Fylgiskjöl með ættartölum

Magnús Árnason 1224 var sonur Árna “óreiða” Magnússonar fæddur um 1180, látinn 23. nóvember 1250, skáld, bóndi og Goðorðsmaður í Brautarholti, síðar í Saurbæ á Kjalarnesi. Í íslenskum fornbréfum er sagt frá Árna nokkrum, sem bjó í Brautarholti og öðrum sem bjó í Saurbæ á 13. öld. Hann mun hafa verið vel þekktur og má því ætla að þar sé um Árna “óreiðu” að ræða en það er þó ekki fullvíst og móðir Magnúsar Árnasonar var Hallbera Snorradóttir fædd um 1201, látin 17. júlí 1231, húsfreyja í Brautarholti og síðar á Flugumýri, dóttir Snorra Sturlusonar fæddur 1179, látin í Reykholti 23 september 1241, goðorðsmaður, skáld, sagnaritari og lögsögumaður í Reykholti, seinni maður Hallveigar og móðir Hallberu Snorradóttur var Herdís Bersadóttir fædd um 1180-1233, bjó líklega á Borg eftir að Snorri fór að Reykholti, sögð Bessadóttir í ísl.fornbréfasafni. Herdís var rík kona og með henni fylgdi goðorð föður hennar. Á  þím tíma gátu konur ekki verið goðar  pg þess vegna kom goðorðið í hlut eiginmanns hennar, Snorra. Hann hélt goðorðinu eftir að hann skildi við Herdísi. Herdís var fyrri kona Snorra, en Snorri átti börn með alls fjórum konum, þar af var hann giftur tveimur þeirra, frh. ættfærslu á ca. bls. 25.


Foreldrar Árna “óreiða” Magnússonar voru Magnús Ámundason fæddur um 1149, hann bjó líklega á Nesi, einnig sagður Ámundarson, móður ekki getið, en Magnús var sonur Ámunda Þorgeirssonar fæddur um 1115, sonur Þorgeirs fæddur um 1075, Þorgeir þessi mun væntanlega hafa verið af ætt Ingólfs Arnarsonar, en allt er óvíst um á hvaða hátt það var. Þess hefur verið getið til að hann hafi verið sonarsonur Hamals Þormóðssonar, eða þá að hann hafi verið sonur eða sonarsonur Skeggja Bjarnarsonar, engar traustar heimildir eru þó fyrir þessum tilgátum, svo ætt Þorgeirs er ekki rakin lengra aftur en móðir Ámunda Þorgeirssonar var Hallfríður Ámundadóttir fædd um 1075. Móðir Magnúsar Ámundasonar var hins vegar Þóra Bjarnadóttir fædd um 1120, dóttir Björns “enski” fæddur um 1090 og Þorgerðar fædd um 1090, dóttir Þorleifar Þórðardóttur fædd um 1060, dóttir Þórðar Steinólfssonar fæddur um 1030, sonur  Steinólfs Þorkelssonar fæddur um 1000, sonur Þorkels Þórðarsonar fæddur um 970, sonur Þórðar Þorkelssonar fæddur um 940, sonur Þorkels Eiríkssonar fæddur um 910, sonur Eiríks fæddur um 880, landnámsmaður við Dýrafjörð. Foreldrar HallfríðarÁmundadóttur voru Ámundi Þorsteinsson fæddur um 1030, sonur Þorsteins Síðu-Hallssonar fæddur um 994-1050 og Yngvildar Bjarnadóttur fædd um 1000 og móðir Hallfríðar Ámundadóttur var Sigríður Þorgrímsdóttir fædd um 1040, dóttir Þorgríms “sviði” fæddur um 1010 og Þóru Snorradóttur fædd um 1020, dóttir Snorra Þorgrímssonar fæddur um 964-1030, Goði á Helgafelli, hann bjó síðar í Sælingsdalstungu í Hvammsfirði í Dalasýslu og Hallfríðar Einarsdóttur fædd um 985. Foreldrar Þorsteins Síðu-Hallssonar voru Síðu-Hallur Þorsteinsson fæddur um 945, Goðorðsmaður, hann bjó á Þváttá í Álftafirði, Suður-Múlasýslu og móðir Þorsteins Síðu-Hallssonar var Jóreiður Þiðrandadóttir fædd um 960, dóttir Þiðranda “gamli” Ketilssonar fæddur um 905, hann var Goði Njarðvíkinga um 10. öld, hann bjó í Njarðvík, Norður-Múlasýslu, sonur Ketils “þrymur” Þórissonar fæddur um 870, landnámsmaður í Fljótsdal, hann bjó á Húsastöðum í Skriðudal, síðar á Arneiðarstöðum við Lagarfljót, Ketill “þrymur” og bróðir hans Atli grautur áttu bú saman og voru fémenn miklir, fóru jafnan til annarra landa með kaupeyri og gerðust stórríkir, segir í Droplaugarsona sögu. Ennfremur segir frá fyrstu kynnum þeirra Ketils “þrymur” og Arnheiðar, en Ketill “þrymur” var þá staddur í Jamtalandi hjá vini sínum er Véþormur hét og var höfðingi mikill. Ketill “þrymur” sér konu að saumum, sem alltaf var grátandi og gengur hann til hennar og spyr: “Hvað kvenna ertu? Arnheiður heiti ég, segir hún. Ketill mælti: hvert er kyn þitt? Hún segir: Ég ætla þig það engu skipta. Hann gróf að vandlega og bað hana segja sér. Hún mælti þá með gráti: Ásbjörn hét faðir minn og var kallaður skerjablesi. Hann réð fyrir Suðureyjum og var jarl yfir eyjunum eftir fall Tryggva. Síðan herjaði Véþormur þangað með öllum bræðrum sínum og átján skipum. Þeir komu um nótt til bæjar föður míns og brenndu hann inni og allt karlafólk en konur gengur út og síðan fluttu þeir okkur móður mína hingað, er Sigríður heitir, en seldu aðrar konur allar mannsali. Er Guttormur(bróðir Véþormars.hj) nú formaður eyjanna”. Ketill keypti svo Arnheiði af Véþormi fyrir hálft hundrað silfurs, sonur Þóris “þiðrandi” fæddur um 840 og móðir Þiðrandi “gamli” var Arnheiður Ásbjarnardóttir fædd um 880, dóttir Ásbjörns jarls skerjablesa í Suðureyjum og móðir Jóreiðar Þiðrandadóttur var Yngvildur Ævarsdóttir fædd um 915, Landnáma segir hana móður Þorsteins, en þar virðast orðin “Jóreiðar móðir” hafa fallið brott, en Yngvildur þessi var dóttir Ævars “gamli” Þorgeirssonar fæddur um 850, landnámsmaður á Arnhallsstöðum, sonur Þorgeirs Vestarssonar fæddur um 830 “Göfugur maður í Noregi” og móðir Yngvildar Ævarsdóttur var Þjóðhildur Þorkelsdóttir fædd um 870, dóttir Þorkels “fullspakur ” fæddur um 840, landnámsmaður í Njarðvík.

Foreldrar Yngvildar Bjarnadóttur eiginkonu Þorsteins Síðu-Hallssonar voru Víga-Bjarni Helgason fæddur um 959, Goðorðsmaður á Hofi, hann var í fóstri í Krossavík, sonur Brodd-Helga Þorgilssonar fæddur um 938-974, hann bjó á Hofi í Vopnafirði og ólst upp hjá Þorsteini “hvíta” afa sínum “Hann gerðist mikill maðr ok sterkr, bráðgerr, vænn og stórmannligr ok ekki málígr í barnæsku, ódæll ok óvæginn, þegar á unda aldri. Hann var hugkvæmr ok margbreytinn”, segir í Þorsteins sögu hvíta. Brodd-Helgi var veginn og móðir Víga-Bjarna var Halla Lýtingsdóttir fædd um 938 og móðir Yngvildar Bjarnadóttur var Rannveig Þorgeirsdóttir fædd um 965, Landnáma segir hana Eiríksdóttur úr Goðdölum, en Ísl.bók segir hana dóttur Þorgeirs Eiríkssonar fæddur um 925, sonur Eiríks Hróaldssonar fæddur um 880, landnámsmaður og bjó að Hofi í Goðdölum, hann er sagður Geirmundsson í Njáls sögu, en ísl.bók rekur ætt hans ekki lengra aftur og móðir Þorgeirs Eiríkssonar var Þuríður Þórðardóttir fædd um 880 og móðir Rannveigar Þorgeirsdóttur var Yngvildur Þorgeirsdóttir fædd um 935, hennar ættir eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók. Foreldrar Þuríðar Þórðardóttur voru Þórður “skeggi” Hrappsson fæddur um 860, landnámsmaður og bjó á Skeggjastöðum, sonur Hrapps Bjarnarsonar fæddur um 815, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770, hersis í Noregi, sonur Veðra-Gríms , hersis í Sogni í Noregi, sonur Hjaldurs Vatnarssonar konungs og Hervarar Þorgerðardóttur , Eylaugsdóttur  konungs og móðir Hrapps Bjarnarsonar var Vélaug Víkingsdóttir fædd um 770 og móðir ÞuríðarÞórðardóttur var Vilborg Ósvaldsdóttir fædd um 860, dóttir Ósvalds helga Englakonungs og Úlfrúnar Játmundardóttur .

Foreldrar Snorra Þorgrímssonar voru Þorgrímur Þorsteinsson fæddur um 938-963, sonur Þorsteins “þorskabítur” Þórólfssonar fæddur 918, hann drukknaði í fiskiróðri, sonur Þórólfs “mostraskeggur” Örnólfssonar fæddur um 842-918, landnámsmaður í Breiðafirði og Unnar fædd um 880 “Segja sumir at hún væri dóttir Þorsteins rauða, en Ari Þorgilsson inn fróði telur eigi með hans börnum” segir Eyrbyggja saga og Ísl.bók rekur ættir hennar ekki frekar og móðir Þorgríms Þorsteinssonar var Þóra Ólafsdóttir fædd um 914 og móðir Snorra Þorgrímssonar var Þórdís Súrsdóttir fædd um 950, dóttir Þorbjörns “súrr” Þorkelssonar fæddur um 910, hann var landnámsmaður í Haukadal, hann kom út til Íslands árið 952, sonur Þorkels “skerauki” fæddur um 880, bjó í Súrnadal og Ísgerðar fædd um 880 og móðir Þórdísar Súrsdóttur var Þóra Rauðsdóttir fædd um 910, ætt hennar er ekki rakin lengra áftur. Foreldrar Hallfríðar Einarsdóttur eiginkonu Snorra Þorgrímssonar voru Einar “þveræingur” Eyjólfsson fæddur um 945, hann bjó í Saurbæ í Eyjafirði, en flutti burt vegna vígaferla, hann bjó síðan á Munkaþverá og móðir Hallfríðar Einarsdóttur var Guðrún Klyppisdóttir fædd um 950, dóttir Klyppis “hersir” Þórðarsonar fæddur um 930, sonur Þórðar “hreða” Hörða-Kárasonar fæddur um 890 “Hann var höfðingi yfir þeim heruðum, er honum váru nálæg. Hann var hersir at nafnbót, en jörlum var hann framar at mörgum hlutum”, segir í Þórðar sögu hreðu, sonur Hörða-Kára Áslákssonar fæddur um 830, skráður til að tengja saman systkyni  og móðir Guðrúnar Klyppisdóttur var Ólöf Ásbjarnardóttir fædd um 930 og eru ættir hennar ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók.


Foreldrar Síðu-Halls Þorsteinssonar voru Þorsteinn Böðvarsson fæddur um 900, sonur Böðvars “hvíti” Þorleifssonar fæddur um 870, landnámsmaður í Álftafirði, hann bjó að Hofi, sonur Þorleifs “miðlungur” Böðvarssonar í Noregi og móðir Siðu-HallsÞorsteinssonar var Þórdís Össurardóttir fædd um 920, dóttir Össurar “keiliselgur” Hrollaugssonar fæddur um 887, sonur Hrollaugs Rögnvaldssonar fæddur um 860 hann var landnámsmaður og bjó undir Skarðsbrekku, hann var ættfaðir Síðumanna sonur Rögnvalds “Mærajarls” Eysteinssonar fæddur um 810-894, hann var Jarl á Mæri, sonur Eysteins Glumru konungs á Englandi og móðir Hrollaugs var Gróa fædd um 810, en móðir Þórdísar Össurardóttur var Gró Þórðardóttir fædd um 900, dóttir Þórðar Illuga Eyvindarsonar fæddur um 870, hann bjó undir Felli við Breiðá. Hrollaugur gaf honum land milli Jökulsár og Kvíár. Þórður Illugi var nefndur “Fellsgoði”  og hafði goðorð um austurhluta Ingólfshverfis, sonur Eyvindar Helgasonar fæddur um 845, sonur Helga Helgasonar fæddur um 810, sonur Helga Bjarnarsonar fæddur um 790, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770, sonur Veðra-Gríms , sonur Hjaldurs Vatnarssonar konunugs og Hervarar Þorgerðardóttur , Eylaugsdóttur konungs og móðir Helga Bjarnasonar var Vélaug Víkingsdóttir fædd um 770.

Foreldrar Brodd-Helga Þorgilssonar 938 voru Þorgils Þorsteinsson fæddur um 912- um 942, hann var veginn af sonum Þorfinns á Skeggjastöðum, sonur Þorsteins “hvíti” Ölvissonar fæddur um 876- um 956, hann var landnámsmaður og bjó að Hofi í Vopnafirði, varð blindur, frá honum eru Hofsverjar komnir, sonur Ölvis Öxna-Þórissonar á Ögðum í Noregi og móðir Þorgils Þorseinssonar var Ingibjörg Hróðgeirsdóttir fædd um 885, húsfreyja á Hofi, dóttir Hróðgeirs “hvíti” Hrappssonar fæddur um 850, hann var landnámsmaður á Skeggjastöðum í Bakkafirði, Norður-Múlasýslu, sonur Hrapps fæddur um 820 og móðir Brodd-Helga var Ásvör Þórisdóttir fædd um 912, hún var nefnd Ólöf í Þorsteins sögu hvíta, dóttir Þóris Graut-Atlasonar fædd um  890, hann bjó í Atlavík, sonur Graut-Atla Þórissonar fæddur um 870, landnámsmaður bjó í Atlavík á Hallormsstöðum, sonur Þóris “þiðrandi” fæddur um 840 og móðir Ásvarar Þórisdóttur var Ásvör Brynjólfsdóttir fædd um 895, húsfreyja í Atlavík, dóttir Brynjólfs “gamli” Þorgeirssonar fæddur um 860, landnámsmaður í Fljótsdal og á Völlum, sonur Þorgeirs Vestarssonar fæddur um 830 “Göfugur maður í Noregi”.


Foreldrar Höllu Lýtingsdóttur eiginkonu Brodd-Helga voru Lýtingur Arnbjarnarson fæddur um 880, landnámsmaður í Vopnafirði, hann bjó í Krossavík, ættfaðir Vopnfirðinga hann er í Vopnfirðinga sögu sagður Ásbjarnarson, en Ísl.bók segir hann son Arnbjörns Ólafssonar fæddur um 850 og er ætt hans ekki rakin lengra, en móðir HölluLýtingsdóttur var Þórdís Hreðlu-Bjarnardóttir fædd um 900, húsfreyja í Krossavík og ætt hennar er heldur ekki rakin lengra aftur í Ísl.bók. 

Foreldrar Þóru Ólafsdóttur , frh. frá bls. ca. 43, eiginkonu Þorsteins “þorskabítur” voru Ólafur “feilan” Þorsteinsson fæddur um 870, landnámsmaður í Hvammi í Dölum, hann var í föruneyti með föður ömmu sinni Auði “djúpúðgu” og móðir Þóru Ólafsdóttur var Álfdís Konálsdóttir fædd um 875, hún var frá Barreyjum, dóttir Konáls Steinmóðssonar fæddur um 855, sonur Steinmóðs Ölvissonar fæddur um 830, sonur Ölvis Einarssonar “barnakarls” fæddur um 810. Ólafur “feilan” Þorsteinsson var sonur Þorsteins ”rauði” Ólafssonar fæddur um 850 Skotakonungur, sonur Ólafs “hvíta” Ingjaldssonar fæddur um 830 herkonungur í Dyflinni, sonur Ingjalds Helgasonar fæddur um 800, sonur Álofar Sigurðardóttur fædd um 780, dóttir Sigurðar “ormur-í-auga” Ragnarssonar , hún var kölluð Þóra í Njáls sögu. Móðir Ólafs “feilan”Þorsteinssonar var Þuríður Eyvindardóttir fædd um 850, dóttir Eyvindar “austmaður” Bjarnarsonar fæddur um 810. Móðir Þorsteins “rauði” Ólafssonar var Auður “djúpúðga” Ketilsdóttir fædd um 830, landnámskona í Hvammi í Hvammssveit, dóttir Ketils “flatnefur” Bjarnarsonar fæddur um 810 á Hebriderne(á vestur strönd S) í Skotlandi, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770, sonur Veðra-Gríms , sonur Hjaldur Vatnarssonar konungs og Hervarar Þorgerðardóttur , Eylaugsdóttur konungs og móðir Ketils “flatnefur” var Vélaug Víkingsdóttir fædd um 770. Móðir Auðar“djúpúðgu var Ingveldur Ketilsdóttir fædd um 810, dóttir Ketils “vefur” hersis í Hringaríki.

Foreldrar Einars “þveræingur” Eyjólfssonar , frh.bls.ca.43, voru Eyjólfur Valgerðarson fæddur um 922, skáld og bóndi á Möðruvöllum, hann drukknaði í Gnúpufellsá og móðir Einars “þveræingur” Eyjólfssonar var Hallbera Þóroddsdóttir fædd um 922, hún bjó á Hanakambi, dóttir Þórodds “hjálmur” fæddur um 890, sagður heita Þóroddur Hjálmsson í Víga-Glúms sögu og Reginleifar Sæmundsdóttur fædd um 890, dóttir Sæmundar “suðureyski” fæddur um 855, landnámsmaður í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Foreldrar Eyjólfs Valgerðarsonar voru Einar Auðunarson fæddur um 895, bjó í Saurbæ í Eyjafirði og móðir Eyjólfs Valgerðarsonar var Valgerður Runólfsdóttir fædd um 890, dóttir Runólfs Gissurarsonar fæddur um 870, sonur Kaðals fæddur um 850, írskur maður, hér skráður til að tengja saman systkynin Rúnólf Gissurarson, Gissur Kaðalsson og Þórdísi Kaðalsdóttur og móðir Valgerðar Runólfsdóttur var Vilborg Ósvaldsdóttir fædd um 860 dóttir Ósvaldar helga Englakonungs og Úlfrúnar Játmundardóttur . Foreldrar Einars Auðunarsonar voru Auðun “rotinn” Þórólfsson fæddur um 865, landnámsmaður í Saurbæ í Eyjafirði, sonur Þórólfs “smjör” Þorsteinssonar fæddur um 835, hann kom út til Íslands með Hrafna-Flóka, sonurÞorsteins “skrofa” Grímssonar kambans og móðir Einars Auðunarsonar var Helga Helgadóttir fædd um 870, bjó í Saurbæ í Eyjafirði, dóttir Helga “magri” Eyvindarsonar fæddur um 835, landnámsmaður á Kristnesi í Eyjafirði, sonur Eyvindar “austmaður” Bjarnarsonar fæddur um 810 og Raförtu Kjarvalsdóttur fædd um 810, dóttir Kjarvals Írakonungs og móðir Helgu Helgadóttur var Þórunn“hyrna” Ketilsdóttir fædd um 848, dóttir Ketils “flatnefur” Bjarnarsonar fæddur um 810, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770, sonur Veðra-Gríms, sonur Hjaldur Vatnarssonar og Hervarar Þorgerðardóttur, Eylaugsdóttur konungs og móðir Ketils“flatnefur” var Vélaug Víkingsdóttir fædd um 770 og móðir Þórunnar “hyrnu” var Ingveldur Ketilsdóttir fædd um 810, dóttir Ketils “vefur” hersis af Hringaríki.

Foreldrar Snorra Sturlusonar voru frh. frá bls. ca. 41 Sturla Þórðarson fæddur um 1115-júlí 1183, hann var höfðingi í Hvammi “Hvamm-Sturla”, sonur Þórðar Gilssonar fæddur um 1075-um 1150, hann var Goðorðsmaður og bjó á Staðarfelli og Vigdísar Svertingsdóttur fædd um 1090, húsfreyja og móðir Snorra Sturlusonar var Guðný Böðvarsdóttir fædd um 1147-7. nóvember 1221, dóttir Böðvars Þórðarsonar fæddur um 1116-1187, hann bjó í Görðum á Akranesi og Helgu Þórðardóttur fædd um 1125.

 

Foreldrar Þórðar Gilssonar voru Gils Snorrason fæddur um 1045, sonur Snorra Jörundarsonar fæddur um 1012 og Ásnýjar Sturludóttur fædd um  1015 og móðir Þórðar Gilssonar var Þórdís Guðlaugsdóttir fædd um 1055, dóttir Guðlaugs Þorfinnssonar fæddur um 1020, hann var úr Straumsfirði og Þórkötlu Halldórsdóttur fædd um 1033.

Foreldrar Vigdísar Svertingsdóttur konu Þórðar Gilssonar voru Svertingur Grímsson fæddur um 1060, sonur Gríms Loðmundarsonar fæddur um 1020, sonur Loðmundar Svartssonar fæddur um 985, hann bjó í Odda og Þorgerðar Sigfúsdóttur fædd um 995. Móðir Vigdísar Svertingsdóttur var Þórdís Guðmundardóttir fædd um 1070, dóttir Guðmundar Guðmundssonar fæddur um 1050, sonur Guðmundar Eyjólfssonar fæddur um 1036 og móðir Þórdísar var Þuríður Arnórsdóttir fædd um 1050, dóttir Arnórs Þórissonar fæddur um 1015.

Foreldrar Böðvars Þórðarsonar voru Þórður Skúlason fæddur um 1076, prestur í Görðum á Akranesi, Borgarfjarðarsýslu um og eftir 1143, nefndur í skrá Ara fróða um nokkra kynborna íslenska presta 1143, sonur Skúla Egilssonar fæddur um 1039 höfðingi í Vestfirðingafjórðungi 1118, þegar Gissur biskup lést, sonur Egils Hriflusonar fæddur um 1002 og móðir Þórðar Skúlasonar var Sigríður Þórarinsdóttir fædd um 1060, dóttir Fálka Þórarinssonar fæddur um 970 og móðir Böðvars Þórðarsonar og eiginkona Þórðar Skúlasonar var Valgerður Markúsdóttir fædd um 1076, dóttir Markúsar Skeggjasonar fæddur um 1045-15. október 1107, hann var lögsögumaður frá 1084-1107 og Járngerðar Ljótsdóttur fædd um1050, dóttir Ljóts fæddur um 1030, sonur Yngvildar fædd um 1010, dóttir Þorgerðar Síðu-Hallsdóttur fædd um 990 og móðir Járngerðar var Þorgerður fædd um 1030, dóttir Guðlaugar Óttarsdóttur fædd um 1000, dóttir Óttars “hvalró” Hróaldssonar fæddur um 960, sonur Hróaldar Hrollaugssonar fæddur um 899, sonur Hróalds Rögnvaldssonar fæddur um 860, landnámsmaður bjó undir Skarðsbrekku, hann var ættfaðir síðumanna, sonur Rögnvalds “mærajarls”  Eysteinssonar fæddur um 810, hann var jarl á Mæri, sonur Eysteins Glumru konungs á Englandi og móðir Hróalds var Gróa fædd um 810.

Foreldrar Helgu Þórðardóttur eiginkonu Böðvars Þórðarsonar voru Þórður Magnússon fæddur um  1080, hann bjó í Reykholti, en móður Helgu er ekki getið, Þórður var hins vegar sonur Magnúsar Þórðarsonar fæddur um 1048, Goðorðsmaður og prestur í Reykholti, Borgarfjarðarsýslu frá því fyrir 1118, sonur Þórðar Sölvasonar fæddur um 1010, prestur í Reykholti í Reykholtsdal, Borgarfjarðarsýslu um og eftir 1055, sonur Sölva Hrólfssonar fæddur um 975, bjó í Geitlandi, sonur Hrólfs Hróaldssonar fæddur um 940 “...var mikill ættbogi af honum”, segir í Sturlungu, sonur Hróalds Úlfssonar fæddur um 915, sonur Úlfs Grímssonar fæddur um 890, landnámsmaður og bjó í Geitlandi og móðir Sölva Hrólfssonar var Þuríður Valþjófsdóttir fædd um 935, dóttir Valþjófs Örlygssonar fæddur um 880, landnámsmaður í Kjós og bjó að Meðalfelli, sonur Örlygs “gamla” Hrappssonar fæddur um 850, landnámsmaður og bjó á Esjubergi, sonur Hrapps Bjarnarsonar fæddur um 815, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770, sonur Veðra-Gríms , sonur Hjaldur Vatnarsson konungur og Hervarar Þorgerðardóttur , Eylgsdóttur konungs og móðir Hrapps var Vélaug Víkingsdóttir fædd um 770. Móðir Valþjófs Örlygssonar var Hjálp fædd um 850.Foreldrar Snorra Jörundarsonar 1012 frh. fra bls. ca.47 voru Jörundur Þorgilsson fæddur umm 980, sonur Þorgils Kollssonar fæddur um 945 og Otkötlu Jörundardóttur fædd um 945 og móðir Snorra Jörundarsonar var Hallveig Oddadóttir fædd um 980, dóttir Odda Ketilssonar fæddur um 920 einnig nefndur Ýrarson, sonur Ketils “gufa” Örlygssonar fæddur um 870, sonur Örlygs Böðvarssonar fæddur um 840, landnámsmaður í Atlavík, sonur Böðvars “blöðruskalli” Vígsterkssonar fæddur um 810 og Þórnýjar Böðmóðsdóttur fædd um 820 og  móðir Ketils “gufa” var Signýjar Óblauðsdóttur fædd um 840 og móðir Odda Ketilssonar var  Ýr Geirmundsdóttir fædd um 875, dóttir Geirmundar “heljarskinn” Hjörssonar fæddur um 860, konungur í Rogalandi í Noregi og landnámsmaður á Skarði á Skarðsströnd, sonur Hjörs Hálfssonar fæddur um 830, konungur í Noregi og móðir Ýrar var Herríður Gautsdóttir fædd um 860 og móðir Hallveigar Oddadóttur var Þorlaug “gyðja” Hrólfsdóttir fædd um 960, dóttir Hrólfs Hróaldssonar fæddur um 940, hann er annars staðar sagður Kjallaksson “.... var mikill ættbogi af honum” segir í Sturlungu, sonur Hróalds Úlfssonar fæddur um 915, sonur Úlfs Grímssonar fæddur um 890, landnámsmaður og bjó á Geitlandi, sonur Gríms “háleygski” Þórissonar fæddur um 860, hann kom til Íslands með Skalla-Grími og bjó á Hvanneyri, sonur Þóris Gunnlaugssonar fæddur um 830, sonur Gunnlaugs Hrólfssonar fæddur um 800, sonur Hrólfs Ketilssonar , sonur Ketils “kjölfari” og móðir Úlfs Grímssonar var Svanlaug Þormóðardóttir fædd um 870, dóttir Þórmóðs “gamli” Bresasonar fæddur um 850, sonur Bresa Helgasonar fæddur um 820, Noregur-Íralnd, sonur Helga ÞórólfssonarMóðir Þorlaugar “gyðja” Hrólfsdóttur var Þuríður Valþjófsdóttir fædd um  935, dóttir Valþjófs Örlygssonar fæddur um 880, hann var landnámsmaður í Kjósinni og bjó að Meðalfelli, sonur Örlygs “gamla”Hrappssonar fæddur um 850, landnámsmaður og bjó á Esjubergi, sonur Hrapps Bjarnarsonar fæddur um 815, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770 og Vélaugar Víkingsdóttur fædd um 770 og móðir Valþjófs var Hjálp fædd um 850. Örlygur “gamli” var sonur Hrapps Bjarnarsonar fæddur um 815, sonur Björns “buna”Grímssonar fæddur um 770, sonur Veðra-Gríms, sonur Hjaldurs Vatnarssonar konungs og Hervarar Þorgerðardóttur, Eylaugsdóttur konungs og móðir Hrapps var Vélaug Víkingsdóttir fædd um 770.

Foreldrar Þorgils Kollssonar voru Kollur Þorgilsson fæddur um 912, sonur Þorgils Þorbjarnarsonar fæddur um 880, hann bjó á Þorgilsstöðum í Djúpafirði, sonur Þorbjörns “loki” Böðmóðssonar fæddur um 845, landnámsmaður í Djúpafirði, og móðir ÞorgilsKollssonar var Þuríður Þórisdóttir fædd um 915, dóttir Þóris Hallaðarsonar fæddur um 880, sonur Hallaðar Rögnvaldssonar fæddur um  840, hann var Jarl í Orkneyjum, sonur Rögnvalds “mærajarls”  Eysteinssonar fæddur 810-894, jarl á Mæri, sonur Eysteins Glumru og móðir Hallaðar var Gróa fædd um 810.

Foreldrar Otkötlu Jörundardóttur eiginkonu Þorgils Kollssonar voru Jörundur Atlason fæddur um 895 og móðir Ötkötlu Jörundardóttur var Þórdís Þorgeirsdóttir fædd um 910, dóttir Þorgeirs “suða” fæddur um 880. Jörundur Atlason var sonur Atla “rauði” Úlfssonar fæddur um 870 og móðir Jörundar Atlasonar var Þorbjörg fædd um 850, einnig nefnd Björg, ætterni hennar er á reiki og því ekki rakið frekar. Foreldrar Atla“rauði” Úlfssonar voru Úlfur “skjálgi” Högnason fæddur um 845, landnámsmaður á Reykjanesi, hann bjó líklega á Reykhólum skv. ÍÆ og Bjargar Eyvindardóttur fædd um 850, dóttir Eyvindar “austmaður” Bjarnarsonar fæddur um 810, annað hvort frá Gautlandi eða Noregi, sonur Björns “gautski” Hrólfssonar fæddur um 780, sonur Hrólfs fæddur um 750, frá Ám á Gautlandi og móðir Eyvindar “austmaður” var Hlíf Hrólfsdóttir fædd um 780, dóttir Hrólfs Ingjaldssonar fædd urm 750, sonur Ingjalds Fróðasonar fæddur um 720, sonur Fróða “frækni” Friðleifssonar fæddur um 690. Foreldrar Úlfs “skjálgi” Högnasonar voru Högni “hvíti” Ótryggsson fæddur um 820, sonur Ótryggs Óblauðssonar fæddur um 800, sonur Óblauðs Hjörleifssonar fæddur um 760, sonur Hjörleifs “kvensama” Hjörssonar fæddur um 740, sonur Hjörs Jössurarsonar fæddur um 660, sonur Jössurar Ingjaldssonar fæddur um 600, sonur Ingjalds Ögvaldssonar fæddur um 550, sonur Ögvalds Rögnvaldssonar fæddur um 530, sonur Rögnvalds Rögnvaldssonar fæddur um 490, sonur Rögnvalds Gardssonar fæddur um 445, sonur Gardur Norsson fæddur um 400 og móðir Óblauðs Hjörleifssonar var Æsa “hin-ljósa” Eysteinsdóttir fædd um 750, dóttir Eysteins Hálfdánssonar fæddur um 720-um 790, og Hildar Eiríksdóttur fædd um 725, dóttir Eireks Álfssonar fæddur um 700, sonur Álfs Agnarssonar fæddur um 670. Foreldrar Eysteins Hálfdánssonar voru Hálfdán “hvítbeinn” Ólafsson fæddur um 710-750 í Vestfodl í Noregi, konungur í Noregi, sonur Ólafs “trételgja” Ingjaldssonar fæddur um 680 og Sölvu af Solisles Hálfdánardótttur fædd um  650, dóttir Hálfdáns fæddur um 620 og móðir Eysteins Hálfdánssonar var Ása Eysteinsdóttir fædd um 680 í Upplandi í Noregi, dóttir Eysteins Guðröðursonar fæddur um 650. Foreldrar Óafs “trételgja” Ingjaldssonar voru Ingjaldur “illráði” Önundarson fæddur um 650 og Grauthildur Algrautsdóttir fædd um 610, dóttir Algrauts Gautrekssonar fæddur um 570.



Foreldrar Ingjalds “illráða” Önundarsonar voru Önundur “Braut-Önundur” Ingvarsson fæddur um 620, sonur Ingvars “háa” Eysteinssonar fæddur um 590-620, sonur Eysteins Aðilssonar fæddur um 560-600, sonur Aðils “ríka” Óttarssonar fæddur um 530-575 og Yrsu Helgadóttur fædd um 500, dóttir Helga Hálfdánarsonar fæddur um 470.

Foreldrar Aðils “ríka ” voru Óttar “vendikápa” Angantýsson fæddur um 470-525, sonur Angantýrs “skilfingur” Egilssonar fæddur um 450, sonur Egils “tunnudóldur” Aunssonar fæddur um 430-516, sonur Auns(Áni) “gamla” Jörundssonar fæddur um 410-500 er níu vetur drakk horn fyrir elli sakir, áður en hann dó, sonur Jörundar(Jörmunfróði) Yngvasonar fæddur um 380, sonur Yngva Alrekssonar fæddur um 350, sonur Alreks Agnessonar fæddur um 330, sonur Agne Dagssonar (Skjálfarbónda) fæddur um 300 og Skjålv Frostedotter fædd um 300. Agne Dagsson var sonur Dag Dyggvesson fæddur um 270, sonur Dyggve(Tryggvi) Domarsson fæddur um 240, sonur Domar Domaldesson fæddur um 210 og Drótt Danpsdóttir fædd um 210, dóttir Danp Rigsson fæddur um 180, sonur Rig(Heimskringla).

Foreldrar Domar Domaldessonar voru Domalde Visbursson fæddur um 180, sonur Visbur Vanlandisson um 150 og NN Audesdotter , dóttir Aude den rike .

Foreldrar Visbur Vanlandissonar voru Vanlande Sveigdesson fæddur um 120 og móðir Visburs var  Drífa Snæsdóttir fædd um 120, dóttir Snø den gamle Foreldrar Vanlande voru Sveigde Fjolnesson fæddur um 100, sonur Fjölnir Freysson fæddur um 80 og Gerður Grípsdóttir fædd um 80 og móðir Vanlande var Vana.

Foreldrar Sveigde Fjolnessonar voru Yngvi Freyr Njarðarson fæddur um 60 og Gerd Gymesdotter , dóttir Gyme.

Foreldrar Yngva Freys voru Njörður “auðgi” Yngvason fæddur um 40, sonur Yngva Hálfdánarsonar fæddur um 20.

Skv. Heimskringlu var Sveigde sonur Fjölnis , sem var sonur Frey s, sem var sonur Njarðar, sem var sonur Freys , sem var sonur Óðins Ásakonungs , sem var sonur Burrs , sem var Burra , sem var konungur og réði yfir Tyrklandi. 


Foreldrar Ásnýjar Sturludóttur konu Snorra Jörundarsonar voru Víga-Sturla Þjóðreksson fæddur um 960, sonur Þjóðreks Sléttu-Bjarnarsonar fæddur um 890, sonur Sléttu-Björns Hróarssonar fæddur um 865, hann var landnámsmaður í Skagafirði, svo í Saurbæ í Dölum, sonur Hróars og Gróu Herfinnsdóttur og móðir Ásnýjar Sturludóttur var Otkatla Þórðardóttir fædd um 980, Landnáma kallar hana einnig Oddkötlu, dóttir Þórðar “örvöndur” Þorvaldssonar fæddur um 950 og Ásdísar Þorgrímsdóttur fædd um 960, einnig nefnd Aldís og sögð dóttir Hólmgöngu-Ljóts í Laxdælu, dóttir Þorgríms Harðrefssonar fæddur um 930, sonur Harðrefs Ingjaldssonar fæddur um 900, sonur Ingjalds Brúnasonar fæddur um 870, landnámsmaður á Ingjaldssandi og móðir Ásdísar Þorgrímsdóttur var Rannveig Grjótgarðsdóttir fædd um 930. Móðir Víga-Sturlu Þjóðrekssonar var Arngerður Þorbjarnardóttir fædd um 910, dóttir Þorbjörns Skjaldar-Bjarnarsonar fæddur um 860, sonur Skjalda-Björns Herfinnssonar fæddur um 840, landnámsmaður í Skjaldbjarnarvík. Móðir Þjóðreks Sléttu-Bjarnarsonar var Þuríður Steinólfsdóttir fædd um  865, dóttir Steinólfs “lági” Hrólfssonar fæddur um 840, landnámsmaður í Fagradal, sonur Hrólfs “hersir” fæddur um 820, hersir á Ögðum í Noregi og móðir Þuriðar Steinólfsdóttur var Eirný Þiðrandadóttir fædd um 840. Foreldrar Þórðar“örvöndur” Þorvaldssonar voru Þorvaldur “hvíti” Þórðarson fæddur um 920, sonur Þórðar Víkingssonar fæddur um 860, sagður sonur Haraldar “hárfagra” konungs í Noregi, Þórður var landnámsmaður á Alviðru í Dýrafirði og móðir Þórðar “örvöndur”Þorvaldssonar var Þóra Knjúksdóttir fædd um 920, dóttir Nesja-Knjúks Þórólfssonar fæddur um 900, landnámsmaður, sonur Þórólfs “spörr” fæddur um 870, landnámsmaður í Patreksfirði og móðir Þóru Knjúksdóttur var Eyja Ingjaldsdóttir fædd um 900, dóttir Ingjalds Helgasonar fæddur um 865, hann bjó á Efri-Þverá í Eyjafirði “Hann var goðorðsmaðr ok höfðingi mikill”, segir í Víga-Glúms sögu, sonur Helga “magra”Eyvindarsonar fæddur um 835, landnámsmaður á Kristnesi í Eyjafirði og Þórunnar “hyrnu” Ketilsdóttur fædd um 848. Móðir Eyju Ingjaldsdóttur var SalgerðurSteinólfsdóttir fædd um 870, ætt ekki rakin lengra í Ísl.bók,. Foreldrar Helga “magra” voru Eyvindur “austmaður” Bjarnarson fæddur um 810 og Rafarta Kjarvalsdóttir fædd um 810, dóttir Kjarvals Írakonungs. Foreldrar Þórunnar “hyrnu” Ketilsdóttur voru Ketill “flatnefur” Bjarnarson fæddur um 810, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770, sonur Veðra-Gríms, sonur Hjaldur Vatnarssonar og Hervarar Þorgerðardóttur, Eylaugsdóttur konungs og móðir Þórunnar “hyrnu” var Ingveldur Ketilsdóttir fædd um 810, dóttir Ketils “vefur” hersis í Hringaríki.

 

 

Foreldrar Herdísar Bersadóttur   frh frá bls. 135 eiginkonu Snorra Sturlusonar voru Bersi “auðgi” Vermundarson fæddur um 1140-1202, prestur á Borg á Mýrum. Samkvæmt Sturlungu og Byskupa sögum, lést hann á sama ári og Brandur biskup. þ.e. 1201, en Konungsannáll segir Bresa hafa dáið 1202 og móðir Herdísar var Hróðný Þórðardóttir fædd um 1160, ættir þeirra hjóna eru ekki raktar lengra í Ísl.bók.

 

Foreldrar Björns Þorleifssonar fæddur um 1510 voru Þorleifur Pálsson fæddur um 1485-1558, lögmaður norðan og vestan, bjó á Skarði á Skarðsströnd og móðir Björns Þorleifssonar var Ingibjörg Þórðardóttir fædd um 1485, ættir hennar eru ekki raktar lengra. Foreldrar Þorleifs Pálssonar voru Páll Jónsson fæddur um 1445-1496, lögmaður norðan og vestan, bjó á Skarði á Skarðsströnd, veginn á Öndverðareyri af Eiríki Halldórssyni og móðir Þorleifs Pálssonar var Sólveig Björnsdóttir fædd um 1450-1495 síðari kona Páls, dóttir Björns “ríka” Þorleifssonar fæddur um 1408-1467, hirðstjóri og bóndi á Skarði á Skarðsströnd, veginn á Rifi undir Jökli og móðir Sólveigar var Ólöf Loftsdóttir fædd um 1410-1479, húsfreyja á Skarði.

Sólveig Björnsdóttir og Þorleifur Björnsson 1430, sem er getið hér framar voru systkyni og mun ég rekja þeirra ættir sameiginlega hér eftir aftar í skjali.


 Foreldrar Páls Jónssonar og Guðna Jónssonar 1430 sýslumanns í Hvammi sem getið er hér framar í skjali voru Jón Ásgeirsson fæddur um 1405-1478, sýslumaður í Hvammi í Hvammssveit í Dölum, síðar í Ögri við Ísafjarðardjúp, sonur Ásgeirs Árnasonar fæddur um 1375-1428, sýslumaður í Hvammi í Hvammssveit í Dölum, hann er oft talinn sonur Árna hirðstjóra Þórðarsonar, en rök fyrir því eru haldlítil og eru ættir hans ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Ásgeirs var Guðfinna Þorgeirsdóttir fædd um 1375, húsfreyja í Hvammi og eru ættir hennar ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir PálsJónssonar og Guðna var Kristín Guðnadóttir fædd um 1410 og látin eftir 1490, húsfreyja í Hvammi, dóttir Guðna Oddssonar fæddur um 1380, látinn 11.desember 1431, bóndi á Hóli í Bolungarvík, sonur Odds “leppur” Þórðarsonar fæddur um 1360-1443, lögmaður sunnan og austan, hann bjó á Ósi í Bolungarvík í elli sinni var lögmaður 1406-1420, er í bréfi frá 21.5.1704 og Jarðarbók Árna Magnússonar talinn hafa átt jörðina Vörðufell á Skógarströnd, Snæfellsnesi um tíma og er jafnvel talinn hafa búið þar um hríð og er vitnað til örnefnis á bænum, sem á að staðfesta það “Ekki haldinn neinn vitringur”, segir Espólín. Espólín segir enn fremur að Skúli bróðir Odds hafi átt margar jarðir, Skúli þessi dó ókvæntur og barnlaus og erfði Oddur jarðir hans og móðir Guðna Oddssonar var Þórdís Sigurðardóttir fædd um 1360, húsfreyja á Ósi í Bolungarvík og móðir KristínarGuðnadóttur var Þorbjörg Guðmundsdóttir fædd um 1385-1431 húsfreyja á Hóli, dóttir Guðmundar Ormssonar fæddur um 1360-1388, sýslumaður syðra og vestra. Hann hvarf í Færeyjum 1388, móður ekki getið en Guðmundur var sonur Orms Snorrasonar fæddur um 1320 látinn eftir 1401, lögmaður á Skarði á Skarðsströnd, var lögmaður sunnan og austan 1359-1368 og 1374-1375 og móðir Guðmundar var Ólöf fædd um 1315, húsfreyja á Skarði, hennar ættir eru ekki raktar lengra aftur.

Foreldrar Katrínar Eyjólfsdóttur frh frá bls. 8 fædd um 1525 eiginkonu Björns Þorleifssonar voru Eyjólfur Magnússon fæddur um 1500. lögmaður í Þykkvabæ, móður Katrínar er ekki getið, en Eyjólfur var sonur Magnúsar Magnússonar fæddur um 1471, bóndi á Krossi um 1500, en síðar á Stóruvöllum á Landi til æviloka, kona ókunn, sonur Magnúsar Jónssonar fæddur um 1430-1471, ættaður að norðan, bóndi á Krossi í Landeyjum og veginn þar. “Bjó fyrst í Húnavatnssýslu eða Skagafirði. Hann keypti Kross 1471 og mun hafa flutt þangað sama vor, síðar sama sumar gerðu þeir Þorvarður Eiríksson og Narfi Teitsson frá Krossi honum heimreið og drógu hann nakinn úr faðmi konu sinnar og vóg Narfi hann. Nefnist aðför þeirra Krossreið hin síðari”. Ýmsar ótraustar tilgátur eru um ætt hans en hann virðist hafa verið skyldur eða tengdur Þorleifi hirðstjóra Björnssyni. Ættir Magnúsr eru ekki raktar lengra, en kona hans og móðir MagnúsarMagnússonar var Ragnheiður Eiríksdóttir , húsfreyja á Reyni í Mýrdal, en þar var fyrsti maður hennar af þremur Þorsteinn Helgason bóndi, því næst giftist hún Magnúsi og bjó á Krossi, en þriðji maður hennar Eyjólfur Einarsson lögmaður og bjuggu þau í Stóradal undir Eyjafjöllum, Ragnheiður var dóttir Eiríks Krákssonar fæddur um 1410, bóndi á Skarði í Landi,hann var enn á lífi 1438, sonur Kráks “gamla” Jónssonar fæddur um 1363, látinn eftir 1423, bóndi í Skarði á Landi. Hann bjó einnig í Klofa, lögréttumaður getið 1397-1423. Þess hefur verið getið til að faðir hans hafi verið Kráksson, Guðmundssonar í Skarði, Þorsteinssonar, en enginn vissa er fyrir því og eru ættir hans því ekki raktar lengra, og móður Rangheiðarog Eiríks er ekki getið í Ísl.bók.


Foreldrar Halldórs Skúlasonar frh frá bls. 8 fæddur um 1520 voru Skúli Guðmundsson fæddur um 1490, bóndi austur á Síðu, móður ekki getið, en Skúli var  sonur Guðmundar Sigvaldasonar fæddur um 1460, bóndi austur á Síðu, sonur Sigvalda “langalíf” Gunnarssonar fæddur um 1435, kirkjusmiður á Síðu í Skaftafellssýslu, sums staðar ranglega sagður launsonur Ólafar “ríku” Loftsdóttur, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Guðmundar Sigvaldasonar var Þuríður Einarsdóttur fædd um 1440, húsfreyja á Síðu, dóttir Einars Þorleifssonar fæddur um 1400-1452, sýslumaður og hirðstjóri í Vatnsfirði og á Hóli í Bolungarvík og móðir Þuríðar Einarsdóttur var Helga Þorgilsdóttir fædd um 1410, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók, en Einar Þorleifsson var sonur Þorleifs Árnasonar fæddur um 1370-1433, sýslumaður á Auðbrekku í Hörgárdal, í Glaumbæ í Skagafirði og í Vatnsfirði og móðir Einars Þorleifssonar var Kristín Björnsdóttir fædd um 1374-1468, húsfreyja í Hvammi í Dölum og síðar í Auðbrekku í Hörgárdal. Hún var kölluð “Vatnsfjarðar-Kristín”.  Bróður Einars, Björns “ríka” Þorleifssonar, er getið hér framar og  verða ættir þeirra raktar sameiginlega hér eftir.

Foreldrar Ingveldar Jónsdóttur frh. frá bls. 8 fædd um 1525 eiginkonu Halldórs Skúlasonar voru Jón Þorvaldsson fæddur um 1510, bóndi og sýslumaður í Skál á Síðu. “Átti 15 börn skilgetin og 15 launbörn, segja sumir að af honum hafi orsakast Stóridómur, segir Espólín, en meira má lesa um Stóradóm á öðrum stað í Ættartölu Litlalandssystkynanna, sonur Þorvalds Jónssonar fæddur um 1470, ríkisbóndi í Skál á Síðu, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Ingveldar Jónsdóttur var Gróa Sæmundsdóttir fædd um 1510, laundóttir Sæmundar “ríka” Eiríkssonar fæddur um 1480, látinn um 1552, skipherra á duggu Skálholtsstaðar, síðar lögréttumaður á Ási í Holtum, en móður hennar er ekki getið. Sæmundur “ríki” var sonur Eiríks Bjarnasonar fæddur um 1458, umboðsmaður biskups í Vatnsfirði og móðir var Ermentína Þorleifsdóttir fædd um 1458, húsfreyja í Vatnsfirði og eru ættir hennar ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók, en Eríkur Bjarnason var sonur Bjarna Sumarliðasonar fæddur um 1430, sonur Sumarliða Eiríkssonar fæddur um 1400, sonur Eiríks Sumarliðasonar fæddur um 1370 og móðir Sumarliða Eiríkssonar var Guðrún Árnadóttir fædd um 1370, ættir þeirra hjóna eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók.

Þorleifur Árnason fæddur um 1370 frh frá bls. 9 var sonur Árna Einarssonar fæddur um 1340-1404, bóndi á Auðbrekku í Hörgárdal síðar staðarhaldari á Grenjaðarstað, móðir óþekkt, en Árni var sonur Einars Hafliðasonar fæddur 15. september 1307, látinn 22. september 1393, prestur í Keldnaþingi á Rangárvöllum 1330, ráðsmaður á Hólum 1340 og 1370, lét af starfi 1376, prestur á Höskuldsstöðum í Laxárdal 1334-1343 og síðar á Breiðabólstað í Vesturhópi frá 1343 og til dauðadags, móður er ekki getið en Einar var sonur Hafliða Steinssonar fæddur um 1253-1319, ráðsmaður á Hólum í Hjaltadal um  1292-1308 og prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi frá 1309 og til dauðadags, sonur Steins Arasonar fæddur um 1220, bóndi á Ásgeirsá, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móður er ekki getið, en móðir Einars Hafliðasonar var Rannveig Gestsdótti r fædd um 1280, látin 1348, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók.

Kristín Björnsdóttir fædd um 1374 eiginkona Þorleifs Árnasonar frh. frá bls. 9 var dóttir Björns “Jórsalafara” Einarssonar fæddur um 1350, látinn í Hvalfirði 1415, sýslumaður í Vatnsfirði og umboðsmaður hirðstjóra, hann fór til Grænlands 1385 og var þar í tvö ár. Hann ferðaðsist til Jórsala(núverandi Jerúsalem) og Rómar og móðir KristínarBjörnsdóttur var Sólveig Þorsteinsdóttir fædd um 1350, látin um 1405, sýslumannsfrú í Vatnsfirði, dóttir Þorsteins fæddur um 1320, sennilega búsettur á Hvoli í Hvolhreppi og í ætt Oddverja, en ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók. Björn “Jórsalafari”Einarsson var sonur Einars Eiríkssonar fæddur um 1320, látinn 29. mars 1382, bóndi í Vatnsfirðir Lést “af skipi ok margir röskir menn með honum á Ísafirði”, segir í Lögmannsannál og móðir Björns “Jórsalafara var Helga Pétursdóttir fædd um 1320 látin um 1380, nefnd “Grundar-Helga” bjó á Grund í Eyjafirði, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur. Í Þjósögum Jóns Árnasonar segir að “Grundar-Helga” hafi alltaf haldist við á fjöllum uppi meðan svartidauði gekk yfir Eyjafjörð og hafi henni sýnst þoka yfir allri byggðinni. Einnig er sagt um Helguhól við Grund, að í þeim hól hafi Helga látið haugsetja sig, en hún var auðkona mikil og ágjörn, hermir sagan. Sagt er að hún hafi látið bera fé mikið í hól þennan, en er menn fóru að grafa í hann sýndist þeim Grundarkirkja vera að brenna. Hlupu þeir þá til og vildu slökkva eldinn, en þetta voru eintómar misssýningar til að aftra graftarmönnum frá fyrirtæki sínu. “Grundar-Helga” og Einar voru ekki gift, en Einar var sonur Eiríks Sveinbjarnarsonar fæddur um 1277-1342, hirðstjóri norðan og vestan 1323-1341, bóndi og riddari í Vatnsfirði, sonur Sveinbjörns Sigmundssonar fæddur um 11235-1290, bóndi í Súðavík og Ónefndar Einarsdóttur fædd um 1250, húsmóðir í Vatnsfirði og móðir Einars Eiríkssonar var Vilborg Sigurðardóttir fædd um 1280-1343, dóttir Sigurðar “seltjörn” Sighvatssonar fæddur um 1245, dáinn 7. mái en dánarár er óþékkt, frh. á ættartölu á bls. ca. 46 og móðir Vilborgar var Valgerður Hallsdóttir fædd um 1245, seinni kona Sigurðar, ættir þeirra hjóna verða raktar áfram á bls.ca.46. ForeldrarSveinbjörns Sigmundssonar voru Sigmundur Gunnarsson fæddur um 1200, bóndi í Súðavík, fylgdarmaður Órækju Snorrasonar, hann tók þátt í Flóabardaga árið 1244, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Sveinbjörns var Herdís Hrafnsdóttir fædd um 1200, húsfreyja á Stokkum og síðar í Súðavík. Sigmundur var seinni maður hennar en áður var hún gift Eyjólfi Kárasyni, Herdis var dóttir Hrafns Sveinbjarnarsonar fæddur um 1160, látinn 4. mars 1213, Goðorðsmaður og læknir, bjó á Hrafnseyri  í Arnarfirðir, “Markús elsti bróðir Hrafns hrapaði ungur til bana á ferðalagi og stóð þá yngri bróðirin Hrafni til arfs að goðorðinu. Honum er þannig líst í Hrafnssögu: Hann var mikill maður og réttleitur í andliti, svartur á hárlit, syndur vel og við allt fimur það er hann hafðist að, bogamaður mikill og skaut manna best handskoti. Í sögunni segir ennfremur að hann hafi verið mikill atgervismaður, völundur að hagleik, bæði á tré og járn og skáld, þó hann hafi fátt kveðið, það sagnaritarinn vissi. Hann var hinn mesti læknir og vel lærður og ei meir vígður en krúnuvígslu, lögspakur maður og vel máli farinn, minnugur og að öllu fróður. Hrafn hafði notið kennslu föður sins og ætla má að hann hafi haft aðgang að þeim lækningaritum, sem tiltæk voru á þessum tíma og að hann hafi haft næga þekkingu til að geta nýtt sér þau fræði og að auki hefir hann aflað sér þekkingar erlendis. Hann er sagður hafa fengið góða virðingu í öðrum löndum af höfðingjum(tekið af Heimasíðu Læknablaðsins)  Hrafn var sonur Sveinbjörns Bárðarsonar fæddur um 1125, Goðorðsmaður á Eyri “Vitr, ok mikill atferðarmaðr, læknir góðr”, segir í Sturlungu og Steinunnar Þórðardóttur fædd um 1125, dóttir Þórðar Oddleifssonar fæddur um 1100, hans ættir verða raktar hér neðar á síðu með ættum systur hans Jóreiði og Höllu Steinólfsdóttur fædd um 1090 og móðir Herdísar var Hallkatla Einarsdóttir fædd um 1170, dóttir Einars Grímssonar fæddur um 1130 bjó í Kallaðarnesi í Flóa, sonur Gríms Ingjaldssonar fæddur um 1077, Goðorðsmaður, sonur Ingjalds Grímssonar fæddur um 1030, sonur Grímur “glammaður” Þorgilssonar fæddur um 990 frh á ættfærslu á bls. ca. 111 og móðir Hallkötlu Einarsdóttur var Þórey Másdóttir fædd um 1140, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur. Foreldrar Höllu Steinólfsdóttur voru Steinólfur Þorgautsson fæddur um 1040 og Herdís Tindsdóttir fædd um 1040, hennar ætt er ekki rakin lengra, en Steinólfur var sonur Þorgauts Knjúkssonar fæddur um 1000, sonur Mýra-Knjúks Þorvaldssonar fæddur um 960, hann bjó á Mýrum í Dýrafirði, sonur Þorvalds “hvíti” Þórðarsonar fæddur um 920, sonur Þórðar Víkingssonar fæddur um 860, landnámsmaður á Alviðru í Dýrafirði, hann er sagður sonur Haraldar “hárfagra” og móðir Mýra-Knjúks Þorvaldssonar var Þóra Knjúksdóttir fædd um 920, dóttir Nesja-Knjúks Þórólfssonar fæddur um 900, landnámsmaður, sonur Þórólfs “spörr” fæddur um 870, landnámsmaður í Patreksfirði og móðir Þóru Knjúksdóttur var Eyja Ingjaldsdóttir fædd um 900, dóttir Ingjalds Helgasonar fæddur um 865, hann bjó á Efri-Þverá í Eyjafirði “Hann var goðorðsmaður og höfðingi mikill” segir í Víga-Glúms sögu og Salgerðar Steinólfsdóttur fædd um 870, hennar ætt er ekki rakin lengra, en Ingjaldur var sonur Helga “magri” Eyvindarsonar fæddur um 835, landnámsmaður í Kristnesi í Eyjafirði, sonur  Eyvindar “austmaður” Bjarnarsonar fæddur um 810 og Raförtu Kjarvalsdóttur fædd um 810, dóttir Kjarvals Írakonungs og móðir IngjaldsHelgasonar var Þórunn “hyrna” Ketilsdóttir fædd um 848, dóttir Ketils “flatnefur” Bjarnarsonar fæddur um 810, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770 og Vélaugar Víkingsdóttur fædd um 770. Björn “buna” var sonur Veðra-Gríms , sonur Hjaldurs Vatnarssonar konungs og Hervarar Þorgerðardóttur , dóttur Eylaugs (konungur, eða jarl) og móðir Þórunnar “hyrnu” Ketilsdóttur var Ingveldur Ketilsdóttir fædd um 810, dóttir Ketils “vefur” hersis í Hringaríki.

Foreldrar Ónefndar Einarsdóttur frh. frá bls.9 1250 eiginkona Sveinbjörns Sigmundssonar voru Einar Þorvaldsson fæddur um 1227-1286, Goðorðsmaður í Vatnsfirði “Hafði Einar fyrri leigit med móðursystur Guðríðar ok var þó sjálfr einkvæntr”, segir í Byskupa sögum, móðir er ekki nefnd en Einar var sonur Þorvaldar Snorrasonar fæddur um 1160, látinn 6. ágúst 1228, Goðorðsmaður í Vatnsfirði “Lítill maðr ok fráligr” segir í Sturlungu, var brenndur inni,  og Þórdísar Snorradóttur   fædd um 1205, Þórdís átti barn með Ólafi “Æðeyingur” en um kyn eða nafn þess er ekki vitað, dóttir Snorra Sturlusonar fæddur um 1179, látinn í Reykholti 23. september 1241, Goðorðsmaður, skáld, sagnaritari og lögsögumaður í Reykholti og móðir Þórdísar var Oddný fædd um 1180 og eru ættir hennar ekki raktar lengra aftur, en Oddný var ekki gift Snorra, en titluð, sem barnsmóðir. Föðurætt Þórdísar og Hallveigar hálfsystur hennar, sem getið er hér framar verða raktar áfram aftar í skjali. Þorvaldur Snorrason var sonur Snorra Þórðarsonar fæddur um 1125, látinn 1. október 1194, Goðorðsmaður, bjó í Vatnsfirði á Ísafirði og móðir Þorvaldar Snorrasonar var Jóreiður Oddleifsdóttir fædd um 1120, hún og bróðir hennar Þórður Oddleifsson, sem getið er hér ofar á síðu voru börn Oddleifs Þórðarsonar fæddur um 1055, sonur Þórðar “krákunef” Þorvaldssonar fæddur um 1005, sonur Þorvaldar Þórðarsonar fæddur um 965, sonur Þórðar “örvönd” Þorkelssonar fæddur um 935 frh. á ættfærslu á bls. ca. 35 og móðir Þórðar “krákunef”Þorvaldssonar var Véný Þorsteinsdóttir fædd um 965, dóttir Þorsteins Oddleifssonar fæddur um 935, sonur Oddleifs Geirleifssonar fæddur um 900 og Þorgerðar fædd um 900 hennar ættir eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Vénýjar Þorsteinsdóttur var Þórarna Ingólfsdóttir fædd um 930, dóttir Ingólfs “sterki” Þórólfssonar fæddur um 900, sonur Þórólfs “spörr” fæddur um 870, landnámsmaður í Patreksfirði. ForeldrarSnorra Þórðarsonar voru Þórður Þorvaldsson fæddur um 1075, látinn eftir 1143, bóndi og prestur í Vatnsfirði við Íslafjarðardjúp, mögulega um og eftir 1118, hann er nefndur í skrá Ara fróða Þorgilssonar um nokkra kynborna íslenska presta 1143, sonur Þorvalds Kjartanssonar fæddur um 1055, bjó í Vatnsfirði og Þórdísar Hermundardóttur fædd um 1055, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Snorra Þórðarsonar var Sigríður Hafliðadóttir fædd um 1085, dóttir Hafliða Málssonar fæddur um 1035-1130, Goðorðsmaður, bjó á Breiðabólstað í Vesturhópi “....var bæði forvitr ok góðgjarn ok hinn mesti höfðingi..”, segir í Sturlungu, sonur Más Húnröðarsonar fæddur um 1005, bjó í Breiðabólstað, sonur Húnröðar Véfröðarsonar fæddur um 950, Goðorðsmaður á Móbergi í Langadal, sonur Véfröðar Ævarsonar fæddur um 895, landnámsmaður á Móbergi, sonur Ævars “gamli” Ketilssonar fæddur um 867, landnámsmaður að Ævarsskarði og móðir Húnröðar var Gunnhildur Eiríksdóttir fædd um 905, dóttir Eiríks Hróaldssonar fæddur um 880, landnámsmaður bjó að Hofi í Goðdölum, sagður vera Geirmundsson í Njáls sögu og  móðir Gunnhildar var Þuríður Þórðardóttir fædd um 880, dóttir Þórður “skeggi” Hrappssonar fæddur um 860 og Vilborgar Ósvaldsdóttur fædd um 860 frh á ættfærslu þeirra hjóna á bls. 37 og móðir Sigríðar Hafliðadóttur var Rannveig Teitsdóttir fædd um 1065, síðari kona Hafliða, dóttir Teits “margláta” Ísleifssonar fæddur um 1040-1111, prestur í Haukadal, fóstri og heimildarmaður Ara fróða frá honum er komin Haukdælaætt, sem var ein merkasta og voldugasta höfðingjaætt á Íslandi á þjóðveldisöld sonur Ísleifs Gissurarsonar fæddur um 1006, látinn í Skálholti 5. júlí 1080, prestur í Skálholti og biskup þar frá 1056 “Ísleifr var vænn maðr at áliti ok vinsæll við alþýðu ok alla ævi réttlátr ok ráðvandr, gjöfull og góðgjarn, en aldri auðugr” segir í Byskupa sögum. “Gissur faðir Ísleifs setti son sinn í frægan klausturskóla í Herfurðu(Herford) í Vestfalen hja abbadísi þeirri er Godesdíu(Godesthi) hét og var föðursystir Ordulfs hertoga, sem átti Úlfhldi dóttur Ólafs konungs helga. Hann tók prestsvígslu áður en hann kom til Íslands og var talinn vel lærður” segir í Íslendingasögu I Jóns Jóhannessonar, enn fremur segir á sama stað” Er hann fyrsti Íslendingur, er nam klerkleg fræði erlendis, svo sögur fari af. Þegar hann kom heim kvæntist hann Döllu Þorvaldsdóttur frá Ási í Vatnsdal og tók við staðfestu föður síns í Skálholti og goðorði” “Ísleifur var vígður til Íslands fyrstur biskupa og  var staða hans því lítils háttar frábrugðin stöðu trúboðsbiskupanna, sem voru ekki vígðir til neins ákveðins lands, en hann var ekki vígður til stóls eins og hinir síðari biskupar á Íslandi. Næsta vetur eftir vígsluna var hann í Noregi og mun þá hafa svarið rétt Íslendinga í Noregi með einhverjum löndum sínum. En hann kom út(til Íslands. hj) 1057 og bjó áfram í Skálholti.” “Hann hafði nauð mikla á marga vegu í sínum biskupsdómi fyrir sakir óhlýðni manna.” “....Fjárhagur hans var þröngur, því kostnaður var af eðlilegum ástæðum mikill á biskupssetrinu, en tekjur litlar!(Í.J.J) á öðrum stað í Íslendingasögu J.J. segir að Ísleifur hafi líklega sjálfur átt frumkvæði að skóllahaldi í Skálholti til að vinna bug á fæð presta og fákunnáttu. Tveir af lærisveinum hans urður síðan biskupar þeir Kolur Þorkelsson frændi hans í Víkinni í Noregi og Jón Ögmundarson á Hólum, þykir það eftirtektarvert að Norðmenn skyldu leita til Íslendinga um biskup, þar sem Kolur var”, og Döllu Þorvaldsdóttur fædd um 1001 biskupsfrú í Skálholti og móðir Rannveigar Teitsdóttur var Jórunn Einarsdóttir fædd um 1045, Sturlunga nefnir hana Jóreiði, prestsfrú í Haukadal, dóttir Einars Halldórssonar fæddur um 1010, sonur Halldórs Arnljótssonar fæddur um 970, sonur Arnljóts Þóroddssona r fæddur um 935, sonur Þórodds “hjálmur” fæddur um 890, sagður heita Þóroddur Hjálmsson í Víga-Glúmssögu, ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.sögu en móðir Arnljóts var Yngvildur Auðólfsdóttir fædd um 905, dóttir Auðólfs fæddur um 870, landnámsmaður í Hörgárdal, hann bjó að Bægisá og Þórhildar Helgadóttur fædd um 880, dóttir Helga “magra” Eyvindarsonar fæddur um 835, landnámsmaður í Kristnesi í Eyjafirði, sonur Eyvindar “austmaður” Bjarnarsonar fæddur um 810 og Raförtu Kjarvalsdóttur fædd um 810, dóttir Kjarvals Írakonungs og móðir ÞórhildarHelgadóttur var Þórunn “hyrna Ketilsdóttir fædd um 848, dóttir Ketils “flatnefur” Bjarnarsonar fæddur um 810, sonur Björns “buna” Grímssonar fæddur um 770 og Vélaugar Víkingsdóttur fædd um 770 og móðir Þórunnar “hyrnu  var Ingveldur Ketilsdóttir fædd um 810, dóttir Ketils “vefur” hersis í Hringaríki. Björn “buna” var sonur Veðra-Gríms , hersis í Noregi, sonur Hjaldurs Vatnarssonar konungs og Hervarar Þorgerðardóttur , dóttir Eylaugs (konungur eða jarl) og móðir JórunnarEinarsdóttur var   Þórdís Þorvarðardóttir fædd um 1025, dóttir Þorvarðar Síðu-Hallssonar fæddur um 1000, nefndur Þorvaldur í Njálssögu, móður ekki getið.