Ættir Einars í beinan kvenlegg

Faðir Eyjólfs "grái" Þórðarsonar var:

Þórður “gellir” Ólafsson

Fæddur um 900. Látinn 965. Goði í Hvammi í Dölum. Kom á fjórðungaskipan 965. Hann var giftur Hróðný Skeggjadóttur 910, þau áttu seks börn:

1.      Þórhildur “rjúpa” 930  

2.      Arnleif um 930

3.      Arnóra um 930

4.      Þórarinn “fylsenni” um 930, bjó í Hvammi

5.      Eyjólfur “grái” um 935

6.      Þorkell “kuggi” um 950.

Faðir Þórðar "gellir" Ólafssonar var:

Óafur “feilan” Þorsteinsson

Fæddur um 870, landnámsmaður í Hvammi í Dölum. Var í föruneyti með Auði “djúpuðgu”. Hann var giftur Álfdísi Konálsdóttur fædd um 875 frá Barreyjum, rekur ætt sína til Ölvir “barnakarl” Einarsson 810. Þau eignuðust sjö börm:

1.      Þórður “gellir” um 900

2.      Grani um 905

3.      Vigdís um 905

4.      Ingjaldur um 910

5.      Þórdís um 910, einnig nefnd Þuríður

6.      Helga um 910

7.      Þóra um 914.

 

Faðir Ólafs "feilan" Þorsteinssonar var:

Þorsteinn “rauði” Ólafsson

Fæddur um 850, Skotakonungur. Hans kona var ÞuríðurEyvindardóttir fædd um 850. Þuríður var dóttir Eyvindar “austmaður” Bjarnasonar. Þau eignuðust sjö börn:

1. Ólafur “feilan”, landnámsmaður í Hvammi í Dölum, var í föruneyti Auðar “djúpuðgu”

2. Gró um 870 giftist í Orkneyjum

3. Ólöf um 870 giftist í Færeyjum

4. Ósk um 870, var í föruneyti með Auði “djúpuðgu”

5. Þórhildur um 870 var í föruneyti með Auði “djúpuðgu”

6. Vigdís um 870 var í föruneyti með Auði “djúpuðgu”

7. Þorgerður um 878, var í föruneyti með Auði “djúpuðgu” varð síðar húsfreyja í Laxárdal.

 

Faðir Þorsteins "rauði" Ólafssonar var:

Ólafur “hvíti” Ingjaldsson

Fæddur um 830, herkonungur í Dyflinni. Hans kona var Auður “djúpuðga” Ketilsdóttir 830, landnámskona í Hvammi í Hvammssveit, einnig nefnd Unnur. Auður “djúpuðga” var dóttir Ketils “flanefur” 810. Móðurafi Auðar var Ketill “vefur” hersir af Hringaríki. Ólafur og Auður eignuðust einn son

1. Þorsteinn “rauði” um 850.

 

„Unnur(Auður) djúpðúðga var á Katanesi er Þorsteinn féll, son hennar. Og er hún frá það að Þorsteinn var látinn, en faðir hennar andaður þá þóttist hún þar enga uppreist fá mundu. Eftir það lætur hún gera knörr ískógi á laun. Og er skipið var algert þá bjó hún skipið og hafði auð fjár. Hún hafði í brott með sér allt frndlið sitt það er á lífi var og þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna. Unnur hafði og með sér marga þá menn er mikils voru verðir og stórættaðir. Maður er nefndur Kolllur er einna var mest verður af föruneyti Unnar. Kom mest til þess ætt hans. Hann var hersir að nafni. Sá maður var og í ferð með Unni er Hörur hét. Hann var enn stórættaður maður og mikils verður. Unnur heldur skipinu í Ornkeyjar þegar er hún var búin. Þar dvaldist hún litla hríð. Þar gifti hún Gró dóttur Þorsteins rauðs. Hún var móðir Grélaðar er Þorfinnur jarl átti, son Torf-Einars jarls, sonar Rögnvalds Mærajarls. Þeirra son var Hlöðvir faðir Sigurðar Jarls, föður Þorfinns jarls, og er þaðan komið kyn allra Orkneyingajarla. Eftir það hélt Unnur skipi sínu til Færeyja og átti þar enn nokkura dvöl. Þar gifti hún aðra dóttur Þorsteins. Sú hét Ólöf. Þaðan er komin su ætt er ágæst er í því landi er þeir kalla Götuskeggja.“

Í Landnámabók segir um dauða hennar m.a.:“Auður var vegskona mikil, á er hún var ellimóð, bauð hún til sín frændum sínum og mágum og bjó dýrliga veislu; en er þrjár nætur hafði veislan staðið enn þrjár nætur; hún kvað það vera skyldu erfi sitt. Þá nótt eftir andaðist hun og var grafin í flæðarmáli, sem hún hafði fyrir sagt, því hún vildi eigi liggja í óvígðri moldu, er hún var skírð. Eftir það spillist trúa frænda hennar.“


 



Faðir Ólafs "hvíti" Ingjaldssonar var:

Ingjaldur ”hvíti” Helgason

Fæddur um 800. Írlandskonungur Hans sonur var Ólafur “hvíti” 830. Móður er ekki getið.

Í Laxdælu segir m.a. að Ingjaldur þessi hafi verið sonur Fróða hins frækna er Svertingjar drápu, annars staðar er hann sagður sona Helga Guðröðarsonar og hér er það sú ættartala, sem stuðst verður við.

Í Laxdælu segir m.a. að Ingjaldur þessi hafi verið sonur Fróða hins frækna er Svertingjar drápu, annars staðar er hann sagður sona Helga Guðröðarsonar og hér er það sú ættartala, sem stuðst verður við. Í Ísl.bók er föðurætt Ingjalds ”hvíta” ekki rakin frekar en móðir Ingjalds ”hvíta” er sögð ver:

Álof Sigurðardóttir

Fædd um 780, hennar faðir var Sigurður Ragnarsson ormur-í-auga. Kölluð Þóra í Njáls sögu. Hennar sonur var Ingjaldur um 800, en föður hans er ekki getið í ísl.erfðagr.

Aðrar heimildir rekja ættir Ingjalds Helgasonar á þennan veg sonur:

 

Helga Guðröðursonar

fæddur um 760 í Dublin, Leinster, Írlandi og móðir Ingjalds var Álöf Sigurðardóttir eins og fram kemur hér að framan. Í þessarri heimild er hún sögð fædd um 770 á Jótlandi í Danmörku.

Álöf Sigurðardóttir var dóttir Sigurðar ”ormur-í-auga” Rangarssonar fæddur um 786(eða 749), látinn 830(eða 870) og móðir Álöfar var Helena ”blæja” Elladóttir fædd um 784(eða 740), ættir hennar ekki raktar lengra hér.

Helgi Guðröðurson var sonur Guðröðar Hálfdanarsonar fæddur um 740.

Sigurður ”ormur-í-auga” Rangarsson var sonur Ragnars ”loðbrók” Sigurðssonar fæddur um 765(eða 715, 750, um 735, látinn 794) í Uppsölum í Svíþjóð, konungur í Danmörku. Hann dó á Northumbria í Englandi, þá um 80 ára gamall. og móðir Sigurðar ”ormur-í-auga” var Áslaug Sigurðardóttir fædd um 765(eða um 700).

Guðröður Hálfdánarson var sonur Hálfdáns ”hvítbeinn” Ólafssonar fæddur um 710, konungur, látinn um 750, grafinn í Tjölling í Noregi og móðir Guðröðar var Ásta Eysteinsdóttir fædd um 680.

Ragnar ”loðbrók” Sigurðsson var sonur Sigurðar ”hrings” Randverssonar fæddur um 690(eða um 710, um 714, 724, lést 812), hann lést 750. Sigurður ”hringur” bjó í Uppsölum í Svíþjóð og lést í Noregi og móðir Rangars ”loðbrók” var Álfhild Gandólfsdóttir fædd 690(eða um 735) í Danmörku.

Áslaug Sigurðardóttir kona Ragnars ”loðbrók” var dóttir Sigurðar ”Fáfnisbana”Sigmundssonar fæddur um 735(eða um 670) í Noregi og móðir Ástu var Brynhild Budlasdatter fædd um 738(eða um 755, 670) í Noregi.

Hálfdán ”hvítbeinn” Ólafsson var sonur Ólafur ”trételgja” Ingjaldsson fæddur um 680 og móðir Háfldáns ”hvítbeinn” var Sölva af Solisles Hálfdánardóttir fædd um 650, dóttir Hálfdáns fæddur um 620.

Ása Eysteinsdóttir kona Hálfdáns ”hvítbeinn” var dóttir Eysteins Guðröðarsonar fæddur um 650.

Sigurður ”hringur” Randversson var sonur Randvers Radbertssonar fæddur um 670 og móðir hans var Ása Haraldsdóttir fædd um 660, dóttir Haraldar fæddur um 630.

Álfhildur Gandólfsdóttir kona Sigurðar ”hrings” var dóttir Gandólfs af AlfheimÁlfgeirssonar fæddur um 660, sonur Alfgeirs af Alfheim.

Sigurður ”Fáfnisbani” Sigmundsson var sonur Sigmund Volsungsson fæddur um 705 í Noregi(eða um 630) og móðir Sigurðar ”Fáfnisbani” var Hjördis Eylimsdatter fædd um 710 í Noregi, annar maður hennar var Alf Hjalpreksson.

Brynhild Budlasdatter kona Sigurðar “Fáfnisbani” var dóttir Budli Leinfnisson fæddur um 680 í Noregi, sonur Leinfni Attippsson, fæddur um 625 í Noregi,  sonur Attip Budlason fæddur um 565 í Hringaríki í Noregi, sonur Budli.

 

Ólafur “trételgja” Ingjaldsson var sonur Ingjalds “illráði” Önundarsonar fæddur um 650 og móðir Ólafs “trételgja” var Grauthildur Algrautsdóttir fædd um 610, dóttir Algrauts Gautrekssonar fæddur um 570.

Randver Radbertsson var sonur Radbarts af Garðaríki(Rússlandi) fæddur um 638 og móðir Randvers var Auda af Roskilde Ívarsdóttir fædd um 633.

 

Sigmund Volsungsson var sonur Volsung Rersson fæddur um 680 í Noregi og móðir Sigmund var Ljod Hrimirsdatter fædd um 685 í Noregi, dóttir Hrimirs “mikla” fæddur um 664 í Noregi.

 

Hjördis Eylimisdatter kona Sigmund Volsungsson var dóttir Eylimi Hjalmthersson fæddur um 688 í Noregi, sonur Hjalmther Egdirsson fæddur um 638 í Noregi, sonur Egdir.

 

Ingjaldur “illráði” Önundarson var sonur Önundar “Braut-Önundur” Ingvarssonar fæddur um 620, sonur Ingvars “hái” Eysteinssonar fæddur um 590, látinn um 620, sonur Eysteins Aðilssonar fæddur um 560, látinn um 600, sonur Aðils “ríka” Óttarssonar fæddur um 530, látinn 575 og Yrsu Helgadóttur fædd um 500, dóttir Helga Hálfdánarsonar fæddur um 470.

 

Radbart af Garðaríki(Rússlandi) var sonur Hálfdan “den voldsomme” Haraldssonar og Auda af Roskilde kona Radbarts var dóttir Ívars “víðfemi” afRoskilde Hálfdánarsonar fæddur um 612, látinn um 647, bjó í Lethra(Lejre) í Danmörku og móðir Auda var Gothildur Álfsdóttir fædd um 614.

 

Volsung Rersson var sonur Rers Sigarssonar fæddur um 655 í Noregi, sonur Sigar.

 

Aðils “ríki” Óttarsson var sonur Óttars “vendikráka” Angantýssonar fæddur 470, látinn 525, sonur Angantýs “skilfingur” Egilssonar fæddur um 450, sonur  Egils “tunnudóldur” Aunssonar fæddur um 430, látinn um 516, sonur Auns “gamli”Jörundssonar fæddur um 410, látinn um 500, sonur Jörundar Yngvasonar fæddur um 380, sonur Yngva Alrekssonar fæddur um 350, sonur Alreks Agnessonar fæddur um 330, sonur Agne Dagssonar fæddur um 300, látinn um 400 og Skjaalv Frostedotter fædd um 300, dóttir Froste.

 

Ívar “víðfemi” af Roskilde Hálfdánarson var sonur  Hálfdáns “snjalli” Haraldssonar fæddur um 590 í Jótlandi, lést um 650 í Danmörku og móðir Ívars “víðfemi” var Mólada(Maolda)“digra” Kinriksdóttir fædd um 594 á Jótlandi.

 

Agne Dagsson var sonur Dag Dyggvesson fæddur um 270, sonur Dyggve Domarsson fæddur um 240, sonur Domar Domaldesson fæddur um 210 og Drótt Danpsdóttur fædd um 210, dóttir Danps Rigssonar fæddur um 180, sonur Rigs(Heimskringla). Domar Domaldesson var sonur Domalde Visbursson fæddur um 180, sonur Visbur Vanlandissonar fæddur um 150 og Ónefndar Audesdóttur, dóttir Aude “hins ríka”.

Visbur Vanlandisson var sonur Vanlande Sveigdesson fæddur um120 og Drífu Snæsdóttur fædd um 120, dóttir Snæs “hins gamla” .

 

Vanlande Sveigdesson var sonur Sveigde Fjölnesson fæddur um 100 og móðir Vanlande var Vana. Sveigde Fjölnesson var sonur Fjölnis Freyssonar fæddur um 80 og Gerðar Gripsdóttur fædd um 80.

 

Fjölnir Freysson var sonur Yngva Freyr Njarðarsonar fæddur um 60 og Gerd Gymesdóttur, dóttir Gyme.Yngvi Freyr Njarðarson var sonur Njarðar “auðgi”Yngvasonar fæddur um 40 og Skade(Heimskringla).

 

Njörður “auðgi” Yngvason var sonur Yngva Hálfdánarsonar fæddur um 20.

 

Hálfdán “snjalli” Haraldsson var sonur Haraldar (Valdemarssonar) Valdarsson fæddur um 568 á Jótlandi í Danmörku og Hildar “hervör” Heidreksdóttur fædd um 572.

 

Haraldur (Valdemarsson)Valdarsson var sonur Valdemars (Valdar) af RoskildeHróarssonar fæddur um 547 í Danmörku og móðir hans var Hildis fædd 483 og lést 548(eða 572, aðrar heimildir nefna að Hildis hafi verið gift Fróða VII konungi í Danmörku).

 

Hildur “hervör” Heidreksdóttir kona Haraldar Valdarsson var dóttir Heidreks “úlfhamar” Angantýssonar fæddur um 552 og móðir hennar var Amfelda “yngri” fædd um 556 í Noregi.

 

Valdemar (Valdar) af Roskilde Hróarsson var sonur Hróars af RoskildeHáldánarsonar fæddur um 526 í Hróarskeldu í Danmörku og móðir hans var Ogne, hún var fædd í Northumberland.

 

Hildis kona Valdemars (Valdar) af Roskilde Hróarssonar var dóttir Hilderic fæddur um 455 og móðir Amfleda “yngri” fædd um 465 í Noregi. Hilderic var hálfur rómverji og síðasti ættingi gömlu keisarafjölskyldunnar. Han vr pro-kaþólikki og vinveittur Justinian ríkjandi rómverska keisaranum. Hann var of óvenjulegur til að vekja sympatíu hjá Vandal aðlinum. Sú staðreynd, að hann var ekki hermaður jók á óvinsældir hans hjá þeim og árið 532 braust út uppreisn, sem erfingi krúnunnnar stóð fyrir. Hilderic var tekinn til fanga. Justinan keisari blandaði sér í stríðið með flota og her. Hilderic og hans vinir voru masakeraðir á augabragði. Þessi sigur varð upphafið af enda Vandalska ríkisins.

 

Heidrek “úlfhamar” Angantýsson var sonur Angantýs Heidrekssonar fæddur um 532, sonur Heidreks Höfundssonar fæddur um 512 og Helgu Haraldsdóttur fædd um 512.

 

Heidrekur Höfundsson var sonur Höfundur Gudmundsson fæddur um 488 og Hervarar Angantýsdóttur fædd um 492, dóttir Angantýs Arngrímssonar fæddur um 472 í Noregi og  móðir var Svafa Bjartmarsdóttir fædd um 474.

 

Angantýr Arngrímsson var sonur Arngríms “berserkur” Grímssonar fæddur um 452 og Eyfur Svaflamadóttur fædd um 454.

 

Arngrímur “berserkur” Grímsson var sonur Gríms Hergrímssonar fæddur um 428 og Bauggerðar Starksdóttur fædd um 432.

 

Grímur Hergrímsson var sonur Hergríms Arngrímssonar fæddur um 410  og móðir var Ögn.

Bauggerður Starksdóttir var dóttir Strak “Alúdregn” fæddur um 408 og Álfhildar Finnálfsdottur fædd um 412.

 

Hróar af Roskilde Hálfdánarson var sonur Hálfdans Fródasonar fæddur um 597 í Danmörku og látinn um 650, sonur Fróda Hrærekssonar fæddur um 565 í Danmörku, sonur Hræreks “hnaugvanbaugi” Ingjaldssonar fæddur um 533, sonur Ingjalds Fródasonar fæddur um 501 í Danmörku, sonur Fróda Fridleifssonar fæddur um 479 í Danmörku, sonur Freidleifs Fródasonar fæddur um 456 í Danmörku, sonur Fróda Danssonar fæddur um 433 í Danmörku, sonur Dan Ólafssonar fæddur um 412 í Danmörku, sonur Olafs Vermundssonar fæddur um 391 í Danmörku, sonur Vermundar Fródasonar fæddur um 369 í Danmörku, sonur Fróda Hávarssonar fæddur um 347 í Danmörku, sonur Hávar Fridleifssonar, sonur Fridleifs Fródasonar fæddur í Danmörku, sonur Fróda Fridleifssonar fæddur um 281 í Danmörku,  sonur Fridleifs Skjaldarssonar fæddur um 259 í Danmörku, sonur Skjold(Skjöldur) fæddur um 237 og Gefion fædd um 241.

 

Skjold var sonur Odinn fæddur um 215, bjó í Ásgarði í Asíu eða Austur-Evrópu og Frigg fædd um 219. Odinn var sonurFrithuwald fæddur um 190, bjó í Ásgarði og Beltesa af Ásgarði fædd um 194. Frithuwald var sonurFrealaf fæddur um 160, sonur Frithuwulf fæddur um 130, sonur Finnur fæddur um 100, sonur Flocwald, sonur Gudólfur, sonur Ját, sonur Taetwa, sonur Bjáf, sonur Skjold(Skjaldin), sonur Hermódur, sonur Itermon, sonur Hathra, sonur Hwala, sonur Bedwig, sonur Dan I(Seskef), sonur Maagi, sonur Módi, sonur Vingener, sonur Vingethor(Vingiþórr), sonur Einridi(Eredei), sonur Lóridi, sonur Þór og Sif.

Þór var sonur Múnon of Troy og Tróán.

Múnon of Troy var sonur Priam, sonur Lamedon, sonur Ilus, sonur Troes, sonur Erichhonus, sonur Darius(Dardanus), sonur Jupiter(Zorda), sonur Judah (Saturnus of Krit), sonur Jakob, sonru Isak, sonur Abraham, sonur Terah, sonur Nahor, sonur Serug, sonur Ren, sonur Peleg, sonur Eber, sonur Shelah, sonur Ccinon, sonur Arphaxad, sonur Shem, sonur Noah, sonur Lamech, sonur Methusalem, sonur Enoch, sonur Jared, sonur Mahalalel, sonur Cainan, sonur Enosh, sonur Seth, sonur Adam og Eva.

 

Hilderic var sonur Hunneric fæddur um 420, hann lést um 484 í Afríku og móðir Hilderic var Eudocia “hin yngri” fædd um 440, látin um 480.

 

Hunneric var sonur Genseric, fæðingarár óþekkt, en hann lést árið 477.

 

Eudocia “hin yngri var dóttir Valentinian III fæddur 2. júlí 419 í Ravenna á Ítalíu, hann lést 16. mars 455 í Róm, hann var myrtur. Hann var síðasti rómverski keisarinn af Theodosiusættinni og móðir Eudocia “hin yngri” var Licina Eudoxia fædd um 422.

 

Valentinian III var sonur Constantius III, fæðingarár óþekkt en hann lést árið 421 og móðir Valentinana III var Galla Placidia fædd um 380, látin 27. nóvember 450 í Róm.

 

Licina Eudoxia kona Valentinian III var dóttir Theodosius II og Athenais(Eudoxia), dóttir Leontius.

 

Constantius III var sonur Constantius II, fæðingaár óþekkt en hann lést 361 og móðir hans var Fausta “hin yngri” , dóttir Julius Constantius.

 

Galla Placidia kona Constantius III var dóttir Theodosius I fæddur 346 og látinn 395 og móðir hennar var Galla, dóttir Valentinian I, sonur Gratian og móðir Galla var Justina.

 

Theodosius II var sonur Arcadius og Eudoxia, dóttir Bauto.

Arcadius var sonur Theodosius I fæddur 346, látinn 395 og móðir var Aelia Flacilla.

Thedosius I var sonur Theodosius “eldri”  og Thermantia.

 

Constantius II var sonur Constantine “hinn mikli” fæddur um 271 í Naissus, Moesia Superior(Nish, Serbien), hann lést 22. maí 337 og móðir var Fausta.

 

Constantine “hinn mikli   var sonur Flavius Valerius Julius Constantius fæddur um 250 og móðir var Helena, fæðingarár ekki þekkt en hún lét árið 329.

Helena var dóttir Cole og Strada “hin hreina” fædd 248, látin 328, dóttir Cadvan og Gladys “hin yngri”.



Hér með lýkur ættarttölu Einars Björnssonar i móðurætt

Föðurætt Einars Björnssonar, föður Margrétar Einarsdóttur, móður Hildar Jörundsdóttur, í beinan karllegg.

Faðir Einars Björnssonar var:

Björn Kaprasíusson

Fæddur í Lundarsókn, Borg.1849. Látinn á Morastöðum 12. júlí 1891, Björn lést úr lungnabólgu á Morastöðum í Kjós. Var í Reykjavík, Gull. 1860. Bóndi á Morastöðum í KJós. Hans kona var Margrét Jónsdóttir 1852, gift 25.10 1879, sjá nánar um Margréti framar í skjali og eignuðust þau 3 börn:

  1. Drengur 1881-1881
  2. Eyjólfur 1883-1941
  3. Einar 1887-1988.

Sjá nánar framar í skjali, nánar um börn Björns og Margrétar.

Í bókinni Kjósarmenn, ættarskrár stendur m.a .:

“Björn Kaprasíusson. Fæddur í des. 1849. Dáinn 12. júlí 1891 á Morastöðum. Foreldrar Kaprasíus bóndi á Hóli í Lundarreykjadal Magnússon(bónda á Hóli, Björnssonar) og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir frá Krossi í Lundarreykjadal, Pálssonar. Björn bjó í Vilborgarkoti í Mosfellssveit og Laxnesi frá 1880-90, fluttist búferlum að Morastöðum 1890, en andaðist þar rúmu ári síðar. Ekkja hans afhenti jörðina í fardögum 1892. Kona hans(25.okt.1879) Margrét f. 1852, d.30.ágúst 1930 í Laxnesi, Jónsdóttir bónda á Írafelli, Jónssonar og konu hans Jórunnar Þorsteinsdóttur. Meðal barna þeirra var Eyjólfur f. 23.feb. 1883 vélstjóri, kvæntur og búsettur í Reykjavík, Einar f. 9. sept 1887, bóndi í Laxnesi.”


Í viðtali við Einar Björnsson son Björns segir Einar m.a. að í föðurættinni hans hafi verið mikilir hestamenn, "þeir voru eiginlega engir bændur, þetta voru allt sportsmenn og smiðir. Og helv...ári flinkir. Faðir minn hafði verið helv.. hraustur og harðsnúinn".

 

 Á síðu ferlir.is segir m.a.. um Vilborgarkot :

  "Gjótulág er á mörkum þeirrar jarðar í Mosfellssveit, sem áður hét Vilborgarkot, og Hólmsheiðar. Þarna við norðaustanverð vegamót Suðurlandsvegar og vegar yfir Mosfellsheiði (lagður um 1887) reis býlið Geitháls. Í ljósi nýrra ferðahátta færði Guðmundur Magnússon sig um set og byggði árið 1906 við krossgöturnar austan Gjótulágar reisulegt hús ásamt útihúsum, meðal annars fyrir hesta. Nefndi hann staðinn Geitháls eftir hálsinum eða ásnum fyrir ofan. Í ásnum átti áður að hafa verið geitakofi frá ábúanda í Vilborgarkoti. Enginn virðist vita nú hvar ásinn er. Norður af bæjarstæðinu og rétt austan vegar úr Gjótulág er þó ás eða háls með vallgróinni rúst, sem gæti verið Geithálsinn(Geitásinn). Stuttu síðar lagðist byggð af í Vilborgarkoti og nytjaði Guðmundur landið frá Geithálsi. Festist það nafn svo við landið og jörðina.”

 

 

Faðir Björns Kaprasíusssonar var:

Kaprasíus Magnússon

Fæddur á Hóli í Lundarreykjadal, Borg. 9. oktober 1821. Látinn í Reykjavík, Gull. 4. júlí 1864. Bóndi á Kistufelli Lundasókn, Borg. 1845. Landvinna í Reykjavík, Gull. 1860. Bóndi í Mávahlíð í Lundareykjadal, Borg. Kaprasíus var einhentur. Hann var giftur Ragnheiði Þorsteinsdóttur 1823-1891, var á Kistufelli, Lundarsókn, Borg. 1835, húsfreyja á Kistufelli, Lundarsókn, Borg. 1845. Húsfreyja í Reykjavík Gull 1860. Ráðskona á Litlu-Steinsstöðum, Reykjavíkursókn, Gull 1890. Nefnd Ragnhildur Þorsteinsdóttir á manntali 1890. Ætt Ragnheiðar getum við rakið m.a. til Álofar Sigurðardóttur (780), kölluð Þóra i Njálssögu og amma Ólafar “hvíta” Ingdjaldssonar (830) herkonungs í Dyflinni.

Kaprasíus og Ragnheiður, eignuðust seks börn:

  1. Þorsteinn 1843-1885
  2. Ingibjörg 1848-1917
  3. Björn 1849
  4. Gísli 1853-1915
  5. Guðrún Sigríður 1854
  6. Magnús 1857-1927.

 

Samkvæmt heimasíðu, sem að ég fann af tilviljun, hefur greinilega Magnús sonur Kaprasíusar fluttst til Manitoba, því í kirkjugarði , sem að heitir Big Point Cementery, Langruth, Manitoba, Canada, er að finna legstein hans og konu sem heitir Karolína Kaprasíusson og geri ég ráð fyrir að það hafi verið dóttir hans.

Fundið á síðu Langruth, Manitoba, Canada:

Families that have lived in Langruth, Manitoba; based on the book “Langruth along the Crocus Trail” og meðal þeirra er Magnús Kaprasíusson:

Kaprasiuson (or Kaperson), Magnus (ran Shoe Repair Shop) and Gundy”


 

"Magnus and Gudny Kaprasiusson had two girls - Karolina and Kristbjorg. Gudny had five boys from a previous marriage. They are Bjarni, Jon, Helgi, Einar, and Gudmundur Nordal. (Walter Arksey (upplýsingar þessar eru fengnar í tölvupósti frá webmaster Langruth Web Page)."

 

 

Eins og sjá má á andlátstilkynningu Magnúsar Kaprasíussarsonar mun Guðrún Sigríður systir hans hafa flutt til Kanada á undan honum. Sjá undir liðnum Myndaalbúm-Úrklippur.

Legsteinn Magnúsar Kaprasíussonar

Legsteinn Guðnýjar eiginkonu Magnúsar.

Legsteinn Karólínu dóttur Magnúsar

 

Upplýsingar um föðursystkini Einars Björnssonar, sem fluttu af landi og settust að í Kanada í kringum aldamótin 1900.

Um er að ræða Magnús Kaprasíusson fæddur 22. Desember 1857 í Reykjavík.  Foreldrar hans voru Kaprasíus Magnússon og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Magnús er hálfbróðir, sammæðra, Guðríðar konu Bjarna Eastman. Í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar, 32. Árgangi 1926 segir, að Magnús hafi komið til Ameríku 1886 frá Seyðisfirði, þar stundaði hann skósmíði. Samkvæmt annari heimild var hann með skósmíðastofu í Langruth eftir að hann hætti búskap. Í almanaki Ólafs segir ennfremur, að Magnús hafi verið á ýmsum stöðum þar vestra. Árið 1894 kvæntist hann Guðnýju, sem þá bjó í Álftavatnsnýlendu og var ekkja eftir Guðmund Bjarnason frá Skarðshömrum í Norðurárdal.

Í "Lögbergi" 27. oktober 1898 42.tbl., síða 8: "21. p.m. gaf séra Ilafst Pjetursson saman í hjónaband, hjer i bænum Mr. Magnús Kaprasíusson og Mrs. Guðnyju Jónsdóttur Nordmar, b´ði til heimilis 1 Westbourne, Man."

 

Magnús flutti hingað í byggðina segir í Almanaki Ólafs og er þá átt við Big Point, Manitoba, Kanada, skömmu fyrir aldamót, tók heimilisréttarland og bjó þar um allmörg ár; síðar seldi hann land sitt, en hélt þó fram búnaði á landi því, niður við vatnið, sem Einar Suðfjörð átti áður.

Vorið 1919 seldi Magnús bú sitt, flutti þá til Langruthbæjar og byggði þar hús. Árið 1925 var hann fluttur fra Langruth til Lundar, Manitoba. Magnús er sagður gleðimaður. Magnús dó 1. Janúar 1927.

Guðný kona hans er mikil búhyggjukona, segir í Almanaki Ólafs og bæði eru þau hjón vinföst og kynntust vel. Þau hjón eiga eina dóttur á lífi Kristbjörgu að nafni, aðra dóttur, Karolínu að nafni misstu þau á mjög sorglegan hátt, hún varð fyrir voðaskoti. Karolina var fædd 1899 og lést 1915

Í "Lögbergi" 6. okt. 1927 segir: "Miðvikudaginn 28. sept., voru þau Páll Árnason og Kristbjörg Kaprasíusson, bæði frá Langruth, Man., gefin saman í hjónaband af séra Runólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Langruth".

Eftir því sem ég kemst næst, en hef þó ekki sönnur fyrir skrifuðu Páll og Kristbjörg sig sem Paul og Bertha Arnason.(á heimasíðu Langruth Manitoba:  Arnason, Paul and Bertha (Kaprasiuson). Eina ættin í Langruth með eftirnafnið Kaprasiuson er þessi fjölsk. )Sé það rétt er Kristbjörg fædd 1900 og deyr 1998 en Páll er þá fæddur 1892 og deyr 1967. Gangi ég áfram út frá því að þetta sé sama fólkið hafa þau átt börnin: Hjortur, Olavia, Kristjan, Norman og Rhonda(fengið á sömu síðu).

Í Langruth kirkjugarði fann ég mynd af legsteini Pauls og Bertha og syni þeirra Hjortur, sem samkvæmt því er fæddur 1929 og deyr 1996.

Magnús, Guðný og Karólína eru hinsvegar jarðsett í Big Point kirkjugarðinum.

Guðný átti fjóra syni af fyrra hjónabandi þá Bjarna, Einar, Helga og Jón.(önnur vesturíslensk heimild, veit því miður ekki hvaða síðu það er tekið af segja að Guðný hafi átt fimm drengi og sá fimmti hafi verið Guðmundur Nordal)*

Guðný kona Magnúsar var Jónsdóttir fædd 14.maí 1863(aðrar heimildir segja 1861) í Bæ í Andakílshreppi í Borgarfjararsýslu. Foreldrar Guðnýjar, Jón Jónsson, bóndi í Bæ, síðar í Sveinatungu í Norðurárdal og Kristín fluttu til Ameríku árið 1890.

Jón faðir Guðnýjar dó í Álftavatnsnýlendu  vorið 1907. Börn þeirra voru fimm og eru talin hér: Guðný, sem áður er nefnd, Kristján grafreitsvörður i Duluth, Minn. Nafnkunnur atgerfismaður, Kristbjörg kona Sigtryggs Snorrasonar á Þórustöðum í Svínadal suður, Pétur, druknaði í Njarðvíkum 1880, fórst margur góður drengur á því skipi, Helgi, búfræðingur, dó af slysi suður i Bandaríkjum 1890. Þeir Pétur og Helgi miklir atgerfismenn. Jón faðir Guðnýjar, var ættaður frá Vatnshömrum í Andakíl, bróðir Vigfúsar í Katanesi. Faðir Kristínar, móður Guðnýjar var Pétur í Norðurtungu (d. 5. Júni 1859) Jónsson, bróðir Kristínar var Hjálmur alþingismaður(d. 5.maí 1898) í Norðurtungu . Þeir feðgar Pétur og Hjálmur voru nafnkendir menn á sinni tíð og miklir atgerfismenn.


Í viðtali við Einar Björnsson, bróðurson Magnúsar, sem tekið var 1982, nefnir Einar Magnús í kafla, þar sem hann er að segja frá vegavinnutímabili föður síns Björns(bróður Magnúsar). Um Magnús segir hann:

 

„Og svo átti hann bróður, sem Magnús hét, sem var víst afskaplega lítill en þver, því að mamma sagði hann hefði verið talsvert mikið lægri heldur en ég(hj:Einar var lágvaxinn maður) Og hann var víst andskoti sniðugur og hraustur,  því að Bieringtanga, ég veit ekki hvar það er, það er líklegast einhvers staðar niður við sjó, hvort að það er í Keflavík eða hvurt það er einhvers staðar á ströndinni. Bieringstangi það var útgerðarstöð og þar voru margir sko, sem að réru þaðan og Einar (h)eitinn stjúpu minn hann réri þar og hann sagði, að þar hefðu oft verið 50 manns á þessari stöð og hann sagði að það hefði enginn lagt þennan Magnús, þegar var haldin bændaglíma á þessari stöð af þeim sem þar voru. Hann sagði það hefði einn verið, sem hefði staðið nokkuð lengst í honum, og hann var frá Lambhaga hérna  í Leirársveit“

 

LÖGBERG fimmtudaginn 27. janúar 1927:

"ÆVIMINNING.

Þann 1. janúar s.l. andaðist í Langruth bæ, Man. Magnús Kaprasíusson. Hann var fæddur 22. desember 1857 í Reykjavík á Íslandi, var því nokkra daga yfir 69 ára, er hann lézt. Foreldrar hans voru: Kaprasíus einhenti Magnússon og kona hans, Ragnheiður Þorsteinsdóttir; voru þau hjón ættuð úr Lundareykjadal í Borgarfjarðarsýslu. Kaprasíus var mörg ár póstur á milli Reykjavíkur og Keflavíkur, og vann þess utan hvaða vinnu sem var og var orðlagður verkmaður og fjölhæfur, þó með eina hönd væri. Magnús sál. var yngstur af níu börnum þeirra hjóna, sem nú eru flest dáin, nema Guðrún Sigríður, kona Jóns Halldórssonar í Langruth.

Magnús sál. missti föður sinn er hann var á 6. ári; ólst hann því upp hjá móður sinni, er nú varð að vinna ein fyrir stórum hóp af ungum börnum, er henni tókst að gjöra, án þess að fá hjálp af almanna fé. Svo í efnalegu tilliti var ekkert stór arfur, er hann fékk eftir foreldra sína. En sá andlegi arfur, er hann og systkyni hans fengu, var þeim mun meiri, því móðir hans var sannkristin kona í orðsins fylstu meiningu, enda gleymdi hann ekki eða systkini hans, er til fullorðinsára komust, áminningum hennar.

Nokkuð ungur lærði Magnús skósmíði og var fullnuma í þeirri iðn og stundaði hana svo bæði í Reykjavík og austur á fjörðum seinustu árin er hann var á Íslandi.

Árið 1892 kom hann vestur um haf og settist að í Argyle, hjá Guðrúnu systur sinni og manni hennar. Þar um slóðir var hann í um 2 ára tíma, unz hann flutti norður að Manitobavatni. Þar kyntist hann Guðnýju Jónsdóttur frá Bæ í Andakílshreppi í Borgarfjarðarsýslu; hún var þá ekkja eftir Guðmund Bjarnason frá Skarðshömrum í Norðurárdal. Henni giftist hann árið 1898. Handiðn sína stundaði hann aðallega eftir að hann kom hér til lands, þar til nokkru eftir að hann kvæntist.Tók hann þá heimilisréttarland, og stundaði landbúnað til ársins 1921, að hann flutti í bæinn Langruth, bygði sér hús í bænum og átti þar heima til dauðadags.

Eina hálfsystur átti hann, Guðríði, konu Bjarna Þorsteinssonar Eastman, að Langruth. - Með konu sinni eignaðist hann tvær dætur, og er önnur þeirra á lífi og hefir oftast verið hjá foreldrum sínum; hina missti hann fyrir þó nokkrum árum síðan. Tveir af stjúpsonum hans voru hjá honum á uppvakstarárum sínum og bar hann eins mikla umhyggju og ástríki til þeirra sem sinna eigin barna.

Að eðlisfari var Magnús heit. örgeðja og gleðimaður og vildi helst sjá allar manneskjur glaðar og kátar, og gerði alt hvað hann gat til þess að svo væri. Konu sinni og börnum og stjúpbörnum var hann svo skyldurækinn, sem bezt kann vera. Trú sinni og áminningum móðurinnar hélt hann til dauðadags. - Hann var jarðsunginn 3. janúar af séra H.J. Leó að flestum bygðarmönnum viðstöddum.

Blessuð sé minning hans.

Nágranni." 

 

Guðrún Sigríður Kaprasíusdóttir Halldórsson

  Guðrún Sigríður Kaprasíusdóttir

Upplýsingarnar sem hér fara á eftir eru teknar úr minningargrein um Guðrúnu Sigríði í Lögbergi fimmtudaginn 7. Febrúar 1935, sem Jóhann Fredriksson skrifaði.

„Guðrún andaðist á heimili sínu í Langruth Manitoba þann 12. Júlí 1934 og var jarðsungin þann 14. Júlí af Jóhanni Fredrikssyni. Húskveðja var haldin á heimili, en aðalathöfnin fór fram í lútersku kirkjunni í Langruth. Flest allir Íslendingar í byggðinni fylgdu hinni látnu til grafar. Guðrún var jarðsett í Big Point Cementery, Langruth, R.M of Lakeview, Manitoba, Canada.

Guðrún var fædd í Mávahlíð í Lundarreykjardal í Borgarfjarðars. Foreldrar hennar voru Kaprasíus Magnússon  og kona hans Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Kaprasíus andaðist í Reykjavík 1862(red.hj.skv.Íslendingabók dó hann 1864) eftir langvarandi veikindi. Ragnheiður lézt 1887(red.hj.skv.Íslb. lést hún 1891).  Guðrún heitin átti fjögur alsystkini, sem öll eru dáin Þau hétu: Ingibjörg, Þorsteinn, Gísli og Magnús. (red.hj. hér gleymir höfundur greinarinnar Birni, sem var faðir Einars Björnssonar afa Litlalandsystkina). Eina átti hún hálfsystur, Mrs. Bjarni Austman(red.hj hér er átt við Guðríði Einarsdóttur, sem nefnd er hér neðar)búsett í Langruth-bygðinni í Manitoba.

Strax í æsku mætti Guðrún miklum erfiðleikum. Aðeins barn að aldri, 10 ára gömul, varð hún að fara til vandalausra og vinna fyrir sér. Erfiðleikarnir yfirbuguðu hana ekki. Hún varð víkingur dugleg til allra afkasta og vann ótrautt lat til dauðastundar.

Seinasta föstudag í sumri, árið 1880, giftist hún eftirlifandi manni sínum, Jóni Halldórssyni frá Hrauntúni í Þingvallasveit. Um fimm ára skeið, frá 1881-1886, bjuggu þau í Svartagili í sömu sveit. Þaðan fluttu þau til Canada í júlí 1886. Fyrstu 13 árin bjuggu þau í Argyle í Manitoba. Um aldamótin fluttu þau til Sinclair í sama fylki og bjuggu þar í 21 ár. Árið 1920 hættu þau búskap og keyptu sér snoturt heimili í bænum Langruth í Manitoba.

Þau hjón eignuðust átta börn, fimm eru dáin. Þau er eftirlifa móður sína eru: Kristjana, Mrs. F.D.Lusk, búsett í bænum Dauphin, Manitoba; Hjálmar, giftur íslenskri konu, til heimilis i Winnipeg, og Pétur Friðrik, giftur íslenskri konu, bóndi í grennd við sinclair, Manitoba Í allt eru barnabörnin 10, hraust og efnileg eins og þau eiga kyn sitt til að rekja.

Guðrún heitin var hin mesta merkiskona. Hún var þróttmikil, kjarkmikil, stórhuga, þó viðkvæm, nærgætin og kærleiksrík. Hún var framúrskarndi hreinskilin og af mörgum misskilin. Ævireynsla hennar mun ekki skráð sem viðburaríkt ævintýri, og ævistarf hennar mun fáum ljóst annað en það að hún var góð kona og góð móðir. En störf hennar náðu út yfir heimilisannirnar.

Hún hafði tamið sér heilbrigðar hugsanir, lesið mikið sér til gagns, fróðleiks og sálarþroska. Þann mann hafði hún að geyma, sem prýðir hverja manneskju, og þær dyggðir, sem framleiða það háleitasta og fegursta í lífinu. Hún var ein af þeim konum, sem byggja land og þjóð, en hafa þó lag á aðhalda sjálfum sér til baka.

Margar sögur sagði hún mér af yngri og eldri. Ég dáðist að hvað vel hun skildi og þekkti sálarlífið. Hún gróðursetti sanna lífsgleði og guðlega hugsun í mörgum hjörtum. Margir yngir og eldri, eig henni það ljós að þakka, sem lýsir þeim í gegnum hættur og myrkur lífsins.

Um alvör lífsins, lífið sjálft, snérist hugsun hennar. Kristindómurinn var hennar mesta áhugamál, enda styrkti hún þann félagsskap af megni, eftir þvi sem kraftar og efni leyfðu. Hún var ætíð reiðubúin að viðurkenna kristindóminn sem það eina nauðsynlega. Hún átti lifandi trú, djúpar, alvarlegar og háleitar hugsanir. Hennar innri maður þroskaðist í hinu sanna ljósi og var viti sem lýsti til gæfu. Samblandið alvöru bjó hún yfir sannri gleði og var ætíð kát og skemmtileg heim að sækja. Íslandi og öllu því göfugasta í íslenskri sögu unni hún hugástum, og harmaði mjög það frumhlaup að hafa farið frá fósturjörðinni þess meir sem á leið.

Sjálfum sér gat maður kent um færi maður ei andlega ríkari af heimili hennar en maður kom þangað. Þar var komið við næmustu og fegurstu tilfinningar hjartans og vaktar ríkustu hugsanir sálarlífsins.

Hún var mannþekkjari og þekkti oft best þá, sem fjöldinn skeytti minnst um. Hún gróf sig inn í sálarfylgsnin, leitaði að því besta og fann það og dróg það til sín. Fáir þekktu hana vel og kannski mest af þeirri ástæðu að hugsanir hennar voru ekki hugsanir almennings, og gjafir hennar ekki það, sem fjöldinn seildist í. Hún jós af lífsins brunni. Að rétta þurfandi og veikum hjálparhönd var henni yndi. Það kom líka fyrir að hún tók veika á heimili sitt, til að geta sem best hlynt að þeim. Hún talaði kjark og þolinmæði í þá, sem með þurftu og hún náði til.

Heima fyrir var hún sístarfandi og bar takmarkalausa um hyggju fyrir öllu á sínu heimili.“

„Þau hjón voru sem eitt í öllu og fegurri sambúð var ekki að finna en á þeirra heimili. Hún elskaði heitt og þráði, af umhyggju mannsins síns vegn, að mega hjúkra honum til hans dauðastundar. En það þóknaðist Guði að kalla hana fyrst. „

Samkvæmt Almanaki(veit ekki hvaða) frá 1938, þá lést eiginmaður Gurðúnar Sigríðar, Jón Halldórsson á Grace Hospital i Winnipeg í maí 1937, þá um áttrætt.

 

 

Sjá má um ætlaða hálfsystur(sammæðra) þeirra systkina, sem einnig bjó í Kanada, í næsta lið á eftir eiginkonu Kaprasíusar , Ragnheiði Þorsteinsdóttur, hér neðar á síðu.

Faðir Kaprasíusar Magnússonar var:

Magnús Björnsson

Fæddur í Stafholtssókn, Mýr. 26. janúar 1799. Látinn á Akranesi 29. maí 1861. Bóndi í Dagverðarnesi í Skorradal og á Hóli í Lundarreykjadal. Var á Stórafjalli , Stafholtssókn, Mýr. 1801. Magnús eignaðist eina dóttur með Katrínu Pálsdóttur 1794, sú hét Agata 1820-1894, Mangús og Katrín voru ekki gift. Eiginkona Magnúsar var Sigríður Ólafsdóttir 1798-1877, hún var í Englandi, Lundarsókn, Borg 1891(Þar sem ég ranglega hélt í fyrstu að Sigríður hefði farið til Englands á Bretlandseyjum, set ég með hér það sem stendur í Örnefnastofun, til gamans og skýringar: Egnland í Lundarreykjadal: Neðst í tungunni, fyrir ofan laug, sem þar er , hafa síðustu 20 árin legið fjórir aflraunasteinar, sem heita Fullsterkur, Hásterkur, Amlóði og Örvasi), húsfreyja á Hóli 1835. Sigríður getur m.a. rakið ættir sínar til Ívars “hólmur” Vigfússonar 1300-1371. Um hann segir m.a.a í ísl.erfðagrein.:Hirðstjóri á Bessastöðum. “Útkváma Ívars “hólms” með þeim konungsbréfum, at hann hafði leigt allt Ísland með sköttum ok skyldum um þrjú ár ok var skipaðr hirðstjóri”, segir í Annálum. Það var árið 1354. Þess hefur verið getið til að faðir hans hafi verið Vigfús hriðstjóri Jónsson, en engin rök eru fyrir því  og því til stuðnings.skv. leiðréttingum við ÍÆ er það eina sem telja má víst um ætterni hans það, að hann hafi verið niðji Ívars “hólms” Jónssonar riddara.

Magnús og Sigríður eignuðust seks börn:

  1. Kaprasíus 1821,
  2. Ólafur 1823-1890,
  3. Gísli 1826-1851,
  4. Björn 1830-1891,
  5. Guðríður 1834-1902,
  6. Sigríður 1840-1895.

Faðir Magnúsar Björnssonar var:

Björn Sæmundsson

Fæddur á Hraunsnefi 1765. Látinn í Lundarsókn, Borg. 1. júlí 1834. Bóndi á Stórfjalli, Stafholtssókn, Mýr.1801. Bóndi á Eskilholti og Hóli í Lundarreykjadal 1810 til æviloka. Hans kona var Vigdís Björnsdóttir* 1751-1817. Þau giftu sig 28.06 1791. Vigdís getur rakið ættir sínar aftur í Kjósina**, hún var gift áður. Björn og Vigdís eignuðust þrjú börn: Guðríður 1792-1796, stúlka 1793-1793, Magnús 1700, eins og sjá má var Magnús sá eini, sem náði fullorðinsárum.

*Föður Vigdísar Björns Þórðarsonar er getið við bæinn Hurðabak í Kjósverjum og segir þar svo:

“Björn Þórðarson Fæddur 11. oktober 1716. Dáinn 15. sept. 1805 á Hurðabaki. Foreldrar: Þórður Gíslason bóndi á Reynivöllum og Meðalfelli og kona hans Svanborg Björnsdóttir. Björn bjó á Möðruvöllum 1750, í Neðri Flekkudal 1753 og 1757, en á Hurðabaki 1760-1773.”Nýtur maður og lætur eftir sig velmönnuð börn. Hann bjó yfir 40 ár hér í sveit. Segir í Prestþjónustubók Reynivalla. Kona hans var Þóra fædd 1711, d. 1785 á Hurðabaki, Magnúsdóttir bónda á Hurðabaki Gunnlaugssonar og konu hans Vigdísar Þorleifsdóttur.(sjá annars staðar í skjali um hjón þessi). Meðal barna Björns og Svanborgar voru: Arnleif f.1745, dó uppkomin, Þorbjörg f. 1746 gift Ólafi Ísleifssyni á Hurðabaki(Ólafur Ísleifsson er svo skyldur okkur Litlalandssystkynum í móðuræt langömmu Margrétar Jónsdóttur)Ingibjörg f. 1750 kona Vigfúsar Sigurðssonar á Hurðabaki Sigurðar bónda á Englandi í Lundarreykjardal Árnasonar(bónda á Fremra-Hálsi fyrrum Skálholtsbryta Ketilssonar), Vigfús lést 1814 en Ingibjörg bjó áfram til 1817, en brá þá búi og fluttsit til frænda síns Þórðar á Meðalfelli, Vigdís f.1751, tvígift fyrri maður hennar var Ásmundur Þórhallsson skipasmiður bóndi á Signýjarstöðum í Hálsasveit d. Á Melum á Kjalarnesi 1787 62 ára síðar átti Vigdísi Björn Sæmundarson á Vilmundarstöðum og Hóli í Lundarreykjardal, Guðrún 1753 mun hafa látist á unglingsaldri.

 

Ættir Vigdísar í Kjósinni uppl. Fengnar úr “Kjósverjar”:

**Snorri Guðmundsson fæddur um 1500 (föðurætt Þóru Manúsdóttur, móður Vigdísar, langt aftur í ætt eða í 5.lið í móðurætt Magnúsar Gunnalugssonar Hurðabaki í Kjós, föður Þóru). Sjálfseignarbóndi á Þorláksstöðum í KJós 1534. Snorri er kunnur af dómi er Ögmundur biskup Pálsson nefndi í Viðey 8.sept 1534. Var þar tekinn til álits og dóms kæra biskupsins til Snorra Guðmundssonar, að hann hefði yrkt engispart úr Hurðabakslandi, eign kirkjunnar á Meðalfelli, en Snorri eignaði jörð sinni Þorláksstöðum. Snorri mætti fyrir dóminum nefndan dag með afbatanir sínar. Lagði hann fram þrjú vitnisburðarbréf undirskrifuð af einum manni hvert. Þótti dómsmönnum bréf Snorra og vitnisburðir ekki hafa afl við þær landamerkjaskrár er framkomu af hendi biskups. Snorri var því sem vita mátti dæmdur til að taka lausn og skriftir fyrir óheimila yrkingu engispartsins(Ísl.fornbréfas.IX-708-9). Kona Snorra var ónafngreind en ekki er ósennilegt, að hún hafi verið dóttir Narfa Sigurðsson á Meðalfelli(tengdur Litlalandssystkynum í föðurætt Hildar ömmu Jónsd.), kemur það vel heima tímans vegna, og Narfanafnið var allalgengt hjá afkomendum Snorra. Sonur Snorra hefur verið Guðmundur f. Um 1530, bóndi á Þorláksstöðum.Dáinn fyrir 1594. Guðmundur bjó á Þorláksstöðum 1566 sbr. Ísl. Fornbréfas. XIV 550. Föðurnafn Guðmundar er að vísu ekki getið í þessarri heimild, en með tilliti til föðurnafns Snorra er þar sat á sjálfs síns eign 1534 og þess, að synir Gumundar erfðu Þorláksstaði eftir föður sinn og fram er tekið að jörðin hafi verið óðalseign Guðmundar, er næstum öruggt að hann hafi verið sonur Snorra á Þorláksstöðum. Meðal barna Guðmundar voru: Jón f. Nál. 1555, bóndi í Sogni,Narfi f. Nál. 1555, bóndi á Neðri-Hálsi.

 

Kjósin er fremur ruglingsleg, að því leyti, að ég get raunverulega haldið nær endalaust áfram með að rekja þessar ættir í austur og vestur á bæjum Kjósarinnar, því það er meira og minna skilt okkur í beinan lið eða skakkan. Hef hér heimildir eins og bókina “Kjósarmenn” og hef haft bókina “Kjósverjar” undir höndum, mikið til sömu upplýsingar í þessum bókum. Kannski stúdera ég þetta einhvern góðviðris daginn, en þetta er svolítið hispum haps hjá mér eins og er eins og sjá má við ættmenni okkar úr Kjósinni, sem hér eru rakin.

 

Faðir Björns Sæmundssonar var:

Sæmundur Björnsson

Fæddur 1724. Látinn í Hvamssókn í Norðurárdal, Mýr. 18. febrúar 1787. Bóndi í Síðumúla um 1760, á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum 1768-73, á Guðnabakka, Síðumúlasókn, Mýr. 1773 og á Balbjarnarvöllum, Stafholtssókn, Mýr. 1783. Skv. Vík er hann sonur Björns Sæmundssonar Einarssonar í Gröf Magnússonar, afa síns. Hann var giftur Guðríði Skaftadóttur fædd um 1732. Þau eignuðust seks börn: Guðrún 1759, Skapti 1762, Björn 1765, Árni 1768, Agatha 1770, Ingibjörg 1771.

 

 

Faðir Sæmundar Björnssonar var:

Björn Einarsson

Fæddur 1686. Látinn í Reykholtssókn, Borg. jarðsettur 25.3.1741. Vinnumaður í Garpsdal, Geiradalshreppi, Barð. 1703. Bóndi í Geirshlíð í Flókadal. Hans kona var Guðrún Ingimundardóttir 1698-1733. Þau giftust 13.09 1722. Guðrún var fyrri kona Björns og eignuðust þau fimm börn:

1. Magnús 1722-1803,

2. Guðríður 1724-1805,

3. Sæmundur 1724,

4. Guðrún 1727-1795,

5. Bjarni 1730-um 1780.

Seinni kona Björns hét: Guðrún Aradóttir 1714, þau giftust 1734, þeirra börn voru: Þórdís 1735, Margrét 1737, Einar 1739 og Björn 1741.

 

Í Kjósverjar segir undir bæjarnafninu Reynivalla-Austurkot um Magnús son Björns Einarssonar:” Fæddur 1722 dáinn í Fljótstungu um 1803. Hann var bróðir Bjarna á Þorgautsstöðum og föðurbróðir Skafta Sæmundssonar á Sandi. Magnús bjó í Austurkoti 1754-58, fluttist þaðan að Lambhúsum og bjó þar 1762, á Kollastöðum í Hvítársíðu bjó hann 1787 og fluttist þaðan gamall að Fljótstungu. Kona hans var Ingveldur f.1715.d.1790 á Kollastöðum,Guðnadóttir í Austurkoti, Gestssonar og Eirnýjar Árnadóttur konu hans. Dóttir þeirra var Oddný f.1754 kona Jóns Þórðarsonar í Fljótstungu, meðal barna þeirra var Björn fyrri maður Ingiríðar Bjarnadóttur í Síðumúla, Eirný kona Guðmundar Sumarliðasonar í Skáney, Guðný, kona Magnúsar Þingeyings Erlendssonar, þau bjuggu í Fljótstungu, Guðni bóndi á Sleggjulæk, Sumarliði í Hægindakoti.

 

Faðir Björns Einarssonar var:

Einar Magnússon

Fæddur í Reykholtssókn, Borg. Um 1651. Látinn í Reykholtssókn, Borg., jarðsettur 15.8 1738. Bóndi á Bolsastöðum í Hálsasveit 1681, Skáney í Reykholtsdal, Kollslæk í Hálsasveit og í Gröf, Reykholtsdalshreppi, Borg. 1703. Hreppstjóri Reykdælinga. Kaupmáli Einars og Guðríðar var dags. 3.11.1678. Fyrri kona Einars var Arnbjörg Jónsdóttir 1640. Seinni kona Einars var Guðríður Sæmundsdóttir 1655-fyrir 1725, húsfreyja í Gröf í Reykholtsdalshrepp, Borg. 1703. Guðríður átti ættir að rekja í Borgarfirði. Einar og Guðríður eignuðust seks börn:

  1. Arnbjörg 1682, húsfreyja á Sigmundarstöðum í Hálsasveit og á Bolastöðum, fósturstúlka á Signýjarstöðum í Ásasveit, Borg. 1703,
  2. Vigdís 1683-fyrir 1733, var í Gröf Reykholtsdalshreppi 1703,
  3. Bjarni 1685-1692,
  4. Sæmundur 1686-1707 dó í bólunni (Stórubólu),
  5. Björn 1686, vinnumaður í Garpsdal Geirdalshreppi,
  6. Ólafur 1695, var í Gröf 1703, bóndi í Hrísum í Flókadal.

Þriðja kona Eianrs var Sigríður Sigmundsdóttir 1691, ómagi í Skilmannahreppi Borg. 1703, þau giftu sig 1725.

Faðir Einars Magnússonar var:

Magnús Ólafsson

Fæddur um 1625. Látinn 1702 eða 1701. Bóndi í Úlfsstöðum í Hálsasveit 1681. Magnús og Kristín urðu legorðssek annað hvort 1648 eða 1649 og því hafa þau ekki giftst fyrr en eftir þann tíma, en eitt barna þeirra fæðst þá. Hans kona var Kristín Þorsteinsdóttir um 1625-fyrir 1669. Kristín var fyrri kona Magnúsar. Kristín getur rakið ættir sínar til Egils Skallagrímssonar  í föðurætt sína. Magnús og Kristín eignuðust tvö börn:

  1. Einar 1651
  2. Sigríður 1658, hún var húskona á Belgholtskoti í Leirár-og Melahreppi Borg. 1703.

Seinni kona Magnúsar var Guðný Ingimundardóttir um 1643-1734.

Hér með lýkur ætt Björns Kaprasíussonar, föður Einars Björnssonar, föður Margrétar Einarsdóttur, móður Hildar Jörundsdóttur, í beinan karllegg

Móðurætt Björns Kaprasíusarsonar í beinan kvenlegg:

Móðir Björns Kaprasíusarsonar var:


Ragnheiður Þorsteinsdóttir

Fædd á Krossi Lundareykjadalshr. Borg. 9. desember 1823. Látin 17. apríl 1891. Var á Kistufelli, Lundarsókn, Borg. 1835. Húsfreyja á Kistufelli, Lundarsókn, Borg. 1845. Húsfreyja í Reykjavík, Gull. 1860. Ráðskona á Litlu-Steinsstöðum, Reykjavíkursókn, Gull 1890. Nefnd Ragnhildur Þorsteinsdóttir á manntali 1890. Ragnheiður var gift Kaprasíusi  Magnússyni 1821. Þau eignuðust seks börn þar á meðal var Björn. Sjá nánar ofar í skjali.

 

Litlu-Steinsstaðir var steinbær, sem var virtur fyrst árið 1905, en leyfi fékkst fyrir honum árið 1894, bærinn stóð þar sem er nú Smiðjustígur 10 í Reykjavík(www.minjasafnreykjavíkur.is )

 

Guðríður Einarsd.Eastman m. fjölskyldu sinni, Bjarna Thorsteinssyni Eastman, tveimur af dætrum sínum Ólöfu og Önnu og barnabarninu Iris.


 

  Víða í heimildum að vestan (Kanada) er talað um hálfsystur þeirra systkina Magnúsar og Guðrúnar Sigríðar, sem mér var ekki kunnugt um áður og hennar er ekki getið í Íslendingabók við Ragnheiði Þorsteinsdóttur.  Ýmislegt, sem ég hef lesið bendir þó til þess að svo hafi verið, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það.

 

Guðríður Einarsdóttir( hálfsystir m.a. Magnúsar Kaprasíussonar og Björns Kaprasíussonar og Guðrúnar Sigríðar Kaprasíusdóttir, sammæðra. Dóttir Ragnheiðar Þorsteinsdóttur(1823) og Einars Einarssonar(1796).

Í almanaki Ólafs S.Thorgeirssonar segir m.a um Guðríði og hennar mann: Guðríður Einarsdóttir eiginkona Bjarna Thorsteinssonar Eastman var fædd 9. September 1870 í Reykjavík .Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og Ragnheiður Þorsteinsdóttir ættuð úr Lundareykjardal.

Bjarni og kona hans komu hingað til lands 1892, giftust 8. Apríl 1893 í Winnipeg, sér Jón Bjarnason gifti þau. Fyrsta árið er þau dvöldu hér vestra voru þau í Winnipeg, og seinni hluta ársins í Argyle-byggð, en fluttu svo norður til Narrows, Manitoba. Þau byrjuðu þar búskap og bjuggu þar þangað til 1898, að þau fluttu hingað í Big Point byggð og hafa búið hér síðan, nema tvö ár(1902-1904), sem þau bjuggu skammt fyrir norðan Westbourne. Þau fluttu þangað flóðaárið(1902) vegna slægjubrests. Manitobavatn flæddi þá mjög á löndin norður hér. Bjarni og Guðríður eru myndarhjón og hefir búnast vel. Bjarni er verkmaður mikill og hinn lagvirkasti. Síðan hann kom hingað hefir hann verið talsvert riðinn við málefni byggðarinnar, verið oft í skólanefndinni og um langan tíma í samkomuhússnefndinni og reyndist þar til iðgugóður, skyldurækinn og framkvæmdarsamur. Hann hefir húsað bæ sinn útihús vel og smekklega. Börn þeirra Bjarna og Guðríðar eru: Gestur, á heima í bænum Langruth, stundar þar keyrsluvinnu, kona hans er enskumælandi, hún var um eitt skeið kennari við Big Point skólann. Þorsteinn stundar háskólanám, Vilfred heima hjá foreldrum sínum, Ólöf kona Einars Þiðrikssonar Eyvindarsonar, búa þau nálægt Westbourne, Anna kona Eyvindar smiðs, hann var bróðir Einars Þiðriksssonar, þau eiga heima í Winnipeg, Karl andaðist 1919.

*sama heimild og vitnað er í hjá Magnús Kapr. Segir að Mr. Eastman hafi í nokkur ár verið póstmaster i Wild Oak.

Á heimasíðu með adressuna: http://www3.sympatico.ca/walterarksey/Langruth.html

Er m.a. saga Big Point i hundrað ár. Þar segir um pósthúsið í Wild Oak að það var staðsett í Big Point og var í heimahúsi þess póstmeistara sem var hverju sinni. Wild Oak var skírt eftir eykartrjám sem ” that sprang up on old beaches of Lake Manitoba”. Þessu pósthúsi var lokað árið 1917.

 

 

Fimmtudaginn 7. Apríl 2000 birtust í Lögberg-Heimskringla nokkrar vísur undir yfirskriftinni Big Point. Þar á meðal var þessi vísa:

Bjarni og Guðríður Austman

        Gestur Eastman

Rauði-Bjarni gleiður gekk,

aftan í honum Guðríður hékk.

Strákurinn með stóran haus

stikar á eftir ráðalaus.

 

 

 

 

 

 

Guðrún Sigríður Kaprasíusdóttir Halldórsson

Legsteinn Guðrúnar Sigríðar í kirkjugarðinum í Langruth, Manitoba, Kanada.

Móðir Ragnheiðar Þorsteinsdóttur var:

Guðrún Ólafsdóttir

Fædd í Böðvarsholti, Staðastaðarsókn, Snæf. 1787. Var í Böðvarsholti, Staðastarsókn, Snæf. 1788. Var á Bakka, Búðasókn, Snæf. 1793. Var í Stapaseli, Stafholtssókn, Mýr. 1801. Húsfreyja í Lækjarkoti, Hjarðarholtssókn, Mýr. 1816. Húsfreyja á Kistufelli, Lundarsókn, Borg. 1835. Hennar maður var Þorsteinn Pálsson 1790 (hann getur m.a. rekið ættir sínar til Björns “bunu” Grímssonar f.770, hersir í Noregi), bóndi á Kistufelli og víðar. Var í Litlabæ í Álftanessókn, Mýr. 1801, húsbóndi í Lækjarkoti Hjarðarholtssókn, húsbóndi á Kistufelli 1835, var á Tyrfingsstöðum, Garðasókn, Borg. 1860. Þau eignuðust tvær dætur:

  1. Guðríður 1819-eftir 1890 og
  2. Ragnheiður 1823.

Móðir Guðrúnar Ólafsdóttur var:

Þorbjörg Björnsdóttir

Fædd 1748. Húsfreyja í Böðvarsholti, Staðastaðarsókn, Snæf. 1788. Húsfreyja á Bakka, Búðasókn, Snæf. 1793. Húsfreyja í Stapaseli, Stafholtssókn, Mýr. 1801. Hennar maður var Ólafur Egilsson 1749, bóndi í Böðvarsholti, Stðastaðarsókn, Snæf. 1788, bóndi á Bakka Búðarsókn, Snæf. 1793 og bóndi í Stapaseli 1801. Ólafur getur m.a. rakið ættir sínar til “Grundar-Helgu” 1320, sem bjó á Grund í Eyjafirði og víða er getið í gömlum ritum, hennar sonur var svo Björn “Jórsalafari” Einarsson. Þorbjörg og Ólafur eignuðust þrjú börn:

  1. Kristín 1785,
  2. Guðrún 1787,
  3. Ólafur 1792-1854.

Móðir Þorbjargar Jónsdóttur var:

Sigrún Þorláksdóttir

Fædd 1724. Var á Rauðkollsstöðum, Eyjahreppi, Hnapp, 1729. Tökukona á Bakka, Buðasókn, Snæf. 1793. Hennar maður var Björn Ásgeirsson um 1715. Þau eignuðust eina dóttur: Þorbjörg 1748.

 

Móðir Sigrúnar Þorláksdóttur var:

Guðrún Björnsdóttir

Fædd 1691, var í Purkey, Skarðstrandahreppi, Dal. 1703, ekkja á Rauðakollsstöðum, Eyjahreppi, Hnapp. 1729. Hennar maður var Þorlákur Jónsson 1678-fyrir1729 (hann er einn af þeim, sem rekur ættir sínar til Jóns bryta á Skálholti. Þorlákur var giftur annarri frænku okkar er Helga Jónsdóttir hét 1666 og virðist hún hafa verið fyrri kona hans, Þau eignuðust þrjú börn saman), bóndi á Rauðakollsstöðum 1703. Guðrún og Þorlákur eignuðust þrjú börn:

  1. Björn 1723,
  2. Sigrúnu 1724,
  3. Sveinbjörn 1725.

 

(Árið 1918 skiptist Skraðstrandarhreppur í Klofningshrepp og Skarðshrepp).

 

Móðir Guðrúnar Björnsdóttur var:

Sigrún Jónsdóttir

Fædd 1652, húsfreyja í Purkey, Skjarðstrandarhreppi, Dal. 1703. Hún var gift Birni Jónssyni 1647, bónda í Purkey. Þeirra börn voru:

  1. Jón “elsti” 1682,
  2. Guðný 1683,
  3. Jón “í miðið” 1690,
  4. Guðrún 1691,
  5. Bjarni 1694,
  6. Jón “yngsti” 1699, var fatlaður.

Þau voru öll í Purkey 1703.

 

 

(Smálykkja er hér á og fáum við því einn karlmann inn hér):

 

Faðir Sigrúnar Jónsdóttur var:

Jón Hauksson

Fæddur um 1610. Bóndi á Hálsi Skógarstrandarhreppi, Snæf. 1681. Hann átti eina dóttur Sigrúnu 1652, barnsmóður er ekki getið.


Frá langafa Jóns Haukssonar í föðurætt(Haukur 1480) er svonefnd Hauksætt rakin, en ég fer hér yfir í móðurætt Jóns Haukssonar.

Móðir Jóns Haukssonar var:

Þorbjörg Þórðardóttir

Fædd um 1580 húsfreyja á Hálsi á Skógarströnd. Hennar maður var Haukur Jónsson 1565, (hann getur m.a. rakið ættir sínar til Þorsteins á Hvoli í Hvolhreppi 1320 af ætt Oddverja), bóndi á Hálsi á Skógarströnd. Þau eignuðust fjögur börn:

  1. Vigfús 1610, bóndi á Keiksbakka á Skógarströnd,
  2. Jón um 1610, bóndi á Hálsi á Skógarströnd,
  3. Bjarni um 1610,
  4. Þorsteinn 1619, væntanelga sá sem að var ómagi í Skógarstrandahreppi Snæf. 1703.

Móðir Þorbjargar Þórðardóttur var:

Guðrún Bjarnadóttir

Fædd um 1535, húsfreyja á Kirkjufelli. Hún var gift Þórði Þórðarsyni 1535, bónda á Kirkjufelli í Eyrarsveit, lögréttumaður 1566-1581. Þórður getur m.a. rakið ættir sínar aftur til Jóns 1430 Egilssonar bryta í Skálholti. Guðrún og Þórður eignuðust tvö börn:

  1. Sigrún 1570, húsfreyja í Ólafsvík,
  2. Þorbjörg 1580.

Hér endar kvenleggurinn í þessa áttina en Guðrún þessi var dóttir Bjarna Einarssonar fæddur um 1500, bónda á Mýrum og er ætt hans ei heldur rakin lengra aftur í Ísl.bók.

Ætt,eiginmanns Guðrúnar, Þórðar Þórðarsonar, komumst við heldur ekki mjög langt með en hún lítur annars si svona út:

Þórður Þórðarson var sonur Þórðar Ásmundssonar fæddur um 1500, hann var bóndi á Kirkjufelli í Eyrarsveit, sonur Ásmundar “betri” Jónssonar fæddur um 1465, Prestur á Öndverðrieyri á Snæfellsnesi frá 1482. Prestur á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit skv. Æ.A-Hún. "Orðlagt hraustmenni" skv. Aðalvík. Mögulega sami maður og var prestur í Kálfholti í Holtum um 1500 og Helgu Þórðardóttur fædd um 1466, ætt hennar er ekki rakin lengra aftur í Íslbók., en móðir Þórðar Þórðarsonar var Ingibjörg Jónsdóttir fædd um 1500, Húsfreyja á Kirkjufelli. Espólín segir hana ættaða frá Skálmarnesmúla og ætti hún þá annað hvort að vera yngri systir Ingibjargar þeirrar sem var gift Þorleifi lögréttumanni Guðmundssyni, eða þá að hér sé um eina manneskju að ræða, sem hafi gifst Þórði eftir lát Þorleifs 1536. Einnig má vera að hér sé um að ræða rugling við allt aðra manneskju og er ætt hennar ekki rakin lengra.

Foreldrar Ásmundar “betri” Jónssonar voru Jón Egilsson fæddur um 1430,móður ekki getið, en Jón þessi var bryti í Skálholti sonur Egils fæddur um1400.

 

Þá kemst ég ekki lengra á þennan veginn með kvenlegginn út frá Birni Kaprasíussyni.



Hér með lýkur ættartölu Einars Björnssonar, föður Margrétar Einarsdóttur, móður Hildar Jörundsdóttur

Kommentarer

25.07.2011 12:59

Ivar Brynjólfsson

Góðan daginn - Margrét Jónsdóttir var langamma mín - mér þykir mjög forvitnilegt að sjá mynd af henni - er nokkur von til að þú vitir hver ljósmyndarinn er?

25.09.2010 18:13

Ágústa Kristófersdóttir.

Frábær síða og fróðleg.
Hafði mjög gaman að lesa og skoða.

14.05.2010 22:36

Einar

Jæja Hildur min, nú kom síðan að góðum notum. Ég var að leita að mynd af afa Einari á Google - og lenti auðvitað hér

15.05.2010 08:57

Hildur

Gott Einar minn, að hún nýttist einhverjum.