Fylgiskjöl með ættartölum
Ormur Snorrason fæddur um 1320
lögmaður á Skarði frh. frá bls. 24 var sonur
Snorra
Narfasonar
fæddur um 1260, hann lést 9. mars 1332, hann var bóndi á Skarði á Skarðsströnd,
lögmaður norðan og austan frá 1320-1329. Í Konungaannál er hann sagður hafa
látist árið 1331, sonur
Narfa Snorrasonar
fæddur um 1210-1284, Prestur á Kolbeinsstöðum í Hnappadal, Snæd.
frá því fyrir 1253 til dauðadags Fékk sérstaka undanþágu erkibiskups til að
skilja ekki við konu sína, eins og öðrum prestum var gert að gera og
Valgerðar
Ketilsdóttur
fædd
um 1230, hún var húsfreyja á Kolbeinsstöðum og móðir Orms Snorrasonar
var
Þóra
fædd
um 1270, Húsfreyja á Skarði á Skarðsströnd. Seinni kona Snorra. Þess hefur
verið getið til að hún hafi verið dóttir Orms í Mörk undir Eyjafjöllum,
Grímssonar, en engin haldbær rök eru fyrir því, ættir hennar eru ekki raktar
lengra aftur í Ísl.bók.
Foreldrar Narfa Snorrasonar
voru
Snorri Narfason
fæddur um 1175, hann lést 13. september 1260,
hann var prestur á Skarði og kallaður “Skarðs-Snorri”. “Var manna auðugastr í
Vestfjörðum. Hann var ok göfugr at ætt”, segir í Sturlungu, sonur
Narfa
Snorrasonar
fæddur um 1135-1202, prestur á Skarði á Skarðsströnd, Dalasýslu og
Guðrúnar
Þórðardóttur
fædd
um 1140, prestfrú á Skarði og móðir Narfa Snorrasonar var
Sæunn
Tófudóttir
fædd
um 1175, dóttir
Tófu Snorradóttur
fædd um 1143, dóttir
Snorra Bárðarsonar
fæddur um 1111, frh. á bls. ca. 31.
Foreldar Valgerðar Ketilsdóttur
konu Narfa Snorrasonar(1210) voru
Ketill
Þorláksson
fæddur um 1200, látinn 11.febrúar 1273, Bjó í Hítardal í Hraunhreppi, Mýr. um
tíma og var prestur þar frá því fyrir 1220 til 1224. Prestur í Skarði Ytra í
Landþingum, Rang. frá 1224 fram undir 1235. Prestur á Kolbeinsstöðum í
Hnappadal, Snæf. frá því fyrir 1235 til dauðadags. Var lögsögumaður 1259-1262.
Landnáma segir hann einnig son Þorleiks Þorleifssonar beiskalda, en Ísl.bók
segir hann son
Þorláks Ketilssonar
fæddur um 1165-1240, hann var Goðorðsmaður, prestur í Hítardal í
Hraunshreppi, Mýrarsýslu frá 1198, á Kolbeinsstöðum í Hnappadal, Snæfellssýlsu
um og eftir 1220 og síðast á Reykholti í Reykholtsdal og
Guðlaugar
Eyjólfsdóttur
fædd
um 1180, frh á bls. ca. 31 en móðirValgerðar Ketilsdóttur var
Halldóra
Þorvaldsdóttir
fædd
um 1200, húsfreyja á Kolbeinsstöðum, dóttir
Þorvalds Gissurarsonar
fæddur um 1163, látinn 1. september 1235,
hann var prestur og Goðorðsmaður í Hruna í Hrunamannahreppi, Árnessýslu
1182-1225, síðast var hann kanoki(kórbróðir) í Viðey og
Þóru
“yngri” Guðmundsdóttur
fædd
um 1175, húsmóðir í Hruna hún var seinni kona Þorvalds. Frh. á ætt þeirra hjóna
á bls. ca. 31 og 32.
Foreldrar Narfa Snorrasonar
(1135) voru
Snorri Húnbogason
fæddur um 1100-1170, Goðorðsmaður, prestur og
lögsögumaður á Skarði í Skarðsþingum, Dalasýslu, hann var lögsögumaður frá
1156-1170, sonur
Húnboga Þorgilssonar
fæddur um 1070, Bóndi á Skarði. Skráð faðerni hans hér er
sennilegt, en alls ekki er víst að hann hafi í raun verið bróðir Ara fróða.
Samkvæmt Sturlungu mun Húnbogi vera sonur Þorgils [Oddasonar]., frh. á ætt
Húnboga á bls. ca. 32-33 og móðir Narfa Snorrasonar (1135) var
Ingveldur
Atladóttir
fædd
um 1100, húsfreyja á Skarði, dóttir
Atla Tannasonar
fæddur um 1070 og
Höllu
Eyjólfsdóttur
fædd
um 1070, frh. á bls. ca. 33.
Ættir Atla Tannasonar
eru ekki raktar lengar aftur í Ísl.bók, en
samkvæmt öðrum heimildum td. TB voru foreldar hans
Tanni
Torfason
fæddur um 1040 og
Hallfríður
Eyjólfsdóttir
fædd
um 1040, dóttir
Eyjólfs Sverrissonar
fæddur um 1010, sonur
Sverris Þóroddssonar
fæddur um 980 og
Ólafar
Oddsdóttur
fædd
um 980, þau eru ekki rakin lengra aftur skv. TB, en Tanni Torfason var
sonur
Torfa Skúmssonar
fæddur um 1010-1090, sonur
Skúms Þórissonar
fæddur um 980-1050(Anden kilde nævner navnet
Skúmur Þrándarson
og med forfædrene:Þrándur Þórarinsson, f. (930). gift med
Steinunn Hrútsdóttir Þórarinn
Þorgilsson, f. (890) Þorgils "kappi", f. (860)) sonur Þóris
Þrándarsonar fæddur um 950, sonur Þrándar Þórissonar fæddur um 920, sonur Þóris
Þorgilssonar fæddur um 890, sonur Þorgils “kappi” fæddur um 860 og Guðrúnar
fædd um 860.
Foreldrar Guðrúnar Þórðardóttir
eiginkonu Narfa Snorrasonar (1135) voru
Þórður
Oddleifsson
fæddur
um 1100, sonur
Oddleifs Þórðarsonar
fæddur um 1055, sonur
Þórðar “krákunef”
Þorvaldssonar
fæddur um 1005, frh. á bls.ca.33 og móðirGuðrúnar Þórðardóttur
var
Halldóra Jónsdóttir
fædd um 1110, líklega var hún seinni kona Þórðar,en hún var
dóttir
Jóns “eldri” Sigmundarsonar
fæddur um 1080-1164, hann var Goðorðsmaður og bjó á Svínafelli,
sonur
Sigmundar Þorgilssonar
fæddur um 1045, hann lést í Rómarferð árið 1118, hann var
Goðorsmaður, sonur
Þorgils Þorgeirssonar
fæddur um 1000, frh. ættar á bls. ca. 34 og móðir Halldóru
Jónsdóttur var
Þórný Gilsdóttir
fædd um 1080, dóttir
Gils Einarssonar
fæddur um 1060 og
Þórunnar
Bjarnardóttur
fædd
um 1060, ættir þeirra hjóna eru raktar áfram aftur á bls. ca. 44. Foreldrar
Þorgils Þorgeirssonar voru
Þorgeir Þórðarson
fæddur um 960, bjó á Skaptafelli, sonur
Þórðar
“freysgoði” Össurarson
fæddur um 910, látinn um 995, sonur
Össurar Ásbjarnarsonar
fæddur um 890, sonur
Ásbjörns
Bjarnarsonar
fæddur um 870, hann dó á leið til Íslands, en kona hans og móðir Össurar
Þorgerður
hélt
ferðinni til Íslands áfram, hún var fæd um 860 og var landnámskona í
Ingólfshöfðahverfi og bjó á Sandfelli, ættir hennar eru ekki raktar frekar í
Ísl.bók, en
Ásbjörn Bjarnarson
var sonur
Heyangurs-Björns Helgasonar
fæddur um 830, sonur
Helga
Helgasonar
fæddur um 810, sonur
Helga Bjarnarsonar
fæddur um 790, sonur
Björns “buna”
Grímssonar
fæddur um 770, hersir í Noregi, sonur
Veðra-Gríms
, sonur
Hjaldurs Vatnarrsonar
konungs og Hervarar Þorgerðardóttur,
Eylaugsdóttur
(konungur eða jarl).
Foreldrar Snorra Bárðarsonar frá bls. ca. 29
og Sveinbjörns Bárðarsonar
frá bls. ca. 27. voru
Bárður “svarti” Atlason
fæddur um 1050, hann var bóndi í Selárdal,
sonur
Atla Höskuldssonar
fæddur um 1015 og
Salgerðar Steinólfsdóttur
fædd um 1010 og móðir Snorra Bárðarsonar
og Sveinbjörns Bárðarsonar var
Birna Aronsdóttir
fædd um 1079, húsfreyja í Selárdal, dóttir
Arons
Snorrasonar
fæddur um 1045 og er ætt hans ekki rakin lengra aftur í Ísl.bók. Foreldrar
Atla Höskuldssonar voru
Höskuldur Atlason
fæddur um 980, móður ekki getið, sonur
Atla
Högnasonar
fæddur um 945 og móðir Höskuldar Atlasonar var
Þuríður
Þorleifsdóttir
fædd
um 945, dóttir
Þorleifs Eyvindarsonar
fæddur um 915, sonur
Eyvindar
“kné”
fæddur um 880,
landnámsmaður í Álftafirði og
Þuríðar “rymgylta”
fædd um 880, Eyvindur “kné” og Þuríður
“rymgylta” kona hans fóru af Ögðum í Noregi til Íslands og námu Álftafjör og
Seyðisfjörð og bjuggu þar. Foreldrar Salgerðar Steinólfsdóttur voru
Steinólfur
“birtingur” Einarsson
fæddur um 970, sonur
Einars Nesja-Knjúkssonar
fæddur um 930, sonur
Nesja-Knjúks
Þórólfssonar
fæddur um 900, landnámsmaður sonur
Þórólfs
“spörr”
fæddur um 870, hann
var landnámsmaður í Patreksfirði og móðir Einars Nesja-Knjúkssonar var
Eyja
Ingjaldsdóttir
fædd
um 900, dóttir
Ingjalds Helgasonar
fæddur um 865, hann bjó á Efri-Þverá í Eyjafirði “Hann var
goðorðsmaðr ok höfðingi mikill”, segir í Víga-Glúms sögu og
Salgerðar
Steinólfsdóttur
fædd
um 870. Foreldrar Ingjalds Helgasonar voru
Helgi
“magri” Eyvindarson
fæddur um 835, landnámsmaður í Kristnesi
í Eyjafirði og móðir Ingjalds Helgasonar var Þórunn “hyrna” Ketilsdóttir
fædd um 848, dóttir
Ketils “flatnefur”
Bjarnarsonar
fæddur um 810, sonur
Björns “buna” Grímssonar
fæddur um 770, hersir í Noregi, sonur
Veðra-Gríms
, hersis í Noregi, sonur
Hjaldurs Vatnarssonar
konungs og
Hervarar Þorgerðardóttur
, dóttir
Eylaugs
, hersis í Sogni í Noregi og móðir Þórunnar
“hyrnu” var
Ingveldur Ketilsdóttir
fædd um 810, dóttir
Ketils
“vefur”
hersis í Hringaríki
og móðir Ketils “flatnefur” var
Vélaug Víkingsdóttir
fædd um 770.
Foreldrar Þorvalds Gissurarsonar
frh. frá bls. ca. 29 voru
Gissur
Hallsson
fæddur um 1125, hann
lést 27. júlí 1206, stallari, Goðorðsmaður, djákn, rithöfundur og lögsögumaður
í Haukadal, hann var lögsögumaður frá 1181-1200, sonur
Halls
Teitssonar
fæddur um 1090, hann lést í Treckt í Hollandi 1150, Prestur, biskupsefni í Haukadal,
frá því fyrir 1143 til dauðadags. Andaðist í Hollandi á heimleið frá Róm.
Einnig nefndur Orknhöfði í Sturlungu. Í Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar segir að
Gróa Síðu-Hallsdóttir sé móðir Halls, en það er líklega rangt. Nefndur í skrá
Ara fróða Þorgilssonar um nokkra kynborna íslenska presta 1143, sonur
Teits
“margláti” Ísleifssonar
fæddur um 1040-1111, Prestur í Haukadal. Fóstri og heimildarmaður Ara fróða.
Sagður Hallsson í Annálum, en Guðni Jónsson segir að hér sé um sama mann að
ræða. Frá honum er komin Haukdælaætt og
Jórunnar Einarsdóttur
fædd um 1045, Sturlunga nefnir hana Jóreiði,
hún var prestfrú í Haukadal og móðir Gissurar Hallssonar var
Þuríðar
Þorgeirsdóttur
fædd
um 1090, dóttir
Þorgeirs
fæddur um 1050, hann bjó á Mýri og er ætt hans ekki rakin lengra
í Ísl.bók og móðir Þorvalds Gissurarsonar var
Álfheiður
Þorvaldsdóttir
fædd
um 1125, húsfreyja í Haukadal, hún er sögð Þorvarðardóttir í Íslensku
Fornbréfasafni en í Ísl.bók er hún sögð dóttir
Þorvalds
“auðgi” Guðmundssonar
fæddur um 1100-1161, hann var rædnur árið 1143(ein af þessum upplýsingum, sem
ég veit ekki hvað ég eða lesandinn eiga að gera við, en læt það fljóta með
samt), er liklega sá sem Jón Sigurðsson kallar Þorvarð í fornbréfasafninu,
sonur
Guðmundar Guðmundarsonar
fæddur um 1050.
Foreldrar Þóru “yngri” Guðmundsdóttur
konu Þorvalds Gissurarsonar frh. frá bls. ca.
29 voru
Guðmundur “gríss” Ámundason
fæddur um 1142, látinn 22. febrúar 1210, Allsherjargoði og
prestur á Þingvöllum, síðast munkur, sonur
Ámunda Þorgeirssonar
fæddur um 1115 og
Þóru
Bjarnadóttur
fædd
um 1120 og móðir Þóru “yngri” Guðmundsdóttur var
Sólveig
Jónsdóttir
fædd
um 1151-1193, dóttir
Jóns Loftssonar
fæddur 1124, látinn 1. nóvember 1197, hann var höfðingi í Odda,
sonur
Lofts Sæmundssonar
fæddur um 1100, Prestur í Stóra-Dal undir Eyjafjöllum, Rang. frá
því fyrir 1143 til 1158 og í Odda á Rangárvöllum frá 1158.. Nefndur í skrá Ara
fróða Þorgilssonar um nokkra kynborna íslenska presta 1143 og
Þóru
Magnúsdóttur
fædd
um 110-1175 hún var laundóttir
Magnúsar “berfættur” Ólafssonar
Noregskonungs fæddur 1073, látinn 24. ágúst
1103 og hefur ætt hans verið rekin til Haraldar “hárfagra” og móðirSólveigar
Jónsdóttur var
Halldóra Brandsdóttir
fædd um 1125, látin 1190, dóttir
Brands
Þormóðssonar
fæddur um 1075, hann var nefndur Skegg-Brandr í Sturlungu, sonur
Þormóðs
Kárssonar
fæddur um 1040, sonur
Kárs Þormóðssonar
fæddur um 1000, sonur
Þormóðs Steinröðarsonar
fæddur um 965, sonur
Steinröðar
Melpatrixson
fæddur
um 920, hann var leysingi Þorgríms “bílds” Úlfssonar, svo er sagt að hann hafi
verið manna vænstur. Hann eignaðist öll Vatnslönd og bjó á
Steinröðarstöðum(bæði þessi nöfn eru nú löngu týnd, talið er að Vatnslönd hafi
verið löndin meðfram Þingvallavatni sunnanverðu eða efri hluti Grafnings.
Enginn veit hvar Steinröðarstaðir stóðu, en líklegt þykir, að það sé miðsvæðis
þar sem nú eru bæirnir Villingavatn, Ölfusvatn eða Hagavík. Aðrar heimildir
telja líklegar að bærinn hafi staðið þar sem kallað er Vatnsbrekka, í útnorður
frá Nesjum,
Foreldrar Húnboga Þorgilssonar
frh.frá.bls.ca.30 voru
Þorgils
Gellisson
fæddur um 1030-1074, hann var bóndi á Helgafelli og drukknaði á Breiðafirði,
sonur
Gellis Þorkelssonar
fæddur um 1009, hann lést í Hróaskeldu(Roskilde) árið 1073, hann
var Goðorðsmaður á Helgafelli og
Valgerðar Þorgilsdóttur
fædd um 1015 og móðir Húnboga Þorgilssonar
var
Jóreiður Hallsdóttir
fædd um 1045, faðerni hennar er ekki öruggt en í Ísl. bók. er hún
sögð dóttir
Halls Þórarinssonar
fæddur um 990-1089, Bjó í Haukadal. "... var skírður
þrévetr. En þat var vetri fyrr en kristni væri í lög tekin á Íslandi. En hann
gerði bú þrítugr ok bjó í Haukadal sex tigu ok fjóra vetr", segir í
Sturlungu. Samkvæmt Konungsannáli deyr Hallur 1090 og að móðir hennar
hafi verið
Guðríður Þorsteinsdóttir
fædd 1020.
Foreldrar Höllu Eyjólfsdóttur
frh.frá.bls.30 voru
Eyjólfur
Hallbjarnarson
fæddur um 1040, hans ættir eru ekki raktar lengra í Íls.bók, en móðir Höllu
var
Jódís Snartardóttir
fæddum 1041, hennar faðir var
Snörtur Hrafnsson
fæddur um 1006, sonur
Hrafns
“hlymreksfari” Oddssonar
fæddur um 940, hann hafði lengi verið í Hlymreki á Írlandi(einnig kallað
Hvitramannaland á landnámsöld) sonur
Odds
fæddur um 915, líklega sá sem er nenfdur
Oddur Breiðfirðingur og var skáld, sonarsonur Gullþóris Oddssonar skrauta, til
er saga er heitir Gull-Þórs saga og verður hún sett með sem fylgiskjal, “Oddur skrauti hét maður er út kom vestur í Vaðli.
Hann var son Hlöðvers konungs af Gautlandi og Veru hinnar þungu Guðbrandsdóttur
af Járnberalandi. Oddur kaupir lendur í Þorskafjarðarskógum að Þuríði drikkinni
og bjó að Uppsölum. Hann fékk Valgerðar dóttur Eyjólfs í Múla. Þeirra son var
Þórir, manna mestur og fríðastur sýnum. Grímur hét son hans hinn eldri en Þórir
hinn yngri. Gísl nef nam Gilsfjörð og bjó að Kleifum. Hann átti ... synir voru
þeir Héðinn í Garpsdal og Herfinnur í Múla. Dætur hans voru þær Hallgríma og
Þorbjörg knarrarbringa og Ingibjörg.(Landnámabók), ætt Hrafns er ekki rakin lengra í Ísl.bók en
móðir Snartar Hrafnssonar var
Vigdís Þórarinsdóttir
fædd um 971, dóttir
Þórarins
“fylsenni” Þórðarsonar
fæddurum 930, hann bjó í Hvammi og
Friðgerðar Þórðardóttur
fædd um 930, húsfreyja í Hvammi og móðir
Hrafns “hlymreksfari” var
Þorgerður Þórðardóttir
fædd um 918, dóttir
Þórðar
Arndísarsonar
fæddurum 890, hann bjó í Múla í Saurbæ, sonur
Arndísar “auðga”
Steinólfsdóttur
fædd
um 865 og móðir Jódísar Snartardóttur var
Ingveldur
Narfadóttir
fædd
um 1010, dóttir
Narfa Finnbogasonar
fæddur um 975, sonur
Finnboga “rammi”
Ásbjarnarsonar
fæddur um 940, Bjó í Víðidal síðar á Finnbogastöðum í Trékyllisvík. Var borinn
út að skipan föður síns en Gestur í Tóftum fann hann og tóku þau hann og Syrpa
drenginn í fóstur og nefndu hann Urðarkött. Maður sem hann bjargaði af
brennandi skipi gaf honum síðan nafn sitt og hét hann Finnbogi og nefndur
"hinn rammi" eftir það. Gerðist hirðmaður Hákons jarls í Noregi og móðir
Narfa Finnbogasonar var
Hallfríður Eyjólfsdóttir
fædd um 945, húsfreyja í Víðidal, síðar á
Finnbogastöðum.
Foreldrar Þórðar “krákunef” Þorvaldssonar
frh.
frá bls. ca. 30 voru
Þorvaldur Þórðarson
fæddur um 965, sonur
Þórðar “örvönd” Þorkelssonar
fæddur um 935, sonur
Þorkels
“alviðrukappa” Þórðarsonar
fæddur um 905, nefndur hinn auðgi, sonur
Þórðar
Víkingssonar
fæddur um 860, hann er talinn hafa verið sonur
Haraldar
“hárfagra”
,
Þórður var landnámsmaður á Alviðru í Dýrafirði og móðir Þorkels“alviðrukappa”
var
Þjóðhildur Úlfsdóttir
fædd um 870, hún er ranglega talin dóttir Eyvindar ”austmaður” í
Landnámu, en Ísl.bók segir hana dóttur
Úlfs “skjálga” Högnasonar
fæddur um 845, landnámsmaður á Reykjanesi en
bjó líklega á Reykholti og móðir Þjóðhildar var
Björg
Eyvindardóttir
fædd
um 850, dóttir
Eyvindar “austmaður”
Bjarnarsonar
fæddur um 810, Björg var m.a. hálfsystir Helga “magra”, þau voru
samfeðra og móðir Þórðar “krákunef” Þorvaldssonar var
Véný
Þorsteinsdóttir
fædd
um 965, dóttir
Þorsteins Oddleifssonar
fæddur um 935, sonur
Oddleifs
Geirleifssonar
fæddur um 900 og Þorgerðar fædd um 900 og móðir Vénýjar Þorsteinsdóttur
var
Þórarna Ingólfsdóttir
fædd um 930, dóttir
Ingólfs “sterki” Þórólfssonar
fæddur um 900, sonur
Þórólfs
“spörr”
fæddur um 870,
landnámsmaður í Patreksfirði. Oddleifur Geirleifsson var sonur
Geirleifs
Eiríkssonar
fæddur um 850, landnámsmaður á Barðaströnd, sonur
Eiriks
“hvíta” Högnasonar
,
Úlfur “skjálgi” og Eiríkur “hvíti” voru bræður og er hægt að rekja ættir þeirra
enn lengra aftur, má sjá ættartölu þeirra á öðrum stað í skjali, en móðir
Oddleifs Geirleifssonar var
Jóra Helgadóttir
fædd um 850 og er ætt hennar ekki rakin
lengra.
Foreldrar Gils Einarssonar
frh. frá bls.30 voru
Einar
Járnskeggjason
fæddur um 1030, sonur
Járnskeggja Einarssonar
fæddur um 990, hann bjó á Þverá og móðir
Einars Járnskeggjasonar var
Jórunn Hjaltadóttir
fædd um 1000, dóttir
Hjalta
Skeggjasonar
fæddur um 970, hann bjó í Þjórsárdal, hann kom út til Íslands ásamt Gissuri
hvíta að boða kristni og
Vilborgar Gissurardóttur
fædd um 975, dóttir
Gissurar
“hvíta” Teitssonar
fæddur
um 952, Bjó í Skálholti, síðar á Höfða. Forystumaður þeirra er tóku Gunnar á
Hlíðarenda af lífi um 990. Gissur og Þórdís áttu "margt barna", skv.
Byskupa sögum og
Halldóru Hrólfsdóttur
fædd um 955, hún var úr Geitlandi og fyrsta kona Gissurars, frh á
ættartölu Halldóru má finna á bls.ca. 44.
Foreldrar Járnskeggja Einarssonar
voru
Einar “þveræingur” Eyjólfsson
fæddur um 945, bjó í Saurbæ í Eyjafirði, en
flutti burt vegna vígaferla bjó síðar á Munkaþverá, sonur
Eyjólfs
Valgerðarsonar
fæddur um 922, skáld og bóndi á Möðruvöllum, hann drukkanði og
Hallberu
Þóroddsdóttur
fædd
um 922, hún bjó á Hanakambi, dóttir
Þórodds “hjálmur”
fæddur um 890 og
Reginleifar
Sæmundardóttur
fædd
um 890, dóttir
Sæmundar “suðureyski”
fæddur um 855, landnámsmaður i Sæmundarhlíð í Skagafirði og móðir
Járnskeggja Einarssonar var
Guðrún Klyppsdóttir
fædd um 950, dóttir
Klypps
“hersir” Þórðarsonar
fæddur um 930, sonur
Þórðar “hreða” Hörða-Kárasonar
fæddur um 890, "Hann var höfðingi yfir
þeim heruðum, er honum váru nálæg. Hann var hersir at nafnbót, en jörlum var
hann framar at mörgum hlutum" segir í Þórðar sögu Hreðu. Önnur kona Þórðar
hét
Helga Vémundardóttir
, móðir Þórðar hreða, en hana er ekki að finna í Ísl.bók og móðir
Guðrúnar Klyppisdóttur var
Ólöf Ásbjarnardóttir
fædd um 930, ætt hennar er ekki rakin lengar.
Þórður “hreða” Hörða-Kárason var sonur
Hörða-Kára Áslákssonar
fæddur um 830, ætt ekki rakin lengra aftur í
Ísl.bók, hersir á Hörðalandi og Uppsölum, hinn mesti hermaður, lagði undir sig
3 konunga af sinni hreysti og harðfylgi, dáinn um 880, segja aðrar heimildir en
Ísl.bók. Eyjólfur Valgerðarson var sonur
Einars
Auðunarsonar
fæddur
um 895, hann bjó í Saurbæ í Eyjafirði og
Valgerðar Runólfsdóttur
fædd um 890, dóttir
Runólfs
Gissurarsonar
fæddur um 870, af írskum ættum og
Vilborgar Ósvaldsdóttur
fædd um 860, dóttir
Ósvalds
helga Englakonungs
og
Úlfrúnar
Játmundardóttur
. Foreldrar
Einars Auðunarsonar voru
Auðunn “rotinn”
Þórólfsson
fæddur um 865, landnámsmaður í Saurbæ í
Eyjafirði, sonur
Þórólfs “smjör”
Þorsteinssonar
fæddur um 835, hann kom út með Hrafna-Flóka, sonur
Þorsteins
“skrofa” Grímssonar
,
sonur
Gríms Kambans
fyrstur norrænna manna til að nema land á Færeyjum og móðir
Auðuns “rotinn” Þórólfssonar var
Helga Helgadóttir
fædd um 870, dóttir
Helga
“magri” Eyvindarsonar
fæddur um 835, landnámsmaður í Kristnesi í Eyjafirði, sonur
Eyvindar
“austmaður” Bjarnarsonar
fæddur um 810 og
Raförtu Kjarvalsdóttur
fædd um 810, dóttir
Kjarvals
Írakonungs og móðir Helgu
Helgadóttur var
Þórunn “hyrna” Ketilsdóttir
fædd um 848, dóttir
Ketill
“flatnefur” Bjarnarsonar
fæddur um 810, sonur
Björns “buna” Grímssonar
fæddur um 770 sonur
Veðra-Gríms
, sonur
Hjaldurs Vatnarrssonar
konungs og
Hervarar Þorgerðardóttur
,
Eylaugsdóttur
og móðir Ketils “flatnefur” var
Vélaug
Víkingsdóttir
fædd
um 770, en móðir Þórunnar “hyrnu” Ketilsdóttur var
Ingveldur
Ketilsdóttir
fædd
um 810, dóttir
Ketils “vefur” hersis
í Hringaríki.
Gissur “hvíti” Teitsson
var sonur
Teits Ketilbjarnarsonar
fæddur um 909, hann var sá er fyrstur byggði
bæ að Skálholti, sonur
Ketilbjarnar “gamli” Ketilssonar
fæddur um 870, hann var landnámsmaður á
Mosfelli í Grímsnesi, frá Ketilbirni og Helgu eru Mosfellingar komnir, hann kom
frá Naumudal í Noregi, hann átti skip er Elliði hét, hann kom í Elliðarós fyrir
neðan heiði, segir í Landnámu. Fyrsta veturinn var hann með mági sínum Þórði
“skeggi”. Um vorið fór hann upp um heiði að leita sér landkosta. Þeir höfðu
náttból og gerðu sér skála, þar heitir nú Skálabrekka, en er þeir fóru þaðan
komu þeir að á þeirri er þeir kölluðu Öxará, þeir týndu þar öxi sinni. Þeir
áttu dvöl undir fjallsmúla þeim, er þeir nefndu Reiðarmúla. Ketilbjörn nam
Grímsnes allt upp frá Höskuldslæk og Laugardal allan og Biskupstungur upp til
Stakksár og bjó að Mosfelli. Ketilbjörn var svo auðugur að lausafé , að hann
bauð sonum sínum að slá þvertré af silfir í
Önnur heimild(TK) rekur ættir Hrapps
Bjarnarsonar á þennan veg: þar segir að móðir Þórðar “skeggi” Hrappssonar og
eiginkona Hrapps hafi veið Þórunn “græningarúpa” fædd um 800, hennar ætt er svo
ekki rakin lengra .
Ættir Vilborgar eru í enn annarri heimild(Ættarsíða
Aðalsteins Einarssonar, hann gefur ekki upp þær heimildir, sem hann hefur unnið
eftir) raktar á þennan veg, ártölin stemma ekki eins og sjá má á fæðingarári
Vilborgar og Ósvalds, en ég set þetta inn hér nákvæmleg eftir fyrirmyndinni og
þá geta þeir sem áhuga hafa, rannsakað þetta nánar, þar er Vilborg sögð fædd
843 og er þessi ættartala eftir konungatölum og faðir Vilborgar var Ósvald
“helgi” konungur af Nortumberland í Englandi fæddist einhvern tíma á tímabilinu
ágúst 603 og ágúst 604 frá 634, lést 5. ágúst 642 og móðir
Úlfrún
Játmundardóttir
eins
og sagt er í Ísl.bók, hennar ættir eru heldur ekki raktar lengar á þessum stað,
en Ósvald “helgi” Englakonungur sagður sonur
Fthelfrith(Æthelfrith)
fæddur 617, konungur í
Northumberland, Englandi frá 592-617, hann var fyrsti konungurinn sem stjórnaði
bæði Bernicia og Deira og sem nú er þekkt sem Northumberland, hann lést 617,
sonur
Fthelric(Æthelric),
lést 572, konungur Bernicia í Englandi 568-572 og móðir var
Bebba,
talið að hún geti hafa verið bresk prinsessa
Gododdin og móðir Ósvalds “helgi” Englakonungur var
Acha(Acca)
af Deira
, dóttir
Flli(Aelli,
Aelle, Ella)
fæddur 590, konungur Deira í Englandi frá ca. 560-590, sonur
Yffi
fæddur í Northumbria í Englandi(aðrar
heimildir segja hann fæddan í forn Saxony í Norður-Þýskalandi) konungur Deira,
kona hans var barnabarn Aella “The Tyrant” konungur í Sussex giftur Alice verch
Vortigern faðir konu Yffi hét ef til vill Wlencing, sonur
Uxfrea(Uuscfrea.
Ulfrea, Wyscfrea) of Deira
sagður fæddur 522 í Northumbria í Englandi, látinn 557, sonur
Wilgisl(Uilgisl,
Giulglis)
sagður fæddur 505 í Northumbria í Englandi, látinn 557, kona hans var barnabarn
Soemels(Sæfugl) af forn Saxony
(Soemil Soemel var founder of Deira, faðir
konu Wilgisl hét
Sguerthing)
, sonur
Westerfalca (eða Wester of
Deira)
fæddur 489 í
Northumbria í Englandi, látinn 542, sonur
Sæfugl(Seomel) of Deira
, fæddur 473 í Northumbria í Englandi, sonur
Sæbald
of
Deira
fæddur 455 í Northumbria, látinn 489, sonur
Sigegeat(Siggoth)
of Deira
fæddur 439 í
Northumbria, lést 499, sonur
Swebdaeg(Saebald) of Deira
fæddur 422 í Northumbria, látinn 477 , sonur
Siggar of Deira(Sigegar,Siggar of Asgard) fæddur 299 í Northumbira, sonur
Vitgils(Wictgils,Witta
of Kent)
fæddur 270, látinn
435, sonur
Waegdaeg(Wecta,Wehta,Wegdeg of Asgard),
fæddur 241 í Hleithra(Lejre í Danmörku)
konungur Saxa, sonur
Odinn(Wotan)
, fæddur um 215, Ásgarði í Asíu eða
Austur-Evrópu, látinn í Logrinn, gamla Sigtun, nú Lake Malar, Siguna, Uppsala,
Svíþjóð og
Frigg (Friege, Frigida)
fædd um 219 í Ásgarði, dóttir
Cadwalladr
Ap Llewfer(Cadwan of
Cumbria)
fæddur 193 í Colchester, Dedham, Essex,
Englandi, hann lést í Róm á Ítalíu og móðir Frigg var
Gwladys(Galdys)Ferch
Lleiffer Mawr
fædd
um 185 í Colchester, Dedham, Essex, Englandi, dóttir
Lleiffer
Mawr eða Lucius “the great” of Camulod
eða Lucius of Colchester, fæðingarár óþekkt en hann lést 3.
desember 201 í Colchester, Dedham, England(ef til vill fæddur 28. maí 137) og móðir
Gwladys Ferch Lleiffer Mawr var
Gwladys(Gladys) Ferch Eurgen
fædd um 141 í Caerleon eða Caer Llion ar
Wysg, Siluria, sem nú heitir Monmouth, Gwent, Wales, dóttir
Eugein
AP Marius
fæddur í Caerleon eða Caer Llion ar Wysg, Siluria, sem nú heitir Monmouth,
Gwent, Wales.
Foreldrar Cadwalladr Ap Llewfer(Cadwan of
Fthelric afi Ósvalds “helgi”
var sonur
Ida(the burner)
, hann var konungur Bernicia í Englandi
547-559, hann lést 559, Bernicia var Engils-Saxneskt konungdæmi, sonur
Eoppa
(the arrogant)
stjórnandi í Bernicia, ef til vill konungur, sonur
Esa
, sonur
Ingui(Ingwy,Yngvi),
sonur
Angenwit
, sonur
Aloc
, sonur
Bernic(Bennoc)
, sonur
Brandur
, sonur
Baldur(Baldaeg, Baldey)
fæddur um 243, sonur
Odinn(Wotan)
fæddur um 215. Héðan rekjum við föðurætt
Ósvalds “helga” og móðurætt hans saman þar sem ættir þeirra mætast við Odinn.
Odinn(Wotan) var
sonur
Frithuwald
, fæddur um 190 í Ásgarði og
Beltesa
af Ásgarður
fædd
um 194, hennar ætt er ekki rakin lengra aftur, en Frithuwald var sonur
Frealaf(Freothalaf)
fæddur um 160, sonur
Frithuwulf
fæddur um 130, sonur
Finnur
fæddur um 100, sonur
Flocwald
fæddur, sonur
Gudólfur(Godwulf)
, sonur
Ját(Geata),
sonur
Taetwa,
sonur
Bjáf(Beaf),
sonur
Skjöld(Skjaldin)
, sonur
Hermódur
, sonur
Itermon
, sonur
Hathra
, sonur
Hwala(Atra)
, sonur
Bedwig
, sonur
Dan I(Seskef)
, sá fyrsti, sem ríkti yfir Danmörku 1040-999
fyrir Krist, sonur
Maagi
, sonur
Módi
,
sonur
Vingener
,
sonur
Vingethor(Vingiþórr
), sonur
Enridi(Eredei)
, sonur
Lóridi(Loricha),
sonur
Þór
og
Sif
, hennar ætt er ekki rakin lengra, en Þór var sonur
Múnon(Memmon)
of
Troy
, konungur í Troy, konungur Ethiopiu, hans ætt
er ekki rakin lengra hér(dó um
Isaac var
sonur
Abraham
fæddur
Hér eru viðbótarupplýsingar, sumt það sama og
kemur fram hér að framan um Ósvald helga og ætt hans, þessar upplýsingar eru
fengnar á síðu britannie.com/history, The Anglo Saxo Chronicel, lauslega þýtt
yfir á íslensku af hj:
Ósvaldur helgi var konungur af
Ingwy var sonur Angenwit, sonur Alloc, sonur
Bennoc, sonur Brand, sonur Balday, sonur Woden, sonur Fritholaf, sonur
Frithowulf, sonur Finn, sonur Godolph, sonur Geata.(heimild: The Anglo Saxo
Chronicle(britannie.com/history)
Ida tók kastalann Bamburgh 547 , sem hafði
verið höfuðsæti Breta frá 420 , fyrsta tilvísun til kastalans er í sambandi við
yfirtöku Ida 547. Æthelfrith konungur
Foreldrar Halldóru Hrólfsdóttur
eiginkonu Gissurar “hvíta” frh frá bls.ca.38
voru
Hrólfur “auðgi” Úlfsson
fæddur um 920, bóndi í Geitlandi, sonur
Úlfs
Grímsssonar
fæddur um 890, landnámsmaður og bjó í Geitlandi, sonur
Gríms
“háleygski” Þórissonar
fæddur um 860, hann kom út til Íslands með Skalla-Grími og bjó á Hvanneyri,
sonur
Þóris
fæddur
um 830 og móðir Úlfs Grímssonar var
Svanlaug Þormóðardóttir
fædd um 870, dóttir
Þormóðs
“gamli” Bresasonar
fæddur um 850, hann var landnámsmaður á Akranesi og af írskum ættum, sonur
Bresa fæddur um 820.
Foreldrar Þórunnar Bjarnardóttur
konu Gils Einarssonar frh.frá.bls.34 voru
Þorbjörn
Þorfinnsson
fæddur um 1025, einnig nefndur Björn Karlsefnisson, sonur
Þorfinns
“karlsefni” Þórðarsonar
fæddur um 975 og móðir Þorbjörns Þorfinnssonar var
Guðríður
Þorbjarnardóttir
fædd
um 980, dóttir
Þorbjörns Vífilssonar
fæddur um 955, sonur
Vífils
fæddur um 900, leysingi Auðar “djúpúðgu”,
hann var landnámsmaður í Vífilsdal “Vífill hét leysingi Auðar; hann spurði þess
Auði, hví hún gaf honum öngvan bústað sem öðrum mönnum. Hún kvað það eigi
skipta, kvað hann þar göfgan mundu þykja, sem hann væri. Honum gaf hún
Vífilsdal; þar bjó hann og átti deilur við Hörð.” segir í Landnámu og móðir
Guðríðar Þorbjarnardóttur var
Hallveig Einarsdóttir
fædd um 960, dóttir
Einars
Sigmundarsonar
fæddur um 940, hann bjó á Laugabrekku, sonur
Sigmundar Ketilssonar
fæddur um 910, landnámsmaður á Laugabrekku,
sonur
Ketils “þistill”
fæddur um 880, landnámsmaður í Þistilfirði og móðir Einars
var
Hildigunnur Beinisdóttir
fædd um 920, dóttir
Beinis Mássonar
fæddur um 900, sonur
Más
Naddoddssonar
fæddur
um 865, bjó á Másstöðum sonur
Jórunnar Ölvisdóttur
fædd um 840, dóttir
Ölvis
Einarssonar “barnakarls
”
fæddur um 810 og móðir HallveigarEinarsdóttur var
Unnur
Þórisdóttir
fædd
um 940, dóttir
Þóris Þorbergssonar
fæddur um 920, sonur
Þorbergs
fæddur um 900, hann var landnámsmaður í
Langadal.
Foreldrar Þorfinns “karlsefni” Þórðarsonar
voru
Þórður “hesthöfði” Snorrason
fæddur um 945 og móðir hans var
Þórunn
fædd um 950. Þórður “hesthöfði” var
sonur
Snorra Þórðarsonar
fæddur um 920 og móðir Þórðar “hesthöfði” Snorrasonar var
Þórhildur
“rjúpa” Þórðardóttir
fædd
um 930, dóttir
Þórðar “gellir” Ólafssonar
fæddur um 900-965, hann var Goði í Hvammi í
Dölum og sá er kom á fjórðungaskipan árið 965, sonur
Ólafs
“feilan” Þorsteinssonar
fæddur um 870, landnámsmaður á Hvammi í Dölum, hann var í föruneyti Auðar
“djúpúðgu”, sem var föðuramma hans, Ólafur feilan var sonur
Þorsteins
“rauða” Ólafssonar
fæddur um 850, Skotakonungur og
Þuríðar Eyvindardóttur
fædd um 850, dóttir
Eyvindar
“austmaður” Bjarnarsonar
fæddur um 810, en móðir Þórðar “gellir” Ólafssonar var
Álfdís
Konálsdóttir
fædd
um 875, hún var frá Barreyjum, dóttir
Konáls Steinmóðssonar
fæddur um 855, sonur
Steinmóðs
Ölvissonar
fæddur um 830, sonur
Ölvis Einarssonar “barnakarls”
fæddur um 810 og móðir Þórhildar “rjúpa”
var
Hróðný Skeggjadóttir
fædd um 910, húsmóðir í Hvammi, dóttir
Miðfjarðar-Skeggja
Bjarnarsonar
fæddur um 890, hann bjó á Reykjum í Miðfirði, sonur
Skinna-Björns
Skeggjasonar
fæddur um 850, Landnámsmaður um Miðfjörð og Línakradal. "Því var hann
Skinna-Björn kallaðr, at hann var vanr at sigla í Austurveg kaupferð ok færa
þaðan gráskinn, bjóra ok safala" segir í Þórðar sögu Hreðu.
Foreldrar Þorsteins “rauði” Ólafssonar
voru
Ólafur “hvíti” Ingjaldsson
fæddur um 830, herkonungur í Dyflinni, sonur
Ingjalds
Helgasonar
fæddur um 800, sonur
Álofar Sigurðardóttur
fædd um 780, dóttir
Sigurðar “ormur-í-auga”
Ragnarssonar
,
Álof var kölluð Þóra í Njáls sögu og móðir Þorsteins “rauði” var
Auður
“djúpúðga” Ketilsdóttir
fædd
um 830, landnámskona í Hvammi í Hvammssveit í Dalasýslu, einnig nefnd Unnur “
Auður hélt fyrst til Færeyja og gaf þar Álöfu, dóttur Þorsteins rauðs; þaðan
eru Götuskeggjar komnir. Síðan fór hún að leita Íslands. Hún kom á Vikrarskeið
og braut þar. Fór hún þá á Kjalarnes til Helga bjólu bróður síns. Hann bauð
henni þar með helming liðs síns, en henni þótti það varboðið, og kvað hún hann
lengi mundu lítilmenni vera. Hún fór þá vestur í Breiðafjörð til Bjarnar bróður
síns; hann gekk mót henni með húskarla sína og lést kunna veglyndi systur
sinnar; bauð hann henni þar með alla sína menn, og þá hún það.
Eftir um vorið fór Auður í landaleit inn í
Breiðafjörð og lagsmenn hennar; þau átu dögurð fyrir norðan Breiðafjörð, þar er
nú heitir Dögurðarnes. Síðan fóru þau inn eyjasund; þau lendu við nes það, er
Auður tapaði kambi sínum; það kallaði hún Kambsnes.
Auður nam öll Dalalönd í innanverðum firðinum
frá Dögurðará til Skraumuhlaupsár. Hún bjó í Hvammi við Aurriðaárós; þar heita
Auðartóftir. Hún hafði bænahald sitt á Krosshólum; þar lét hún reisa krossa,
því að hún var skírð og vel trúuð. Þar höfðu frændur hennar síðan átrúnað
mikinn á hólana. Var (þar) þá gör hörg, er blót tóku til; trúðu þeir því, að
þeir dæi í hólana, og þar var Þórður gellir leiddur í, áður hann tók
mannvirðing, sem segir í sögu hans.
Auður var vegskona mikil. Þá er hún var
ellimóð, bauð hún til sín frændum sínum og mágum og bjó dýrliga veislu; en er
þrjár nætur hafði veislan staðið, þá valdi hún gjafir vinum sínum og réð þeim
heilræði; sagði hún, að þá skyldi standa veislan enn þrjár nætur; hún kvað það
vera skyldu erfi sitt. Þá nótt eftir andaðist hún og var grafin í flæðarmáli,
sem hún hafði fyrir sagt, því að hún vildi eigi liggja í óvígðri moldu, er hún
var skírð. Eftir það spilltist trúa frænda hennar.
Auður “djúpúðga” Ketilsdóttir
var dóttir
Ketils “flatnefur”
Bjarnarsonar
fæddur um 810, sonur
Björns “buna” Grímssonar
fæddur um 770, sonur
Veðra-Gríms
, sonur
Hjaldurs Vatnarssonar
konungs og
Hervarar Þorgerðardóttur
,
Eylaugsdóttur
og móðir Ketils “flatnefur” var
Vélaug
Víkingsdóttir
fædd
um 770, en móðir Auðar“djúpúðgu” Ketilsdóttur var
Ingveldur
Ketilsdóttir
fædd
um 810, dóttir
Ketils “vefur”
hersis í Hringaríki.
Foreldrar Sigurðar “seltjörn” Sighvatssonar
frh frá bls. 28 um 1245 voru
Sighvatur
“auðgi” Höskuldsson
fæddur um 1200, sonur
Höskuldar
fæddur um 1170 og móðir Sigurðar “seltjörn” var
Vilborg
Þorgeirsdóttir
fædd
um 1225, húsfreyja, dóttir
Þorgeirs Grímssonar
fæddur um 1195, bjó í Holti undir Eyjafjöllum,
sonur
Gríms
fæddur 1170 og er þessi ætt ekki rakin lengra aftur í Ísl.bók
Foreldrar Valgerðar Hallsdóttur frh frá bls.
28
um 1245, seinni konu
Sigurðar “seltjörn” Sighvatssonar voru
Hallur Jónsson
fæddur um 1215, bóndi á Möðruvöllum í
Eyjafirði, getið 1242-1262, sór Noregskonungi skatt, sonur
Jóns
Örnólfssonar
fæddur um 1185-1222, bjó í Miklagarði síðar bóndi á Möðruvöllum í Eyjafirði,
sonur
Örnólfs Jónssonar
fæddur um 1142-1197, bjó í Miklagarði í Eyjafirði, sonur
Jóns
“svarta” Þorvarðarsonar
fæddur um 1110-150, prestur, líklega sá, sem aðeins er nefndur Jón svarti í
Jóns sögu helga, er þar sagður hafa verið lærlingur hjá Jóni Ögmundarsyni
helga, hann er einnig nefndur í skrá Ara fróða um nokkra kynborna ísl. presta,
sonur
Þorvarðar “yngri”
Höskuldssonar
fæddur um 1075, sonur
Höskuldar Þorvarðarsonar
fæddur um 1030, sonur
Þorvarðar
“eldri” Höskuldssonar
fæddur um 1000-1059, bjó á Fornastöðum í Fnjóskadal, dó í Saxlandi á heimleið
frá Róm og móðir Valgerðar Hallsdóttur var
Guðný
Böðvarsdóttir
fædd
um 1215, húsfreyja á Möðruvöllum dóttir,
Böðvars Þórðarsonar
fæddur um 1187-1264, bjó í Bæ, sonur
Þórðar
Böðvarssonar
fæddur um 1150-1220, prestur í Görðum á Akranesi, Borgarfjarðarsýslu frá því
fyrir 1183 og til dauðadags og
Snælaugar Högnadóttur
fædd um 1155 og móðir Guðnýjar
Böðvarsdóttur var
Herdís Arnórsdóttir
fædd um 1200, húsfreyja í Bæ, dóttir
Arnórs
Tumasonar
fæddur um 1182, látinn í Noregi 1221, Goðorðsmaður á Víðimýri, andaðist í
Noregi “hinn besti drengur og einurðarmaður” átti í deilum við Guðmund Arason
biskup og
Ásdísar Sigmundardóttur
fædd um 1172, einnig nefnd Aldís. Foreldrar Þórðar Böðvarssonar
voru
Böðvar Þórðarson
fæddur um 1116-1187, bjó í Görðum á Akranesi og móðir ÞórðarBöðvarssonar var
Helga Þórðardóttir
fædd um 1125. Foreldrar Snælaugar Högnadóttur eiginkonu
Þórðar Böðvarssonar voru
Högni Þormóðsson
fæddur um 1120, nefndur “hinn auðgi” í nafnaskrá Guðna Jónssonar,
Högni var prestur á Bæ í Borgarfirði 1185, hann var nefndur “Bæjar-Högni” “....mjök auðugt en ættsmár”, segir í
Byskupasögum “Hann var tengdamaðr Lundarmanna ok vinr Þórðar Sturlusonar”,
segir í Sturlungu. Högni átti í deilum við Þorlák biskup Þórhallsson,ættir
Högna eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók og móðir Snælaugar Högnadóttur
var
Geirlaug Árnadóttir
fædd um 1115, dóttir
Árna Gunnarssonar
fæddur um 1070, sonur
Víga-gunnars
fæddur um 1040, ættir hans eru ekki raktar
lengra í Ísl.bók og móðir Geirlaugar var
Oddný
Þórhallsdóttir
fædd
um 1075 Foreldrar Arnórs Tumasonar voru
Tumi
Kolbeinsson
fæddur um 1135-1184, Goðorðsmaður og bjó í Ási í Hegranesi, óskilgetinn sonur
Kolbeins
Arnórssonar
fæddur um 1090-1166, Goðorðsmaður og móðir Arnórs Tumasonar var
Þuríður
Gissurardóttir
fædd
um 1154-1235, húsfreyja í Svínafelli, síðast nunna, í Annálum segir að Þuríður
hafi dáið 1225, dóttir
Gissurar Hallssonar
fæddur um 1125, stallari, Goðorðsmaður, djákn, rithöfundur og
lögsögumaður í Haukadal, hann var lögsögumaður 1181-1200 og
Álfheiðar
Þorvaldsdóttur
fædd
um 1125, húsfreyja í Haukadal, er sögð Þorvarðardóttir í íslensku
Fornbréfasafni, en skv. Ísl.bók er hún dóttir
Þorvaldar “auðgi”
Guðmundssonar
fæddur um 1100-1161, hann var rædnur árið 1143, er líklega sá sem Jón
Sigurðsson nefnir Þorvarð í ísl.fornbrs., sonur
Guðmundar
Guðmundssonar
fæddur um 1050, sonur
Guðmundar Eyjólfssonar
fæddur um 1026, sonur
Eyjólfs
“halti”
Guðmundssonar
f
æddur um 995-um 1060,
hirðmaður Ólafskonungs og
Yngvildar Síðu-Hallsdóttur
fædd um 1005 frh á ættartölu þeirra hjóna má
finna á bls. ca. 92.
Foreldrar Þorvarðar “eldri” Höskuldssonar
um 1000 voru
Höskuldur “væni”
Þorgeirsson
fæddur um 970, hann bjó á Vöglum í Fnjóskadal og móðir
Þorvarðar “eldri” var
Þórdís “todda” Helgadóttir
fædd um 960, “...var kölluð Þórdís todda. Því
var hún svá kölluð, at hún gaf aldri minna en stóra todda, þá er hún skyldi
fátækum gefa, svá var hún örlát” segir í Fljótsdæla sögu, hún var dóttir
Brodd-Helga
Þorgilssonar
fæddur um 938-974, bjó á Hofi í Vopnafirði, Brodd-Helgi ólst upp hjá Þorsteini
“hvíta” afa sínum “Hann gerðist mikill maðr ok sterkr, bráðgerr, vænn og
stórmannlegr ok ekki málígr í barnæsku, ódæll og óvæginn, þegar á unda aldri.
Hann var hugkvæmr og margreytinn”, segir í Þorsteins sögu hvíta. Brodd-Helgi
var veginn. Saga þessi er af því hvernig Brodd-Helgi fékk sitt auknefni: “ Frá
því er sagt að einhver dag að Hofi er naut voru á Stöðli að graðungur var á
stöðlinum er þeir frændur áttu en annar graðungur kom á stöðulinn og stönguðust
graðungarnir. En sveinnin Helgi var úti og sér að þeirra graðungur dugir verr
og fer frá. Hann tekur mannbrodd einn og
bindur í enni graðunginum og gengur þaðan þaðan frá þeirra graðungi betur
Af þessum atburði var hann kallaður Brodd-Helgi. Var hann
afbrigði þeirra manna allra, er þar fæddust upp í héraðinu að
atgervi”(Vopnfirðingasaga) og móðir Þórdísar“todda” var
Halla
Lýtingsdóttir
fædd
um 938, dóttir
Lýtings Arnbjarnarsonar
fæddur um 880, landnámsmaður í Vopnafirði,
bjó í Krossavík, ættfaðir Vopnfirðinga, var vitur maður og velauðgur að fé,
sonur
Arnbjarnar Ólafssonar
fæddur um 850 í Noregi, sonur
Ólafs “langháls” Bjarnasonar
fæddur um 820, sonur
Bjarna
“reyðarsíðu”
fæddur um 790 og móðir Höllu Lýtingsdóttur var
Þórdís
Herðlu-Bjarnardóttir
fædd
um 900 húsfreyja í Krossavík, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur. Foreldrar
Brodd-HelgaÞorgilssonar voru
Þorgils Þorsteinsson
fæddur um 912-942, var veginn af sonum
Þorfinns á Skeggjastöðum í Hnefilsda, sonur
Þorsteins “hvíta” Ölvissonar
fæddur um 876, látinn um 956, landnámsmaður,
bjó á Hofi í Vopnafirði, varð blindur, frá honum eru Hofsverjar komnir,
Þorsteinn “hvíti” kom frá Noregi og lenti skipi sínu í Vopnafirði eftir
landnámið. Keypti land af Eyvindi “vopna”
og bjó á Tóftarvelli í nokkur ár, en tók þá Hofsland upp í skul og bjó
þar síðar sagður “vitur maður og vænn”, sonur
Ölvis Öxna-Þórissonar
frá Ögðum í Noregi(Önnur heimild Torben K.
rekur ættir Þorsteins “hvíta hins vegar á þennan veg: sonur
Ölvis “hvíta” Eyvaldssonar
fæddur um 855 látinn um 904, sonur
Eyvalds Öxna-Þórissonar
fæddur um 830, látinn um 880, sonur
Þóris “öxna-Þóris
” fæddur um 804. Í Þorsteinssögu hvíta er ættin rakin á þennan
veg: Ölvir hinn hvíti, frá Naumudal í Noregi,
Ósvaldsson
,
Göngu-Hrólfssonar
,
Öxna-Þórissonar
) og móðir Þorgils Þorsteinssonar var
Ingibjörg
Hróðgeirsdóttir
fædd
um 885, húsfreyja á Hofi í Vopnafirði, dóttir
Hróðgeirs “hvíta” Hrappssonar
fæddur um 850, landnámsmaður á Skeggjastöðum
í Bakkafirði, Norður-Múlasýslu, sonur
Hrapps
(Bjarnasonar ?) fæddur um 820(795 segir önnur
heimild), hann var frá Sogni og móðir Hróðgeirs var
Þórunn
“græningarúpa
”
fædd um 800 og móðir Brodd-Helga var
Ásvör Þórisdóttir
fædd um 912, hún er nefnd Ólöf í Þorsteins
sögu hvíta, dóttir
Þóris Graut-Atlasonar
fæddur um 890 bjó í Aðalvík, sonur
Graut-Atla
Þórissonar
fæddur um 870, landnámsmaður bjó í Atlavík á Hallormsstöðum, sonur
Þóris
“þiðrandi” Ketilsson
fæddur um 840, sonur
Ketils Þórissonar
fæddur um 810 og móðir Ásvarar Þórisdóttur var
Ásvör
Brynjólfsdóttir
fædd
um 895, húsfreyja í Atlavík, dóttir
Brynjólfs “gamla”
Þorgeirssonar
fæddur um 860, landnámsmaður í Fljótsdal og á Völlum, sonur
Þorgeirs
Vestarssonar
fæddur
um 830 “Göfugur maður í Noregi.
Gísli Filippusson 1435
bóndi í Haga var sonur
Filippusar
Sigurðssonar
fæddur um 1408 og látinn eftir 1489, bóndi í Haga á Barðaströnd , sonur
Sigurðar
Þórðarsonar
fæddur um 1370-1449, bóndi í Haga á Barðaströnd, sonur
Þórðar
Gíslasonar
fæddur um 1330-1404, bóndi í Haga á Barðaströnd, sonur
Gísla
Filippussonar
fæddur
um 1300-1370. bóndi í Haga á Barðaströnd, sonur
Filippusar
Loftssonar
fæddur um 1280-1326, bóndi í Haga á Barðaströnd, sonur
Lofts
Gíslasonar
fæddur um 1250 látinn 7. október 1302,
var á Bæ á Rauðasandi, eiginkvenna og mæðra þessarra síðast töldu fimm ættliða
er ekki getið, sonur
Gísla Markússonar
fæddur um 1185-1258, bóndi á Saurbæ í Rauðasandi, sonur
Markúsar
Gíslasonar
fæddur um 1140- 3. Nóvember 1196, bóndi í Saurbæ á Rauðasandi, hann var veginn
af Inga Magnússyni,(hann var geður útlægur eftir víg Mark eftir andlát
Ingibjargar fór Markús af landi um tíma, móðir Lofts Gíslasonar var
Þórdís
Gellisdóttir
fædd
um 1025, dóttir
Gellis Þorsteinssonar
fæddur um 1175, bóndi í Flatey á Breiðafirði, einnig nefndur
Gellir Steinsson í Sturlungu og
Vigdísar Sturludóttur
fædd um 1180, húsfreyja og móðir Gísla
Markússonar var
Ingibjörg Oddsdóttir
fædd um 1145, ættir hennar eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók
og móðir Gísla Filippussonar var
Gróa Ketilsdóttir
fædd um 1410, húsfreyja í Haga, dóttir
Ketils
Snæbjarnarsonar
fæddur
um 1390, stýrimaður, farmaður af Suðurnesjum, getið 1427 og 1428. Hann kom
út(til Íslands) með Andrési Finnbogasyni “Voru þeir mjög að komnir fyrir
vatnsleysis sakir, bjuggust þeir af Noregi með skyndingi, vötnuðu skipið ekki,
áður þeir létu út, en höfðu saltaðan mat einn innbyrðis”, segir í Annálum og móðir
Gróu Ketilsdóttur er ekki getið og eru ættir Ketils ekki raktar lengra aftur í
Ísl.bók.
Ingibjörg Eyjólfsdóttir 1435 eiginkona Gísla
Filippussonar
var dóttir
Eyjólfs “mókollur”
Magnússonar
fæddur um 1410, bóndi á Hóli í Bíldudal,
sonur
Ásdísar Þorsteinsdóttur
fædd um 1390, húsfreyja í Haukadal í Dýrafirði, síðar í
Borgarfirði, föður Eyjólfs “mókollur” Magnússonar er ekki getið í Ísl.bók, en
Ásdis var gift Eyjólfi “mókollur” Halldórssyni, sem átti Haukadal í Dýrafirði
og áttu þau einn son saman Ögmund að nafni, Ásdís Þorsteinsdóttir var
dóttir
Þorsteins Halldórssonar
fæddur um 1360, bóndi á Brjánslæk og móðir Ingibjargar
Eyjólfsdóttur var
Helga Þórðardóttir
fædd um 1400, dóttir
Þórðar Svartssonar
fæddur um 1360, bjó í Bæ á Rauðasandi, ættir
hans eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók.
Foreldrar Markúsar Gíslasonar
voru
Gísli Þórðarson
fæddur um 1100, sonur
Þórðar
Úlfssonar
fæddur um 1070, sonur
Úlfs Skeggjasonar
fæddur um 1030 og
Helgu Eyjólfsdóttur
fædd um 1040 og móðir Markúsar Gíslasonar
var
Guðríður Steingrímsdóttir
fædd um 1100, hennar ættir eru ekki raktar lengra aftur í
Ísl.bók.
Foreldrar Gellis Þorsteinssonar
voru
Þorsteinn Gyðuson
fæddur um 1145-1190, bóndi í Flatey, hann
drukknaði, sonur
Gyðu
fædd um 1130, hennar ættir eru ekki raktar lengra aftur í Íls.bók
og móðir Gellis Þorsteinssonar var
Jóreiður Þórólfsdóttir
fædd um 1145 og hennar ættir eru ekki heldur
raktar lengra aftur í Ísl.bók, svo hér lýkur ættartölu Gellis.
Foreldrar Vigdísar Sturludóttur eiginkonu
Gellis Þorsteinssonar
voru
Sturla Þórðarson
fæddur um 1115, látinn í júlí 1183, hann var höfðingi í Hvammi og
kallaður “Hvamm-Sturla” og móðir
Vigdísar var
Guðný Böðvarsdóttir
fædd um 1147, látin 7. Nóvember 1221, frh. á ættartölu þeirra
hjóna á bls. Ca. 74.
Ættir systkinanna Þorleifs Björnssonar um 1430
fra bls ca, 36 og Sólveigar
Björnsdóttur um 1450 Þuríður Björnsdóttir fra bls. ca. 37 og
Þóra Björnsdóttir frá bls. ca.
34 verða raktar hér og foreldrar
þeirra voru
Björn “ríki” Þorleifsson
fæddur um 1408-1467, hirðstjóri og bóndi á
Skarði á Skarðsströnd, hann var veginn af Englendingum á Rifi undir Jökli, þar
sem nú er höfnin og við höfnina er steinn sem heitir Björnssteinn, þar var
Björn eins og áður segir veginn og sjö menn með honum í bardaga við
Englendinga. Var lík Björns síðan höggvið í bita á steini þessum. Drápið á
Birni “ríka” kostaðí fimm ára strið milli Engelndinga og Dana. Er Ólföf “ríka”
kona hans heyrði af láti hans lét hún þessi orð falla “Eigi skal gráta Björn bónda,
heldur safna liði”. Örsökin fyrir því að féll í bardaga með Birni bónda “ríka”
og Englendingum var sú, að Björn “ríki” reið út að Rifi og ætlaði að banna
Englendingum að versla þar. Í bókinni “Úr sögu kaupstaðarins á Rifi” eftir
Oscar Clausen segir m.a.: “Björn ríki Þorleifsson var mesti höfðingi hér á
landi á sinni tíð. Konungur gaf honum riddaranafn og aðalsbréf í
Kaupmannahöfn árið 1457. Skjaldarmerki hans var hvítabjörn á bláum feldi
og hvítabjörn uppaf hjálminum. Það sama ár varð Björn hirðstjóri yfir
Íslandi og var það þangað til hann var drepinn. Björn hirðstjóri
var röggsamur maður og óhræddur við að standa í stórræðum. Hann fór, eins
og ég sagði áður, út í Rif og ætlaði að reka erindi konungs, en þar fóru svo
leikar, að Englendingar drápu hann, ásamt 7 mönnum hans, og tóku Þorleif son
hans og höfðu í haldi. Svo var grimmd þeirra mikil, að þeir söxuðu
lík Björns í stykki. Hann varðist lengi og vasklega áður en hann
féll. Hann hljóp upp á háan klett og hjó niður fyrir sig, þangað til hann
örmagnaðist og hneig niður. Kletturinn er síðan kallaður Björnssteinn.
Hann er nú nær sandi orpinn. Bólar aðeins á hann upp úr foksandinum (nú
hefur verið grafið frá Björnssteini og er hann vel sýnilegur og áhugaverður
staður til að stoppa við og íhuga sögu Rifs: Innskot Haukur Már).
Ólöf ríka Loftsdóttir á Skarði, ekkja Björns, varð ekki uppnæm, þegar hún
heyrið lát Björns, en sagði þá þessi alkunnu orði: „Ekki skal gráta Björn
bónda, heldur safna liði“-- Það gjörði hún líka. Hún safnaði liði og fór út á
og móðir Þorleifs og Sólveigar var
Ólöf
Loftsdóttir
fædd
um 1410-1479, húsfreyja á Skarði, hún var af ætt Skarðverja, dóttir
Lofts
“ríka” Guttormssonar
fæddur um 1375-1432, hirðstjór, sýslumaður og riddari á Möðruvöllum í Eyjafirði. Höfuðskáld sinnar
tíðar skv.ÆT.JS. og mjög kynsæll “Mikið skáld, átti 80 stórgarða, en dó í slæmu
koti”, segir í Annálum, sonur
Guttorms Ormssonar
fæddur um 1345, hann lést í Snóksdal 26. maí
1381, hann var bóndi, trúlega í Þykkvaskógi í Miðdölum, hann var veginn í
Snóksdal, skv. Annálum var það 1380 en ekki 1381 eins og Ísl.bók telur frh á
bls. Ca. 51 og
Soffíu Eiríksdóttur
fædd um 1345, húsfreyja í Þykkvaskógi í Miðdölum, frh á ættum
Soffíu á bls. Ca. 105 og móðir Ólafar Loftsdóttur var
Ingibjörg
Pálsdóttir
fædd
um 1375-1432, húsfreyja á Möðruvöllum, dóttir
Páls Þorvarðarsonar
fæddur um 1340-1403, sýslumaður á Eiðum,
sonur
Þorvarðar Pálssonar
fæddur um 1300, bjó á Eiðum og
Ragnhildar Karlsdóttur
fædd um 1300, húsfreyja á Eiðum, dóttir
Karls
Arnórssonar
fæddur um 1270, bjó á Eiðum. Ættir Þorvarðar og Ragnhildar eru ekki raktar
lengra aftur, en móðir Ingibjargar Pálsdóttur var
Sesselja
Þorsteinsdóttir
fædd
um 1350-1403, húsfreyja á Eiðum, hennar ættir eru heldur ekki raktar lengra
aftur í Ísl.bók ForeldrarBjörns “ríka” Þorleifssonar voru
Þorleifur
Árnason
fæddur um 1370-1433,
sýslumaður á Auðbrekku í Hörgárdal, í Glaumbæ í Skagafirði og í Vatnsfirði,
sonur
Árna Einarssonar
fæddur um 1340-1404, bóndi á Auðbrekku í Hörgárdal, síðar
staðarhaldari á Grenjaðarstað, sonur
Einars Hafliðasonar
fæddur 15. september 1307. látinn 22.
september 1393, prestur í Keldnaþingi á Rangárvöllum 1330, ráðsmaður á Hólum
1340 og 1370, lét af starfi 1376, prestur á Höskuldsstöðum í Laxárdal 1334-1343
og síðar á Breiðabólstað í Vesturhópi
frá 1343 til dauðadags, mæðra er ekki getið, sonur
Hafliða
Steinssonar
fæddur
um 1253-1319, ráðsmaður á Hólum í Hjaltadal um 1292-1308 og prestur á
Breiðabólsstað í Vesturhópi, sonur
Steins Arasonar
fæddur um 1220, bóndi á Ásgeirsá og móðir
Einars Hafliðasonar var
Rannveig Gestsdóttir
fædd um 1280-1348, ættir Einars eru ekki
raktar lengra aftur í Ísl.bók. og móðir Björns “ríka” var
Kristín
Björnsdóttir
fædd
um 1374-1468, húsfreyja í Hvammi í Dölum og síðar í Auðbrekku í Hörgárdal,
Þorleifur var seinni maður hennar en fyrri maður hennar hét Jón Guttormsson og
var hann bóndi á Hvammi í Dölum, þau eignuðust einn son, sem dó ungur, en
Þorleifur og Kristín áttu seks börn, Kristín var dóttir
Björns
“Jórsalafara” Einarssonar
fæddur um 1350, látinn í Hvalfirði 1415, sýslumaður í Vatnsfirði og umboðsmaður
hirðstjóra, hann fór til Grænlands 1385 og var þar í tvö ár, ferðaðist til
Jórsala og Rómar. Á vef Vestfjarða segi m.a. um Björn “Jórsalafara”:”Sá maður
sem bar einna helsta ábyrgð á frægð Vatnsfjarðar var án efa Björn Einarsson
Jórsalafari, sem sat í Vatnsfirði á seinni hluta 14. aldar. Hann var einn
fyrirferðarmesti höfðingi landsins og reyndi að efla auð sinn og völd sem mest
óháð konungi. Björn gerði víðreist, fór meðal annars þrisvr til Rómar og eitt
sinn til Grænlands. Viðurnefni sitt hlaut hann af feð sinni til
Jórsala(Jerúsalem). Eftir lát Björns tók dóttir hans Vatnsfjarðar-Kristín, við
völdum í Vatnsfirði. Ríki hennar samanstóð af höfðubólinu í Vatnsfirði ásamt 15
bæjum beggja vegna Mjóafjarðar og Ísafjarðar auk tæplega 40 jarða, vítt og
breitt um Vestfirði, Ísafjarðardjúp, Jökulfirði og Hornstrandir. Veldið náði
alla strandlengjuna frá Þaralátursfirði á Ströndum til Skálavíkur við sunnan
vert mynni Ísafjarðardjúps, þessu fylgdi mikil hlunnindi af fiskveiðum,
rekaviði, skóg ofl. Móðir Kristínar Björnsdóttur var
Sólveig
Þorsteinsdóttir
fædd
um 1350, látin um 1405, sýslumannsfrú í Vatnsfirði, dóttir
Þorsteins
fæddur um 1320, sennilega búsettur á Hvoli í
Hvolhreppi og af ætt Oddverja, en ættir hans eru ekki raktar lengra aftur í
Ísl.bók og móður Sólveigar er ekki getið.
Ingveldur Helgadóttir um 1430 eiginkona
Þorleifs Björnssonar
var
dóttir
Helga Guðnasonar
fæddur um 1405-1440, lögmaður norðan og vestan 1433-1439, hann
bjóð á Ökrum í Blönduhlíð, sonur
Ónefndar Ólafsdóttur
fædd um 1370, föður er ekki getið, en Ónefnd
var dóttir
Ólafs
Þorseinssonar
fæddur um 1340, bóndi á Fellsmúla í Landsveit til 1375. Árið 1370 var harður
vetur á Íslandi og fyrirgekk skip er í var Ólafur bóndi Þorsteinsson ok margt
fólk annað, segir í Annálum, hann var sonur
Þorsteins
fæddur um 1320, sennilega búsettur á Hvoli í
Hvolhreppi og af ætt Oddverja, móðir Ólafs Þorsteinssonar var ekki
getið, en móðir Ónefndrar Ólafsdóttur var
Ragnheiður
fædd um 1340. Ættir Þorsteins
annars vegar og Ragnheiðar þessarrar hins vegar eru ekki raktar lengra aftur í
Ísl.bók og móðir Ingveldar Helgadóttur var
Kristín
Þorsteinsdóttir
fædd
um 1410-1490, húsfreyja á Ökrum, nefnd “Akra-Kristín”, dóttir
Þorsteins
Ólafssonar
fæddur um 1388-1481, lögmaður sunnan og austan, bjó á Ökrum, var lögmaður
1421-1435. Skv.ÍÆ deyr hann 1431, sonur
Ólafs “helmingur”
Þorsteinssonar
fæddur um 1350 og
Ragnheiðar Hallsdóttur
fædd um 1350, ættir þeirra hjóna eru ekki
raktar lengra aftur í Ísl.bók. og móðir Kristínar Þorsteinsdóttur var
Sigríður
Björnsdóttir
fædd
um 1380, húsfreyja á Ökrum, dóttir
Björns Brynjólfssonar
fæddur um 1350-um 1403, bóndi á Ökrum í
Blönduhlíð, var sennilega tvíkvæntur og er talið að Ólafur og Málmfríður hafi
verið börn síðari konu hans og
Málmfríður Eiríksdóttir
fædd um 1350, húsfreyja á Ökrum í Blönduhlíð,
fhr á ættum hennar á ca. Bls. 105, en þar verða ættir þeirra systra Málmfríðar
er hér er getið og Soffíu móður Lofts “ríka” á bls. 48, raktar áfram, en þeirra
foreldrar voru
Eiríkur “auðgi”
og
Ingiríður Lofstsd
.
Foreldrar Guttorms Ormssonar,(frh.frá bls. Ca.
49)
voru
Ormur
Snorrason
fæddur um 1320, látinn eftir 1401, hann var lögmaður á Skarði á Skarðsströnd,
var lögmaður sunnan og austan 1359-1368 og 1374-1375 og móðir Guttorms
var
Ólöf
fædd
um 1315, húsfreyja á Skarði, ættir hennar eru ekki raktar lengra en Ormur var
sonur
Snorra Narfasonar
fæddur um 1260-9. Mars 1332, hann var bóndi á Skarði á
Skarðsströnd og lögmaður norðan og austan frá 1320-1329, í Konungaannál er hann
sagður hafa látist 1331 og móðir Orms var
Þóra
fædd um 1270, húsfreyja á Skarði, hennar
ættir eru ekki raktar lengra, en Snorri var sonur
Narfa
Snorrasonar
fæddur um 1210, látinn 1284, Prestur á Kolbeinsstöðum í Hnappadal, Snæd. frá
því fyrir 1253 til dauðadags Fékk sérstaka undanþágu erkibiskups til að skilja
ekki við konu sína, eins og öðrum prestum var gert að gera og móðir Snorra
var
Valgerður Ketilsdóttir
fædd 1230, húsfreyja á Kolbeinsstöðum, dóttir
Ketils
Þorlákssonar
fæddur um 1200, látinn 11. Febrúar 1273, Bjó í Hítardal í Hraunhreppi, Mýr. um
tíma og var prestur þar frá því fyrir 1220 til 1224. Prestur í Skarði Ytra í
Landþingum, Rang. frá 1224 fram undir 1235. Prestur á Kolbeinsstöðum í
Hnappadal, Snæf. frá því fyrir 1235 til dauðadags. Var lögsögumaður 1259-1262.
Landnáma segir hann einnig son Þorleiks Þorleifssonar beiskalda, en Ísl.bók
segir hann son
Þorláks Ketilssonar
fæddur um 1165-1240, Goðorðsmaður. Prestur í Hítardal í
Hraunhreppi, Mýr. frá 1198, á Kolbeinsstöðum í Hnappadal, Snæf um og eftir 1220
og síðast í Reykholti í Reykholtsdal og
Guðlaugar Eyjólfsdóttur
fædd um 1180, dóttir
Eyjólfs
Guðmundssonar
fæddur um 1125 og
Sigríðar Hallsdóttur
fædd um 1150 og móðir Valgerðar Ketilsdóttur var
Halldóra
Þorvaldsdóttir
fædd
um 1200, húsfreyja á Kolbeinsstöðum, dóttir
Þorvaldar Gissurarsonar
fæddur um 1163- 1. Sept. 1235, prestur og
Goðorðsmaður í Hruna í Hrunamannahreppi, Árnessýslu 1182-1225, síðast
kanoki(kórbróðir) í Viðey, frh ættar hans á bls. Ca 84 við systur hans Þuríði
Gissurardóttur og Þóru “yngri” Guðmundsdóttur fædd um 1175, húsmóðir í Hruna Foreldrar
Narfa Snorrasonar voru
Snorri Narfason
fæddur um 1175, látinn 13. September 1260,
prestur á Skarði, kallaður “Skarðs-Snorri, “Var manna auðgastr í Vestfjörðum.
Hann var ok göfugr at ætt”, segir í Sturlungu, sonur
Narfa
Snorrasonar
fæddur um 1135-1202, prestur á Skarði á Skarðsströnd í Dalasýslu og
Guðrúnar
Þórðardóttur
fædd um 1140, húsfreyja á Skarði og móðir
Narfa Snorrsonar(1210) var
Sæunn Tófudóttir
fædd um 1175, dóttir
Tófu
Snorradóttur
fædd
um 1143, dóttir
Snorra Bárðarsonar
fæddur um 1111, frh. Á bls. Ca. 58
Þorlákur Ketilsson
var sonur
Ketils Þorsteinssonar
fæddur um 1100-1173, hann var prestur á Grund
í Eyjafirði og kallaður Grundar-Keli, sonur
Þorsteins “ranglátur”
Einarssonar
fæddur um 1060-1149, hann var bóndi á Grund í
Eyjafirði og
Steinunnar Þorbjarnardóttur
fædd um 1060, sögð Bjarnardóttir í Sturlungu frh
á ættartölu þeirra hjóna á bls. Ca. 59-60 og móðir Þorláks Ketilssonar
var
Álfheiður Þorleifsdóttir
fædd um 1147, frá Álfheiði er komin Kolbeinsttaðarætt og Melamannaætt
í Borgarifrði, dóttir
Þorleifs “beiskaldi”
Þorlákssonar
fæddur um 1120-1200, hann bjó í Hítardal, sonur
Þorláks
“auðgi” Ormssonar
fæddur um 1075-1154, hann bjó í Hítardal og
Valgerðar Gestsdóttur
fædd um 1080, dóttir
Gests
fæddur um 1050 og móðir
ÁlfheiðarÞorleifsdóttur var
Herdísar
Koðránsdóttur
fædd
um 1110, dóttir
Koðráns Ormssonar
fæddur um 1050 frá Gilsbakka, sonur
Orms
Hermundarsonar
fæddur um 1010 og
Herdísar Bolladóttur
fædd um 1030 og móðir Herdísar Koðránsdóttur var
Guðrún
Sigmundardóttir
fædd
um 1056, dóttir
Sigmundar Þorgilssonar
fæddur um 1045, Goðorðsmaður, hann lest í
Rómarför 1118 og
Halldóru Skeggjadóttur
fædd um 1045. Foreldrar Orms
Hermundarsonar voru
Hermundur Illugason
fæddur um 980, bjó á Gilsbakka, sonur
Illuga
“svarti” Hallkelssonar
fæddur um 955, Goðorðsmaður og bóndi á Gilsbakka og
Ingibjargar
Ásbjarnardóttur
fædd
um 965 og móðir OrmsHermundarsonar var
Yngvildur
Ormsdóttir
fædd
um 980, einnig nefnd Gunnhildur. Foreldrar Sigmundar Þorgilssonar voru
Þorgils
Þorgeirsson
fæddur um 1000, sonur
Þorgeirs Þórðarsonar
fæddur um960, bjó á Skaptafelli, sonur
Þórðar
“freysgoði”
Össurarsonar
fæddur um 910, látinn um 995, sonur
Össurar
Ásbjarnarsonar
fæddur um 890, bjó á Svínafelli, sonur
Ásbjörns Bjarnarsonar
fæddur um 870, hann dó á leið til Íslands og
Þorgerðar
fædd um 860, hún var landnámskona í
Ingólfshöfðahverfi og bjó á Sandfelli. Foreldrar Halldóru Skeggjadóttur
konu Sigmundar Þorgilssonar voru
Skeggi Bjarnason
fæddur um 1000, en móður er ekki getið,
Skeggi var sonur
Bjarna “spaki”
Þorsteinssonar
fæddur um 960, hann bjó í Gröf í Hrunamannahreppi, Árnessýslu og móðir
Skeggja var
Þórný Þorgilsdóttir
fædd um 980, dóttir
Þorgils “örrbeinsstjúpur”
Þórðarsonar
fæddur um 938, látinn um 1020, Bjó í
Traðarholti í Stokkseyrarhreppi. "Þorgils örrabeinsstjúpur þótti inn mesti
merkismaðr, vinfastr ok vel stilltr, þrautgóðr, djarfr ok þó stórráðr, ef honum
var í móti gert, þoldi vel ok karlmannliga stórar mannraunir. Frá honum er
kominn mikill ættbogi" segir í Flóamanna sögu og
Þóreyjar
Þorvarðardóttur
fædd
um 960, hún lest á Grænlandi. Framhald á ættartöulu Sigmundar Þorgilssonar og
Halldóru Skeggjadóttur má sjá á bls. 68.
Foreldrar Þóru ”yngri” Guðmundsdóttur
voru
Guðmundur “gríss” Ámundason
fæddur um 1142, látinn 22.febrúar 1210, hann
var Alsherjargoði og prestur á Þingvöllum, síðast munkur, sonur
Ámunda
Þorgeirssonar
fæddur um 1115 og
Þóru Bjarnadóttur
fædd um 1120 og móðir Þóru “yngri” Guðmundsdóttur var
Sólveig
Jónsdóttir
fædd
um 1151-1193, dóttir
Jóns Loftssonar
fæddur um 1124, látinn 1. Nóbember 1197, höfðingi í Odda og
Halldóru
Brandsdóttur
fædd
um 1125-1190, ættir þeirra hjóna verða raktar áfram á bls. Ca. 64.
Foreldrar Narfa Snorrasonar (1135)
voru
Snorri Húnbogason
fæddur um 1100-1170, Goðorðsmaður, prestur og
lögsögumaður á Skarði í Skarðsþingum, Dalasýslu, hann var lögsögumaður frá
1156-1170, sonur
Húnboga Þorgilssonar
fæddur um 1070, bóndi á Skarði, samkv. Sturlungu var hann sonur
Þorgils
Oddasonar
en í
Ísl.bók er hann skráður sonur
Þorgils Gellissonar
fæddur um 1030-1074, bónda á Helgafelli og
drukknaði á Breiðafirði, faðerni Húnboga er þó ekki alveg víst og
Jóreiðar
Hallsdóttur
fædd
um 1045, faðerni hennar er eigi heldur öruggt en hún er hjá Ísl.bók skráð, sem
dóttir
Halls Þórarinssonar
fæddur um 996-1089, hann bjó í Haukadal “"... var skírður
þrévetr. En þat var vetri fyrr en kristni væri í lög tekin á Íslandi. En hann
gerði bú þrítugr ok bjó í Haukadal sex tigu ok fjóra vetr", segir í
Sturlungu. Samkvæmt Konungsannáli deyr Hallur 1090 og
Guðríðar
Þorsteinsdóttur
fædd
um 1020, Móðir Narfa Snorrasonarog eiginkona Snorra Húnbogasonar
var
Ingveldur Atladóttir
fædd um 1100, húsfreyja á Skarði, dóttir
Atla
Tannasonar
fæddur um 1070, ætt hans er ekki rakin lengra og
Höllu
Eyjólfsdóttur
fædd
um 1070, dóttir
Eyjólfs Hallbjarnarsonar
fæddur um 1040, ættir hans eru ekki raktar
lengra og
Jódísar Snartardóttur
fædd um 1041. Móðir SnorraHúnbogasonar og eiginkona
Húnboga Þorgilssonar var
Yngveldur Hauksdóttir
fædd um 1060, húsfreyja á Skarði, dóttir
Hauks
Ketilssonar
fæddur um 1020, sonur
Ketils Þorkelssonar
fæddur um 965, sonur
Þorkels Þórhildarsonar
fæddur um 945, sonur
Þórhildar
Þorsteinsdóttur
fædd
um 920, dóttir
Þorsteins Ingólfssonar
fæddur um 890, Goðorðsmaður, gekkst fyrstur
fyrir þinghaldi og
Þóru Hrólfsdóttur
fædd um 890, dóttir
Hrólfs ”rauðskeggur”
fæddur um 860, landnámsmaður og bjó að Forsi
og nam land milli Fiskár og Rangár og móðir Yngveldar Hauksdóttur var
Þorgeður
Yngvildardóttir
fædd
um 1020, dóttir
Ingveldar Vermundardóttur
fædd um 1000, dóttir
Vermundar
”mjóvi” Þorgrímssonar
fæddur um 960, hann bjó í Bjarnarhöfn ”Var vitr ok vinsæll”, segir í Fóstbræðra
sögu og
Þorbjargar ”digru” Ólafsdóttur
fædd um 960 ”Vitr kona ok stórlynd”, segir í
Fóstbræðra sögu. Foreldrar Þorsteins Ingólfssonar voru
Ingólfur
Arnarson
fæddur um 844,
landnámsmaður í Reykjavík, "... hann staðfestist fyrstr á Íslandi, svá at
menn kunni ættir sínar til at telja", segir í Sturlungu og
Hallveig
Fróðadóttir
fædd
um 850, ættir þeirra eru ekki raktar lengra aftur í Ísl.bók., en aðrar
heimildir rekja ættir þeirra lengra aftur og Ingólfur var sonur
Arna
”Örn” Björnólfssonar
fæddur um 815, sonur
Björnólfs Hrómundssonar
fæddur um 785, sonur
Hrómundar
Greipssonar
fæddur um 755, sonur
Greips
fæddur um 730. Hallveig kona Ingólfs
var dóttir
Fróða Vémundarsonar
fæddur um 820, sonur
Vémundar ”gamli”
Víkingssonar
fæddur um 780, samkvæmt þessu var Breðlu-Kári
Vémundarson föðurbróðir Hallveigar, margar heimildir telja Vémund ”gamla” hafa
verið son Víkings ”Skálneyjarskelmis” búsettur í Sogni í Noregi og skv. því er
Vélaug kona Björns ”buna” systir Vémundar, en þau hjón Vélaug og Björn koma
mjög oft við sögu í ættartölu okkar.
Foreldrar Guðrúnar Þórðardóttur eiginkonu
Narfa Snorrasonar 1135
voru
Þórður Oddleifsson
fæddur um 1100, sonur
Oddleifs Þórðarsonar
fæddur um 1055, sonur
Þórðar
”krákunef” Þorvaldssonar
fæddur um 1005 og móðir Guðrúnar Þórðardóttur var
Halldóra
Jónsdóttir
fædd
um 1110, dóttir
Jóns ”eldri” Sigmundarsonar
fæddur um 1080-1164, hann var Goðorðsmaður og
bjó á Svínafelli og
Þórnýjar Gilsdóttur
fædd um 1080, ættir þeirra hjóna Jóns ”eldri” og Þórnýjar eru raktar
áfram á bls. Ca. 62, en á bls.
Ca. 61, er bróðir Halldóru Jónsdóttur er Ormur hét
Jónsson og verða ættir þeirra systkyna rakin saman.
Foreldrar Þórðar ”krákunef” Þorvaldssonar
voru
Þorvaldur
Þórðarson
fæddur um 965, sonur
Þórðar
”örvönd” Þorkelssonar
fæddur
um 935, sonur
Þorkels ”alviðrukappi” Þórðarsonar
fæddur um 905, nefndur hinn auðgi, sonur
Þórðar
Víkingssonar
fæddur um 860, sagður sonur
Haraldar ”hárfagra”
, Þórður var landnámsmaður á Alviðru í
Dýrafirð og móðir Þorkels ”alviðrukappa” var
Þjóðhildur
Úlfsdóttir
fædd
um 870, dóttir
Úlfs ”skjálgi” Högnasonar
fæddur um 845, landnámsmaður á Reykjanesi,
bjó líklega á Reykhólum skv. ÍÆ, ættir Úlfs ”skjálga” eru færðar mun lengra
aftur á öðrum stað í skjali og
Bjargar Eyvindardóttur
fædd um 850, dóttir
Eyvindar
”austmaður” Bjarnarsonar
fæddur um 810. Móðir Þórðar ”krákunef”Þorvaldssonar var
Véný
Þorsteinsdóttir
fædd
um 965, dóttir
Þorsteins Oddleifssonar
fæddur um 935, sonur
Oddleifs
Geirleifssonar
fæddur um 900 og
Þorgerðar
fædd um 900, ætt hennar er ekki rakin lengra aftur og móðir
Vénýjar Þorseinsdóttur var
Þórarna Ingólfsdóttir
fædd um 930, dóttir
Ingólfs
”sterki” Þórólfssonar
fæddur um 900, sonur
Þórólfs ”spörr”
fæddur um 870, landnámsmaður í Patreksfirði. Foreldrar
OddleifsGeirleifssonar voru
Geirleifur Eiríksson
fæddur um 850, landnámsmaður á Barðaströnd,
sonur
Eiríks ”hvíta” Högnasonar
fæddur um 830, Eiríkur ”hvíti” og Úlfur ”skjálgi”, sem nefndur er
hér nokkrum línum framar voru bræður og eru ættir þeirra bræðra raktar lengra
aftur á öðrum staði í skjali og móðir Oddleifs var
Jóra
Helgadóttir
fædd
um 850, hennar ættir eru ekki raktar lengra.
Foreldrar Eyjólfs Guðmundssonar
voru
Guðmundur ”gassimaður”
Þorsteinsson
fæddur um 1090, sonur
Þorsteins Eyjólfssonar
fæddur um 1950, sonur
Eyjólfur
”halti”
Guðmundssonar
fæddur um 995-um 1060, hirðmaður Ólafs
konungs og
Yngvildar Síðu-Hallsdóttur
fædd um 1005, ættir þeirra hjóna eru raktar
áfram á ca. bls. 92 við bróður Þorsteins Eyjólfssonar er Guðmundur Eyjólfsson
hét.
Foreldrar Sigríðar Hallsdóttur eiginkonu Eyjólfs
Guðmundssonar
voru
Hallur Hrafnsson
fæddur um 1110-1190, prestur á Grenjaðarstað 1173-1184 og síðar
ábóti á Munka-Þverá. sonur
Hrafns Úlfhéðinssonar
fæddur um 1070-1139, lögsögumaður frá
1135-11399 og
Þorgerðar
fædd um 1070, líklega dóttir Eyjólfs prests á Grenjaðarstöðum
Gunnvaldssonar skv. Laxdælu, en Ísl. Bók rekur ekki föðurætt Þorgeðrar en móðir
hennar var
Halldóra
fædd um 1030 og móðir Sigríðar Hallsdóttur var
Valgerður
Þorsteinsdóttir
fædd
um 1110, dóttir
Þorsteins Ásbjarnarsonar
fæddur um 1070 úr Skagafirði, sonur
Ásbjörns
Arnórssonar
fæddur um 1020, forfaðir Ásbirninga, Goðorðsmaður í Viðvík í Skagafirði og
Ingunnar
Þorsteinsdóttur
fædd
um 1025, frh. af ættartölu þeirra hjóna er á bls. Ca. 86 við bróður Þorsteins,
Arnór Ásbjarnarson. Foreldrar Hrafns Úlfhéðinssonar voru
Úlfhéðinn
Gunnarsson
fæddur um 1035-1116, Lögsögumaður 1108-16. Í leiðréttingum við ÍÆ er þess getið
að mögulega hafi Úlfhéðinn og Ragnhildur átt soninn Gunnar, er einnig var
lögsögumaður, og hafi hann þá verið mun yngri en Hrafn, sem hér er talinn til
barna þeirra, sonur
Gunnars ”spaki” Þorgrímssonar
fæddur um 1000, látinn 1075, hann varð
lögsögumaður árið 1063, ætt hans er ekki rakin lengra í Ísl.bók, en móðir
Úlfhéðins var
Vigdís
fædd um 1000, skv. ÍÆ var Vigdís þessi líklega dóttir Hrafns
nokkurs Þorkelssonar sonarsonar Þorgeirs Ljósvetningagoða, en Ísl.bók rekur
bara móðurætt hennar og móðir Vigdísar var
Halla
Húnröðardóttir
fædd
um 970, einnig nefnd Halldóra og móðir Hrafns Úlfhéðinssonar var
Ragnhildur
Hallsdóttir
fædd
um 1035, dóttir
Halls Eldjárnssonar
fæddur um 1010, sonur
Eldjárns Arnórssonar
fæddur um 975, sonur
Arnórs
”kerlingarnef” Bjarnarsonar
fæddur um 945, bóndí Miklabæ í Óslandshlíð og
Þorlaugar
Víga-Glúmsdóttur
fædd
um 950. Foreldrar Halldóru móður Þorgerðar konu Hrafns Úlfhéðinssnar
voru
Hallbera Önundardóttir
fædd um 980, dóttir
Önundar ”kristni”
Þorgilssonar
fæddur um 920, sonur
Þorgils
”vámúli” Grenjaðarsonar
fæddur um 890, sonur
Grenjaðar Hrappssonar
fæddur um 860, landnámsmaður í Þegjandadal, hluta Laxárdal og
Aðaldals í Suður-Þingeyjarsýslu, hann bjó á Grenjaðarstað, sonur
Hrapps
fæddur um 830 og móðir Þorgils ”vámúli”
var
Þorgerður Helgadóttir
fædd um 870, þessar ættir eru ekki raktar lengra.
Seneste kommentarer
Sigurður Nikulásson
Fæddur í Kirkjuvogssókn V-Skaft. 1793 (fæddur í Garðhúsumí Höfnum segir í Blanda, Sögufélag ritað af dr. Jóni Þorkelssyni) - Ath. Kirkjuvogssókn er í Höfnum, ekki í V-Skaft.
Frábærar síður þetta er æðislegt. Takk fyrir.
Frábær síða en ég þekki mikið til í Rangárvalla og Árnessýslu og hafði mikið gaman af að fara yfir þetta.
Það er strax í upphafs grein um mömmu þar er sagt að hún sé á Þikkvabæjarklaustri II og það er víðar