. Sonur Árna og Valgerðar var Vigfús f.1710 bjó á Leirá og Nesi á Seltjarnarnesi, hann var lögréttumaður 1741-57. Síðari kona Árna var Ragnhildur Þórðardóttir, hún hélt búskap áfram á Fremra-Hálsi, eftir mann sinn. Börn þeirra: Jón f.1712(í Íslendingabók sagður fæddur 1711 og látinn 1752, en í Kjósverjar sagður dáinn 1753), bóndi á Fremra-Hálsi, Gísli í Eyjum og Hæli í Flókadal, Sigurður bóndi á Englandi í Lundarreykjardal, Guðrún kona Sigurðar Jónssonar í Stóra-Ási í Hálsasveit, Hákon bóndi á Hurðabaki í Reykholtsdal, hann kvæntist 1742 í Reykholti.
Ragnhildur Þórðardóttir fædd um 1674. Foreldrar hennar eru af ýmsum ættfræðingum taldir Þórður Steindórsson sýslumaður í Ormsbæ og Guðrún Jónsdóttir frá Heinabergi. Hefur Ragnhildur því verið samfeðra systir Þórðar Skálholtsráðsmanns og bónda í Háfi í Þykkvabæ Þórðarsonar. Hún missti mann sinn Árna Ketilsson 1725 og bjó hún þar ekkja framvegis unz Jón sonur þeirra tók við.”
Ættfaðir Fremri-Hálsættar:
Jón sonur Árna og Ragnhildar tók við búi af móður sinni og bjó á Fremra-Hálsi frá 1733 til æviloka. Jón er talinn ættfaðir Fremra-Háls ættar. “Hann var talinn í röð betri bænda í sveit sinni og gegndi hreppstjórastörfum 1740-47.Kona hans var Guðrún Magnúsdóttir. Hún bjó ekkja á Fremra-Hálsi.
Guðrún var skírð 24. nóv. 1712. Dáin 30. maí 1787 í Kalastaðakoti á Hvalfjarðarströnd. Foreldrar hennar voru Magnús Gunnlaugsson, bóndi á Hurðabaki og kona hans Vigdís Þorleifsdóttir. Guðrún bjó framt til 1772 í sambýli við börn sín og tengdabörn á Fremra-Hálsi. Hún fluttist með Einari syni sínum að Kalatðakoti og andaðist eins og áður segir þar.
Börn þeirra: Ragnhildur f. Um 1736, heimasæta á Fremra-Hálsi, Úrsula f.um 1737, kona Björns Stefánssonar á Fremra-Hálsi og Írafelli(Úrsula og Björn bjuggu á Fremra-Hálsi frá 1763-69,en á Írafelli frá 1769-1783, Á vorþingi í Kjós kvartaði Björn yfir því að þurfa að rýma ábýlisjörð sína Fremri-Háls fyrir manni, sem ekki væri sveitlægur þar í hreppi. Tóku hrepsstjórar máli hans vel og lofuðu að sjá honum fyrir viðunandi jarðnæði sjá nánar um Björn og Úrsulu við frásögn af Írafelli I)höldum áfram með börn Jóns og Guðrúnar og næst á eftir Úrsulu er : Kristín(skv.Íslandsbók fædd 1734-1814) kona Þorkels Bjarnasonar á Kjarvalsstöðum í Reykholtsdal, Helga f. 1742,kona Alexíusar Alexíusarsonar, Helga og Alexíus bjuggu á Fremra-Hálsi frá 1772-85(sjá Útskálahamar). Sverrir nokkur Oddsson, sem fengið hafði byggingarráð í Útskálahamri keyptiFremri-Háls en Alexísu sem bjó þar þá nytjaði Útskálamarinn í byggingu Sverris.
Þórarinn f. 1742, bóndi í Laxárnesi, Einar f. 1744, bóndi í Kalastaðakoti og Stóra-Botni, Guðrún f.1751kona Þórodds Sigurðssonar á Ingunnarstöðum, Guðmundur f. 1752, var ugnlingur á Fremra-Hálsi 1776.
Vorið 1786 flytur áður um talaður Sverrir Oddsson frá Fremra-Hálsi og bæinn kaupir Jón Gíslason og er Fremri-Háls þá aftur kominn í eigu Fremri-Hálsættar, er allavega skyldur því fólki. (Ég þarf aðeins að athuga betur, hvernig þetta hangir saman. En Jón þessi Gíslason er í föður ætt Margrétar Jónsdóttur langömmu á meðan Agatha hér fyrir ofan var gift Jóni Eyjólfssyni, sem var afi langömmu Margrétar. HJ)
Jón þessi Gíslason er fæddur 1736 og lést 1802 og nú held ég áfram að citera Kjósarmenn. “Foreldrar: Gísli Jónsson bóndi á Írafelli og kona hans Margrét Sighvatsdóttir.Jón hóf búskap í föðurleifð sinni hálfum Þrándarstöðum og bjó þar 1770-83, í Reynivalla-Austurkoti 1783-86, fluttist 1786 búferlum að Fremra-Hálsi, keypti jörðina ári síðar og bjó þar til æviloka. Kona hans var Guðrún fædd 1746, d.19. júní 1813 á Möðruvöllum, Jónsdóttir prófasts á Reynivöllum, Þórðarsonar og konu hans Sesselju Guðmundsdóttur.
Móðir Agöthu Einarsdóttur var:
Margrét Jónsdóttir
Fædd 1774. Látin í Reynivllasókn, Kjós. 14. júní 1859. Var í Hækingsdal í Kjós. 1801. Hennar maður var Einar Björnsson 1776-1822, bóndi á Fremra-Hálsi í Kjós, vinnumaður í Hækingsdal i Kjós (hann getur rakið ættir sínar í Kjósinni í marga ættliði aftur)1801. Í Kjósarmenn er Margrét sögð dóttir Jóns bónda á Reykjum í Lundarreykjardal Helgasonar.
Þau eignuðust eina dóttur:
- Agatha 1802.
Móðir Margrétar Jónsdóttur var:
Guðrún Þórðardóttir
Fædd 1750. Látin í Reynivallasókn Kjós 17.febrúar 1837. Húsfreyja í Hækingsdal í Kjós. 1801. Guðrún eignaðist þrjú börn, en föður þeirra er ekki getið í Ísl.bók, hins vegar virðist sem Guðrún hafi gifst manni er Þorsteinn Ólafsson hét, hann var fæddur 1751-1836 og virðist sem að þau hafi ekki eignast nein börn. Börn Guðrúnar voru öll skrifuð Jónsbörn:
- Margrét 1774
- Þórður 1776
- Guðrún 1776-1859.
Í Kjósarmenn er Guðrún sögð eiginkona Jóns bónda á Reykjum í Lundarreykjadal Helgasonar
Móðir Guðrúnar Þórðardóttur var:
Arndís Brandsdóttir
Fædd 1715. Látin á Morastöðum 1785. Húsfreyja á Morastöðum í KJós. Hún var gift Þórði Gissurarsyni 1712-1784, ættaður úr Borgarfirði. Bóndi á Írafelli, Þrándstöðum og Morastöðum í Kjós. Þau eignuðust fjögur börn:
- Brandur 1745
- Sesselja 174
- Guðrún 1750
- Jón 1761.
Um Þórð Gissurarson segir í Kjósarmenn m.a.: “Fæddur um 1712. Dáinn 1784 á Morasöðum. Foreldar: Gissur bóndi í Melkoti í Leirársveit(1703-1709) Þórðarsona bónda á Narfastöðum, Gissurarsonar bónda á Baugsstöðum í Flóa(1634) Þorkelssonar. Þórður bjó á Írafelli 1745-53, á Þrándarstöðum 1762-73 og loks á Morastöðum frá 1773 til æviloka. Kona hans var Arndís f.1715, d.1785 á Morastöðum, Brandsdóttir bónda á Írafelli Jónssonar og konu hans Agöthu Helgadóttur. Meðal barna þeirra voru: Brandur f. 1745, Selsselja f.1746, Guðrún f.1761(Hér ber ekki saman fæðingarári Guðrúnar í Ísl.bók og Kjósarmenn eins og sjá má. HJ), tvígift, fyrri maður hennar var Jón Helgason á Fitjum í Skorradal og var dóttir þierra Guðrún er ólst upp með móður sinn og giftist Guðmundi Ólafssyni í Hækingsdal, síðari maður Guðrúnar Þórðardóttur var Þorsteinn Ólafsson bóndi í Hækingsdal, Jón f. 1761.
Móðir Arndísar Brandsdóttur var:
Agatha Helgadóttir
Fædd 1685, var á Tinnastöðum Kjalarneshreppi, Kjós 1703, húsfreyja á Írafelli, Kjós. Hennar maður var Brandur Jónsson 1673, bóndi á Írafelli í Kjós., lausamaður í Mýrarhúsum, Seltjarnarneshreppi, Gull. 1703. Þau eignuðust fimm börn:
- Jón 1708-eftir 1753
- Gróa um 1708
- Ingveldur um 1714
- Arndís 1715
- Teitur 1723.
Um eiginmann Agöthu er sagt í “Kjósarmenn ”:
Brandur Jónsson fæddur nál. 1673. Hann var lausamaður í Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi 1703, en fluttist síðan upp í Kjós og bjó í Miðdal 1708-23,(á öðrum stað í Kjósarmenn segir að hann hafi búið í Miðdalskoti frá 1708-30) en á Írafelli bjó hann 1735. Kona hans var Agatha f.1685 Helgadóttir bónda á Tindsstöðum, Eyjólfssonar(bónda á Melum á Kjalarnesi Ísleifssonar) og konu hans Helgu Bjarnadóttur, frá Kúludalsá, Eyjólfssonar. Börn þeirra voru;: Jón f.1708, bóndi í Skorhaga, Gróa f. 1709, fyrri maður hennar var Þorsteinn Jónsson í Hvammsvík, síðan giftist hún Ólafi Sæmundssyni í Hvammi, Ingveldur, kona Jóns nokkurs Jónssonar, Arndís f.um 1715, kona Þórðar Gissurarsonar á Morastöðum,(á öðrum stað í Kjósarmenn er hún sögð hafa látist 1785) Teitur skírður 6. nóv. 1723
Móðir Agöthu Helgadóttur var:
Helga Bjarnadóttir
Fædd 1643, húsfreyja á Tinnstöðum(gæti hér átt að standa Tindstaðir í stað Tinnstaða eins og það er skrifað í ísl.bók?) í Kjalarneshreppi, Kjós. 1703. Hennar maður var Helgi Eyjólfsson fæddur 1639(hann á ættir að rekja á Kjalarnesið langt aftur í aldir, barnabarn Ísleifs Eyjólfssonar, stúdents og umboðsmanns í Saurbæ á Kjalarnesi, innritaðist í Kaupmannahfnarháskóla 1599, hyllti konung á Esjubergi í Kjós, 1649). Helga og Helgi eignuðust fjögur börn:
- Þóra 1678, húsfreyja í Miðdal i Kjos,
- Gróa 1679
- Eyjólfur 1683
- Agatha 1685.
Móður Helgu er ekki getið í Ísl.bók. en faðir hennar átti tíu börn með konu sinni fædd frá 1637-1653, svo Helga blessunin kemur þar einhvers staðar inn á milli. Þar sem móðurætt hennar ekki er þekkt tökum við inn hér föður hennar og móðurætt hans.
Ivar Brynjólfsson
Góðan daginn - Margrét Jónsdóttir var langamma mín - mér þykir mjög forvitnilegt að sjá mynd af henni - er nokkur von til að þú vitir hver ljósmyndarinn er?
Ágústa Kristófersdóttir.
Frábær síða og fróðleg.
Hafði mjög gaman að lesa og skoða.
Einar
Jæja Hildur min, nú kom síðan að góðum notum. Ég var að leita að mynd af afa Einari á Google - og lenti auðvitað hér
Hildur
Gott Einar minn, að hún nýttist einhverjum.